Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 37

Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 37 á meðal þær hugmyndir, sem urðu kveikjan að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, eins og ýmsir ræðumenn á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn urðu til að benda á. Það er því löngu orðið eðlilegt að horft sé með jákvæðum hætti til hinnar sameiginlegu sögu Íslands og Danmerkur. Þorsteinn Páls- son, sendiherra í Kaupmannahöfn, komst vel að orði þegar hann sagði í ræðu sinni á ráðstefn- unni að danska konungsmerkið á Alþingishúsi Íslendinga sæti þar „sem einhvers konar tákn um gamla sögu, sem stundum var súr eða bitur raunveruleiki en er nú ljúf og kær fortíð, sem nútíma Íslendingar eru stoltir af“. Staða dönsk- unnar Eitt af því, sem snýr að samskiptum Ís- lendinga og Dana í dag, er staða dönsk- unnar á Íslandi, sem talsvert var til umræðu á ráðstefnunni. Þar benti Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku, á að öldum saman hefði danska verið lykill Íslendinga að umheiminum. Hún er það enn að vissu leyti. Hún veitir okkur aðgang að og skilning á samfélagi Norður- landanna, sem er einstakt í heiminum vegna hinna nánu stjórnmála- og menningarlegu tengsla landanna, sameiginlegra gilda og gagn- kvæms málskilnings. Það er hluti af því að vera Íslendingur að vera Norðurlandabúi. Ef Íslend- ingar hætta að geta talað við aðrar Norð- urlandaþjóðir á norrænu tungumáli er það skaði fyrir íslenzka menningu og dregur úr henni kraft í baráttunni fyrir tilverurétti sínum í heimi, sem æ oftar er kenndur við hnattvæð- ingu. Auður Hauksdóttir gagnrýndi þá trú margra, að enskan væri eini lykillinn að sam- skiptum við útlendinga í hnattvæddum heimi. Það væri ekki endilega eftirsóknarvert að fylgja straumnum. Að vera hluti af norrænu mál- og menningarsvæði væri áhugaverð sér- staða. Þessi sjónarmið eru mjög í takt við þá afstöðu, sem Morgunblaðið hefur löngum haft til dönskukennslu hér á landi. Blaðið hefur talið að í því efni ætti að synda á móti straumnum og sporna gegn yfirþyrmandi áhrifum ensk- unnar, sem íslenzk börn læra orðið nær sjálf- krafa af sjónvarpinu. Blaðið barðist gegn því að danskan viki sem fyrsta erlenda tungumálið, sem íslenzkum börnum er kennt, og heldur enn fast við þá afstöðu sína. Það voru mistök að setja enskuna í fyrsta sæti. Með því að danskan skipaði þann sess undirstrikuðu Íslendingar að þeir vildu rækta sameiginlegan menningararf sinn og annarra Norðurlandaþjóða og stuðla að hæfilegu jafnvægi milli hans og hinnar „hnatt- væddu“ engilsaxnesku síbylju, sem dynur í eyr- um allan sólarhringinn. Danir hafa undanfarin ár staðið myndarlega við bakið á þeim, sem hafa viljað efla dönsku- kennslu á Íslandi, m.a. með því að fjármagna stöður sendikennara. Íslenzk stjórnvöld eiga líka að leggja sitt af mörkum og ítreka ræki- lega markmiðin með því að kenna dönsku í skólum landsins. Í því efni skiptir líka máli að hin almenna afstaða sé sú, sem fjallað var um hér á undan; að hin sameiginlega saga Íslands og Danmerkur sé litin jákvæðum augum. Það hefur áreiðanlega oft spillt fyrir dönskukennslu á árum áður að sögukennarinn reif niður það sem dönskukennarinn reyndi að byggja upp. Ein forsenda þess að fólk læri tungumál er að það hafi jákvæðan áhuga á menningu og lífs- háttum þjóðarinnar, sem talar það, og hin gamla söguskoðun, sem nú er reyndar á hröðu undanhaldi, glæddi auðvitað ekki þann áhuga. Bertel Haarder, ráðherra innflytjendamála og fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerk- ur, sagði á ráðstefnunni á Norðurbryggju að það væri hneyksli að norrænu þjóðirnar gætu ekki í meira mæli séð hver annarrar sjónvarps- efni. Hann hafði réttilega á orði að ein bezta leiðin til að efla gagnkvæman skilning á nor- rænu málunum væri að sýna norrænt sjón- varpsefni á frummálinu með texta. „Þannig læra börn ensku í Danmörku. Af hverju læra þau ekki sænsku og norsku með sama hætti?