Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ borð og skipaði Guðmundur skip- herra honum að fara hvergi; hann væri ákærður fyrir landhelgisbrot og yrðu menn úr varðskipinu send- ir um borð. „Cockle“ Mussell svar- aði að bragði að hann væri á úthaf- inu og gæti ekki þolað handtöku skipsins. Á næsta hálftíma eða svo skaut Ægir lausum og síðan föst- um skotum fyrir framan stefni Everton. Og klukkan 12:45 heyrðu skipverjar í brúnni á HMS Jupiter ekki Land of Hope and Glory á tal- stöðvarrás togaranna, heldur neyð- arkall frá Everton: „Ægir er að skjóta á okkur!“ Herskipið var enn undan Aust- fjörðum, í svartaþoku, en fór sam- stundis á fullri ferð norður á bóg- inn. Þegar sjóherinn hélt inn fyrir 50 mílna lögsöguna höfðu þær skipanir verið gefnar að herskipin mættu ekki skjóta á eða að íslensk- um varðskipum nema með sam- þykki æðstu ráðamanna í London, þeirra á meðal Edwards Heaths forsætisráðherra. Skipherrann á Jupiter, Jock Slater, hafði því sam- band við stjórnstöð flotans í Ros- yth á Skotlandi og bað um leyfi til að beita fallbyssum ef aðför Ægis að togaranum stæði enn yfir þegar freigátuna bæri að. Áhöfnin var jafnframt gerð klár fyrir hugsan- legar aðgerðir gegn varðskipinu. Slater var ungur að árum, aðeins 33 ára, metnaðargjarn á frama- braut sinni í sjóhernum en vel lið- inn af áhöfn og yfirmönnum í landi. Hann hugsaði nú með sér að kannski kæmi til þess að undir hans stjórn myndi breskt herskip skjóta að óvini á Atlantshafi í fyrsta sinn frá lokum seinni heims- styrjaldar. Kurteisisleg skotárás Á meðan HMS Jupiter sigldi norður áttust Ægir og Everton áfram við. Sú viðureign varð sögu- leg og er ítarlegar frásagnir af henni víða að finna, til dæmis í blöðum frá þessum tíma og í end- urminningum Guðmundar Kjærne- sted. Everton lagði af stað í aust- urátt, neitaði öllum skipunum um að nema staðar, og breytti engu þótt varðskipið skyti alls átta skot- um í skrokk togarans. Guðmundur átti frumkvæði að þeim aðförum en var þó vitaskuld í stöðugu sam- bandi við stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar í Reykjavík. Heita má víst að þar á bæ hafi menn rætt við Ólaf Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráðherra, eða að minnsta kosti Baldur Möller, ráðuneytis- stjóra í dómsmálaráðuneyti, en þeir Baldur og Pétur Sigurðsson, forstjóri gæslunnar, áttu ætíð mjög náið samstarf um gæslufram- kvæmdir í þorskastríðum áttunda áratugarins. Aldrei hefði verið skotið á Everton ef íslensk stjórn- völd hefðu verið því mótfallin. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur voru í stjórnarandstöðu um þetta leyti og formönnum þeirra, Gylfa Þ. Gíslasyni og Geir Hall- grímssyni, varð það á, ef svo má segja, að gagnrýna atlöguna að togaranum. Þeim fannst svo harka- legar aðgerðir óþarfar og til þess eins fallnar að gera lausn deilunnar við Breta enn erfiðari. Þeir urðu hins vegar að draga í land því þorri manna taldi að einungis harkan sex dygði eins og málum væri komið. Í öllum landhelgisdeilum Íslendinga var það einatt viðkvæðið að sá, sem mælti með málamiðlunum og hóf- semi, var sakaður um undirlægju- hátt og aumingjaskap. Þeir róttæk- ustu réðu ferðinni og nutu aðdáunar. Skipverjar Everton voru aldrei í bráðri hættu meðan á skotárásinni stóð. Þeir héldu sig í brú eða aft- urskipi en skotin öll lentu í fram- hluta og flest ofan sjólínu. Guð- mundur gaf Mussell líka leyfi til að kanna skemmdir hverju sinni og voru öll þeirra samskipti hin kurt- eislegustu. „Gerðu svo vel“ og „þakka þér fyrir“ fylgdu öllum orðaskiptum meðan áskotárásinni stóð! Gott