Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 6

Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fólkið streymir inn í bygginguna. Þetta er ekki venjulegt skrif-stofufólk, því skjalatöskurnar eru með vírneti og í þeim erulítil dýr sem mása og gelta. Í hinum enda salarins hleypurkona með hund í ól stutta spretti fram og til baka. Það er ver- ið að hita upp. – Didn’t we almost have it all, glymur í hátölurunum. Búið er að teppaleggja Reiðhöllina í Kópavogi. Úti á bílastæði heyrist hundgá – tveir hundar sem gelta í lokuðum bíl. Blaðamanni dettur fyrst í hug að þeir séu eins og óhreinu börnin hennar Evu; þyki ekki nógu fín- ir fyrir sýninguna sem er að hefjast. En líklega er bara ekki komið að þeim strax. Áhorfendapallarnir fyllast smám saman. Lítið fer fyrir fólkinu sem er af ýmsu tagi eins og hundarnir, sem það er komið til að sjá. Manninum í næsta sæti finnst greinilega alltof mikið látið með hundana og hvíslar að blaðamanni: – Þar sem ég var í sveit voru hundar engin dillidýr. Í miðju salarins er keppnisstjórinn að segja sögu af konungi sem tók hlé á ríkisráðsfundum til að kjassa hundana sína. Lýsingin er með líf- legasta móti, svo hún talar jafnvel fyrir hundana sem verið er að sýna: – Já, gefðu mér nammi, strax … Og þegar konan á sýningargólfinu víkur sér fimlega undan með nammið og fær hundinn til að rísa á afturlappirnar: – Svona, hættu kerling, hættu þessu. Á borðum eru bikarar af öllum stærðum og gerðum, sumir jafnvel stærri en hundarnir sem verið er að sýna. Það eru líka aðeins hvolpar sem troða upp á fyrsta degi 35 ára afmælissýningar Hundaræktarfélags Íslands. Í raun er þetta keppni, sem fer þannig fram að eigandinn gengur af stað á afmörkuðu svæði og ýmist dregur hundinn á eftir sér eða er dreginn áfram af hundinum. Með smáímyndunarafli mætti hugsa sér að eigend- urnir væru til sýnis. Þeir eru þó ekki eins vel til hafðir og hundarnir né úr hófi fram fríðir. Þetta er í fyrsta skipti sem tveir íslenskir dómarar dæma sýninguna. Þeir skoða hundana íbyggnir og gaumgæfa m.a. frammistöðuna, útlitið, skapið, feldinn. Markið er sett hátt eins og í nýmóðins fyrirtækjum; fylgt er alþjóðlegum gæðastöðlum. Árangurinn fer eftir ræktunarvið- miði hverrar tegundar, sem sett eru af alþjóðasamtökum hundarækt- arfélaga. Á keppnissvæðinu eru víða fullar skálar af sælgæti. Það er fyrir eig- endurna, sem vilja líka fá sitt. Síðan er veitt alhliða þjónusta. Í bás við innganginn eru seldar hundatryggingar. Það kostar 2.981 krónu að tryggja íslenskan fjárhund, en dýrast er að tryggja þá hunda sem hætt- ir til að veikjast oftar og getur fjárhæðin farið upp í 7.353. – Hvað er hérna? spyr blaðamaður á næsta bás. – Ég, svarar brosmild stúlka. Ekki von að blaðamaður sæi hana, því hún er í hermannabúningi í felulitunum. Hún er að selja föt á hunda, sem framleidd eru á Íslandi, og sitthvað fleira, s.s. ilmvötn, bein og þroskaleikföng. Tvær smástelpur rétta henni klink og kaupa slaufu. – Þurfa hundar að vera í fötum, spyr blaðamaður í fávisku sinni. – Já, veiðihundar og björgunarhundar eru oft í fötum og sýning- arhundum þarf að hlífa svo feldurinn slitni ekki. Hér eru aðeins föt á hunda með notagildi, ekki kjólar. Það er gamnislagur við annað sýningarsvæðið, þar sem eigandinn er að koma ól á galsafullan labrador-hvolp. Þrátt fyrir að þetta sé hvolpur, þá er hann margfalt stærri en minnstu hvolparnir á sýningunni. Eig- andinn er þó enn stærri. Hann er fullorðinn. Og þetta er fimmti ættliður labrador-hunda í eigu hans. – Ég átti langömmu hans og föður hans á ég líka. – Er hann sigurstranglegur? – Mér finnst hann fallegur og myndi dæma honum sigur, segir hann með sannfæringu. En dómarar eru óútreiknanlegir eins og við vitum, bætir hann við þungur á brún. Skammt frá er stúlka með Shar Pei-hund, sem segist taka þátt af því að það sé góð reynsla og skemmtilegt fyrir hundinn. – En fyrir eigandann? – Jú, alveg jafn skemmtilegt, segir hún og hlær. Í því pissar hund- urinn á gólfið og hún flýtir sér með hann út. Það glampar veglegan bikar ofan á hundatösku í eigu stúlku, sem er greinilega á heimleið. Hún þakkar árangurinn hvað hún er dugleg að æfa hundinn, sem heitir Kátur og ber keppnisnafnið Royal Ice Bon Jovi. – Ég fer með hann út á götu á hverju kvöldi, geng með hann fram og tilbaka og ímynda mér að dómarar séu að fylgjast með, segir hún. Ef gestir koma í heimsókn fæ ég þá líka til að skoða upp í hann. Hún segir að hundurinn heiti Kátur, af því hann sé síkátur. – Eins og