Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 45
þegar Akureyrarbær gekk það óheillaspor, að selja meirihlutaeign sína í Útgerðarfélagi Akureyringa. Hann og Framsóknarflokkurinn bera því fulla ábyrgð á þeim gern- ingi.  Akureyringar hafa enga stjórn á þessu félagi í dag, hvernig það er rekið eða hvar það er rekið. Það kostaði þó bæjarbúa blóð, svita og tár, að koma þessu félagi á lapp- irnar.  Akureyrarbær fékk 2,3 milljarða króna fyrir hlut sinn á sínum tíma, en með breyttri stjórnun og arð- semiskröfum væri þetta félag búið að skila mun hærri upphæð inn í bæjarkerfið í beinar arðgreiðslur, væri það enn í eigu bæjarins.  Útgerðarfélag Akureyringa var nýlega selt fyrir um 9 milljarða króna. Núverandi eigandi gæti selt það í hlutum, skip fyrir skip, tonn fyrir tonn, og fengið fyrir eina 20 milljarða króna. Jóhannes minn; það er dapurlegt að þurfa að segja það, en sú ákvörð- un bæjarstjórnar á sínum tíma, að selja hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa, var eitt mesta og af- drifaríkasta glappaskot sem gert hefur verið í sögu bæjarins. Slíkt koma aldrei til greina í tíð stór- menna á borð við Jakob Frímanns- son, Jón G. Sólnes eða Bjarna Jó- hannesson. En nú er öldin önnur. Ég veit að þú ert atorkumaður Jó- hannes minn, rétt eins og þú átt kyn til, en þrátt fyrir það endist þér ekki ævin til að klóra yfir skamm- arstrik Jakobs Björnssonar. Ef til vill gerir hann best þegar hann ger- ir ekki neitt, þegar öllu er á botninn hvolft! Snúðu þér frekar að því að byggja upp nýtt gott lið framsæk- inna manna og kvenna til að byggja betri bæ. Höfundur er útgerðarmaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 45 SEILUGRANDI 5 - FALLEG ÍBÚÐ OPIÐ HÚS Í DAG, SUN., FRÁ KL. 13-16 Rúmgóð og falleg 123,2 fm íbúð auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin er á 2 hæðum og skiptist m.a. í 4 svefnherb., baðherb., snyrtingu, eld- hús og stofur. Sérgeymsla fylgir í kjallara svo og sam. þvottaherb. o.fl. Blokkin er nýtekin í gegn að utan og eru leiktæki ný. Eigendur, Þórir og Þorbjörg, taka vel á móti ykkur. V. 16,7 m. 3594. OPIÐ HÚS - SELBREKKA 19 - RAÐHÚS Fallegt og vel skipulagt 224,9 fm raðhús með innb. 30,0 fm bílskúr á fallegum útsýnisstað í Kópavogi. Á neðri hæðinni er bílskúr, geymslur, gott svefnherbergi, þvotthús, bað- herbergi og hol. Á efri hæðinni er hol, tvær samliggjandi stofur, eldhús, baðherbergi og 3-4 svefnherbergi. Lóðin er falleg og með hellulagðri verönd og trjágróðri. Hiti er undir stéttum að norðanverðu. Parket og flísar á gólfi, hornbaðkar og arinn í stofu. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16. V. 26,9 m. 3881 OPIÐ HÚS - DRÁPUHLÍÐ 46, KJ. - SÉRINNGANGUR 2ja herb. 66 fm falleg og björt íbúð með sér- inngangi sunnanmegin götunnar. Íbúðin hef- ur töluvert verið standsett. Ákv. sala. Fallegur garður. