Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 59

Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert tilfinningarík/ur og hlý/r og átt það til að vera svo- lítið einræn/n. Þú átt stundum erfitt með að finna þér stað í lífinu en þegar það tekst nýturðu yfirleitt velgengni í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur verið að velta fyrir þér umbótum í vinnunni og ert komin/n með nokkrar hug- myndir sem eru vel þess virði að hrinda í framkvæmd. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt eiga líflegar samræð- ur við vini þína í dag. Hlustaðu eftir þeim góðu hugmyndum sem eru á sveimi allt í kring um þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hikaðu ekki við að tala við valdamikið fólk í dag. Það mun koma þér á óvart hvað það mun hlusta á þig af mikl- um áhuga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áætlanir sem tengjast hóp- ferðum, ráðstefnum eða fjöl- skyldusamkomum líta vel út. Þú átt auðvelt með að sam- ræma aðgerðir annarra og því er líklegt að þú verðir beðin/n um að taka að þér einhvers konar forystu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert að velta fyrir þér leið- um til að fjárfesta til fram- tíðar. Farðu yfir þær upplýs- ingar sem þú hefur og byggðu ákvarðanir þínar bæði á þeim og á innsæi þínu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir þurft að sannfæra einhvern um eitthvað í dag. Þú ættir ekki að eiga í neinum erfiðleikum með það ef þú heldur þig við staðreyndir og heldur tilfinningunum í skefj- um. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hikaðu ekki við að sýna frum- kvæði í dag. Ef þú færð tæki- færi til að taka stjórnina í ein- hverju máli, gríptu þá tækifærið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til hvers kyns íþróttaiðkunar. Þú þarft að fá útrás fyrir orkuna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hikaðu ekki við að gefa öðrum í fjölskyldunni fyrirmæli um að taka til á heimilinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er óvenjumikið að gera hjá þér í dag. Þú ert tilbúin/n að leggja hart að þér við það sem þú ert að gera en vilt þó heldur vinna ein/n en með öðr- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir fengið góðar hug- myndir að einhvers konar breytingum á heimilinu eða innan fjölskyldunnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef einhver reynir að telja þér hughvarf í dag muntu verja afstöðu þína með kjafti og klóm. Aðrir munu virða þig fyrir að standa á þínu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Frances Drake HEIMÞRÁ Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnipið allan þann dag. Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. Jóhann Sigurjónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP – SKÍRN. Hinn 3. janúar sl. voru gefin saman í Strängnäs-dómkirkju Finnur Ingi Kristjánsson og Marica Norrby. Með á myndinni eru bræðurnir Samúel og Gabriel sem var skírður þennan dag. Heimili þeirra er í Strängnäs, Svíþjóð. BRIDSSAMBÖND flestra Evrópuþjóða hafa komið sér upp heimasíðum, þar sem finna má gagnlegar upplýs- ingar og ýmislegt skemmti- efni, til dæmis spilaþrautir. Þraut dagsins er fengin að láni af dönsku heimasíðunni: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠D ♥ÁG9843 ♦Á653 ♣ÁK Suður ♠ÁKG6 ♥D1075 ♦8 ♣DG102 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta 5 tíglar 6 hjörtu Pass Pass Pass Danir eru veikir fyrir því að opna á spaða og hjarta með fjórlit og sú er skýr- ingin á hjartaopnun suðurs. Það kemur sér vel þegar vestur stekkur næst í fimm tígla, því norður á auðvelt með að segja slemmu með sex-spila stuðning við hjart- að og allan heiminn til hlið- ar. Raunar