Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ég hóf nám í myndlist um
miðjan níunda áratug síðustu aldar,
fyrir tæpum tuttugu árum, var
myndlistin í ógurlegri kreppu. Það
var búið að gera allt áður, hvernig
átti að halda áfram? Þetta var tími
efnishyggju, póstmódernisma sem í
einföldu máli einkenndist af því að
blanda saman ýmsum stílum, tími
pólitískrar rétthugsunar sem fór út í
öfgar, a.m.k. í Bandaríkjunum.
Margt var í gangi en einhvern veg-
inn voru allir sammála um að þetta
væri hið versta mál. Ekki var mögu-
legt að skapa listaverk án þess að
taka listasöguna og ríkjandi ástand
með í reikninginn og það gat reynst
ansi snúið. Margir listamenn komu
fram sem gerðu listina sjálfa og ekki
síst framsetningu hennar að inntaki
verka sinna. Á tíma framhaldsnáms
míns í Hollandi og árin á eftir voru
„representation“ og „context“, fram-
setning listarinnar og samhengið
sem hún var sett fram ofarlega á
baugi í umræðunni og allnokkrir
unnu verk sín út frá þeim forsend-
um. Hugtök eins og sköpun, ein-
lægni og fegurð áttu ekki upp á pall-
borðið og voru álitin tilheyra liðinni
tíð. Vitrænt skyldi það vera (ein-
göngu) og í Hollandi voru litir eig-
inlega líka bannaðir. Helst átti að
nota svart, hvítt og grátt, annað var
einum of glannalegt og skrautlegt.
Þessi hugsunarháttur reyndist
mörgum listamanninum erfiður.
Sumum tókst þó að fella verk sín í
þennan farveg og vera á sama tíma
ljóðrænir, frjóir og skapandi í anda
belgíska listamannsins heitna, Marc-
el Broodthaers sem í verkum sínum
deildi á stöðu listar, framsetningu
hennar og listkerfið en var einnig
nítjándu aldar maður í dularfullum
og rómantískum ljóðum sínum. Aðr-
ir áttu í hreinustu vandræðum og
þótti listvegurinn vandrataður,
reyndu sífellt að skapa verk sem
tóku samtímann með í reikninginn
en tókst misjafnlega upp, áttu erfitt
með að fóta sig. Síðan voru þeir sem
fóru sína eigin leiðir, fóru út í skóg
og máluðu yndisfagra trjástofna,
máluðu fígúratíf málverk af leikni,
gleymdu sér við að rannsaka nýja
möguleika steinþrykks, þeir sem
reyndu ekki að skapa verk sem
breyttu listasögunni. Hvort tveggja
var auðvitað gott og gilt. Í listinni
velur hver og einn sína leið. Í dag
virðumst við að mestu laus við þessa
krepputilfinningu og kaldhæðnin og
fjarlægðin sem þóttu nauðsynleg á
námsárum mínum eru ekki lengur
keppikefli, en þó leyfileg eins og ann-
að. Enn sem fyrr þarf hver og einn
að fara sína eigin leið og hana er allt-
af erfitt að finna, ekki síst þegar allar
leiðir standa opnar og enginn einn
straumur ræður för. Á slíkum tíma
hlýtur að vera mikilvægara en
nokkru sinni fyrr að finna hvar
hjarta manns slær og halda sig í
þeim takti, ekki síður sem áhorfandi
en listamaður. Það er alltaf gleðilegt
að skoða sýningar listamanna sem
hafa augljóslega fundið sína leið.
Gildir þá einu hver hún er, á meðan
hún er fetuð af sannfæringu. Eins og
listakonan Rúna segir í sýningar-
skrá sinni er „ferðin löng, full eft-
irvæntingar og henni lýkur aldrei“.
Það er svo annað mál og lengra að
ákjósanlegt væri að sérhæfing sýn-
ingarsala á höfuðborgarsvæðinu
væri greinilegri, enn sem komið er
virðist einu gilda hvort um er að
ræða skrautmuni, handverk, hönnun
eða framsækna myndlist.
