Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 11
sprenging, sem m.a. hafði orðið í heilbrigðis-
og lífvísindum, kom mér mest á óvart.“
Hans segist ekki geta bent á neina eina
ástæðu þessarar sprengingar, en tekur undir
að stofnun Íslenskrar erfðagreiningar hafi ef-
laust haft hvetjandi áhrif. „En þessi þróun er
ekki eingöngu á sviði líftækni, því hérna
sprettur upp fjöldi fyrirtækja sem byggja á
innlendri þekkingarsköpun. Ég held að við
séum að njóta þess að nú hefur heil kynslóð vel
menntaðra vísindamanna skilað sér heim.
Þetta er fólk, sem fékk góða grunnmenntun
hérna heima og sá bakgrunnur kom því inn í
bestu háskólana erlendis. Þar hefur þetta ís-
lenska vísindafólk blómstrað, orðið að sterk-
um vísindamönnum og kemur svo heim. Þar
með hefur skapast einstakt vísindaumhverfi
hér á landi, því vísindamennirnir hafa farið um
allan heim að afla sér menntunar og samstarf
þeirra verður því miklu frjórra en ef þeir væru
allir aldir upp á sömu fræðaþúfunni. Hérna
myndast suðupottur hugmynda frá öllum
bestu háskólum heims. Af hverju þetta gerist
sérstaklega í heilbrigðis- og lífvísindum helg-
ast líklega af því að undanfarin tuttugu ár hef-
ur verið mikil gerjun á því sviði.“
Framlag ríkisins er fjárfesting
Hans bendir einnig á, að rannsóknaáætlanir
Evrópusambandsins hafi veitt Íslendingum
ómæld tækifæri. „Íslenskir vísindamenn hafa
notið góðra styrkja frá Evrópusambandinu og
þar skilar framlag íslenska ríkisins sér marg-
falt. Þetta er í raun góð fjárfesting ríkisins í
sóknarfærum fyrir vel menntaða þegna sína.
Vísindasamfélagið hér er svo sterkt, að við
stöndum vel að vígi í samkeppninni. Sterk
staða íslenskra vísindamanna sést líka á þeim
fjölda greina, sem birtist eftir þá í ritrýndum
vísindaritum.“
Spurður hvort ekki megi gera betur, t.d.
búa að sprotafyrirtækjum með sérstökum
skattaívilnunum eða leggja aukið fé í Nýsköp-
unarsjóð, svarar Hans að án efa megi margt
gera betur og efla þurfi samkeppnissjóðina.
„Ísland stendur sig hins vegar vel í fjármögn-
un vísinda, borið saman við önnur OECD-ríki.
Fá ríki standast okkur þar snúning. Framlög
til rannsókna og þróunar sem hlutfall af vergri
þjóðarframleiðslu ná nú þegar 3%, sem er það
mark sem Evrópusambandið vill að aðildarríki
þess nái árið 2010. Þriðjungur af þessu fé er
opinber fjármögnun og þar erum við líka á
toppi lista yfir OECD-ríki. Hlutfallslega leggj-
um við því hvað mest fé til rannsókna. Við
megum samt ekki gleyma að í heild og í alþjóð-
legum samanburði eru þetta lágar fjárhæðir
og ekki í samræmi við getu og burði íslensks
vísindasamfélags. Aðeins tíundi hluti þessa
opinbera framlags rennur til samkeppnissjóð-
anna, en stærsti hlutinn er ekki eins sýnilegur.
Því fé er veitt með beinum framlögum til rann-
sóknastofnana og til háskólanna. Í samanburði
við t.d. Norðurlöndin er það hlutfall sem renn-
ur til samkeppnissjóðanna sýnu lægst á Ís-
landi, sem gefur allt of lítinn sveigjanleika.
Rannsóknir eru af svo margvíslegum toga.
