Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 10

Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 10
10 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ V ísinda- og tækniráði var komið á laggirnar í apríl í fyrra samtímis því að Rannsóknarráð Íslands var lagt niður. Það er stefnu- markandi ráð og í því sitja meðal annarra ráðherrar, undir stjórn forsætisráð- herra. „Með þessum róttæku breytingum var rannsóknar- og þróunarstarfsemi komið á svið þjóðmálanna,“ segir Hans Kristján Guð- mundsson, forstöðumaður Rannsóknamið- stöðvar Íslands. „Þessi skipan er að hluta sótt til Finna og þar hefur hún skilað miklum ár- angri. Sumir vilja jafnvel meina að hún sé lyk- illinn að því hversu vel Finnum hefur gengið að vinna þróunarstarfi brautargengi. Hérna heyrir opinber rannsóknarstarfsemi undir mörg ráðuneyti, þótt bróðurparturinn tilheyri menntamálaráðuneytinu, því undir það falla til dæmis allar rannsóknir á háskólastigi.“ Rann- sóknastarfsemi er víða í opinberum geira og nægir að nefna Hafrannsóknarstofnun, rann- sóknarstofnanir landbúnaðarins og fiskiðnað- arins og Iðntæknistofnun. Hans segir að um langa hríð hafi menn velt fyrir sér hvort ekki mætti auka skilvirkni opinberrar rannsókn- arstarfsemi með því að sameina kraftana. „Í nýrri vísindastefnu, sem nýtt Vísinda- og tækniráð samþykkti 18. desember, kemur fram að endurskilgreina eigi skipulag og starfshætti opinberra rannsóknarstofnana innbyrðis og gagnvart háskólunum, auka sam- starf og samnýta fjármagn, þekkingu og að- stöðu. Að þessu hefur verið unnið á ýmsan hátt, en þessar stofnanir eru enn aðskildar og heyra undir mismunandi ráðuneyti. Ef þessi nýskipan getur komið endurskoðun af þessu tagi til leiðar held ég að slíkt hljóti að vera af hinu góða, ekki hvað síst til að vinna nýjum sviðum brautargengi, sem ganga þvert á hefð- bundna skiptingu atvinnuveganna. Annar hluti þessarar nýskipunar er að aðskilja hina pólitísku stefnumótun frá framkvæmdinni, þ.e. beinni úthlutun peninga. Þess vegna er Rannsóknamiðstöð Íslands sett upp, sem framkvæmdaaðili kerfisins. Innan okkar vé- banda eru samkeppnissjóðirnir, hver með sinni stjórn, sem bera ábyrgð á úthlutun styrkja. Úthlutun á því að vera fjarri hinu póli- tíska valdi og á faglegum forsendum. Þróunin er öll í þessa átt.“ Sameiginlegur vettvangur ráðherra Hans Kristján tók við starfi forstöðumanns Rannsóknamiðstöðvar Íslands í apríl á síðasta ári, þegar Rannsóknamiðstöðin tók við hlut- verki Rannsóknarráðs Íslands. Nýja stofnun- in er í daglegu máli kölluð Rannís, rétt eins og forverinn. Áður en Hans tók við starfinu hafði hann um fjögurra ára skeið stýrt NorFa í Nor- egi, en sú stofnun er undir hatti norrænu ráð- herranefndar menntamála og vísinda og styrkir samstarf um vísindamenntun. Áður starfaði hann sem vísindafulltrúi menntamála- ráðuneytisins hjá sendiráði Íslands í Brussel og þar áður hjá EFTA í sömu borg. Hann er doktor í eðlisverkfræði og hefur áður unnið að rannsóknum og stjórnun rannsókna, m.a. við Háskóla Íslands og Iðntæknistofnun. Hans segir að menn geri sér vonir um að aukin nánd ráðherra við rannsóknir og þróun- arstarf auki jafnframt skilning þeirra sem með völdin fara á fjárþörf málaflokksins. „Ég ætla nú ekki að halda því fram að sá skilningur hafi ekki verið fyrir hendi, en núna er hægt að sameinast um ákveðna stefnu, svo menn séu ekki hver að vinna í sínu horni. Sérstakur vett- vangur hefur nú skapast fyrir ráðherra til að vinna sameiginlega að þessum málum. Árang- urinn er háður því hversu vel þeir nýta þetta tækifæri.