“ spurði Haarder. Þetta er laukrétt hjá ráðherr- anum. Svona læra íslenzk börn líka ensku. Af hverju læra þau ekki dönsku og hin skandinav- ísku málin þannig líka? Svarið við þeirri spurningu er að hluta til það að Ríkissjónvarpið hefur brugðizt menningar- hlutverki sínu, með því að norrænt efni er nú aðeins um 4% af erlendu efni þess, en var allt að 16% á áttunda áratugnum. Norræna efnið kann að vera dýrt, en það eru líka amerísku þættirnir, sem Ríkissjónvarpið kaupir í harðri samkeppni við einkareknu stöðvarnar, í þeirri markvissu viðleitni sinni að verða næstum því alveg eins og þær. Þessi þróun mála hjá Rík- issjónvarpinu er partur af því hneyksli, sem Bertel Haarder talar um. Handrit og forngripir Á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn var með réttu talað um lausn handritamáls- ins sem einstæðan atburð, sem bæði Danir og Íslendingar geta með réttu verið stoltir af. Engar hliðstæður er hægt að finna í sögu sam- skipta annarra gamalla herraþjóða og fyrrver- andi hjálendna þeirra. Afhending íslenzku forn- ritanna á sínum tíma var einstakt vinarbragð af hálfu Dana, sem Íslendingar gleyma aldrei, og bezta staðfestingin á náinni vináttu þjóðanna. Með undirritun samnings um handritin 1965 lauk kröfugerð Íslendinga á hendur Dönum, en í samningnum var eftirfarandi málsgrein: „Samningsaðiljar eru sammála um það, að með þeirri skipan, sem hér er gerð, sé viðurkennt, að fullkomlega og endanlega sé útkljáð um all- ar óskir af íslenzkri hálfu varðandi afhendingu hvers konar íslenzkra þjóðlegra minja sem í Danmörku eru. Samkvæmt því skal af hálfu ís- lenzka ríkisins eigi unnt í framtíðinni að hefja né styðja kröfur eða óskir um afhendingu slíkra minja úr dönskum skjalasöfnum eða söfnum, opinberum jafnt sem í einkaeign.“ Þrátt fyrir þessa klausu hreyfði Tómas Ingi Olrich, þáverandi menntamálaráðherra, því við Brian Mikkelsen, menningarmálaráðherra Dana, haustið 2002 að stofnuð yrði dansk- íslenzk menningarstofnun á Íslandi, sem hefði að markmiði að efla samskipti landanna og fengi jafnframt til varðveizlu þá íslenzku forn- gripi, sem enn er að finna í dönskum söfnum. Á fundi þeirra Davíðs Oddssonar og Anders Fogh Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær kom þetta mál á ný til umræðu. Davíð ítrekaði reyndar á blaðamannafundi að Íslendingar ættu enga kröfu á að fá viðkomandi gripi. Engu að síður lýsti danski forsætisráðherrann sig reiðubúinn að skoða málið. „Fyrst þurfum við að athuga hvert vandamálið er, ef eitthvert vandamál er yfirleitt til staðar. Svo finnst örugglega lausn í góðri sátt milli Íslendinga og Dana eins og venjulega,“ sagði Fogh Rasm- ussen. Þetta svar af hálfu danska forsætisráð- herrans – að Danir skuli yfirleitt reiðubúnir að skoða málið þrátt fyrir skýran samningstexta frá 1965 – sýnir enn og aftur að vinátta Íslands og Danmerkur á engan sinn líka. Í henni felast mikil verðmæti, sem við eigum að standa vörð um. Morgunblaðið /Ásdís Steinunn og hundarnir Lubbi (stóri) og Kátur (litli) við Tjörnina í Reykjavík. „Það er hluti af því að vera Íslendingur að vera Norður- landabúi. Ef Íslend- ingar hætta að geta talað við aðrar Norðurlandaþjóðir á norrænu tungu- máli er það skaði fyrir íslenzka menn- ingu og dregur úr henni kraft í barátt- unni fyrir tilveru- rétti sínum í heimi, sem æ oftar er kenndur við hnatt- væðingu.“ Laugardagur 6. mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.