Inni í þessum tölum yfir fjárframlög ríkisins
til rannsókna er til dæmis rekstur á hafrann-
sóknaskipum og fleira af því tagi. Auðvitað er
engin ástæða til að allar rannsóknir séu fjár-
magnaðar í samkeppni, það þarf ákveðna
grunnfjármögnun til að halda við styrk og
grundvallaraðstöðu, en það má færa fyrir því
rök að tímabundnir styrkir til nýrra verkefna,
sem byggðir eru á vönduðu gæðamati, séu allt
of lágir.“
Þetta stendur til bóta, segir hann, því rík-
isstjórnin setti sér það markmið að tvöfalda
samkeppnissjóðina á þessu kjörtímabili. „Þar
er ríkisstjórnin að svara þeim væntingum,
sem vöknuðu í vísindasamfélaginu þegar nýju
skipulagi var komið á með stofnun Vísinda- og
tækniráðs. Mörgum urðu það mikil vonbrigði
að ríkisstjórnin skyldi ekki reiðubúin að leggja
strax aukið fé í samkeppnissjóðina. Ef þessi
skipulagsbreyting verður til þess að menn
vinni saman að því að efla þessa sjóði þá erum
við á réttri leið, en betur má ef duga skal.“
Fyrirtæki fæðast ekki á einni nóttu
Hér á landi er skortur á þolinmóðu fjár-
magni, segir Hans, sem er oft forsenda þess að
hægt sé að hrinda góðum hugmyndum í fram-
kvæmd og nýta rannsóknir á markaði. „Hug-
myndin að rafeindavogum fyrir fiskiðnað
kviknaði fyrst fyrir aldarfjórðungi og smám
saman óx fyrirtækinu fiskur um hrygg og varð
að hátæknifyrirtækinu Marel, sem er nú eitt
öflugasta fyrirtæki landsins. Slík fyrirtæki
fæðast ekki á einni nóttu. Nýsköpunarsjóður
hefur því miður orðið illa úti, sem trúlega má
rekja til hruns á markaði eftir mikinn upp-
gangstíma. Mér skilst að sjóðurinn eigi ekkert
fjármagn í dag til að setja í nýja hluti og það er
auðvitað skelfilegt. Nýi sjóðurinn, Tækniþró-
unarsjóður, kemur ekki í staðinn fyrir Ný-
sköpunarsjóð, enda eru 200 milljónir ekki háar
fjárhæðir í þessu samhengi. Tækniþróunar-
sjóði er ætlað að styðja við þróunarstarf, en
þegar því er lokið þurfa sterkari fjárfestar að
koma að málum. Þess vegna er slæm staða
Nýsköpunarsjóðs áhyggjuefni. Hér mættu
einkafjárfestar koma að málum í mun stærri
mæli en hingað til með raunverulegt áhættufé.
Fróðlegt væri einnig að athuga möguleika líf-
eyrissjóða til að koma að þeirri grunnfjárfest-
ingu í íslensku þjóðfélagi sem rannsóknir, þró-
un og nýsköpun er. Í því samhengi má t.d.