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-17. V. 9,9 m. 3910 VALLARBRAUT - SELTJARNARNESI Gott 170 fm einbýlishús á þremur pöllum ásamt 26,1 fm bílskúr. Húsið stendur á 1.037 fm lóð og skiptist þannig: Á 1. hæð er anddyri, hol, stofa, borðstofa og eldhús. Á neðri palli (kjallari/jarðhæð) er þvottahús, snyrting, tvö svefnherbergi og kyndiklefi. Á efri palli eru tvö svefnherbergi og baðher- bergi. Húsið er upprunalegt og býður uppá mikla möguleika. V. 26,3 m. 3968 ASPARGRUND - FOSSVOGSDAL Sérlega glæsilegt nýlegt ca 200 einbýlishús (RC-hús) byggt 1998 ásamt 33 fm bílskúr. Glæsilegar innréttingar, parket og flísar á gólfum, hornbaðkar o.fl. Húsið skiptist þannig:1. hæð stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús/geymsla, snyrting, hol og for- stofa. Ris: Þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpsherbergi (sem auðvelt er að breyta í svefnherbergi), fataherbergi og baðher- bergi. Verðtilboð. 3837 ÁLAND - FRÁBÆR STAÐSETNING Glæsileg 148 fm hæð í nýlegu tvíbýlishúsi ásamt 34 fm bílskúr. Íbúðin er mjög opin og björt og með stórum stofum. Mikil lofthæð. Tvennar svalir. Parket og flísar á gólfum. Vandaðar ljósar innréttingar. Glæsilegt út- sýni. V. 23,5 m. 3971 HULDUBORGIR - SÉRINNG. Glæsileg 105 fm 4ra-5 herb. íb. á jarðhæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er sérstaklega opin og björt. Afgirt verönd til suðurs (sjá myndir á netinu). Áhv. 8,2 m. í húsbréfum. V. 15,9 m. 3886 KRISTNIBRAUT - NÝBYGGING Vorum að fá í einkasölu 150 fm 4-5 herb. íbúð í nýju 6 íbúða húsi. Íbúðin skiptist m.a. í sjónvarpshol, stofu og þrjú herbergi. Tvenn- ar svalir. Sérinngangur. Glæsilegt útsýni. Íbúðin verður afhent í mars 2004 fullbúin án gólfefna. V. 19,6 m. 3949 HRAUNBÆR - GLÆSILEG Glæsileg 3ja herb. 90 fm íbúð á 3. hæð. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að miklu leyti og er mjög opin og björt. Suðursvalir. Fallegt útsýni.. Barnvænt umhverfi. V. 12,6 m. 3961 EIÐISTORG - GLÆSILEG Vorum að fá í sölu fallega 100 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Tvennar svalir til suðurs og norðurs. Glæsilegt útsýni. V. 17,5 m. 3894 NÖKKVAVOGUR - LAUS STRAX 2ja herb. 52 fm kjíbúð eftirsóttum og róleg- um stað. Eignin skiptist m.a. í hol, stofu, eld- hús, baðh. og herb. Þvottahús í sameign. Stór garður. V. 7,3 m. 3960 Traustur kaupandi óskar eftir 600-800 fm skrifstofuhúsnæði í Reykjavík með góðri fundaraðstöðu. Æskilegt er að hús- næðið sé á einni hæð. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS Höfum kaupanda að 1200-2000 fm verslunar- og lager- plássi. Æskileg staðsetning: Reykjavík, innan Elliðaáa, Ártúnsholt eða Höfði kemur þó vel til greina. Sverrir Kristinsson veitir allar upplýsingar. VERSLUNAR- OG LAGERPLÁSS ÓSKAST TIL KAUPS OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ kl. 15 – 17 BERGÞÓRUGATA 7 101 RVK – SÉRBÝLI Einstaklega skemmtilegt 108,3 fm sérbýli á tveimur hæðum á þessum eftirsótta stað. Skiptist í 2 stofur og 2-3 herbergi, eldhús, bað og þvottahús. Falleg lökkuð gólfborð á gólfum, bitar í loftum. Góður afgirtur garður bakatil. Eign með karakter. Óskað er eftir tilboðum. Andrés Pétur, sölumaður á eign.is fasteigna- sölu verður á staðnum. eign.is - Ármúli 20 - 2. hæð - sími 533 4030 fax 533 4031 - www.eign.is - eign@eign.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.