Hjartsláttur Síberíu og Íslands
Kjuregej Alexandra er upprunnin
í Síberíu en fluttist hingað til lands
árið 1966. Hún hefur verið nokkuð
iðin við að sýna myndverk sín, list-
rænar bútasaumsmyndir og mósaík-
verk og nú sýndi hún síðast 20 slík
verk í MÍR salnum við Vatnsstíg.
Kjuregej vinnur á mörkum lista og
handverks, skrautmuna og lista-
verka en skemmtilegast er að nálg-
ast verk hennar einfaldlega með
þeirri gleði, sorg, tilfinningum og
krafti sem svo greinilega kemur
fram í þeim. Kjuregej er náttúru-
barn og sækir jafnt til æskuslóða
sinna sem íslenskrar nátturu, en auk
þess verða hörmungar okkar daga,
hryðjuverk, henni efniviður. Bestu
verk hennar eru að mínu mati þau
fígúratívu og ekki síst þar sem gætir
áhrifa frá uppruna hennar. Verk
hennar sýna svo glögglega þá orku,
ánægju og gleði sem í þau er lögð að
þau hljóta að vera hverjum manni
innblástur í daglega lífinu.
Mæðgur í Hafnarborg
Rúna er flestum kunn og hefur
sýnt verk sín margoft í gegnum tíð-
ina við góðar undirtektir. Hún sýnir
nú fjölda mynda sem unnar eru á
handunninn pappír sem og málaðar
steinflísar. Myndirnar eru ekki sér-
lega nútímalegar og stundum nær
skrautmunum en frumlegum lista-
verkum en það kemur ekki að sök,
gildi þeirra liggur á öðru sviði. Papp-
írsverkin vekja upp tilfinningu fyrir
bláum nóttum, köldum dögum eða
heitum sumarkvöldum, ekki laust við
að manni finnist vera horft í gegnum
glugga, sum minna líka á steinda
glerglugga. Í þeim birtist tilfinning
fyrir náttúrunni og birtunni innan
borgarinnar sem og sýn til fjalla og
jökla. Steinflísarnar eru að sama
skapi fallegar og fígúrurnar búa yfir
mýkt og ljóðrænu.
Ragnheiður Gestsdóttir sýnir
fjölda myndlýsinga frá þremur síð-
ustu áratugum. Sterkur heildarsvip-
ur er yfir verkum hennar og mynd-
irnar undantekningarlaust fallegar,
vel upp byggðar og unnar af hug-
kvæmni og tilfinningu. Það er yfir
þeim ævintýrablær og sami hugljúfi
andinn sem ég finn einnig fyrir í fí-
gúrum Rúnu á steinflísunum þó að
ekki líkist verkin mjög á ytra borði.
Myndmál Ragnheiðar er einfalt og
áferðarfallegt, myndbygging skýr og
hún er sýnilega vel að sér í listasög-
unni. Henni tekst vel upp með litla
fleti og endurtekningar sem og
skrautlegar myndir eins og t.d.
Undrið sem unnið var fyrir Náms-
gagnastofnun. Þetta er skemmtileg
sýning sem ber hæfileikraríkri lista-
konu vitni.
Skipsfarmur frá Danmörku
Á efri hæð Hafnarborgar er sýn-
ingin Skibet er ladet med… Þessi tit-
ill er ekki mjög heppilegur, hann
minnir mann á einokun danskra
kaupmanna áður fyrr sem auðvitað
kemur þessari sýningu ekkert við.
Um er að ræða norrænt samstarf en
sýningin kemur hingað frá Færeyj-
um og fer síðan til Akureyrar. Lista-
skipti eiga sér stað síðar þegar átta
færeyskir listamenn sýna í dansk-
þýska landamærahéraðinu Suður-
Slésvík og síðan þrír íslenskir. Sam-
starf hefur einnig verið milli fær-
eyskra og íslenskra rithöfunda.
