Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGFORELDRAR telja víst að
hækka þurfi gjald fyrir fulla vistun
um a.m.k. 13 þúsund krónur ef drög
að reglugerð um daggæslu barna í
heimahúsum verður samþykkt
óbreytt og börnum á hvert dagfor-
eldri fækkað úr fimm í fjögur. Ráð-
gert er að hún taki gildi 1. apríl nk.
en dagforeldrar hafa frest til 10.
mars til að skila inn umsögn til fé-
lagsmálaráðuneytisins. Fundur dag-
foreldra og félagsmálaráðherra hef-
ur verið boðaður á þriðjudag.
„Fjögur börn standa ekki undir
rekstrinum þegar allt er tekið með.
Við þurfum að borga trygginga-
gjöld, í lífeyrissjóð og félagsgjöld,
fyrir utan fæði fyrir börnin, hita,
rafmagn og síma, viðhald á húsnæði
og leikföng,“ segir Inga Hanna Dag-
bjartsdóttir sem sæti á í stjórn
Barnavistunar, félags dagforeldra í
Reykjavík.
Dagforeldrar hafa lýst því yfir að
viðbúið sé að fjölmargir skili inn
leyfum verði reglugerðin samþykkt
óbreytt. Dagforeldrar eru um 400 á
landsvísu. Í Reykjavík einni eru ná-
lægt 200 dagforeldrar með samtals
970 börn í sinni umsjá. Þeir segja að
það muni óneitanlega bitna á sveit-
arfélögunum ef fer sem horfir og
þörfin fyrir leikskólapláss muni
aukast til muna. Um hálfsárs til eins
árs bið er víða eftir plássi hjá dag-
foreldrum. Segir Inga Hanna að
dagforeldrar veigri sér margir við
að lofa foreldrum plássi í haust
vegna óvissu um framhaldið.
Hert eftirlit með starfseminni
Hún segir að svo virðist sem þess
misskilnings hafi gætt í túlkun ráðu-
neytisins á nýju reglugerðinni að
dagforeldrar þurfi ekki að útvega
sérherbergi fyrir leikaðstöðu
barnanna. Hins vegar sé skýrt kveð-
ið á um í 13. gr. 6. lið að bæði leik-
rými og hvíldaraðstaða skuli vera í
fullnægjandi íbúðarherbergjum og
er við það miðað að leiksvæði skuli
að lágmarki vera 3 fermetrar að
gólffleti fyrir hvert barn. Í eldri
reglugerð var kveðið á um að rýmið
skyldi vera 3,5 fermetrar að lág-
marki en þá var átt við allt rými inn-
andyra. Dagforeldrar benda einnig
á að samhliða nýrri reglugerð sé
verið að auka eftirlit með stafsem-
inni. Þannig hafi Reykjavíkurborg
sent dagforeldrum bréf í síðasta
mánuði þar sem boðað sé að fenginn
verði utanaðkomandi aðili til að sjá
um eftirlit með starfseminni sem áð-
ur var á hendi sk. daggæsluráðgjafa.
Dagforeldrar fóru fram að breyting-
arnar yrðu kynntar dagforeldrum
en þær áttu að taka gildi í síðasta
mánuði og þurfti að koma til kasta
lögfræðings félagsins.
Eftirliti með dagmæðrum hefur
fram að þessu verið tvær heimsókn-
ir daggæsluráðgjafa á ári og eftir
þörfum umfram það. Nýjum um-
sjónaraðila með eftirlitinu er hins
vegar ætlað að fylla út sérstakan
gátlista á staðnum við hverja heim-
sókn sem dagforeldrar segja að lýsi
með því vantrausti yfirvalda á
starfsstéttina.
Dagforeldrar segja fótum kippt undan rekstrargrundvelli með fækkun barna úr fimm í fjögur
Erfitt að lofa
foreldrum
plássum í haust
Morgunblaðið/Ásdís
Hækka þarf gjald hjá dagforeldrum um a.m.k. 13 þúsund krónur ef ný reglugerð verður samþykkt.
JÓN Hilmar Alfreðsson, settur
landlæknir í máli foreldra sem
misstu nýfætt barn sitt í sept-
ember í fyrra og kvörtuðu yfir
meintri rangri meðferð við fæð-
ingu barnsins, segist ekki gera
ráð fyrir að breyta álitsgerð
sinni í málinu þar sem komist er
að þeirri niðurstöðu að barnið
hafi látist vegna áhrifa deyfilyfs-
ins marcains. Hinsvegar séu við-
bætur við álitsgerðina á leiðinni
Dögg Pálsdóttir lögmaður
foreldranna gerði fyrir þeirra
hönd athugasemdir við drög að
álitsgerð setts landlæknis, en
drögin tóku engum efnislegum
breytingum í endanlegri útgáfu
og hefur settur landlæknir stað-
fest það. Í athugasemdum for-
eldranna var m.a. talið nauðsyn-
legt að fjalla nánar um
umrædda deyfingu sem ekkert
hefði slegið á hríðarverki móð-
urinnar. Telji foreldrarnir það
vísbendingu um að deyfingin
hafi farið beint í barnið og að það
sé skýringin á því hvernig fór,
auk þess sem lyfjablandan hafi
verið mun sterkari en þörf var á.
Þá komi fram í krufningsskýrslu
að þrjú nálarstunguför hafi ver-
ið á höfði barnsins og telji for-
eldrarnir nauðsynlegt að settur
landlæknir upplýsi eftir hvað
þau voru.