nýta það vandaða matskerfi sem Rannís hefur
þróað til að tryggja gæði verkefna og minnka
áhættu.“
Hans segir að jafnvel þótt hægt sé að sýna
fram á að framlög úr sjóðum hafi ekki minnk-
að, heldur staðið í stað, þýði það að þeir
hrökkvi skemur til en áður. „Styrkir úr sjóð-
unum greiða nú fyrir færri mannár en áður,
því launakostnaður eykst jafnt og þétt. Þar
fyrir utan starfa miklu fleiri að rannsóknum
nú en áður. Fjármögnun á rannsóknarnámi,
doktorsnámi, er hins vegar af mjög skornum
skammti. Gera þarf raunhæfar áætlanir um
þörfina á slíkri fjármögnun og um skipulag
námsins og stendur þar ekki hvað síst upp á
háskólana og þar fyrst og fremst Háskóla Ís-
lands. Aðrir háskólar koma þar auðvitað einn-
ig að, með meistara- og doktorsnám á
ákveðnum sviðum, en Háskóli Íslands er enn
risinn á þessu sviði. Rannsóknarnámssjóður
býr yfir 50 milljónum króna og getur eingöngu
veitt fáa og smáa styrki.“
Doktorsnám heima og heiman
Í stefnu Vísinda- og tækniráðs er lögð
áhersla á að doktorsnemum verði sköpuð sam-
bærileg námsskilyrði hér heima og þeim
standa til boða í öðrum löndum og boðað að
hlutverk Rannsóknarnámssjóðs verði endur-
skoðað. „Ef á að standa við þetta þýðir það
talsvert mikla fjármögnun sem ekki er fyrir
hendi í dag, auk þess sem þarf að skipuleggja
námið betur. Þetta er eitt að mikilvægustu
verkefnum á komandi árum.“
Hans segir að ákveðin mótsögn felist í því,
að hér sé einstætt vísindasamfélag vegna þess
að hér komi saman vísindamenn með menntun
frá öllum bestu háskólum heims og áætlunum
um að bjóða upp á sambærilega menntun hér.
„Hvernig eigum við, í þessu litla samfélagi, að
geta komið vísindunum áleiðis og tryggja gæði
vísindarannsókna framtíðar með því að taka
við öllum þeim nemendum sem áður fóru út?
Við þurfum að vera mjög varkár, því við meg-
um ekki setja upp doktorsnám sem stenst ekki
samanburð við það nám sem íslenskir vísinda-
menn hafa hingað til getað sótt erlendis. Við
megum heldur ekki fá heimalninga í öllum fög-
um.“
Í þessu samhengi er samstarf vestur og
austur um haf mjög mikilvægt. „Samstarf inn-
an Norðurlandanna og innan ESB hefur nýst
okkur vel. Samstarf við vísindamenn í Banda-
ríkjunum hefur aukist hratt, enda hafa margir
íslenskir vísindamenn sótt menntun sína
þangað og jafnvel unnið þar um árabil.“
Hans segist eiga von á að Íslendingar geti
siglt framhjá augljósum skerjum við skipu-
lagningu doktorsnáms hér á landi. „Við getum
án efa boðið upp á doktorsnám á heimsmæli-
kvarða hér á landi og eigum að gera það, m.a. í
fögum á borð við jarðvísindi og önnur nátt-
úruvísindi, í hafrannsóknum og í heilbrigðis-
og lífvísindum, svo eitthvað sé nefnt. Við eig-
um tiltölulega stóra hópa vísindamanna í þess-
um greinum, sem eru alþjóðlega í fremstu
röð.“
Hans Kristján Guðmundsson segir að
kannski sé tímabært að Íslendingar hætti að
líta til þess hversu fámenn þjóð þeir eru. „Við
eigum miklu fremur að líta á þá gríðarlegu
möguleika sem við höfum. Þessi fámenna þjóð
hefur sterka stöðu á alþjóðavettvangi og hér
er aðstaða fyrir alls konar merkilegar rann-
sóknir og þróunarstarfsemi. Á síðustu áratug-
um hefur komið rækilega í ljós að rannsóknir
skapa þjóðarauð og sé hlúð að menntun og vís-
indum í víðum skilningi er það ávísun á vinn-
ing og velmegun í síðharðnandi alþjóðlegri
samkeppni þekkingarþjóðfélaga.“
skortir
rsv@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
’ Ég held … að það hafiverið rétt ákvörðun að gefa
mönnum færi á að sækja
um stærri styrki, eins og
var raunin þegar Vís-
indasjóður auglýsti svo-
kallaða Öndvegisstyrki
fyrir tveimur árum. Þá var
lögð mikil vinna í að meta
umsóknir, til að tryggja að
einungis afburða verkefni
fengju hæsta styrk, sem
varð líka raunin. ‘
’ Hérna myndast suðu-pottur hugmynda frá öll-
um bestu háskólum heims.