Þetta er allt af hinu góða, samskipti
efla menningartengsl, opna hugann
og auka víðsýni. Listamennirnir átta
sem nú sýna eru af báðum kynjum,
tvær konur og sex karlmenn. Sjö
þeirra eru í kringum fimmtugsaldur
en ein nokkuð yngri, eða um þrítugt.
Þetta eru sex málarar, einn mynd-
höggvari og unga konan gerir inn-
setningar. Það er lítið sem kemur á
óvart eða vekur sérstaka athygli eða
forvitni á þessari sýningu. Málarinn
Jes Schröder sækir myndefni sitt í
fegurð náttúrunnar og birta verka
hans minnir á lýsandi birtu Skaga-
málaranna, myndir Viggo Börhnsen-
Jensen eru sérstakar hvað varðar
litanotkun og minna á verk impress-
ionistanna. Efnisnotkun Hans Lem-
brecht Madsen tengist náttúrunni á
fínlegan hátt. Ég gæti trúað því að
hver um sig væru listamennirnir
áhugaverðari en virðist af þessari
sýningu, hér er heildin ekki sterkari
en hinir mismunandi þættir hennar
nema síður sé.
Leyndardómar
sköpunar-
gleðinnar
Mýkt og ljóðræna einkenna verk Rúnu.
Listavel unnar myndskreytingar á
sýningu Ragnheiðar í Hafnarborg.
Kraftur í verkum Kjuregej
Alexöndru í MÍR-salnum.
MYNDLIST
MÍR-salurinn
KJUREGEJ ALEXANDRA ARGUNOVA
Sýningunni lauk 21. mars.
Hafnarborg
RÚNA (SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR),
RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR
SAMSÝNING ÁTTA LISTAMANNA FRÁ
SUÐUR-JÓTLANDI OG SUÐUR-SLÉSVÍK
Til 12. apríl. Hafnarborg er opin frá kl.
11–17 alla daga nema þriðjudaga.
Ragna Sigurðardóttir
Í farmi danska skipsins kennir ýmissa grasa.
ÚR Uppstyttum Davíðs A. Stef-
ánssonar spretta grös og lækninga-
jurtir, og jörðin grænkar í dögginni
meðan regnið safnar kröftum í nýj-
ar skúrir. Þetta
eru eins konar
Whitman-ljóð
fyrir nýaldar-
sinnaða 21. aldar
hippa (sem skera
sig frá 20. aldar
hippum þannig
að þeir reykja
ekki og baða sig
reglulega). Hér
er áherslan lögð
á að benda les-
endum á að grænt sé á völlunum –
og þótt við höfum kannski allir vitað
það fyrir er það afskaplega fallega
gert af Davíð að minna okkur á það.
Angan náttúrunnar stígur upp á
móti lesandanum strax og bókin er
opnuð, lyktin af blautu grasi og
barnsrössum, og maður fær það á
tilfinninguna að þessi hugsunarhátt-
ur, þetta sakleysi, sé í raun löngu
horfið. Að lesa Uppstyttur árið 2004
er dálítið eins og að rekast á Adam
og Evu (í laufinu einu saman) á rölti
niður Laugaveginn í leit að eplum.
Fagurfræði bókarinnar er nefnilega
dálítið gamaldags, og það er að
mörgu leyti hennar stærsti kostur.
Hún tilbiður hið rólega, yfirvegaða,
átakalausa – bendir á að meira að
segja átökin eru ekkert til að
stressa sig yfir, þau koma í árstíð-
um:
Með vorinu hverfur kvíðinn
[…]
Með haustinu
haustar
á ný
(Upphaf og endir ljóðsins Leitin
fer fram á leiðinni bls. 65.)
Bjartsýni Uppstytta er allt að því
skefjalaus, og jarðlífið upphafið
næstum takmarkalaust. „Því við vit-
um betur en svo/ að taka púkann al-
varlega // hann leikur sér eins og
barn // spark hans er ekki illa
meint.“ (Bls. 32.) Þessa heimspeki
tengi ég fyrst og síðast við Walt
Whitman, og kannski að einhverju
leyti Jack Kerouac. Þó vantar svo-
lítið upp á þyngdina hjá Davíð. (Er
dónaskapur af mér að bera hann
saman við Kerouac og Whitman?
