Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarin ár hafa fjölmargir ís- lenskir íþrótta- menn látið að sér kveða með bandarískum há- skólaliðum í ýms- um íþróttagrein- um. Skólagjöld vestanhafs eru oftar en ekki mjög há og íslenskir íþrótta- menn hafa fengið skólastyrki fyrir það eitt að keppa fyrir hönd háskóla. Jakob Sigurðarson, körfuknattleiks- maður úr vesturbæ Reykjavíkur, hef- ur fetað þessa braut en hann hélt utan til náms í framhaldsskóla fyrir fjórum árum og ári síðar fékk hann tilboð um að leika með háskólaliði Birmingham- Southern College í Alabamafylki. Jakob, sem verður 22 ára 4. apríl n.k., hefur látið mikið að sér kveða á þessum þremur árum með BSC og nýverið var hann valinn í fimm manna úrvalslið Big South-deildarinnar. Það er ekki á hverjum degi sem ís- lenskur körfuknattleiksmaður nær slíkum árangri og spurður segir Jak- ob að vel hafi gengið í vetur en er hóg- værðin uppmáluð. „Þetta er fyrsta árið sem BSC- skólinn er fullgildur sem 1. deildar- skóli en í fyrra lékum við einnig í 1. deild en þá vorum við nánast eins og „gestalið“ þar sem skólinn hafði ekki öðlast full réttindi til þess að leika í efstu deild,“ segir Jakob en hann lék í tvö ár með KR í úrvalsdeild hér á landi, 1998–2000, og lét þá vita af sér þrátt fyrir ungan aldur. Gríðarlegur áhugi er á háskóla- körfubolta í Bandaríkjunum og segir Jakob að það sé nánast sama stemn- ing á öllum leikjum liðsins og tíðkast á úrslitaleikjum í bikarkeppni á Íslandi. „Það voru 2000 áhorfendur á síð- asta heimaleik okkar og það eru um 2000 nemendur í skólanum þannig að það telst vera ágætt að fá svo marga,“ segir Jakob en BSC er smár í sam- anburði við stærstu háskóla landsins þar sem nemendafjöldinn getur verið nálægt 100 þúsund. Jakob er sonur Sigurðar Hjörleifs- sonar sem flestir áhugamenn um körfuknattleik á Íslandi ættu að þekkja en Sigurður hefur þjálfað fjöl- mörg lið í efstu deild, yngri landslið, kvennalandsliðið og að auki hefur Sigurður verið umboðsmaður erlendra leikmanna sem hafa komið til Íslands á undanförnum árum. Jakob er nokkuð hávaxinn af bak- verði að vera en hann er 1,93 metrar á hæð og hefur að mestu leikið sem leikstjórnandi hjá BSC en bregður sér einnig í hlutverk skotbakvarðar þegar það á við. „Það tók mig langan tíma að kom- ast inn í alla þá hluti sem skipta mestu máli hér og ég þarf að kunna skil á 50–60 mismunandi leikkerfum. Kanntu þau öll? „Já, já, maður er búinn að læra þau núna. En það tók sinn tíma en þjálfari liðsins er einnig duglegur að kalla leikkerfin sem hann vill að við notum. Reyndar vill hann gera sem minnst af því, og telur að við séum í stakk búnir að taka ákvarðanir um slíka hluti. Það á sérstaklega við um leiki á útivöllum þar sem við heyrum ekkert hvað hann er að segja á hliðarlínunni. Hávaðinn í áhorfendum er það mikill.“ „Hljómsveitarútan er snilld“ Jakob leggur stund á nám í við- skiptafræðum við BSC en hann þarf líkt og aðrir háskólanemar að sýna fram á námsárangur til þess að fá leyfi til þess að taka þátt í leikjum í NCAA-deildinni. „Við erum í skólan- um alla daga frá morgni fram á miðj- an dag og æfingarnar eru yfirleitt frá 16–19. Tveir til þrír tímar og þetta tekur á ef maður ætlar að gera þetta vel. Undirbúningstímabilið er gríðar- lega erfitt þar sem við æfum þá tvisv- ar á dag en það hægist aðeins á öllu hjá þeim sem eru að spila mikið á keppnistímabilinu. Þá er oft stutt á milli leikja, ferðalögin taka sinn tíma og við fáum að jafna okkur á æfing- unum á milli leikja.“ Jakob segir að ekið sé í flesta útileiki liðsins í „hljóm- sveitarútunni“ eins og hann orðar það. „Það er svefnpláss fyrir um 20 í rútunni og maður setur á sig heyrn- artólin og sofnar um leið og maður kemur upp í hana. Íslensk lið myndu fara hringferð um landið án þess að kvarta ef þeir hefðu svona bíl. Algjör snilld. En við flugum líka í leiki sem við spiluðum í t.d. í Kansas og San Francisco. En Bandaríkin eru gríð- arlega stórt land og ég þyrfti að fara í 10 tíma bíltúr til þess að heilsa upp á Jón Arnór í Dallas. En við höfum ekki hist enn sem komið er.“ Skrifborðið heillar ekki Jakob á eftir eitt ár sem námsmað- ur í BSC áður en hann útskrifast sumarið 2005 og segist hann ekki hafa hug á því strax að setjast við skrif- borð og starfa sem viðskiptafræðing- ur. „Ég stefni á það að reyna fyrir mér sem atvinnumaður. Það hefur verið draumurinn hjá mér að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegast, en það er að spila körfubolta.“ Hann játar því að hann eigi hauk í horni á Íslandi sem gæti lagt inn gott orð hjá umboðsmönnum í Evrópu. „Já, pabbi þekkir markaðinn vel og getur eflaust hjálpað mér eitthvað. En fyrst og fremst vil ég komast áfram á eigin verðleikum.“ Evrópa?, stefnir þú ekki á NBA líkt og félagi þinn úr KR, Jón Arnór Stefánsson? „Ég veit að það gríðarlega erfitt að komast í NBA-deildina og ætla ekki að setja markið á hana í fyrstu at- rennu. Jón Arnór og Logi Gunnars- son hafa farið leið sem mér er að skapi. Að fara í lið þar sem þeir fá að spila og axla ábyrgð. Ég tel það væn- legan kost og stefni á slíkt haustið 2005.“ Bandarísk háskólalið eru flest þekkt fyrir að leggja áherslu á aga í leik sínum. Aðstoðarmennirnir telja hve mörg skot rata ekki rétta leið í upphitun, leikkerfin ráða þar ríkjum og hinn frjálsi og óheflaði leikur sem ræður oft og tíðum ríkjum hér á Ís- landi á ekki upp á pallborðið vestan- hafs. Beint á bekkinn Jakob segir að aginn sé gríðarlegur og menn geri sjaldan sömu mistökin tvisvar í röð þar sem að þeim sé skipt út af um leið og þeir gera mistök. „Það er gríðarlegur agi hjá há- „Allir leikir eru úrslitaleikir“ Jakob Örn Sigurðarson hefur látið mikið að sér kveða með liði sínu Birmingham-Southern College í háskólakeppni körfuknattleiksliða í vetur. KR-ingurinn ungi afrekaði það að vera valinn í fimm manna úrvalslið Big South- deildarinnar þar sem lið hans varð í efsta sæti að lokinni deildarkeppn- inni. Jakob mun leika með BSC í Bandaríkj- unum á næstu leiktíð en í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson segir Jakob að hugur hans stefni á atvinnu- mennsku í Evrópu. Morgunblaðið/BSC Athletics Jakob Sigurðarson hefur hug á því að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu. Laugavegi 32 sími 561 0075
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.