Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 42
SKOÐUN
42 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í MAÍ 1968 beindist athygli
heimsins að París því stúdentar
höfðu lagt undir sig heil svæði
borgarinnar og létu illa undir
kröfuspjöldum, sem báru keim
vinstri hugmyndafræði í pólitík og
þverstæðna, sem almenningur átt-
aði sig illa á. Hvaða
læti eru þetta og
hvað er að gerast?
Eitt er að standa fyr-
ir setuverkföllum í
háskólum í Evrópu
og BNA og brúka
munn, en annað að
standa fyrir uppreisn
á götum Parísar og
storka sjálfum for-
seta landsins, de
Gaulle; andblær júl-
íbyltingarinnar í Par-
ís virtist liggja í loft-
inu. Um sinn voru
víggirðingar í miðri borginni og
Rauði-Danni, Þjóðverji, stjórnaði
málum í slagtogi við verkamenn
sem voru í verkfalli. Eiginlega var
stúdentum margra landa fátt sam-
eiginlegt annað en mótþrói og
kröfur um breytingar á næstum
öllu; þeir kröfðust gömlu gildanna
úr frönsku byltingunni, réttlætis,
jafnréttis og bræðralags, já, og
áhrifa á stjórn háskólanna.
Þýskir stúdentar töldu sig hafa
litla ástæðu til að lúta forræði
eldri kynslóða eða hlýða þeim í
einu og öllu; svo greypilega höfðu
þær farið með tiltrú sína og orð-
spor í tveimur heimsstyrjöldum og
því sem verra var, þjóðarmorði á
gyðingum. Hlýðni og agi hafa ver-
ið einkunnargildi Þjóðverja í aldir;
þolinmæði er jú talin fyrsta borg-
arlega skyldan þar. Af því þjóð-
erni hafa sprottið upp margir
óviðjafnanlegir vísinda- og lista-
menn; þetta virðist vera torskilj-
anleg mótsögn. Þegar betur að er
gáð er þetta sami hluturinn og al-
veg sérstaklega inni í miðjum
suðupotti Evrópu í aldaraðir;
borgin Strassborg hefur t.d. fimm
sinnum skipt um ríkisfang og Köln
nokkrum sinnum. Nú telja þýsku-
mælandi þjóðir í Mið-Evrópu
hundrað milljón manns, hvernig
svo sem landamæri liggja.
Um sinn var allt lagt undir og
hippatískan breiddist út og varð
áberandi og rokkmúsík dunaði.
Stúdentar í BNA lögðu undir sig
kennslustofur í háskólum; einmitt
í landi velgengninnar í efnahags-
málum, en vandræðagangs í utan-
ríkismálum eins og stríðið í Víet-
nam bar með sér, svo ekki sé
minnst á ýmsar uppákomur í Suð-
ur-Ameríku, sem margir vildu
kenna BNA um. Vorið í Prag end-
aði með ískulda undir
hæl Sovétríkjanna og
Ísraelsmenn fóru með
sigur í stríði við alla
nágranna sína. Frakk-
ar týndu sinni tiltrú í
Alsír og Vestur-
Þýskaland var póli-
tískur dvergur en
efnahagslegur risi.
Þverstæðum var stillt
upp sem storkun:
„Það er bannað að
banna“ og, „Hlauptu
félagi, gamli heim-
urinn er að ná þér“.
Það virtist sem ungmennin hefðu
af því samviskubit að lifa við for-
réttindi þar sem allt virtist á
beinni braut; efnahagur fór batn-
andi og atvinna virtist bíða flestra.
Þetta mátti gerast á sama tíma
og lýðræði á Vesturlöndum hafði
aldrei verið meira og efnisleg vel-
ferð einnig; um jafnréttið verður
að sjálfsögðu deilt. Upphafstilefni
átaka þá var tilviljunarkennt,
slembiástæður réðu ferð; t.d. söfn-
uðust námsmenn úti á götu að
næturlagi í skemmtanahverfi í
München, sungu og skemmtu sér
en trufluðu umferð. Þá var lög-
reglan kölluð út og átök hófust;
undirliggjandi var eitthvað sem
þurfti að fá útrás, en ekki var ljóst
hvað það var nákvæmlega. Stúd-
entar fengu nokkru síðar aðild að
stjórnum háskóla og sitthvað ann-
að. – Smám saman rjátlaðist þó af
mönnum reiðin, en örvænting-
arfullar eftirlegukindur í Þýska-
landi gripu til hryðjuverka og
mörg herfileg ódæðisverk voru
unnin.
Blind nytsemihyggja?