á norður fyrir al- slemmutilraun, en allar vangaveltur um alslemmu falla niður eftir fyrsta slag- inn – vestur spilar út tíg- ulkóng og austur trompar ás blinds. Austur spilar spaða til baka og vestur fylgir lit. Nú eru tvö tromp úti – kóngurinn og hundur – og spurningin er hvort betra sé að svína eða taka á ásinn. Lesandinn ætti að hugleiða málið áður en lengra er haldið. Norður ♠D ♥ÁG9843 ♦Á653 ♣ÁK Vestur Austur ♠52 ♠1098743 ♥K2 ♥6 ♦KDG109742 ♦– ♣5 ♣987643 Suður ♠ÁKG6 ♥D1075 ♦8 ♣DG102 Svarið er skemmtilegt: Það á hvorki að svína né toppa! Fyrst ætti að rann- saka skiptinguna til hliðar nánar. Sem er gert með því að spila háspaða þrisvar. Suður tekur sem sagt strax á spaðaás og spilar svo spaðakóng og hendir lauf- kóng úr borði þegar vestur fylgir lit. Svo kemur spaða- gosi, og aftur fer lauf úr borði ef vestur trompar ekki. Þá má spila laufi tvisv- ar til að kanna þann lit og smátt og smátt teiknast upp skipting vesturs. Hann sýndi átta tígla í fyrsta slag, svo fylgdi hann tvisvar lit í spaða og einu sinni í laufi. Þar með á hann tvö hjörtu og því er rétt að svína. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 e5 2. Rc3 Bb4 3. Dc2 Rf6 4. e3 0-0 5. Rge2 He8 6. a3 Bf8 7. g3 c6 8. Bg2 d5 9. cxd5 cxd5 10. d4 Rc6 11. 0-0 Bg4 12. h3 Bxe2 13. Rxe2 exd4 14. exd4 Hc8 15. Dd3 Re4 16. Be3 Ra5 17. b3 Db6 18. Hfb1 Bd6 19. h4 Hc7 20. Ha2 h5 21. Bxe4 dxe4 22. Dd1 Db5 23. d5 b6 24. Hd2 Rb7 25. b4 g6 26. a4 Dd7 27. Rd4 a5 28. bxa5 bxa5 29. Rb5 Hcc8 30. Ra7 Hc4 31. Hc2 Hxa4 32. Rc6 Ha3 33. Dd4 Dh3 34. Bh6 Bf8 35. Bxf8 Hxf8 36. Re7+ Kh7 Staðan kom upp í lokuðu alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu. Klaus Bischoff (2.561) hafði hvítt gegn Arkadij Naiditsch (2.576). 37. Rxg6! Mun einfaldari og öflugri vinnings- leið en 37. Hxb7 þar sem eftir 37. – Hd3 38. Da1 e3 hefði svartur mjög góð praktísk færi fyrir manninn. 37. Kxg6 38. Dxe4+ Df5 39. Dxf5+ Kxf5 40. Hxb7 hvítur stend- ur nú til vinnings enda peð svarts á kóngsvæng dauðans matur. 40. – Hd3 41. Hc5 a4 42. Ha7 a3 43. d6+ Kg6 44. Hg5+ Kh6 45. Haa5 f5 46. Ha6 Hf6 47. Ha8 Hf7 48. Hh8+ Hh7 49. Hxh5+ Kxh5 50. Hxh7+ Kg6 51. Ha7 f4 52. g4 og svartur gafst upp. Reykjavíkurskákmótið hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla16.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa MEÐ MORGUNKAFFINU             Og hvað gerðist svo þegar indíánarnir voru búnir að um- kringja vagnalest- ina? Reykjavíkurmót í tvímenningi Reykjavíkurmót í tvímenningi fer fram helgina 13.–14. mars næstkom- andi. Spilafjöldi og spilaform ráðast af fjölda spilara. Spilatími er áform- aður frá klukkan 11–20 laugardaginn 13. mars og frá 11–17 sunnudaginn 14. mars. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson. Spila- gjald verður krónur 3.000 á spilara. Ástæða er til þess að vekja athygli á breyttu fyrirkomulagi keppninnar, en á þingi Bridssambands Íslands var ákveðið að fella niður undan- keppni Íslandsmóts í tvímenningi og spila þess í stað um kvóta í svæða- mótum landshlutanna. Kvóti Reykjavíkur verður 23 pör (af sam- tals 56 sem komast áfram í úrslita- keppni Íslandsmótsins sem fram fer helgina 30. apríl–2. maí). Nú geta pör ekki lengur áunnið sér þennan rétt með keppni í undankeppni Íslands- móts, heldur verða að ávinna sér réttinn í einhverju svæðamóti lands- hlutanna. Spilastaður í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi er Síðumúli 37. Skrán- ing í keppnina fer fram á vef BR, bridgefelag.is, vef BSÍ (bridge.is) eða á skráningarlistum að Síðumúla 37. Skráningarfrestur til hádegis föstudaginn 12. mars. Bridsfélag Hreyfils Hafinn er þriggja kvölda tvímenn- ingur þar sem tvö bestu kvöldin gilda til útreiknings. Þess vegna geta ný pör hafið keppni nk. mánudag í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þessi: Magni Ólafsson – Randver Steinsson 95 Einar Gunnarsson – Ágúst Benediktss. 