Ég get ekki annað, þekki ekki aðra
ættingja …)
Davíð elskar ljóð, svo mikið er
víst. Hann nálgast þau af varfærni
og virðingu. En það vantar skepn-
una í Davíð. Hann er hreinlega of
indæll, of saklaus. Whitman og
Kerouac sóttu báðir sinn tilfinn-
ingaþunga í sama brunn: Kynhvöt-
ina. Nú er ég ekki endilega að segja
að Davíð þurfi að fara að skrifa um
kynlíf. Ég held að Norman Mailer
hafi sagt það best (við lítinn fögnuð
(eða skilning) femínista) þegar hann
sagði að til að skrifa góðar bækur
þyrfti maður að hafa stórar hreðjar.
Það vantar undirdjúpin í Upp-
styttur, vantar tilfinningu fyrir því
að heimurinn sé ekki einsleitur,
ekki bara jákvæður, að það sé ekki
bara hægt að taka Pollýönnu-rökin
á öll vandamál og brosa þau á brott,
eða sitja þau af sér. Þessi nátt-
úruangan bókarinnar, þessi einfalda
og fallega viska tiplar bara á tánum
á yfirborði vatnsins, gárar í það fal-
lega hringi en það er eins og hún
þori ekki niður í undirdjúpin, þori
ekki að kanna, ögra, litast um í eig-
in innviðum og koma verunum í
kringum sig á hreyfingu. Og hug-
leysið verður pirrandi, þyngdar-
skorturinn sligar mann, sérstaklega
í ljósi þess hversu fær Davíð er í að
fleyta kellingar – en þessi færni í
yfirborðslistum fær mann bara til
að vilja enn frekar að skáldið skutli
einu og einu ljóði beinustu leið í
skoðunarferð niður á hafsbotn, leyfi
því að sökkva. Það vantar að Davíð
taki meiri áhættu, hætti sér út fyrir
þetta örugga form „ljóðsins“.
Annað sem Davíð hefði nefnilega
mátt læra af Kerouac og Whitman
er að skrifa ekki inn í hið staðlaða
form. Form ljóðanna í Uppstyttum
er þetta klassíska íslenska (sem er
að verða strangara staðalform en
fjórtaktur í popptónlist), þessi
knappa (smágerða) hugsun, stuttu
línur og lokandi niðurlög (næstum
því punchline). Þetta er einhver
þægð sem fer skáldum illa, skáld
eiga ekki að virða feður sína og
mæður, og þeim er best að taka
blessaða hefðina, skera hana niður í
beitu, halda til veiða og koma ekki
aftur til lands öðruvísi en með
ferskan afla. Það þýðir ekki að
pækla ljóð eða súrsa þau. Þau
skemmast bara.
Ég væri þó ekki sanngjarn ef ég
segði ekki frá því að í bókinni er eitt
ljóð sem fer út fyrir þennan bjarta
heim, eitt ljóð sem hreyfði við mér
(en hreif mig ekki bara, þau voru
vissulega mörg sem hrifu mig, enda
ljóðin mörg afskaplega falleg). Mér
satt að segja dauðbrá að rekast á
svona andskota, í jafn kurteisri bók.
Er ekki ágætt að enda dóminn á
upptakti frá skáldinu sjálfu? Ljóðið
heitir Áhrif:
Þessi hríðskotabyssa
er hlaðin fingraförum
ég drita hríðinni
úr henni
á allt og alla
sem ég hitti
í von um að borin verði kennsl á mig.
Lífsýni úr döggvotum Fagraskógi
BÆKUR
Ljóð
eftir Davíð A. Stefánsson. Bókin er
72 bls. Útg. 2003.
UPPSTYTTUR
Eiríkur Örn Norðdahl
Davíð A.
Stefánsson