Þegar Írakstríðið var í uppsigl-
ingu í fyrravetur mótmæltu stúd-
entar á götum stórborganna í
Þýskalandi; það var þá eins og
hafinn væri undirbúningur að ein-
hverju enn stærra og rykið blásið
af gömlum vopnum; „Persaflóa-
kynslóðin“ var í uppsiglingu. Í
nóvember sl. voru það áform
stjórnvalda í Þýskalandi um
hækkun skólagjalda sem drógu
stúdenta út á göturnar og þeir
mótmæltu í 43 háskólum landsins.
„Við erum búnir að fá nóg af hinni
viðvarandi gagnsemis- og raunsæ-
ishyggju“ sagði einn talsmaður
mótmælenda. Þetta eru undur og
stórmerki í því landi; gulrót
flestra hefur verið efnahagsleg
velsæld; önnur rök hafa mátt sín
lítils gegn peningum. Núna er það
einmitt kynslóðin, sem stóð fyrir
mótmælum og uppþotum fyrir
rúmum aldarfjórðungi, sem stend-
ur að tillögum um hækkun skóla-
gjalda og minnkuðum opinberum
framlögum til háskóla landsins.
Þessi kynslóð, sem alveg fram á
tíunda áratuginn hvatti stúdenta
til þátttöku og meiri virkni í frið-
ar- og umhverfismálum, er nú við
völd og kjötkatla um allt og það er
hún, sem nú rekur stúdenta út á
göturnar. – Lögreglan tók á móti
með mikilli hörku og sums staðar
urðu barsmíðar af litlu tilefni öðru
en mannsöfnuði og þrýstingi við
varnarraðir lögreglumanna; þetta
varð síðan ástæða til enn meiri
andófs; eitt rak af öðru. En nú tók
almenningur upphlaupum náms-
manna vel, með skilningi og sam-
úð. Það er nú eitthvað allt annað
en var á miðjum sjöunda áratugn-
um þegar ’68-kynslóðin var í upp-
siglingu; þá var almenningur
hreint ekkert á bandi námsmanna;
þá varð mikill núningur við eldri
kynslóðir, en svo er ekki nú. Hvað
hefur gerst? Er það tilviljun að
allt virðist ætla koll um keyra á
um aldarfjórðungsfresti? Er þetta
kannski meðgöngutíminn sem
gerjunin tekur og sem nægir til
þess að ungviðið hætti að taka
mark á foreldrum sínum, sem
segja því bara að læra og standa
sig í skólum og vera ekki með ein-
hverjar spurningar um framhaldið
eða múður? Já, unga fólkið á bara
að gera eins og foreldrarnir, sem
hafa ekki ráðið við atvinnuleysi í
landinu og sem kunna engin svör
við vaxandi umhverfisvandamálum
og ástandinu í samskiptum við
þriðja heiminn. „Já, kæru for-
eldrar, hvað eigum við að læra til
þess að geta fengið atvinnu þegar
við höfum lokið námi?“ Er ekki ut-
anríkisráðherra landsins, græning-
inn J. Fischer, bara með iðn-
menntun að baki? Hefur ekki
kanslarinn grobbað af því að hafa
farið „hina“ menntunarleiðina?
Svo viljum við að afurðir fátæka
heimsins fái betri aðgang að
mörkuðum okkar, en það minnkar
atvinnu enn meir. Og svo er allt
að fara á annan endann vegna
þess að lífeyrissjóðirnir eiga ekki
fyrir lífeyri þess fólks, sem hefur
ætlað sér að fara með sæmd af
vinnumarkaði yfir á eftirlaun. Er
nú samstaða margs eldra fólks
með stúdentum vitnisburður um
sameiginlegt vantraust á stjórn-
málamönnum? Lífeyrissjóðirnir
eru háðir inngreiðslum frá yngra
fólki á vinnumarkaði, en nú er
margt ungmennið atvinnulaust.
Þetta mál leynir á sér; upphæð-
irnar sem í veði eru eru svo gíf-
urlegar, að engin stjórnvöld virð-
ast fá við ráðið enda lífeyrir víðast
hvar byggður á gegnumstreymi
peninga; ef í óefni stefnir, t.d. ef
innanlandssátt um málin bregst og
allsherjarverkföll bresta á, eru
málin mjög alvarleg. Pólitísk átök
um þessi mál eru því ekki bara í
Þýskalandi heldur einnig í hinum
stóru löndunum í Evrópu þótt
mismunandi hátt fari og eldri kyn-
slóðir hafa miklar áhyggjur.