veður hjálpaði einnig til; blankalogn var og sléttur sjór, og Mussell sagði síðar frá því að eng- inn um borð hefði verið óttasleginn í þessum hasar – nema blaðamaður frá Daily Express sem hafði slegist með í för í Grimsby. Hann var með lífið í lúkunum þegar skotin dundu á togaranum, en fékk á móti frá- bæra frétt. Auðvitað duldist samt engum al- vara málsins. Togarinn tók að síga að framan og Mussell lét jafnframt í það skína að ef varðskipsmenn reyndu að taka skipið myndi áhöfn hans, sem hafði búist til vopna, mæta þeim af fullri hörku. Æg- ismenn hefðu engu að síðar getað haldið skothríðinni áfram, beint skotum sínum að vélarrúmi eða brú, og ráðist svo til uppgöngu á togarann. En það hefði getað reynst dýrkeypt togarataka. „Sko, það er náttúrlega hægt að gera meira,“ sagði Guðmundur Kjærne- sted í sjónvarpsviðtali nokkrum dögum síðar, „en við virðum mannslíf meira en þorskinn í sjón- um.“ Klukkan 15:15 á laugardeg- inum ákvað Guðmundur því að nú væri nóg komið, og sendi skeyti til höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar: „Erum N af Grímsey höfum gert allt sem við teljum okkur geta gert með fullu öryggi til að stoppa skip- ið án árangurs. Netalest og lúkar full af sjó, sennilega eitthvað í fiskilest, skipið orðið nokkuð sigið að framan, sjö sml. í næsta togara og fleiri á leiðinni, þannig að ég geri ráð fyrir að yfirgefa hann þeg- ar hann er kominn í samband við næsta skip.“ Fimm mínútum síðar yfirgaf Ægir togarann með þessari kveðju Guðmundar til Mussells: „Skipstjóri, þú ert mjög hugrakkur maður. Ég sé að þú átt von á að- stoð. Ég vona að þú hafir þetta af. Gangi þér vel.“ „Sjórán“ eða „stríðsyfirlýsing“? Klukkan 14:45, rétt eftir að eitt skot varðskipsins hitti togarann, hafði Mussell skipstjóri spurt, allra náðarsamlegast, hvort Ægir myndi „skjóta á breska flotann“. Guð- mundur Kjærnested svaraði um leið að „við myndum gera það ef nauðsyn krefði“. Þá sagði Mussell, eins og stóð í skeyti varðskipsins til stjórnstöðvar, „að ef við héldum áfram að skjóta á sig mundi það verða nauðsynlegt“. Tilviljun réð því að á nákvæmlega sama tíma barst sú beiðni frá flotastöðinni í Rosyth til varnarmálaráðuneytis- ins í London að Jupiter mætti beita byssum sínum, eins og Slater skip- herra hafði beðið um. Nú var úr vöndu að ráða fyrir breska valdhafa. Ætti að veita slíkt leyfi? Það gæti leitt til þess að ís- lenskir varðskipsmenn létu lífið, og hvaða áhrif myndi það hafa í deil- unni? En á móti mátti spyrja hvort hægt væri að líða það að skotið væri á breskt skip á þeim slóðum sem Bretar töldu til hins frjálsa út- hafs? Að mörgu leyti leysti Guð- mundur Kjærnested þennan vanda með því að hverfa á braut. Hann vissi vel – hvað sem leið orðunum djörfu til „Cockle“ Mussells – að hann gæti ekki vogað sér að skjóta á og taka togara Breta þegar frei- gáta væri nærri. „Ég vissi að það var ansi langt í þá,“ sagði Guð- mundur seinna. „Ég hefði náttúru- lega aldrei gert þetta nema af því að ég vissi að freigátan var fyrir Austfjörðum.“ Staðsetning Jupiters réð því líka að ekki þurfti að taka ákvörðun á stundinni um það ytra hvað her- skipið ætti að gera. Jock Slater heyrði síðar þá sögu að ekki hefði náðst samband við Heath forsætis- ráðherra þetta eftirmiðdegi því hann hefði verið við siglingar á snekkju sinni og ekki hefði þótt taka því að trufla hann nema til þess kæmi að Jupiter væri and- spænis Ægi. Klukkan 18:30, þegar varðskipið var á bak og burt, barst svo form- leg neitun frá varnarmálaráðu- neytinu í London við því að freigát- an notaði skotvopn að sinni. Síðar um kvöldið