Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 33 K nut H. Larsen, norskur lista- maður búsettur í Svíþjóð, sýn- ir um þessar mundir í Nor- ræna húsinu (sýningin stendur til 18. apríl) mynd- skreytingar við skáldsöguna Orm rauða eftir Frans G. Bengtsson. Á sínum tíma þýddi Friðrik Ásmundsson Brekkan Orm rauða: heima og í Austurvegi. Bókin kom út 1947 og ég las hana drengur. Í minningunni var þetta fremur þungur lest- ur og skáldsagan náði ekki að hrífa mig veru- lega. Það var ekki fyrr en nýlega sem Ormur rauði barst mér í endurskoðaðri gerð sænska rithöf- undarins Håkans Boströms að ég uppgötvaði hvað þetta er skemmtileg bók og ég las hana upp til agna. Gerð Boströms er svokölluð léttlesin eða auðlesin bók, ein þeirra bóka sem hann hefur end- urunnið í því skyni að fatl- aðir geti haft yndi af. Margar bækur eftir Bost- röm eru til í þessari gerð, m.a. verk eftir hann, og eiga þær það sameiginlegt að Knut H. Larsen hefur myndskreytt þær all- ar. Það er LL-Förlaget í Svíþjóð sem gefur bækurnar út. Nú hefur bæst við Ódysseifs- kviða, einnig myndskreytt ef Larsen en gerðin er eftir Erik Eriksson. Myndskreytingar Knuts H. Larsen sem eru tússteikningar eru gerðar í gamansömum anda og sýna á lifandi hátt lífið á víkingatímunum. Sjálfur gerði hann sér ferð til Miklagarðs til að kynnast söguslóðum. Myndirnar eru líka saga og má skoða þær sem slíkar. Myndskreytingar eru að mati Knuts H. Lar- sen sérstakur heimur. Ég spurði hann hvernig hann liti á þær. „Mér finnst ég vera lesandi,“ sagði Larsen. „Eftir að ég hef lesið skáldsögu til enda birtist mér mynd og ég ákveð að hana skuli ég teikna, hún eigi að vísa veginn. Ég reyni ekki að ríkja sjálfur heldur skoða text- ann.“ Larsen leggur áherslu á að hann sé bara les- andi. Hann bregst við textanum sem slíkur en er alls ekki að keppa við hann. Umhverfi kynnir hann sér vandlega. Þegar hann var ungur skoðaði hann mynd- skreytingar og athugaði vel hvernig bækur væru myndskreyttar. „Maður varð að vera var- kár. Það kom fyrir að ég sagði þessi bók er ekki góð vegna þess ég treysti ekki myndskreyting- unum.“ Larsen segist ekki geta skreytt barnabækur. Það hefur átt vel við hann að skreyta bækur Boströms sem eru skrifaðar fyrir fullorðna. Hann segist hafa tekið efir því að það séu ekki eingöngu fatlaðir eða leshamlaðir sem lesi bæk- urnar heldur eldra fólk og líka innflytjendur. Þær hafi hjálpað mörgum enda sé sá tilgang- urinn. Hann er spurður um Íslendingasögur. Hann gerði myndir við Aðventu Gunn-ars Gunnarssonar og eftir þaðfannst honum að hann ætti líka aðskreyta Íslendingasögur. „Aðventa gerist hið innra,“ segir Larsen. „Textinn sjálfur er mikilvægur. Í Íslendingasögunum er alltaf eitthvað að gerast, þær eru myndríkar, lýsa ná- kvæmlega og eru kjörnar til að myndskreyta. En að fá slíkt verkefni er eins og að gera sér vonir um að komast til tunglsins. Ég held ekki að forlögin hafi áhuga, peninga vantar.“ Knut H. Larsen er líka málari og graf- íklistamaður og nú er hann farinn að skera út í tré. Hann lætur Vefsn-safnið Í Norður-Noregi njóta tréhöggmynda sinna, sjálfur er hann frá Mosjöen. Algengt er að hann fari út í skóg með nesti og verkfæri í bakpokanum og finni þar efni í myndir sínar. Einkum sker hann út stafi, þeim fjölgar stöðugt hjá honum. Stafurinn hefur fylgt manninum frá upphafi og Larsen gerir sér grein fyrir því. Í Norður-Noregi var Petter Dass, annars hafa ekki margir rithöfundar verið þar. Roy