Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL umræða hefur að und- anförnu staðið um uppbyggingu há- skólanáms á Vestfjörðum. Ýmis sjónarmið hafa blandast inn í þá umræðu, ekki síst byggðasjónarmið þeirra sem óttast framtíð Vest- fjarða í ljósi mannfjöldaþróunar á landsbyggðinni. Þeim áhyggjum deila Vestfirðingar með öðrum dreifðum byggðum landsins. Gallinn við þessa um- ræðu er hinsvegar sá að ekki er alveg ljóst hvað við er átt, þegar kallað er eftir upp- byggingu háskólanáms á Vestfjörðum. Háskólanám er stundað með ýmsum hætti, ýmist með stað- bundnu námi eða fjar- námi. Á Vestfjörðum hefur ekki verið boðið upp á kennslu í háskólagreinum. Hinsvegar hefur verið hlúð ágæt- lega að nemendum í fjarnámi sem eiga vísa þjónustu og aðstöðu í Fræðslumiðstöð Vestfjarða – svo segja má að þar hafi orðið til vísir að háskólasetri. En betur má ef duga skal. Kall tímans á lands- byggðinni hljóðar upp á fleiri náms- möguleika en fjarnám – og reynsl- an frá Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Hvanneyri og Bifröst sýnir svo ekki verður um villst að það er spurn eftir háskólanámi utan borgarmark- anna. En hvað er raunhæft að ætla sér í þessu efni? Ef við lítum til Vest- fjarða sjáum við vissulega mann- fækkun á undanförnum árum og at- vinnuvegi sem eiga undir högg að sækja. En við sjáum líka vaxt- arsprota á ýmsum sviðum. Mennt- un er „uppspretta hvatningar og krafts“ eins og Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson benti á í tímamóta- grein sem hann skrifaði í Ný fé- lagsrit 1842. Menntun er „upp- spretta hvatningar og krafts“. Spurn eftir framhaldsnámi er að aukast á Vestfjörðum. Mennta- skólinn á Ísafirði hefur aldrei verið fjölsóttari en undanfarin fjögur misseri og mikil sókn er í fjarnám á háskólastigi. Sömu sögu er að segja í ýmsum öðrum landshlutum. Þróun framhaldsskólanna Hlutverk framhaldsskóla landsins er í stöðugri þróun og endur- skoðun. Um þessar mundir tengist endurskoðunin innleiðingu sam- ræmdra stúdentsprófa og fyrirhug- aðri styttingu námstíma til stúd- entsprófs. Á undanförnum árum hafa skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla orðið óljósari með tilkomu almennra námsbrauta við framhaldsskólana. Almennar náms- brautir eru ætlaðar þeim sem eru óráðnir um framtíðarnám og/eða nemendum sem ekki uppfylla öll inntökuskilyrði í framhaldsskóla. Þær eru nokkurskonar brú milli skólastiga. En er ekki kominn tími til að tengja hinumegin líka? Á milli framhaldsskólans og háskólastigs- ins? Hvað er háskóli? Nú um stundir er mik- ið rætt um hlutverk háskólanna, fjár- mögnun þeirra og starfsgrundvöll. En hvað felst í hugtakinu háskólanám? Lögum samkvæmt er háskóli stofnun sem „jafn- framt sinnir rann- sóknum ef svo er kveðið á í reglum um starfsemi hvers skóla“. Rannsóknarþátturinn er því ekkert skilyrði fyrir háskólastarfsemi nema sér staklega sé á um það kveðið. Há- skóli skal hinsvegar „veita nem- endum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vísindalegum verk- efnum, nýsköpun og listum og til þess að gegna ýmsum störfum í þjóðfélaginu þar sem æðri mennt- unar er krafist. Háskólum er ætlað að miðla fræðslu til almennings og veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar“ (lög nr. 136/1997, 2. gr.). Háskólanám er