Hvers vegna skyldu nú þeir eldri
telja sig á sama báti og stúdentar
í mótmælastellingum? Það er eins
og reiði gagnvart stjórnmála-
mönnum eigi sinn þátt; fólk fær
útrás fyrir hana og vantrú á
stjórnmálamönnum þótt í því felist
blekking.
Engin báran stök
Ásteytingarsteinn um hækkun
skólagjalda er ekki bara í Þýska-
landi; þetta er einnig hérlendis
svo og víða um Vestur-Evrópu;
ríkisstjórnin í Bretlandi féll næst-
um fyrir nokkrum dögum af þeirri
ástæðu. Í þessum málum felst
djúpstæður pólitískur ágreiningur;
námsmenn spyrja sig hvers vegna
þeir eigi að mennta sig til þess að
verða annaðhvort atvinnulausir að
námi loknu eða þurfi að starfa þar
sem menntunar þeirra er ekki
þörf. Þeir spyrja einnig siðferði-
legra spurninga eins og um sam-
band auðugu landanna við þróun-
arlönd; margir taka enn og aftur
lítið mark á eldri kynslóðum, sem
hafa búið til vandamálin að þeirra
mati; hvers vegna á að lúta leið-
sögn þeirra sem hafa brugðist og
síðan fara í stríð við Írak, eða
hafa ekki komið í veg fyrir það?
Andóf gegn stjórnvöldum hafa
ekki verið þar á hverjum degi;
annaðhvort var boðum hlýtt eða
bylting gerð. Á síðustu öld hafa
margir fengið nóg af byltingum
fasista og hryðjuverkasamtaka
sem komu í kjölfar ’68-kynslóð-
arinnar. Þegar nú er farið að mót-
mæla og andæfa eru umhverfismál
og samband við þriðja heiminn
dregin inn í ágreininginn. Svo er
nú komið að helstu fundi ráða-
manna í viðskiptum og pólitík á
heimsmælikvarða má varla halda
án þess að víggirða verði fund-
arstaði eða halda þá á stöðum,
sem eru óaðgengilegir fyrir mót-
mælendaskara eins og í Davos,
skíðastað í Sviss.
Ef litast er nú um í járn-
vöruverslunum á Vesturlöndum
þar sem áður státuðu sig fjöl-
breytileg tól af innlendum toga úr
gæðastáli, eru nú komnar kín-
verskar vörur af öllu tagi, sagir,
hamrar og alls konar rafmagns-
verkfæri, allt saman; verðlag er
orðið miklu lægra en áður. Hvern-
ig getur á þessu staðið? Tölvur og
margmiðlunartæki af öllu tagi má
finna í næstu búð; þau eru fram-
leidd í ýmsum Asíulöndum, sem
hvert af öðru storka „gömlu“ iðn-
veldunum; margar aðrar „vest-
rænar“ atvinnugreinar eru á
harðahlaupum undan Asíuþjóðum,
sem fella hvern tæknimúrinn á
fætur öðrum og blanda sér sífellt
meir inn í framleiðslu á flóknum
búnaði. Bandaríkjamenn, risarnir í
bílaframleiðslu, horfa upp á inn-
flutning bíla ekki bara frá Japan
heldur Suður-Kóreu einnig og
Kínverjar eru farnir að framleiða
bíla; VW, Honda, GM og Toyota
eru framleiddir í landinu undir
framleiðsluréttindum í byrjun,
meira en milljón bílar á ári; flestir
vita að fljótlega verða engin um-
boðslaun greidd fyrir framleiðslu-
rétt og kínverskir bílar streyma
inn á heimsmarkaðinn.
Hvað finnst millistéttafólki á
Vesturlöndum um þessa þróun?
Margir eru kvíðnir en aðrir laf-
hræddir. Í hverju felst sá eig-
inleiki atvinnustétta á Vest-
urlöndum, sem fær staðist áhlaup
nýiðnaðarþjóða í austri eða er það
eitthvert sérstakt markmið í sjálfu
sér? Íslendingar mega nú finna
fyrir samkeppni með frystan fisk
frá Kínverjum og á fraktskipum
heimshafanna eru í vaxandi mæli
skipverjar frá láglaunalöndum. –
Eina svarið við þessu er sagt vera
meira kapphlaup, enn hraðari
iðnþróun og aukin samkeppni og
harka í skólum; gerðar eru Pisa-
og Iglu-kannanir eins og í íþrótt-
um um frammistöðu nemenda í
skólum í samanburði á milli landa;
enn meiri orkunotkun fylgir í kjöl-
farið á flestu. Þetta er eins og að
ríða á öldubretti undan brotfaldi;
þegar sljákkar í honum falla menn
í sjóinn.