komu hún og dráttar- báturinn Statesman að Everton og hófu björgunaraðgerðir. Dælt var úr togaranum og fyllt í kúlugötin. (Mussell var sagt að hann gæti að- eins siglt á hægri ferð í góðu veðri en hann lét það sem vind um eyru þjóta og hélt strax til veiða morg- uninn eftir!) Þetta kvöld gafst einnig ráðrúm í London til þess að íhuga hvað gera skyldi frekar. Um leið og fréttir af atlögunni að Everton bárust til Bretlands krafðist framkvæmda- stjóri landssambands breskra tog- araeigenda þess að Ægir yrði tek- inn herfangi. Og ljóst er að breskum ráðherrum ofbuðu aðfarir varðskipsins. Rætt var um að þær mætti flokka sem sjórán og jafnvel nokkurs konar „stríðsyfirlýsingu“. Ráðherrar vöktu þess vegna máls á því að Bretar svöruðu í sömu mynt; að herskip leituðu varðskipið uppi og hertækju það. Ægir yrði til friðs eftir það. Varðskip stöðvað og hertekið Taka varðskipsins færi svona fram: Fyrst myndu herþotur og þyrlur leita skipið uppi. Þarna um kvöldið lá Ægir við akkeri á Héð- insfirði svo Bretar hefðu orðið að fara inn fyrir íslenska landhelgi, allt upp að landsteinum. Síðan hefði væntanlega verið farið eftir almennum fyrirmælum um töku varðskips sem voru á þessa leið: „Varðskipið verður stöðvað áður en reynt verður að halda um borð í það. Þetta verður gert með því að beita stigvaxandi aðgerðum uns stjórnendur þess hlýða skipunum.“ Þær aðgerðir fælust í hótunum um beitingu skotvopna, svo fallbyssu- skotum fyrir framan skipið og, ef þess þyrfti með, skotum til að gera vopn þess óvirk og loks skotum í brú og/eða vélarrúm. Ótrúlegt þótti þó að til svo róttækra ráðstaf- ana þyrfti að koma; varðskipsmenn hlytu að láta sér segjast áður en skjóta þyrfti á skipið sjálft. Svo næðu Bretar Ægi á sitt vald með því að sigla Jupiter upp að síðu hans, ef veður leyfði, en ann- ars yrði vopnuð sveit manna send með gúmbáti yfir í hann. Í fyr- irmælum til annars herskips viku síðar, sem svipar örugglega til þeirra aðferða sem Jupiter hefði beitt, segir meðal annars: „Verði skotið að sveitinni í bátnum skal hún leita skjóls handan [freigát- unnar] og bíða aðgerða hennar til að binda enda á skothríð Íslending- anna. Einungis má beita skotvopn- um í bátnum ef það er talið nauð- synlegt til að vernda líf og limi manna um borð.“ Síðan segir um uppgöngulið Bretanna: „Yfirmenn og sjóliðar skulu taka að sér stjórn aðalvéla og rafmagns eftir að þeir hafa yfirbugað 22 manna áhöfnina. Þeir skulu vera vel á verði vegna hugsanlegra tilrauna íslensku áhafnarinnar til að vinna skemmd- arverk eða sökkva skipinu. Áhöfn- ina skal loka inni í tryggum vist- arverum og skipa vörð fyrir utan. Þeim skal gerð vistin þolanleg og sýnd tilhlýðileg virðing.“ Af hverju ekki? Mörgum árum eftir aðför Ægis að Everton velti Jock Slater því fyrir sér hvort handtaka varðskips- ins hefði heppnast. Hann var þá búinn að ná æðstu metorðum í breska sjóhernum og verið aðlaður fyrir farsælan feril til sjós og lands. Sir Jock sagði að í fyrsta lagi þætti honum ótrúlegt að til slíkra aðgerða hefði verið gripið þótt til hefðu verið áætlanir um þær ef í nauðir ræki. En það hefði heppnast: „Við hefðum auðveldlega getað tekið Ægi, og vonandi án mannfalls.