Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það dylst ekki lengur neinum að við erum á hraðferð inn í nýja „víkingaöld“. Borgarskjalasafnið á afmæli Ekkert lát á pappírsflóðinu BorgarskjalasafnReykjavíkur minn-ist 50 ára afmælis síns á þessu ári með marg- víslegum hætti. Nýlokið er fjölsóttri afmælisráð- stefnu í samvinnu við Sagnfræðingafélag Ís- lands og Sögufélag. Á henni fluttu nokkrir sagn- fræðingar fyrirlestra sem voru byggðir á skjölum Borgarskjalasafns. Að sögn Svanhildar Bogadótt- ur borgarskjalavarðar var ráðstefnan fyrsti viðburð- ur afmælisársins, en síðar á árinu er fyrirhuguð af- mælissýning og opnun nýrrar heimasíðu safnsins. Af þessu tilefni lagði Morgunblaðið nokkrar spurningar fyrir Svan- hildi. Segðu okkur fyrst aðeins for- sögu þessa safns, hvenær stofnað, af hverjum og hvernig var safnið í „þá daga“? „Eldhuginn Lárus Sigurbjörns- son hafði forgöngu um stofnun Skjalasafns Reykjavíkur og sam- þykkti bæjarstjórn Reykjavíkur 7. október 1954 að stofnað yrði Skjala- og minjasafn Reykjavíkur og var Lárus fyrsti skjalavörður- inn. Byrjað var á því að fá til baka frá Þjóðskjalaskjalasafni eldri skjöl bæjarins og að kalla inn eldri skjöl borgarstofnana. Gríð- arleg vinna var samfara skrán- ingu skjalanna og við að koma þeim í traustar umbúðir. Lárus var líklega einn fyrsti að- ilinn til þess að sinna skjalastjórn hér á landi og aðstoðaði stofnanir borgarinnar við að skipuleggja uppröðun skjala.“ Hvernig hefur safnið síðan þróast í stórum dráttum? „Áherslan fyrstu áratugina var á söfnun, varðveislu og skráningu skjala og á þann hátt að gera þau aðgengileg fyrir almenning. Það er þessu frumkvöðlastarfi að þakka að Borgarskjalasafnið er í dag svo heillegt sem raun ber vitni. Það var stórt skref fyrir safnið að komast loks í framtíðarhús- næði árið 1999 þegar það flutti í nýendurgert húsnæði í Grófar- húsi á Tryggvagötu 15. Þar hefur safnið fullkomnar geymslur, mun betri aðstöðu fyrir bæði starfs- menn og viðskiptavini og meiri möguleika á að kynna safnkost sinn. Síðustu árin hefur aukin áhersla verið lögð á að kynna skjalasafnið betur fyrir almenn- ingi, m.a. með útgáfu bókar, opn- um húsum, námskeiðum og fjöl- breyttum sýningum. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt á skjala- degi í fyrra að fara með stóra sýn- ingu í Kringluna og kynna safnið á þann hátt fyrir almenningi. Við höfum fundið fyrir því á síðustu árum að vitneskja almennings um safnið og þjónustu þess hefur auk- ist, sem sést bæði á niðurstöðum kannana og í aukinni aðsókn almennings að leita eftir skjölum.“ Hvað geymir Borg- arskjalasafn í dag? „Meginstofn Borg- arskjalasafns er skjöl frá stofnunum og fyr- irtækjum borgarinnar. Við sjáum ekkert lát á pappírsflóðinu og á hverju ári eykst magnið sem berst inn til okkar. Á síðasta ári komu um 400 hillumetrar af skjöl- um til okkar, en allt í allt er safnið um 5.000 hillumetrar að stærð. Borgarskjalasafnið varðveitir líka skjöl frá einstaklingum, fé- lögum og fyrirtækjum í Reykja- vík. Á síðasta ári vorum við með átak í að fá til varðveislu skjöl íþróttafélaga í Reykjavík og bar það góðan árangur.