94 Áki Ingvarsson – Þorsteinn Héðinsson 91 Skafti Björnsson – Jón Sigtryggsson 90 Bridskvöld nýliða Sunnudaginn 29. feb. spiluðu 7 pör tvímenning. Lokastaðan: Svandís Hauksd. – Ingibjörg Hauksd. 12 Ingimar Halldórss. – Ómar F. Ómarss. 11 Guðmundur Gestsson – Þórir Jóhannss. 8 Stefán Óskarsson – Jórunn Kristinsd. 6 Spilað er öll sunnudagskvöld í Síðumúla 37, 3. hæð og hefst spila- mennska kl. 19.30. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru vel- komnir. Umsjónarmaður er Sigur- björn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 14 borðum fimmtu- daginn 4. marz. Meðalskor 264. Beztum árangri náðu: NS Ásta Erlingsd. – Haukur Guðmundss. 329 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 309 Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 293 Leifur Jóhanness. – Aðalbjörn Bened. 289 AV Guðmundur Pálsson – Róbert Sigm. 340 Kristinn Guðm. – Guðmundur Magn. 315 Stefán Friðbjarnars. – Þóhallur Árnas. 292 Guðjón Ottóss. – Guðmundur Guðv. 290 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 1. mars. 2004 Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Ragnar Björnss. – Friðrik Hermannss. 251 Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 236 Geir Guðmundss. – Ægir Ferdinandss. 224 Árangur A-V: Hannes Ingibergss. – Sigurður Pálss. 261 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 249 Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímss. 245 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 4. mars. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Alda Hansen – Jón Lárusson 256 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 252 Jón Karlsson – Sigurður Karlsson 246 Árangur A-V: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 271 Eysteinn Einarss. – Kári Sigurjónss. 240 Hannes Ingibergss. – Sigurður Pálss. 225 Bridsfélag yngri spilara Miðvikudagskvöldið 3. mars var spilaður stórfiskaleikur hjá félaginu þar sem vanir spilarar úr Bridsfélagi Reykjavíkur mættu og kepptu með yngri spilurum. Þátttaka var með miklum ágætum og 17 pör spiluðu monrad-barómeterkeppni, 6 um- ferðir, 24 spil. Keppni var lengst af mjög spenn- andi um efstu sætin, en Ómar Freyr Ómarsson og Jörundur Þórðarson fengu mjög góða skor í síðustu um- ferðinni sem tryggði þeim öruggan sigur. Veitt voru bókaverðlaun til yngri spilaranna fyrir 3 efstu sætin, Græna bókin hans Guðmundar Páls Arnarssonar um Standard sagnkerf- ið. Lokastaða efstu para varð þann- ig: Ómar F. Ómarss. – Jörundur Þórðars. 49 Inda H. Björnsd. – Bjarni H. Einarss. 29 Halldóra Hjaltad. – Kristjana Steingr. 25 Hrafnhildur Ýr Matth. – Ljósbrá Bald. 24 Sigfús Einarss. – Sigurbjörn Haraldss. 20 Hjörtur Guðmundss. – Böðvar Magnúss. 10 Næsta keppni félagsins, 10. mars, verður væntanlega monrad-baróme- ter. Allir spilarar 30 ára og yngri eru hvattir til þess að mæta. Spilagjald er aðeins 200 á spilara. Eykt vann sveitakeppni BR Nú er aðalsveitakeppni Brids- félags Reykjavíkur lokið. Lokastað- an á efstu sveitunum: Eykt 199 SS 178 Tempra 177 Sveitin mín 176 Grant Thornton 169 Ferðaskrifstofa Vesturlands 168 ROCHE 168 Spilarar í sveit Eyktar eru: Að- alsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson. Næsta keppni er 5 kvölda aðaltví- menningur sem hefst hinn 9. mars og verður spilaður Barómeter, nema ef þátttaka verður óvenjulega mikil, þá verður fundið annað fyrirkomulag. Skrásetning er á www.bridgefelag.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 FASTEIGNIR mbl.is mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.