“ Og af hverju var það þá ekki gert? Strax að kvöldi laugardags- ins fengu breskir ráðherrar þær upplýsingar að Jupiter gæti í raun tæplega náð Ægi á sitt vald nema með því að hóta skotárás og standa við stóru orðin ef á þyrfti að halda. Þá væri mjög líklegt að mannfall yrði og málstaður Breta í þorska- stríðinu hefði beðið geysilegan hnekki ef þeir hefðu gengið svo langt. Þeir voru handvissir um að Ægir hefði brotið alþjóðalög með skotárásinni á Everton en vissu um leið að aðför að varðskipinu lengst inni í íslenskri landhelgi stæðist varla lög. Þar að auki skipti lagatúlkun ekki meginmáli. Heift Íslendinga í garð Breta hefði náð hæstu hæðum og gert að engu vonir um þolanlega málamiðlun í þessu þorskastríði. Tveimur dögum fyrr hafði skríll ruðst inn að sendiráði Bretlands í Reykjavík, valdið þar stórskemmd- um og verið að því kominn að brenna það til grunna þegar lög- regluþjónum tókst að taka í taum- ana. Aðför að Ægi hefði orðið til þess að íslensk stjórnvöld hefðu á svipstundu slitið stjórnmálasam- bandi við Breta og nær örugglega kært þá til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Og síðast en ekki síst óttuðust breskir ráðamenn réttilega að taka varðskipsins myndi hafa geysileg áhrif á afstöðu Íslendinga til Atl- antshafsbandalagsins og veru Bandaríkjahers í landinu. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra var í orði kveðnu staðráðin í því að bandarískt herlið hyrfi af landi brot. Þegar breski sjóherinn hélt inn fyrir 50 mílna lögsöguna 19. maí hafði Ólafur sagt Frederick Irving, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, að margir Íslendingar spyrðu til hvers varnarliðið væri ef það léti sig engu varða „flotainnrás“ Breta, og menn spyrðu einnig hvort hægt væri að vera í hernaðarbandalagi með því ríki sem sendi herskip til verndar lögbrjótum í íslenskri fisk- veiðilögsögu. „Við Bretar gerum ekki svoleiðis nokkuð nema…“ Af þessum ástæðum öllum ákváðu breskir ráðamenn að halda að sér höndum að kvöldi 26. maí, þegar Ægir lá inni á Héðinsfirði og sjóliðar á Jupiter kepptust við að þétta kúlugötin á Everton í stað þess að elta þann uppi sem olli þeim. Bretar voru komnir á fremsta hlunn með að beita valdi hins sterka en langlundargeð þeirra, virðing fyrir alþjóðalögum, ótti við almenningsálit í heiminum og viðurkenning á hernaðarmikil- vægi Íslands í kalda stríðinu komu í veg fyrir það að þorskastríðið breyttist í alvörustríð þar sem Bretar fengju að njóta ótvíræðra hernaðaryfirburða sinna á höfun- um. Slater skipherra á Jupiter sagði síðar um hugsanlega töku Ægis: „Við Bretar gerum ekki svoleiðis nokkuð nema það sé algerlega bráðnauðsynlegt. Ég man að mér þótti í aðra röndina slæmt að hend- ur okkar voru bundnar en ég skildi hvers vegna, og núna, eftir ald- arfjórðungs reynslu af varnarmál- um til viðbótar, skil ég það enn bet- ur.“ Guðmundur Kjærnested hefur einnig tekið undir að sem betur fer hafi Íslendingar átt í höggi við and- stæðing sem var ekki reiðubúinn að beita öllu afli. „Þess vegna var ég svo djarfur,“ sagði hann, „ég þekkti þá.“ Og það var því rétt sem einn íslensku embættismannanna, sem stóðu í samningum við Breta um lausn þorskastríðsins, sagði eitt sinn við einn þeirra: „you are our best enemies,“ þið eruð okkar bestu óvinir. Verri óvinir en Bretar hefðu gert atlögu að Ægi eftir skotárás hans á Everton maíkvöld- ið atburðaríka í þorskastríðinu 1973. Höfundur er sagnfræðingur og vinnur að ritun á sögu þorskastríðanna. Mótmælandi kastar grjóti í átt að glugga á breska sendiráðinu við Laufásveg. Lögreglan skakkar leikinn eftir mótmæli við breska sendiráðið. ’ Bretar voru komnir á fremsta hlunn meðað beita valdi hins sterka en langlundargeð þeirra, virðing fyrir alþjóðalögum, ótti við almenningsálit í heiminum og viðurkenning á hernaðarmikilvægi Íslands í kalda stríðinu komu í veg fyrir það að þorskastríðið breyttist í alvörustríð. ‘ George Cockle Mussell og Halldór Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.