Jacobsen sem mun vera ættaður þaðan hefur þó skrifað skáldsögu úr þessu umhverfi. Í bók- inni Seierherrene rakst Larsen á kunnuglega staði sem hann vissi ekki að komist hefðu í bækur fyrr og lét heillast. En þegar Jacobsen hefur náð til Osló með sögupersónur sínar er Larsen ekki lengur með. Hann minnir á að sagan af William Tell sé ættuð frá Norður-Noregi. Þar var eplið hneta. Svona breytast sögur þegar þær fara á flakk. Knut H. Larsen og Håkan Boström hafa ferðast um með sýningu um íslenska rithöf- unda um bókasöfn og menningarstofnanir á Norðurlöndum, Larsen málað, Boström samið kynningar byggðar á bók hans um íslenskar samtímabókmenntir: Isländska dagar (1998). Larsen segir að sýningin hafi aukið lestur bóka íslenskra höfunda. Hamingjusamastur er Larsen úti í skógi þegar hann finnur rétt tré og getur farið að vinna í ró og næði. Þegar heim kemur er hann eins og fiskimaður sem fengið hefur góðan afla. Tilfinningin er sú. Hann segir að fólk sem ekki hafi áhuga á list hrífist þó af stöfunum og bendir á að hópur krakka hafi tekið eftir honum að tálga stafi og skreyta þá. Með þessu móti kemst Larsen í samband við sköpunina, listin nær til manna. Þetta er arfur, hlekkur í þúsundir ára. Larsen er mikill aðdáandi Kjarvals og segir að Ísland hafi gert sig að landslagsmálara. Leiðin lá frá afstrakt myndlist sem var hlið- argrein hjá Larsen að landslaginu. Við berum saman Munch og Kjarval og Lar- sen segist finna lífsgleði hjá Kjarval í staðinn fyrir dauðaangistina hjá Munch. Kjarval var að hans mati hluti af tím-anum en trúr sjálfum sér. Heiðarleikiskiptir máli. Kjarval getur Larsentreyst. En tíminn heimtar og heimtar og það er ekki ný saga. Landslagsmálarinn Larsen minnist á norsk- an málara, Odd Nerdrum, sem sest hefur að á Íslandi. Hann vill að hans mati segja frá ein- hverju sem snertir okkur. Og Larsen vitnar í orð hans: „Þú getur snúist gegn tímanum en samt sagt eitthvað um tímann.“ Í verkum Knuts H. Larsen hefur landslagið einhverju að miðla. Hann les sig inn í það eins og bækurnar og birtir niðurstöðu sína. Oft er hún innri heimur. Til dæmis þetta einkennilega ský yfir Hvalfirði á einni myndinni. Er það bara venjulegt ský eða undarleg skepna í skýjunum? Frásögnin hverfur ekki úr myndlistinni þrátt fyrir hinar formrænu kröfur. Lesandinn/ skoðandinn er í raun sá sem skapar. Og þá er- um við að nálgast aðra listamenn sem bregðast við kalli tímans á róttækari hátt en Knut H. Larsen og þeir dæmigerðu málarar sem tíminn sópar þó ekki alveg burt. Þeir geta gleymst um sinn eins og stafur sem verður eftir heima. En það er þörf fyrir stafinn hvað sem öðru líður. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Listamaður í hlutverki lesanda Morgunblaðið/Jim Smart Aðdáandi Kjarvals. Knut. H. Larsen segir að Ísland hafi gert sig að landslagsmálara. KJÖRORÐ Halaleikhópsins eru ,,leiklist fyrir alla“ en í hópnum eru bæði fatlaðir og ófatlaðir. Það er þess vegna vel við hæfi að leika Fílamann- inn eins og Guðjón Sigvaldason leik- stjóri leggur sýninguna: Flestar per- sónur verksins eru fatlaðar, nema Fílamaðurinn sjálfur, John Merrick. Margir þekkja söguna um fílamann- inn, leikrit og kvikmynd frá áttunda áratugnum, en í stuttu máli fjallar verkið um utangarðsmann sem í byrj- un er hafður til sýnis á götum úti í London vegna sjaldgæfrar fötlunar sinnar. Læknir einn, Frederick Tre- ves, fær áhuga á honum, hann veitir honum heimili og félagsskap á spítala