Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GÍSLI, íslenskur tónlistarmaður sem búsettur
er í Noregi, gaf út aðra plötu sína undir merkj-
um risans E.M.I. á mánudaginn var (í janúar
kom út þriggja laga plata þar sem „How about
that“ var aðallagið). Platan nýja er fjögurra
laga stuttskífa og heitir Passing Out. Hún
kemur út á vegum lítils merkis, At Large
Recordings, sem er í eigu E.M.I. og kom plat-
an út í Noregi í síðustu viku (At Large Record-
ings gaf einnig út þriggja laga plötuna). Tón-
listin er í ætt við skrýtipopp Becks en einnig
gætir áhrifa frá hipp-hoppi. Blöndunni er
haldið saman með flottum melódíum og stór-
skemmtilegum, grátbroslegum textum. „Þetta
er útvarpsvænt um leið og þetta er hæfilega
flippað,“ er haft eftir Gísla sjálfum í grein sem
birtist í Morgunblaðinu 3. október síðastliðinn.
Gísli er nú staddur í Bretlandi til að fylgja
plötunni eftir. Blaðamaður heyrði í honum þar
sem hann var að borða morgunmat í Brighton
og voru þá tvennir tónleikar að baki.
Til hamingju með plötuna …
„Já takk. Ég er ánægður með þetta. Það er
komið fullt af fínum dómum í Noregi og svo
tveir hér í Bretlandi.“
Hvers vegna kemur þetta út á litlu fyrirtæki
fyrst?
„Þegar E.M.I. byrjar með svona „litla“ lista-
menn er gjarnan byrjað á að gefa út á svona
litlu fyrirtæki. Þetta er einhver hernaðar-
áætlun hjá þeim. En síðan kemur smáskífan
og stóra platan út á E.M.I. (smáskífan heitir
„Straight to Hell“ og kemur út 31. maí. Stóra
platan kemur út 14. júní).“
En hvernig er að vinna með svona stóru fyr-
irtæki?
„Í raun kom það mér á óvart hversu áhuga-
samir allir eru hérna. Þetta er tekið trausta-
taki af þeim sem eru að vinna með mér. Þetta
er búið að ganga mjög vel.“
Ertu bara á kafi í þessu núna?
„Já. Ég er bara að vinna að tónlist núna
þannig að þetta gæti ekki verið betra. Ég er
með ferðatölvuna mína með mér og er að vinna
að plötu sem ég geri með norskri stelpu.“
Og er allt farið á fullt …
„Já. Þegar platan kom út hér í Bretlandi
setti E.M.I.-fólkið allt í gang. Maður verður á
fleygiferð út þetta árið og um þessar mundir
bý ég hvergi!“
Finnur þú fyrir pressu?
„Tja … þetta er tvíbent. Þetta er alveg of-
boðslega gaman og nú er ég að gera það sem
mig hefur dreymt um að gera lengi. En um
leið kemur ábyrgðin inn í þetta. Ég þarf að
skila því af mér sem ég var búinn að lofa og ég
verð að standa mig á tónleikunum.
Hvernig hafa tónleikarnir gengið til þessa?
„Ég spilaði á The Barfly í London hinn 22.,
það var troðfullt og stemningin frábær. Mug-
ison var líka að spila og það var gaman að hitta
Íslendinga.“
Gísli hefur verið bókaður á Glastonbury-
hátíðina í Bretlandi sem fram fer 26. til 27. júní
og segir hann að bókanir á fleiri hátíðir séu í
vinnslu, m.a. á Hróarskeldu.
Á dögunum kom svo grein um Gísla í hinu
virta breska blaði The Guardian þar sem hann
er kynntur til sögunnar sem rísandi stjarna og
m.a. kallaður hinn íslenski Beck. Þá valdi tón-
listartímaritið Q hann sem einn af tíu heitustu
listamönnum þessa árs á dögunum.
Gísli gefur út stuttskífuna Passing Out
Draumur í ábyrgð
Gísli tróð upp á síðustu Airwaves-hátíð.
www.gislimusic.tk
www.atlargerecordings.com
arnart@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason.
MONTY Python-myndin The life of
Brian verður tekin til sýningar í Los
Angeles, New York og fleiri banda-
rískum borgum í kjölfar velgengni
myndarinnar Píslarsögu Krists.
Myndin var gerð fyrir 25 árum og
fjallar um Brian sem er alla sína
ævi dýrkaður sem spámaður fyrir
misskilning. Hún var fordæmd fyrir
að fela í sér guðlast en Monty Pyt-
hon-gengið hélt því fram að hún
væri skopstæling á Biblíukvikmynd-
um og trúarlegri óbilgirni, frekar en
að hún gerði grín að kristinni trú
sem slíkri. Hjá dreifingaraðilanum
Rainbow segjast menn vonast til að
myndin verði „mótefni gegn móð-
ursýkinni sem verið hefur í kringum
mynd Mels [Gibsons]“ Píslarsögu
Krists.
Slagorð á borð við „Mel eða
Monty?“ og „Píslarsagan eða Pyth-
on?“ verða notuð til að auglýsa
myndina.
Horfð’ á björtu hliðarnar.
Monty
Python
gegn Píslar-
sögunni
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Frábær
gamanmynd frá
höfundi Meet the
Parents
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 7, 9 og 10.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10.
Sprenghlægileg gamanmynd þar
sem Ben Stiller og Owen Wilson
fara á kostum sem súperlöggur
á disco-tímabilinu!
l il
ill il
l
i í ili !
„Hreint út sagt frábær
skemmtun“
„Þetta er besta
myndin í bíó í dag“
Fréttablaðið
i
i í í í
l i
Sýnd kl. 8. B.i. 16.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.30 og 8.15. B.i. 16.
SV MBL
DV
Sýnd kl. 10.10.
Sean Penn
besti leikari
í aðalhlutverki
Tim Robbins
besti leikari
í aukahlutverki
Renée Zellweger
besta leikkona
í aukahlutverki
Sýnd kl. 5.40.
Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.
J.H.H
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
Sýnd kl. 10.30.
„Stórkostlegt
kvikmyndaverk“
HL. MBL
FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU
GAGNRÝNENDUM LANDSINS!
Skonrokk
„Bráðfyndin“
HJ. MBL
Ó.H.T. Rás2
„Hundrað
sinnum
fyndnari
en Ben Stiller
á besta degi.“
-VG. DV
„Ótrúlega áhrifarík.
Frumleg, fyndin og elskuleg.“
-BÖS, Fréttablaðið
-Roger Ebert
„Hreint út sagt frábær
skemmtun“
„Þetta er besta
myndin í bíó í dag“
Fréttablaðið
i
i í í í
l i
Bless Börn
Au revoir
les
enfants
Kynna