“ Ekki er enn liðið ár frá því að Vísinda- og tækniráði var komið á laggirnar. „Við erum enn að finna þessu starfi góðan farveg. Ég tel að í reynd hafi aðskilnaður Rannís og hins stefnumótandi vettvangs orðið of mikill,“ segir Hans. „Auk þess að vera framkvæmdaraðili svipað og Rannís er í dag var Rannsóknarráð- ið ráðgefandi fyrir ríkisstjórnina og heyrði undir menntamálaráðuneytið. Þegar það var lagt niður fluttist stefnumótunin ofar, á rík- isstjórnarstig. Um leið hefur horfið sá vett- vangur, þar sem einfaldari ákvarðanir voru teknar, til dæmis um hvaða alþjóðlegu áætl- unum Ísland vildi vera aðili að og fleira í þeim dúr. Slíkar ákvarðanir eru núna teknar á mörgum stöðum og þetta er eitt af því sem við þurfum að taka á og gera skilvirkara. Hér er ekki síst þörf á eyrnamerktu fjármagni til slíkra sóknarfæra.“ Rannís annast m.a. umsýslu Rannsókna- sjóðs, Tækjasjóðs og Rannsóknarnámssjóðs, en stjórnir sjóðanna ráða úthlutun úr þeim og byggja þar á gæðamati fagráða. „Rannís hefur aðeins umráð yfir eigin rekstrarfé og heyrir undir menntamálaráðherra, en hefur frelsi til að gera samstarfssamninga við önnur ráðu- neyti. Þar má nefna samning við iðnaðarráð- neytið um rekstur á nýjasta sjóðnum, Tækniþróunarsjóði, sem núna er að hefja starfsemi.“ Rannís hefur margs konar verkefni á sinni könnu. „Í aðalatriðum má skipta verkefnunum í fernt,“ segir Hans. „Rannís hefur í fyrsta lagi það hlutverk að halda utan um þessa sam- keppnissjóði, sem áður eru nefndir, og eru mikilvægustu sjóðir hér á landi fyrir grund- vallarrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og tækniþróun. Í öðru lagi er svo umsjón með hinu margvíslega alþjóðasamstarfi í rann- sóknum. Við sjáum meðal annars um aðildina að rannsóknaáætlunum ESB. Í þriðja lagi er hagtölugreining og greining á árangri rann- sókna og nýsköpunar. Við verðum að leggja töluverða áherslu á þennan lið, enda nauðsyn- legt að geta lagt Vísinda- og tækniráði til sem áreiðanlegastar upplýsingar. Í fjórða lagi stundar Rannís svo kynningarstarfsemi sem beinist annars vegar að vísindamönnum, sem við veitum upplýsingar um þau tækifæri sem bjóðast, hér á landi og erlendis. Við styðjum m.a. gerð sjónvarpsþáttanna Vísindi fyrir alla, sem sýndir eru reglubundið í sjónvarpinu.“ Rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna en Tækjasjóður til tækjakaupa eins og nafnið gefur til kynna. Forveri hans var Byggingar- og tækjasjóður, en núna verða ekki veittir styrkir til bygginga, heldur einungis tækja- kaupa til rannsókna. Rannsóknarnámssjóður veitir styrki til framhaldsnáms. „Í raun breyttist starfsemi þessara sjóða lítið þegar Vísinda- og tækniráði var komið á laggirnar og þeir byggja á sömu fjárframlögum og áður, að minnsta kosti enn sem komið er. Hins veg- ar hefur verið settur á laggirnar nýr sjóður, Tækniþróunarsjóður, sem er stofnaður með 200 milljóna króna framlagi frá iðnaðarráðu- neytinu. Hlutverk hans er að brúa bilið milli Rannsóknasjóðs og Nýsköpunarsjóðs, þ.e. frá rannsóknum og til framkvæmda. Sjóðurinn mun styðja hagnýtar rannsóknir og þróunar- verkefni sem metin eru vænleg til árangurs og ávinnings og hjálpa til að færa þær áfram, yfir í markaðshæft ástand. Hlutverk hans skarast því bæði við Rannsóknasjóð og Nýsköpunar- sjóð, en lögð verður mikil áhersla á samstarf þessara sjóða, svo framlög úr þeim nýtist sem best.