veitt á ýmsum stigum. Um er að ræða grunnám upp að BA eða BS stigi, en þá tek- ur við fræðilegt rannsóknanám sem lýkur með meistaraprófi eða ígildi þess. Loks er um að ræða strang- vísindalegt nám sem lýkur með æðstu námsráðu, doktorsprófi – svo dæmi sé tekið af lagskiptingu hug- og félagsvísinda. Allir háskólar gera ákveðnar kröfur til þess að nemendur tileinki sér ákveðin vinnubrögð í rann- sóknar og námsaðferðum, sem og að þeir búi yfir ákveðinni undir- stöðuþekkingu sem alla jafna er kennd á fyrstu stigum háskóla- náms. Þeir sem lokið hafa meistara- eða kandídatsprófi úr háskóla eru þannig færir um að kenna á há- skólastigi. Með öðrum orðum: Það eru fyrst og fremst þekking- arkröfur sem gerðar eru til há- skólakennara – en eins og við vitum er það ekkert skilyrði að sjálf há- skólakennslan fari fram innan veggja stofnunar sem nefnist há- skóli – háskóli er auðvitað bara hugtak. Háskóladeildir við framhaldsskóla Í umræðu undanfarinna vikna um Háskóla Íslands hefur komið fram að skólinn er að kikna undan nem- endafjölda, þar sem mestur þung- inn hvílir á svokölluðu grunnnámi háskólastigsins. Í raun og veru er ekkert því til fyrirstöðu að þessar undirstöðugreinar séu kennda ann- arsstaðar, t.d. í framhaldsskólunum, og þá sem eðlilegt framhald stúd- entsprófs. Er enginn vafi á því að það myndi hafa gríðarleg efling- aráhrif í menntamálum á lands- byggðinni að koma upp há- skóladeildum við framhaldsskólana, þar sem ekki eru formlegar há- skólastofnanir til staðar og íbúar ennfremur of fáir til þess að standa undir slíkum stofnunum. Lagalega er ekkert þessu til fyr- irstöðu, því í reynd þarf ekki annað en samþykki menntamálaráðuneyt- isins fyrir því að þessi kennsla fari fram með fyrrgreindum hætti. Í lögum um háskóla segir að mennta- málaráðherra skuli hafa eftirlit með gæðum menntunar sem háskólar veita og að þeir uppfylli ákvæði laga og þeirra sérfyrirmæla sem um þá gilda. Menntamálaráðherra setur almennar reglur um það með hvaða hætti hver háskóli skuli upp- fylla skyldur sínar um eftirlit með gæðum kennslunnar, hæfni kenn- ara og hvernig ytra gæðaeftirliti skuli háttað (lög nr. 136/1997, 4.–5. gr.). MÍ er til í slaginn Við Menntaskólann á Ísafirði er vel menntað starfsfólk og umtalsverður hluti þess hefur æðri námsgráður í sínum greinum. Skólanum er ekk- ert að vanbúnaði að gera samning við menntamálaráðuneytið og/eða Háskóla Íslands um að kenna grunngreinar í hug- og fé- lagsvísindum, þ.á m. aðferðafræði, rannsóknaraðferðir og ritgerða- smíð, forspjallsvísindi, menning- arsögu, og nútímafræði auk kjarna- greina í raungreinum og stærðfræði. Þar með væri kominn valkostur hér heima í héraði fyrir fólk að hefja háskólagönguna í þeim kjarnagreinum sem aðrir háskólar bjóða upp á. Um leið skapaðist tími og svigrúm fyrir ungt fólk til þess að undirbúa framhald háskólanáms- ins utan héraðs, jafnvel utan land- steinanna. Sjálf get ég óhikað mælt með því að fullharðnað fólk mennti sig utanlands. Það eitt að færa sig um set er menntun í vissum skiln- ingi. Engu að síður er vel skilj- anlegt, og um leið æskilegt, að ungt fólk sem enn er óráðið í því hvað það vill, skuli hafa svigrúm til að hugsa sig um á meðan það stundar grunnnám á háskólastigi. Með þessu móti gæti háskólanám á Vestfjörðum fengið