sínum og ávinnur sér virðingu fyrir læknisfræðilegar rannsóknir á fyrir- bærinu. Að velja Fílamanninn er vel til fundið þar sem þetta vel skrifaða leikrit fjallar á heimspekilegan hátt um hvað er að vera fatlaður og hvort fatlaðir séu frábrugðnir ófötluðum í raun. Viðfangsefni verksins er eilíft og tímalaust en með því að sviðsetja það á nítjándu öld, þegar læknisfræð- in var mun skemmra á veg komin en nú, á höfundurinn auðveldara með að varpa fram grundvallarspurningum um fordóma. Það er skemmst frá því að segja að sýningin spyr fleiri spurn- inga þegar hlutverkum er snúið við eins og Guðjón gerir hérna og snertir áhorfendur djúpt. Sviðsmynd, búningar, förðun og lýsing eru vönduð og í stíl við sótt- hreinsað spítalaumhverfið: Leikið er eftir endilöngum salnum í mjallahvítu rými, starfsfólk spítalans er í hvítum fötum en áherslan er að öðru leyti lögð á að búningar hæfi stétt og stöðu hvers og eins. Hvítur liturinn á sér líka sterka og fallega samsvörun í auðmjúku og hreinu hjartalagi fíla- mannsins. Heildarsvipur sýningar- innar verður sterkur á þennan hátt en þar hjálpa enn til falleg og vönduð tónlist og notkun á litlum hjálparmeð- ölum eins og ljósaseríum, sápukúlum og englavængjum og þannig verða til augnablik þar sem töfrar leikhússins njóta sín til fulls . Allt er einfalt og gert af litlum efnum og einhvern veg- inn alveg rétt. Það merkilegasta við sviðsmynd og umhverfi er þó hin nokkuð stöðuga umferð af hjólastól- um eftir endilöngu rýminu en þeir eru notaðir mjög skemmtilega í alls kyns tilgangi. Einnig verða til mörg fyndin og flott augnablik þegar aðstæður bjóða upp á að gera sér mat úr fötlun persóna eða leikara. Að gefa sér tíma var einkennandi fyrir sýninguna. Vegna fötlunar per- sóna og leikenda varð að fara hægt yf- ir en þessi hægð gaf verkinu enn meira gildi en ella. Aðalleikarinn Vil- hjálmur Guðjónsson sem lék John Merrick, einu ófötluðu persónuna í verkinu, hvíldi mjög vel í hlutverkinu og sýndi alltaf hina heimspekilegu innri ró fílamannsins. Oftar en ekki var útgeislunin slík að hann var í rauninni Kristsgervingur. Boðskapur verksins fjallar einmitt um það að ein- hverju leyti því mikið er gert úr því hvernig fílamaðurinn hreyfir við fólki, beint og óbeint. Hin aðalpersóna verksins, Treves læknir sem leikinn var af Jóni Eiríkssyni, er einmitt sá sem verður fyrir mestum áhrifunum en Jón túlkaði tilfinningar hans og persónu ákaflega vel. Örn Guðmunds- son var yfirvegaður og sannfærandi sem Carr Comm stjórnarmaður spít- alans, Sóley Björk Axelsdóttir var mjög fáguð sem hin vitra Kendal leik- kona og Hanna Margrét Kristleifs- dóttir var skemmtilega skelegg sem yfirhjúkrunarkonan. Það var auk þessa áhrifamikið að sjá hvernig kjör- orðin ,,leiklist fyrir alla voru sann- reynd í sýningunni því að þeir leik- arar sem gátu ekki talað skýrt eða gátu ekki lært texta utan að áttu mjög stóran þátt í heildaráhrifunum. Halaleikhópurinn er greinilega öfl- ugt leikfélag sem hefur sett upp að minnsta kosti eina sýningu á ári síð- ustu tólf ár. Með sýningu sinni á Fíla- manninum festa þau sig enn betur í sessi sem áhrifamikið ,,öðruvísi“ leik- hús. ,,Hann er eins og ég“ LEIKLIST Halaleikhópurinn Höfundur: Bernard Pomerance. Leik- stjórn, hönnun leikmyndar og búninga: Guðjón Sigvaldason. Hönnun lýsingar: Vilhjálmur Hjálmarsson. Sýning í Hátúni 12, 29. febrúar 2004. FÍLAMAÐURINN Hrund Ólafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.