Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 44
SKOÐUN
44 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES Bjarnason, íþrótta-
kennari, stórþjálfari í handbolta og
framsóknarfursti í ofanálag, sendir
mér heldur kaldar kveðjur í Morg-
unblaðinu á mánudaginn. Þar sakar
hann mig um „gífuryrði“ og „böl-
sót“ í skrifum um málefni aldraðra
á Akureyri og Útgerðarfélag Ak-
ureyringa, engum til
gagns. Í lokin hefur
Jóhannes þó döngun í
sér til að viðurkenna,
að ég hafi átt minn
þátt í að rjúfa þögnina
um „óviðunandi“
ástand í málefnum
aldraðra á Akureyri,
þannig að loksins er
farið að hilla undir úr-
bætur. Einhver hefði
nú kallað þetta þver-
sögn Jói minn, en ég
þakka lofið.
En áður en ég fer
nánar út í afglapahátt framsókn-
armanna við stjórnun Akureyrar
langar mig að þakka Jóhannesi fyr-
ir frábært og óeigingjarnt starf fyr-
ir handboltann á Akureyri. Hann
hefur um langt árabil lagt drjúgan
þátt að uppbyggingu þessarar
íþróttagreinar innan KA, fyrst með
þjálfun hjá yngri flokkum og núna
síðustu árin hefur Jóhannes verið
að gera góða hluti með meisturum
meistaranna í meistaraflokki. Nú
síðast lönduðu þeir bikarnum með
því að rúlla yfir Framarana úr Safa-
mýrinni, sem voru rétt eins og
framararnir hans Jakob í bæj-
arstjórninni, þungir, hægfara og
silalegir. Enda sá ég ekki betur en
Jóhannes KA-maður Bjarnason
glotti við tönn þegar séð var hvert
stefndi.
Ég veit að Jóhannes var snarpur
íþróttamaður á sínu „léttasta“
skeiði. Hann er það líka sem þjálf-
ari, vill láta hlutina ganga. Þess
vegna skil ég vel, að hann þurfi að
temja sér mikla þolinmæði til að
þola hægaganginn í bæjarpólitíkinni
á Akureyri, ekki síst innan Fram-
sóknarflokksins. Þar er Jakob
Björnsson við stjórnvölinn og ekki
þekktur fyrir að sigla hraðbyri til
framfara. Jafnvel hugrakkir menn
eins og Jóhannes hafa ekki þor til
að halda því fram, nema þá í lög-
reglufylgd! Ég veit að þetta pirrar
Jóhannes, en það er algjör óþarfi
Jói minn, að láta gremjuna bitna á
mér. Ég hef ekki verið í bæj-
arstjórninni; en mér ber engin
skylda til að þegja yfir því sem ég
tel að megi betur fara á þeim vett-
vangi.
Jóhannes kemur því að í grein
sinni, að ég hafi af „lítillæti“ reynt
að þakka mér þær bráðabirgðaað-
gerðir sem bæjarstjórn hefur
ákveðið til að leysa vanda aldraðra
Akureyringa, sem þurfa hjúkrun.
Það hef ég aldrei sagt. Hins vegar
benti ég á, að greinarskrif mín áttu
stóran þátt í að rjúfa þögnina um
þennan málaflokk, eins og Jóhannes
staðfestir – og raunar einnig tugir
Akureyringa sem haft hafa sam-
band við mig til að þakka þarfar
ábendingar um vanda aldraðra.
Fólk sem jafnvel hefur beðið ár eft-
ir ár í þörf fyrir vist á hjúkr-
unarheimili eða fólk
sem á foreldra í þeirri
stöðu. Þetta veit Jó-
hannes. Hann veður
hins vegar heldur bet-
ur reyk þegar hann
heldur því fram, að
bæjarstjórnarflokk-
urinn hafi verið búinn
að taka ákvörðun um
þessa bráðabirgða-
lausn löngu áður en ég
hóf „ófræging-
arherferð“ mína gegn
meirihlutanum í bæj-
arstjórn. Jóhannes
minn, þú veist það sjálfur í hjarta
þínu, að þetta er bull. Ég var búinn
að skrifa margar greinar og eiga við
þig rimmur um þessi mál, þegar þið
Kobbi og Co loksins „föttuðu upp á
því“, eins og krakkarnir segja, að
það mætti nota Skjaldarvík.
Þetta skiptir mig hins vegar engu
máli; hver gerði hvað fyrir hvern og
hvenær. Það sem skiptir máli eru
úrbætur í verki fyrir gamla fólkið.