að þróast á forsendum nýsprottins gróðurs í þeim jarðvegi sem fyrir er. Um leið væri búið að samþætta þau sjón- armið sem hafa verið uppi í um- ræðunni að undanförnu. Ég geri það hér með að tillögu minni að byggð verði upp hlið við hlið: a) Sú aðstaða sem fyrir er til fjarnáms fyrir háskólanema í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Enn- fremur: b) Háskóladeild við Mennta- skólann á Ísafirði fyrir þá sem enn hafa ekki valið sér framtíðarnám eða dvalarstað, en vilja eiga þess kost að stunda grunnnám sem nýst getur við aðra háskóla á síðari stig- um. Háskóladeildir við framhalds- skóla – raunhæfur kostur Eftir Ólínu Þorvarðardóttur ’Er enginn vafi á því aðþað myndi hafa gríð- arleg eflingaráhrif í menntamálum á lands- byggðinni að koma upp háskóladeildum við framhaldsskólana … ‘ Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og stjórnarformaður Fræðslu- miðstöðvar Vestfjarða. S í › u m ú l i 8 S : 525 8800 Viggó Jörgensson, lögg. fasteignasali OPI‹ HÚS Í DAG KL. 14 – 16 Álakvísl 67, 110 Rvk Jón Víkingur Hálfdánarson GSM 892 1316 jonvikingur @framtidin.is 105,3 fm.- Húsi› er á 2 hæ›um auk íbú›aherbergis í efra risi og stæ›is í bílsk‡li. Vel vi›haldin eign í gó›u ástandi. Jón Víkingur tekur á móti gestum í dag frá kl. 14 - 16. ÞAÐ hefur hvorki gengið hratt né vel að fá heilbrigðisyfirvöld til að ráðstafa fjármagni svo almenn- ingur fái nauðsynlega sál- fræðiþjónustu nið- urgreidda. Engin efnisleg rök hafa ver- ið færð fram gegn því að málið nái fram að ganga. Sálfræð- ingafélag Íslands (SÍ) hefur lengi unnið að málinu og með lið- sinni margra hafa ýmsir sigrar unnist. Lengi voru lög um almannatryggingar þannig orðaðar að Tryggingastofnun taldi sig ekki hafa heimild til samninga við SÍ. Að frumkvæði heilbrigðis- og trygg- inganefndar Alþingis var þessu breytt svo Tryggingastofnun er ekkert að vanbúnaði. Þar á bæ hika menn enn og virðast bíða átekta eftir ákvörðun ráðherra um fjárveit- ingu. Að okkar mati er víðtækur pólitískur vilji fyrir því að gengið verði til samninga við sálfræðinga. Skjólstæðingar sál- fræðinga eru ekki öflugur þrýsti- hópur og sálfræðingar eru starfs- eðli sínu samkvæmt bæði þolinmóðir og skilningsríkir – en ekki miklu lengur. Þeir og við bíð- um eftir frumkvæði og ákvörðun heilbrigðisráðherra. Í máli sem þessu reynir á nokk- ur álitamál og spurningar. Fernt tel ég skipta miklu. 1. Hvaða fag- legu rök þurfa að liggja til grund- vallar því að hið opinbera nið- urgreiði nauðsynlega heilbrigðisþjónustu? 2. Er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir því að mismunandi vandamál kalli á ólík- ar lausnir? 3. Getur hið opinbera mismunað þjónustuaðilum sem starfa á sambærilegum vettvangi? 4. Gæti, þegar allt kemur til alls, samningur við sálfræðinga leitt til sparnaðar í kostnaði hins opinbera við að stuðla að sem bestu and- legu heilbrigði þjóðarinnar? Sálfræðimeðferð skilar árangri Sálfræði er yfir 130 ára gömul sjálfstæð fræðigrein sem byggist á vísindalegum athugunum af ströngustu gerð. Allt vinnulag í greiningu og meðferð marg- víslegra sálmeina hefur verið rannsakað í bak og fyrir. Menntun og þjálfun sálfræðinga tekur mið af því sem best er vitað. Varðandi sálfræðimeðferð er staðan þessi: Rannsókn eftir rannsókn sýnir fram á ótvíræðan