Góð ráð eru of dýr
Nýbreytni í heimsviðskiptum eru
ekki fyrirsjánleg eins og sjá má af
því að fundur viðskiptajöfra og
þjóðarleiðtoga í janúar sl. í Davos
hafði ekkert upp á sig varðandi fá-
tækt og vesæld í heiminum; frá
því fundinum í Cancun lauk á síð-
asta ári hefur ekkert nýtt gerst og
ekkert útlit er fyrir neinu bita-
stæðu; forsetakosningar í BNA í
ár og eitthvað annað á því næsta
nægja alla vega sem yfirvarp um
engar breytingar. Það er sem allt
verði vesæld fátæku landanna að
vopni; allar tilraunir til að koma af
stað viðskiptum með afurðir
þeirra á heimsmarkaði kafna nán-
ast í fæðingu. Leikreglur heims-
viðskipta hæfa ekki fátækum lönd-
um sem gætu framleitt meira af
matvælum til útflutnings; auðugi
heimurinn er yfirfullur af mat-
vælum og hvergi er glufu að finna
fyrir afurðir hinna fátæku, með
örfáum undantekningum sbr.
kaffi- og kakóbaunir. Annar mun-
aðarvarningur eða eitur eins og
tóbak, ópíummassi og kókalauf er
annaðhvort ólöglegur eða á und-
anhaldi. Stærsti sykurútflytjandi
heims er Evrópa (sykurrófur) og
framleiðslan er niðurgreidd. Það
ætti að liggja beint við að fram-
leiða sykurreyr í Afríku og Suður-
Ameríku og selja sykur til Vest-
urlanda; já, eða bómull í Malaví
svo annað dæmi sé tekið. Allir
hlutir virðast standa á haus og
þversagnir æpa úr öllum áttum.
Orka gegnir lykilstöðu í fram-
haldi mála. Vesturlönd og önnur
rík lönd drífa framleiðslu sína og
neyslu með orku, langmest er not-
að af olíuorku. Allt heila klabbið
er orkudrifið með aðfluttum orku-
gjöfum að mestu, framleiðsla
áburðar fyrir landbúnað, málm-
vinnsla fyrir iðnað og mannvirki,
vélar í matvælaframleiðslu, fram-
leiðsla gerviefna, flutningar á sjó
og landi, raforka til heimilisnota
og í iðnaði o.s.frv. Sagt hefur verið
að heimurinn verði að vera þrisvar
sinnum stærri en hann er ef Kín-
verjar taka upp sömu lifn-
aðarhætti og Bandaríkjamenn.
Það eru ekki bara kerlingarbækur
að segja að ekki verði lengi haldið
áfram á sömu braut og nú er gert.
Miðað við stjórnmál yfirleitt í lýð-
ræðislöndunum er nánast enginn
möguleiki að beygja af braut á
meðan enginn stórvandi kemur
upp. Aðhald í orkunotkun er ekki
„seljanlegt“ pólitískt slagorð.
Græningjar í Þýskalandi hafa ekk-
ert fram að bjóða sem leiðir ekki
beint til minnkunar atvinnu vegna
hækkaðs orkuverðs; ef rætt er um
minnkun brennslu á jarðefnaelds-
neyti, sem nóg er til af, og ein-
hverjar aðrar leiðir, þá er bara
verið að ræða um kjarnorku; það
hljómar ekki betur í eyrum um-
hverfissinna. Vindmyllur er svo-
sem lítið skaðlegt og dýrt smáfikt,
sem skiptir ekki sköpum. Þegar
Bush-stjórnin í Washington ræðir
um nýja orku þá meinar hún
kjarnorkuver og hugsanlega vetn-
isframleiðslu í kjölfarið svona til
málamynda; það lætur vel í eyr-
um. Svíar eru bara að tala um ný
kjarnorkuver í sambandi við sam-
drátt í brennslu jarðefnaeldsneytis
þar í landi. Þá finnst sumum að sá
höggvi sem hlífa skyldi.
Ástandinu í atvinnuþróun Vest-
urlanda má líkja við keppni
kraftajötna í aflraunum og megr-
unarkúrum samtímis.
Hlýðnikynslóðin
ybbar gogg
Jónas Bjarnason fjallar
um stúdentapólitík ’Ásteytingarsteinn umhækkun skólagjalda er
ekki bara í Þýskalandi;
þetta er einnig hér-
lendis svo og víða um
Vestur-Evrópu; rík-
isstjórnin í Bretlandi
féll næstum fyrir nokkr-
um dögum af þeirri
ástæðu. ‘
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
mbl.isFRÉTTIR
LANDSPÍTALI -
HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S.
533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir
konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða
orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112