Jón Hilmar Alfreðsson sagði
við Morgunblaðið í gær að
vegna fyrirspurna foreldranna
og óska þeirra um nánari út-
skýringar, komi til greina að
svara þeim að einhverju leyti
með viðbótarkafla við álitsgerð-
ina. „Ég geri ekki ráð fyrir að
breyta álitsgerðinni, en það
kemur viðbótarkafli þannig að
hún lengist svolítið,“ sagði Jón
Hilmar.
Viðbætur
við álits-
gerð á
leiðinni
Settur landlæknir
í máli vegna meintra
læknamistaka
LÖGREGLUNÁM verður alls þrjú
ár, en ekki eitt, eins og er nú, auk
þess sem lögreglunemar verða á
launum allt námstímabilið, verði
hugmyndir sem nú eru til skoð-
unar í Lögregluskóla ríkisins að
veruleika. Hugmyndirnar hafa
verið kynntar fyrir dóms-
málaráðherra sem vildi að áfram
yrði unnið með þær. Gangi allt
eftir verður næst tekið inn í skól-
ann haustið 2005 og þá í samræmi
við nýja námskrá.
Arnar Guðmundsson, skólastjóri
Lögregluskóla ríkisins, segir að
grunnhugmyndin sé að fjölga
kennslustundum úr u.þ.b. 1.200 í
2.100. Skólinn vilji auka kennslu í
þeim greinum sem fyrir eru
kenndar og eins athuga hvort
nauðsynlegt sé að bæta við fögum.
Einnig standi til að verja meiri
tíma til þjálfunar og ýmissa verk-
legra æfinga.
Arnar telur skynsamlegt að lög-
reglunemar fái greidd laun frá því
þeir hefja nám. „Þannig að menn
sæki um starf í lögreglunni um
leið og þeir sækja um að komast í
skólann og það sé gerður samn-
ingur við þá í upphafi. Þetta skipt-
ir máli varðandi agaspursmál og
að menn læra alveg frá fyrsta
degi að þeir eru lögreglumenn,“
segir Arnar. Hann bætir við að
lögreglunemarnir geti þá aðstoðað
við löggæslu, þegar miklar annir
eru, og eins sé þetta mikilvægt
vegna trygginga.
Samkvæmt núverandi fyr-
irkomulagi er fyrsta önnin ólaun-
uð, en standist nemendurnir próf
sem eru tekin að fjórum mánuðum
liðnum hefja þeir starfsþjálfun,
ganga vaktir og starfa við hlið
fullgildra lögreglumanna yfir sum-
arið. Um haustið ljúka þeir seinni
önninni og eru á launum áfram
þar til þeir eru brautskráðir rétt
fyrir jól.
Hugmyndirnar nú ganga út á að
lengja námið úr einu ári upp í tvö
og jafnvel að eins árs reynslutími
bætist við að því loknu, áður en
menn geta farið í skipaðar lög-
reglumannastöður. Námið verði
því alls þrjú ár. Yfir fyrstu tvö ár-
in yrðu nemendur að auki í 12
mánuði samtals í starfsþjálfun,
m.a. yfir sumartímann þegar helst
er þörf á auknu starfsliði hjá lög-
reglunni.
Vonast til að hefja breytt nám
að hausti 2005
Breytingarnar þurfa væntanlega
að vera samþykktar á Alþingi,
með breytingu á lögreglulögum.
Arnar segir að það sé von skólans
að hægt verði að taka inn nem-
endur haustið 2005 eftir nýrri
námskrá. „Það getur auðvitað
frestast af ýmsum ástæðum, en við
erum mjög ánægð með að hug-
myndum okkar og kjarnanum af
því sem við lögðum fram hefur
verið vel tekið og við hvattir til að
vinna það áfram,“ segir Arnar, en
ríkislögreglustjóra og Lands-
sambandi lögreglumanna, hafa að
auki verið kynntar hugmyndirnar.
Fáir ófaglærðir
lögreglumenn í dag
Námi lögreglumanna var breytt
árið 1997, eftir að hafa verið eins
í um þrjá áratugi og var fólki þá
gert kleift að sækja um nám við
skólann án þess að hafa unnið við
löggæslu áður. Fyrst um sinn var
námið tvö ár, en Arnar segir að
árið 2000 hafi skólinn óskað eftir
því að stytta tímabundna starfs-
þjálfun með það fyrir augum að
flýta fjölgun faglærðra lögreglu-
manna. Starfið væri orðið það
flókið að það væri ekki forsvar-
anlegt að það sinntu því aðrir en
þeir sem hefðu lokið námi frá
grunndeild skólans. Síðan þá hef-
ur námið verið eitt ár, frá janúar
til desember.
Arnar segir að nú heyri það aft-
ur á móti til undantekninga að
ófaglærðir lögeglumenn séu að
störfum. „Þá er tímabært, eins og
var reyndar alltaf stefnt að, að
fara aftur í lengingu námsins,“
segir hann.
Ríkislögreglustjóri ákveður
hversu margir eru teknir inn í
skólann hverju sinni, í samráði við
lögregluskólann. Arnar segir að
frá árinu 1997 hafa verið teknir
inn 32–48 nemendur ár hvert.
Fjöldinn hverju sinni sé háður
fjárveitingum og þörf á nýliðun.
Alls séu um 700 lögreglumenn að
störfum á Íslandi.
Breytingar fyrirhugaðar á námi lögreglumanna við Lögregluskóla ríkisins
Morgunblaðið/Kristinn
Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans vonast til að hægt verði að hefja kennslu í skólanum samkvæmt
nýrri námsskrá haustið 2005 en stefnt er að því að lengja námið í skólanum úr einu ári í alls þrjú ár.
Námið verði þrjú ár og nemar
verði á launum allan tímann