árangur sál- fræðimeðferðar. Hún skilar í það minnsta jafn góðum árangri og lyfjameðferð. Þá felur hún jafnan í sér þann kost að auki að skjól- stæðingar læra ákveðna forskrift um áframhaldandi góða líðan sem ekki þarf að endurnýja reglulega. Ein lausn fyrir alla? Sú vanlíðan sem hrjáir fólk og skerðir lífshamingju þess og starfsgleði er margs konar. Ástæður eru mismunandi, s.s. ófullnægjandi atlæti, óheppilegar eðlislægar tilhneigingar eða ýmis áföll og mótlæti. Birtingarmyndir gætu falist í lélegu sjálfsmati, hugsanaskekkjum, erfiðleikum í samskiptum eða vel skilgreindum andlegum kvillum. Hver vandi kallar á ólíkar úrlausnir. Sérhæfð samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er oft besta lausnin með- an lyfjameðferð er það í öðrum tilvikum. Staðan í dag er hins vegar sú að aðgengi að þjónustu ákvarðast ekki einungis af eðli vandans, heldur af því hvað virðist fljótvirk- ast í fljótu bragði og kostnaðarminnst fyrir þann sem á í vanda. Sá kostur sem oftast verður fyrir valinu er geðlyfjameðferð, sér- hæfð samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er alltof sjaldan raun- hæfur kostur. Að sitja við sama borð Því er stundum velt upp hvort sálfræð- ingar séu ekki fyrst og fremst að skara eld að eigin köku. Við teljum hins veg- ar að kjarni málsins snúist um jafnt aðgengi skjólstæðinga að fjölbreyttri þjónustu. Í dag er dýrara fyrir skjólstæðing að fara til klínísks sálfræðings en til geð- læknis vegna þess að Trygg- ingastofnun niðurgreiðir þjónustu geðlækna. Sálfræðingar líta svo á að þarna sé þjónustuaðilum mis- munað og það standist ekki sam- keppnislög að niðurgreiða eina tegund þjónustu en ekki aðra þeg- ar hópur skjólstæðinga er sá sami. Samkeppnisstofnun sendi frá sér álit fyrir nokkrum árum þar sem tekið var undir sjónarmið sálfræð- inga og þeim tilmælum beint til Tryggingastofnunar að semja við sálfræðinga. Það álit hefur ekki enn dugað til þess að koma samn- ingi í höfn. Að okkar mati myndi það auka bæði magn og gæði sál- fræðiþjónustu ef rekstrarskilyrði hennar yrðu hin sömu og gengur og gerist í heilbrigðisþjónustu. Krónur og aurar Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um geðlyfjakostnað. Hann hefur fimmfaldast á und- anförnum tíu árum og nemur kostnaður um 1.300 miljónum. Þá eru einnig sterkar vísbendingar um það að þessar miklu uppá- skriftir fyrir þunglyndislyf skili sér ekki sem skyldi í bættu and- legu heilbrigði þjóðarinnar. Þá virðist það einnig vera að stór hluti þeirra sem fá lyfseðil fyrir þunglyndislyfjum taki þau ekki. Af síðara atriðinu má draga tvær ályktanir, að þeir sem skrifa upp á lyfin hafi ekki tíma eða þjálfun til þess að beita samtalsmeðferð og að þeim sem glíma við vandann gæti hugnast önnur lausn við van- líðan sinni. Samningur við sál- fræðinga skapaði valkost sem fæli ekki í sér lyfjakostnað. Að auki myndi hann efla fjölþættari og fjölbreyttari sýn á andlega van- heilsu, sem gæti haft mikil og já- kvæð áhrif. Sálfræðingar bíða eftir fyrirmælum heilbrigðisráð- herra til Trygg- ingastofnunar Hörður Þorgilsson skrifar um kjaramál sálfræðinga Hörður Þorgilsson ’Því er stund-um velt upp hvort sálfræð- ingar séu ekki fyrst og fremst að skara eld að eigin köku.‘ Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.