Mér virtist á skrifum Jóhannesar,
að hann hafi alls ekki lesið þær
greinar sem ég hef skrifað um mál-
efni aldraðra á undanförnum árum,
en kjarni þeirra er þessi:
Í hálfan annan áratug hefur ríkt
vandræðaástand í þjónustu við aldr-
aða á Akureyri, jafnvel neyðar-
ástand þegar verst hefur látið.
Starfsfólk við heimahjúkrun,
ásamt starfsfólki dvalarheimilanna
og sjúkrahúsanna, hefur gert meira
en skyldan býður til að gera gamla
fólkinu og aðstandendum þess lífið
bærilegra. Þetta hef ég margund-
irstrikað, þótt það virðist hafa farið
fram hjá Jóhannesi.
Þetta vandamál var komið til
sögunnar þegar framsóknarmenn
fóru með stjórn bæjarins með
stuðningi krata í lok síðustu aldar.
Ekkert var gert.
Sjálfstæðismenn áttu næsta kjör-
tímabil með Samfylkingunni, sem
fór með öldrunarmálin. Vandinn var
að aukast, en ekkert stórtækt var
gert til lausnar.
Framsóknarmenn státuðu sig af
því að hafa „dregið“ Jóhannes
Bjarnason inn í bæjarstjórn í síð-
ustu kosningum, ekki síst vegna
þess að þeir lofuðu úrbótum í öldr-
unarmálum, eins og reyndar allir
hinir flokkarnir.
Framsókn komst í meirihluta eft-
ir kosningar og fékk málefni aldr-
aðra í sinn hlut. Það gerðist ekkert
fyrr en kom að alþingiskosningum.
Þá fundu Jón Kristjánsson og Jak-
ob Björnsson penna og skrifuðu
undir samning um nýja álmu við
Hlíð. Enn bólar ekki á fram-
kvæmdum, þótt upphaflega hafi
byggingunni verið lofað í byrjun
næsta árs. Það er verið að hanna!
Einn góðan veðurdag uppgötvar
einhver í bæjarkerfinu, að bærinn á
miklar byggingar og stóra jörð sem
heitir Skjaldarvík. Þar byggði ein-
staklingur elliheimili á síðustu öld
og gaf bænum. Þessi mannvirki
hafa staðið tóm og engum til gagns
á meðan á annað hundrað manns
bíða eftir dvalar- eða hjúkr-
unarrýmum á vegum bæjarins. Þar
af eru um þrjátíu manns í sárri
neyð. Loksins, í lok síðasta árs, er
ákveðið að innrétta þar hjúkr-
unardeild fyrir fimmtán manns. Ég
hef raunar bent á, að í Skjaldarvík
megi gera paradís fyrir unga sem
aldna, með heimilum, útivist-
arsvæði, golfvelli, smábátaútgerð og
öðru tilheyrandi. Tími til kominn,
að hefja umræðu um hvernig best
verður að því staðið.
Nýbygging við Hlíð verður von-
andi tilbúin í ársbyrjun 2006, þegar
Jóhannes ætlar sér væntanlega að
fá endurnýjun frá kjósendum til
setu í bæjarstjórn. Þá verða liðin
um tuttugu ár frá því að þörf var
fyrir þessa byggingu.
Stjórnendur bæjarins hafa verið
að áreita aldraða með því að þyngja
þeim róður til afsláttar af fast-
eignasköttum, með því að hækka
gjöld í þjónustumiðstöðvum og
seinagangi við uppbyggingu þeirra.
Gamla fólkið veit þetta, finnur þetta
allt brenna á eigin skinni. Orð Jó-
hannesar Bjarnasonar um annað
breyta þar engu. Þetta gera stjórn-
endur bæjarins í trausti þess, að
gamla fólkið þegi og þiggi þá bita
sem detta af borðum herranna
nöglunarlaust. En það er liðin tíð.
Í lokin nokkur orð um Útgerð-
arfélag Akureyringa. Það er að
heyra á Jóhannesi Bjarnasyni, að
það hafi verið mikið gæfuspor fyrir
Akureyringa að selja Útgerðarfélag
Akureyringa. Þar hafi fengist 2,3
milljarðar króna, sem hafi komið
sér vel fyrir uppbyggingu í grunn-
þjónustu bæjarins. Um leið reynir
Jóhannes að þvo Jakob vin sinn af
þessum „heiðri“ Aftur langar mig
að benda Jóhannesi á nokkrar stað-
reyndir:
Jakob Björnsson var oddviti
framsóknarmanna og bæjarstjóri
Aldraðir þegja ekki lengur
Sverrir Leósson svarar
Jóhannesi Bjarnasyni,
bæjarfulltrúa á Akureyri ’Mér virtist á skrifumJóhannesar, að hann
hefði alls ekki lesið þær
greinar sem ég hef
skrifað um málefni
aldraðra.‘
Sverrir Leósson
Moggabúðin
Reiknivél, aðeins 950 kr.