eigandinn? – Hann er líkur mömmu sinni – hundamömmu. Morgunblaðið/Golli Hundar og eigendur þeirra SKISSA Pétur Blöndal fór á hunda- sýningu KONUR og fjölmiðlar voru umræðu- efni fundar Femínistafélagsins sem haldinn var í vikunni. Þingkonurnar Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir og fjölmiðlamenn- irnir Róbert Marshall og Þorfinnur Ómarsson héldu framsöguerindi. Á fundinum var lagt út af nýlegri rannsókn Þorgerðar Þorvaldsdóttur sem leiddi m.a. í ljós að konur voru einungis 30% þeirra sem komu fram í umræðuþáttum í sjónvarpi fyrir síð- ustu kosningar. Í máli Bryndísar Hlöðversdóttur kom fram að ekki væri aðeins við fjöl- miðlafólk að sakast þótt hlutfall kvenna hefði verið lágt af þeim sem fengnir voru til að veita álit sitt í fjöl- miðlum í aðdraganda kosninga. Hún sagði stjórnmálaflokkana oft ráða meiru en fjölmiðla um hverjir kæmu í viðtöl þegar kosningar væru í vænd- um. Róbert Marshall kvaðst ekki kann- ast við það að erfiðara væri að fá kon- ur til að tjá sig í fjölmiðlum, eins og oft væri sagt. „Ég held að íslenskt fjölmiðlafólk sé upplýst um að það hallar á konur í fjölmiðlum,“ sagði Róbert á fundinum Að mati Sigríðar Önnu Þórðardótt- ur staðfesti könnun Þorgerðar það sem vitað var áður. Hún talaði um mikilvægi þess að fjölmiðlar störfuðu af fagmennsku og veldu viðmælendur af kostgæfni, enda væru fjölmiðlar, þá sérstaklega sjónvarp, afar sterkir miðlar. Þorfinnur Ómarsson benti á það hve fáar konur eru í stjórnunarstöð- um á fjölmiðlum. Hann sagði að sér teldist til að 13 karlar væru á móti 2 konum í stöðum frétta- og ritstjóra á íslenskum fjölmiðlum. Að loknum fjörlegum framsöguer- indum tóku við umræður þar sem því var m.a. velt upp hvort íslenskir fjöl- miðlar ættu að setja sér sérstaka jafnréttisstefnu og nota sem tæki til að geta unnið markvisst að því að auka hlut kvenna í fjölmiðlum. Fundur Femínistafélagsins var hluti af röð funda sem félagið nefnir „Hittið“ og haldnir eru fyrsta þriðju- dag hvers mánaðar. Ekki aðeins við fjöl- miðlafólk að sakast Morgunblaðið/Golli Konur eru í minnihluta viðmælenda í fjölmiðlum en þær voru í meirihluta á fundi Femínistafélagsins um konur og fjölmiðla á Sólon á dögunum. Lítil þátttaka kvenna í umræðuþáttum rædd á opnum fundi mun stærri en hjá framleiðendum flugvéla. Þó að ný efni eins og trefja- plast kæmu til sögunnar myndi það hafa afar lítil áhrif á álframleiðslu í tonnum talið á næstu árum, þó að í einhverjum tilvikum gætu áhrifin verið meiri á einstaka álfyrirtæki sem stóluðu mest á viðskipti við flug- vélaframleiðendur. Álið væri stöðugt í samkeppni við annað hráefni, tók Rowley þar sem dæmi framleiðslu á umbúðum og gluggum. Álið hefði þurft að víkja þar fyrir plasti og tré en það hefði ekki haft nein áhrif á heildarmyndina. Álnotkun á öðrum sviðum hefði aukist á móti. „Íslend- ingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu,“ sagði Adam Rowley og brosti. Ragnar segir að ef einhver breyt- ing verði á kaupum flugvélaframleið- enda á áli muni það gerast á næstu tuttugu árum. Jafnan hafi tekið lang- an tíma hjá verksmiðjum eins og Bo- eing og Airbus að skipta um flugvéla- tegundir eða hráefni í þær. „Ef menn hefðu verulegar áhyggj- ur af þessu þá hefði það haft einhver áhrif á álverðið. Það hefur hins vegar ekki verið hærra í mörg ár, sem er vísbending um að markaðurinn hefur ekki stórar áhyggjur,“ segir Ragnar. ADAM Rowley, álsérfræðingur hjá Macquaire Bank, sagði aðspurður við Morgunblaðið að álfyrirtækin hefðu ekkert að óttast samkeppni við önnur hráefni á borð við trefjaplast sem t.d. flugvélaframleiðendurnir Boeing og Airbus hafa verið að þróa og hyggjast nota í sína framleiðslu á næstu árum. Undir þetta tekur Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Norðuráli á Grundartanga, og bendir á að hlutur flugvéla í framleiddu áli í heiminum sé aðeins um 2%. Adam Rowley sagði að hlutur bíla- framleiðenda í kaupum á áli væri Álið þarf ekki að óttast trefjaplastið ÞAÐ HEFUR verið misjafnt veður á höfuðborgarsvæð- inu undanfarið. Stundum hefur sólin skinið og náð að verma landið og ekki síður hjörtu landsmanna, en þess á milli hefur kólnað og jafnvel rignt. Sumir hafa orðið bjartsýnir og sagt að vorið væri að koma, þegar hlýind- in eru sem mest. Hvað sem því líður hefur verið hægt að gera margt utandyra sem yfirleitt einkennir sumarið. Eitt af því er að setjast úti í góða veðrið og lesa blöðin. Morgunblaðið/Ásdís Blöðin lesin í blíðvirðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.