Af hverju þetta gerist sér-
staklega í heilbrigðis- og
lífvísindum helgast líklega
af því að undanfarin tutt-
ugu ár hefur verið mikil
gerjun á því sviði. ‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 11
’ Þetta er skelfilegt ástand. Ég veitekki hvað við höldum þetta út lengi.‘Gyða Kristinsdóttir, sjúkraliði, hefur aldrei kynnst
öðru eins álagi á 28 ára starfsferli sínum í heima-
hjúkrun.
’ Dæmið ekki og þér munuð eigidæmdir verða. Sakfellið eigi og þér
munuð eigi sakfelldir verða.‘Sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarnes-
kirkju, vitnaði í Fjallræðuna, í predikun þar sem
hann sagðist ekki skilja hvers vegna andstaðan við
réttindabaráttu samkynhneigðra væri hvað sterkust
í nafni kristinnar trúar.
’ Það er vinsælt nú um stundir aðsegja að ekki þurfi annað en að leiðrétta
launamisréttið og senda feður í fæðing-
arorlof, þar með sé misrétti kynjanna úr
sögunni. Kynjarannsóknir sýna að málið
er alls ekki svona einfalt.‘Irma Erlingsdóttir hjá rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum í tilefni af ráðstefnu um karlmennsku í
fortíð, nútíð og framtíð.
’ Það hafa allir gott af því að fá á kjaft-inn.‘Sigurður S. Sigurðsson, fyrirliði SA, eftir að hafa
meiðst illa í íshokkíleik.
’ Að fá að kjósa, bjóða okkur fram,tala, velja okkur eiginmenn... ég vona að
þetta verði frjálslynd lög.‘Raja al-Khuzaaei, talsmaður íraskra kvenna, á fundi
um nýja stjórnarskrá í landinu.
’ Blair, Schröder og Chirac koma mérfyrir sjónir eins og tenórarnir þrír. Þeir
eru komnir af léttasta skeiði, fokdýrir ef
þeir koma fram opinberlega og þeir slá
æ oftar falskan tón.‘Jörg Haider, fylkisstjóri Kärnten í Austurríki, eftir
fund Blair, Schröder og Chirac í Berlín.
’ Þeir komu að næturlagi...Þeir voru ofmargir. Ég gat ekki talið þá.‘Jean Bertrand Aristide, forseti Haítís, fullyrti í
símaviðtali við AP-fréttastofuna að bandarískir her-
menn hefðu þvingað sig í útlegð.
’ Mér finnst guð hafa frelsað mig.‘Einn af þúsundum Haítíbúa á aðaltorgi Port-au-
Prince á mánudag. Fólkið hyllti Guy Pilippe leiðtoga
uppreisnarmanna þegar hann ók fyrir liði sínu inn í
borgina.
’ Við þekkjum öll áróðursaðferðirrepúblikana og vitum hvað þeir hafa
gert og hvað þeir munu reyna að gera.
Boðskapur okkar til þjóðarinnar er hins
vegar skýr: Það er breyting í aðsigi í
Bandaríkjunum.‘John Kerry, frambjóðandi demókrata í næstu for-
setakosningum í Bandaríkjunum, á fundi með stuðn-
ingsmönnum sínum í upphafi kosningabaráttunnar.
Ummæli vikunnar
MEÐLIMIR í stjórnarráði Íraks stilltu sér
upp í tilefni af því að undirrita átti stjórn-
arskrá til bráðabirgða á föstudag. Þegar til
kastanna kom var stjórnarskráin hins vegar
ekki undirrituð vegna þess að sjítar voru
ekki ánægðir með hana og töldu að þar væri
ekki dregið fram með nægilega skýrum
hætti að þeir eru í meirihluta í landinu.
Reuters
Myndataka en
engin undirritun