“ Færri og stærri styrkir Hans segir að í Rannsóknasjóði hafi verið valin sú leið að hækka styrki. Í nýafstaðinni úthlutun er meðalupphæð styrkja til nýrra verkefna um 2,2 milljónir króna, en hæstu styrkirnir fara nálægt 5 milljónum króna. „Þetta er hækkun miðað við styrkveitingar gamla Vísindasjóðsins, sem var gagnrýndur fyrir að veita fjölda smástyrkja, en gamli Tæknisjóðurinn veitti hins vegar stærri styrki. Það er samt ekki alltaf sem stórir styrkir nýtast best. Í hugvísindum eru til dæmis oft einyrkjar við rannsóknir og þeim er ekki endilega akkur í stórum styrkjum sem þeir ná ekki að nýta. Við verðum því að gæta þess að loka ekki alveg á smærri styrki. Ég held hins vegar að það hafi verið rétt ákvörðun að gefa mönnum færi á að sækja um stærri styrki, eins og var raunin þegar Vísindasjóður auglýsti svokallaða Öndvegisstyrki fyrir tveimur árum. Þá var lögð mikil vinna í að meta umsóknir, til að tryggja að einungis af- burða verkefni fengju hæsta styrk, sem varð líka raunin. Öndvegisstyrkir féllu niður í fyrra, þar sem ekki fékkst aukafjárveiting, en stjórn Rannsóknasjóðs tók í ár þá ákvörðun að eyrnamerkja ákveðinn hluta sjóðsins til slíkra öndvegisverkefna með styrkjum allt að 12 milljónum króna á ári í þrjú ár. Í hinum nýja Tækniþróunarsjóði verður hægt að leggja allt að 30 milljónum króna á þremur árum til framúrskarandi verkefna. Það er eðlilegt og mikilvægt að menn reyni að veita styrki sem skipta máli, rannsóknir eru mjög dýrar og við verðum að huga vel að því hvernig við ætlum að halda sæti okkar sem ein fremsta rann- sóknaþjóðin. Við megum reyndar ekki gleyma því að miðað við óbreytt ástand í samkeppn- issjóðunum þýða hærri styrkir færri verkefni og að í dag liggjum við nærri sársaukamörk- um umsækjenda þar sem hafna þarf þrem af hverjum fjórum umsóknum í Rannsóknasjóð.“ Aðspurður hvort Íslendingar séu ekki fram- arlega í rannsóknum þrátt fyrir rannsóknar- sjóðina, en ekki vegna þeirra, segir Hans að það sé ekki rétt, þessir sjóðir hafi í raun stuðl- að að kraftaverkum þótt oft sé haft á orði að þeir séu hvergi nærri nógu öflugir. „Þessir sjóðir eru að mörgu leyti forsenda þess að ís- lenskir vísindamenn hafa tekist á við ný svið. Ég bjó erlendis síðastliðin ellefu ár og síðustu fjögur árin fylgdist ég ekki eins vel með ís- lenskum vísindaheimi og áður. Þegar ég kom heim og sá gróskuna hérna miðað við stöðuna á níunda áratug síðustu aldar, þá fannst mér ótrúlegt hvað við eigum glæsilegan og sterkan hóp vísindamanna á öllum sviðum. Sú mikla Þolinmótt fjármagn Samkeppnissjóðir sem styrkja rannsóknar- og þró- unarstarf eru of veikir og þol- inmótt fjármagn skortir til að styðja við ný fyrirtæki. Í við- tali við Ragnhildi Sverrisdóttur segist Hans Kristján Guðmundsson, for- stöðumaður Rannís, binda vonir við markmið ríkis- stjórnarinnar um tvöföldun sjóðanna. Hann segir að einkafjárfestar gætu nýtt matskerfi Rannís og lagt auk- ið áhættufé til nýsköpunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.