“ Hvers virði er skjalasafn af þessu tagi? „Í skjalasöfnunum eru meiri verðmæti en fólk gerir sér grein fyrir dags daglega. Skjalasöfnin eru spegilmynd af lífi okkar og sögu. Þau halda til haga heimild- um um þau verk sem unnin hafa verið af yfirvöldum, um ákvarð- anir sem hafa verið teknar, varð- veita heimildir um okkur sjálf og þann veruleika sem við búum og bjuggum við. Þau eru mikilvæg til að sanna tilvist okkar og réttindi, sem sést best á því að skjalasöfnin eru oft meðal þess fyrsta sem sig- urvegarar í styrjöldum taka her- fangi eða eyða. Mikilvægi skjala- safna vill stundum gleymast og ég veit ekki hvað ég hef oft fengið spurninguna af hverju sé verið að geyma allt þetta pappírsdrasl. En ég finn fyrir því að um leið og við kynnum betur safnið, til dæmis með sýningum, fer fólk að meta meira safnkostinn og að þessar heimildir séu varðveittar.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Kannski það mikilvægasta er að móta samræmdar reglur um skjalastjórn borgarstofnana, fylgj- ast með henni með skipulögðum hætti og finna leiðir til að tryggja varðveislu raf- rænna skjala. Þar ligg- ur sú ábyrgð á herðum okkur að finna leiðir til að tryggja að þær rafrænu upplýsingar sem verða til í dag, verði jafnaðgengilegar eftir hundrað eða tvö hundruð ár og pappírsskjölin. Mér finnst að starf okkar hafi aldrei verið fjöl- breyttara, skemmtilegra eða meira krefjandi en einmitt núna.“ Svanhildur Bogadóttir  Svanhildur Bogadóttir er fædd í í Reykjavík 27. nóvember 1962. Lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðideild Mennta- skólans í Kópavogi 1982, BA gráðu í sagnfræði og bók- menntafræði frá Háskóla Íslands 1985, MA gráðu í sagnfræði og lokaprófi í skjalafræðum frá New York University 1987, MBA gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármálastjórnun frá Haagse Hogeschool í Hollandi 2002. Svanhildur hefur starfað sem borgarskjalavörður frá árinu 1987. Börn hennar eru Jó- hanna Vigdís og Kristín Helga Ríkharðsdætur. Unnusti er Frið- rik Vignir Stefánsson. Móta sam- ræmdar reglur um skjala- stjórn borg- arstofnana HAFT er eftir Tomasi Malakausk- as, einum þriggja sakborninga í Neskaupstaðarmálinu, í yfir- heyrsluskýrslu sem DV birti í gær, að þeir Vaidas Jucivicius heitinn hafi skipulagt ferð hins síðar- nefnda hingað til lands í febrúar. Sakborningurinn segir að þeir Vaidas hafi byrjað að skipuleggja ferðina fyrir mörgum mánuðum. Hafi Vaidas greitt fyrir farmiðann sinn til Íslands. Tomas segist ekki hafa sent Vaidas neina peninga eða greitt fyrir ferð hans hingað til lands. Tomas segist halda að fíkniefnin, sem Vaidas var með innvortis, hafi Vaidas fengið í Litháen en hann viti ekki hvar þau hafi verið fram- leidd. Hann hafi hringt í Vaidas fyrir mörgum mánuðum síðan og beðið hann að koma með amfeta- mín til Íslands. Vaidas átti að fá 20% af söluverðmæti efnanna Vaidas hafi þá sagt honum að hann gæti útvegað hálft kíló af am- fetamíni. Þeir hafi þá talað um að Vaidas fengi í sinn hlut eitthvað um 20% af söluverðmætinu en það hafi þeir ætlað að að ræða betur síðar. Tomas segist sjálfur hafa ætlað að selja efnin og kannski einn meðsakborninga. Varðandi líkflutninginn til Neskaupstaðar segist Tomas hafa viljað að lík Vaidasar yrði grafið en ekki að það yrði flutt alla leið til Neskaupstað- ar. Einn meðsakborninga hafi komið með þá hugmynd að aka með líkið austur sökum þess að þar væri lítið um lögreglumenn og svæðið frekar afskekkt. Hafi Tom- as samþykkt þetta. Segist hafa skipulagt ferðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.