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
ATVINNA
mbl.is
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Hrísrimi 2
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
Smáralind - 1. hæð
Opið 14-17 lau. og sun.
Sími 565 8000
Erum með í sölu sérlega glæsilega 4ra herb. endaíbúð á neðri hæð í
fallegu tveggja hæða fjölbýli. Sérinngangur og sértimburverönd úr
stofu. Parket og flísar á öllum gólfum. Verð 13,9 millj.
Gunnar og Helga taka vel á móti þér milli kl. 14 og 17 í dag.
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
Mjög skemmtilegt og vel skipulagt 205 fm (þar af 24 fm bílskúr) endaraðhús á
tveimur hæðum á frábærum stað í Garðabæ. Þrjú til fjögur svefnherbergi. Ca 30 fm
suðursvalir með fallegu útsýni. Rúmgóður bílskúr fylgir eigninni. Verð 29,8 millj.
Björn tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 16.00-18.00
Lerkiás 2
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16.00-18.00
Skólavörðust íg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Mjög glæsileg og nýleg 4ra herbergja 119 fm íbúð á 2. hæð í góðu lyftu-
húsi, ásamt stæði í bílskýli, í Kópavogi. Íbúðin er öll innréttuð með falleg-
um innréttingum og gólfefnum sem eru parket og flísar. Þrjú svefnherbergi
með skápum, rúmgóð stofa með útgangi á suðaustur svalir. Þvottahús
innan íbúðar. Fallegt útsýni til Esjunnar. Áhv. 9,2 millj. húsbr., greiðslub. ca
45 þús. á mán. Verð 17,9 millj. Eign sem vert er að skoða. (370)
Ásgeir og Björg taka vel á móti gestum (bjalla 02-01)
frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum.
Kórsalir 5 - bílskýli
Frábærlega staðsett og skemmtileg 83 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð/kj.
með sérinngangi í góðu steinhúsi í Reykjavík. Íbúðin er björt (stórir glugg-
ar) og með mikilli lofthæð sem gefur ákveðinn sjarma. Tvö rúmgóð svefn-
herbergi. Eldhús með borðkrók. Þvottahús innan íbúðar. Eignin var
sprunguviðgerð og máluð að utan árið 1999. Búið er að endurnýja þakjárn
og opnanleg fög. Garður snýr í suður. Áhv. 8,5 millj. Verð 11,6 millj. (366)
Henný og Kristján taka vel á móti gestum (gengið inn sunnanmegin)
frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum.
Nýlendugata 27 - Sérinngangur
husavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Kristinn R. Kjartansson,
RE/MAX, Suðurlandsbraut 12,
símar 520 9312 - 897 2338
kiddi@remax.is
Öflugt fyrirtæki óskar eftir glæsilegu ca 800-1000 fm skrifstofuhúsnæði til
kaups með góðri aðkomu og bílastæðum. Æskileg staðsetning er stór-
Reykjavíkursvæðið.
Vantar fyrir öfluga fjárfesta og byggingarmeistara, byggingarlóðir (blokkar-,
raðhúsa-, einbýlishúsa- og verslunarlóðir) á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Er með kaupendur að góðu skrifstofu-, iðnaðar- og atvinnuhúsnæði.
Skoða og verðmet samdægurs.
Fyrirtæki óskast:
Öflugri matvöruverslunarkeðju vantar góðar matvöruverslanir til kaups.
Mjög traustir aðilar
Er með á skrá trausta fjárfesta sem vantar góð og öflug fyrirtæki til kaups.
Fyrirtæki til sölu:
Er með til sölu glæsilegan matsölustað miðsvæðis í Reykjavík.
Staðurinn hefur aldeilis slegið í gegn. Frábært tækifæri fyrir fjárfesta
og/eða matreiðslumeistara.
Er með á skrá öflugt hótel í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er mjög þekkt og
með fína viðskiptavild.
Var að fá til sölu glæsilegan söluturn, sem rekinn er í eigin húsnæði.
Fyrirtækið er staðsett hjá öflugum framhaldsskóla og er með fína viðskipta-
vild. Toppdæmi....
Atvinnuhúsnæði - fyrirtæki
Suðurlandsbraut
Hrafnhildur Bridde lögg. fast.sali
•
•
•
•
•
•
•
•