Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 19 Meðgöngubelti Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Á SÍÐASTA ári hóf Heyrnartækni ehf. að bjóða heyrnarskertum á Eg- ilsstöðum og Ísafirði upp á heyrn- armælingar og þjónustu vegna heyrnartækja. Árni Hafstað, heyrn- ar- og talmeinafræðingur, hefur sótt þessa staði heim á eins til tveggja mánaða fresti og verið við heyrnar- mælingar og sölu á heyrnartækjum. Árni hefur einnig séð um útibú Heyrnartækni á Akureyri síðan árið 2001 en þar hafði ekki verið þjónusta við heyrnarskerta til margra ára, segir í fréttatilkynningu. Þjónustunni hefur verið vel tekið og hafa nú þegar á annað hundrað manns fengið lausn á heyrnarvanda- málum sínum. Heyrnartækni stefnir að frekari þjónustu við landsbyggð- ina, fyrirhugaðar eru ferðir um Norðurland og til Vestmannaeyja ef nægur áhugi er fyrir hendi. Hægt er að kaupa heyrnartæki með greiðsluþátttöku frá ríkinu. Niðurgreiðsla nemur í dag 56.000 krónum vegna kaupa á tækjum í bæði eyru ef skilyrði ríkisins eru uppfyllt. Þeim sem uppfylla ekki skilyrði fyrir niðurgreiðslu eða vilja ekki bíða eftir henni gefst kostur á að greiða tækin fullu verði og fást þau þá af- greidd innan mánaðar, segir í frétta- tilkynningu frá Heyrnatækni. Þjónusta við heyrnar- skerta á landsbyggðinni SÍMINN hefur nýverið gefið Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra, 30 sérbyggð símtæki af gerðinni Tele Danmark. Símarnir verða nýttir í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Einnig hefur Sjálfsbjörg fest kaup á stafrænni Nortel símstöð hjá Grunni Gagnalausnum. Tækni- menn Grunns hafa þegar sett upp stöðina og hún hefur verið tekin í notkun. Í Sjálfsbjargarhúsinu hafði lengi verið rætt um að tími væri kominn til að skipta um símaborð þar sem langur tími er liðinn frá því símakerfi Sjálfsbjargarhússins var endurnýjað. Að sögn Sigurðar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar, mun nýja símstöðin breyta miklu fyrir íbúa og starfsfólk Sjálfsbjarg- arhússins. Nú gefst til dæmis í fyrsta sinn kostur á beinu innvali og eykur það heimilislegt yfirbragð og einfaldar störf þeirra sem starfa í húsinu. Ennfremur eru fleiri möguleikar en áður á stillingu tækjanna og símaborðsins, t.d. er hægt að láta hvern sem er af starfs- mönnunum sjá um símavörsluna í stutta stund frá sínu vinnuborði, auk þess sem símaborðið er mun fyrirferðarminna en það sem áður var. Það er stefna Símans að vera öt- ull styrktaraðili menntunar, menn- ingar, listia og mannúðarmála og er gjöfin liður í þessari stefnu fyrir- tækisins. Viðskiptavinir Sjálfs- bjargar eru frá öllu landinu og úr öllum stigum þjóðfélagsins rétt eins og viðskiptavinir Símans. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, afhendir Sigurði Einarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar, símana. Gefur Sjálfsbjörg 30 sérbyggð símtæki SMS tónar og tákn Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.