Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 33 BLÓMAVAL hefur opnað markað með blóm á lækkuðu verði, svokall- að Blómaport, sem opið er á fimmtudögum og föstudögum. Kristinn Einarsson, framkvæmda- stjóri Blómavals, segir að hug- myndin hafi komið upp í samtölum við blómaframleiðendur. „Við höf- um velt því fyrir okkur hvernig við eigum að fá Íslendinga til þess að kaupa meira af blómum handa sjálfum sér. Við kaupum blóm fyrst og fremst til þess að gefa þau og erum nokkuð dugleg við það í sam- anburði við aðrar þjóðir. Blóm eru sterk sem gjafavara hérlendis og við hikum ekki við að gefa þau við brúðkaup, skírnir, fæðingu barna, afmæli og í samúðarskyni. Þá er mikið blómahaf hjá fólki og engum virðist þykja dýrt að gefa blóm. Á hinn bóginn virðist sem Íslending- um þyki dýrt að splæsa á sig heim- ilisblómum,“ segir hann. Umframframleiðsla Töluverð umframframleiðsla er á blómum og segir Kristinn þennan möguleika leið til þess að hjálpa framleiðendum til þess að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. „Þeir sem eiga blóm eiga aðgang að okkur og það sem sett er í Blómaportið er á verulega lækkuðu verði. Þarna gildir lögmálið um framboð og eftirspurn og í Blóma- portið fer bara það sem mikið er til af og við náum að lækka þannig að neytendum þyki verðið viðráðan- legt.“ Sem dæmi um tilboð nefnir Kristinn tíu 40 sentímetra rósir á 999 krónur og tuttugu 50 sentí- metra rósir á 1.999 krónur, en al- gengt verð á einni rós er 350–495 krónur. „En hér er ekki um sambærilega vöru að ræða og því ekki hægt að segja að fólk kaupi tíu rósir og spari 3.000 krónur, það væri ekki sanngjarnt. Þarna er um að ræða styttri rósir í neytendapakkningum sem henta vel í vasa á heimilinu,“ segir hann. Blómaportið er fremst á Græna torginu þar sem grænmeti og heilsuvörur eru á boðstólum og eru blómin í fötum á gamaldags götu- vögnum með stórum hjólum. „Við fyllum vagnana á fimmtu- dagsmorgnum og bætum á þá allt fram á föstudagskvöld en þá reyn- um við að selja allt upp. Þetta hef- ur gengið frábærlega og undirtekt- irnar verið ótrúlega góðar.“ Kristinn telur að 6–700 við- skiptavinir nýti sér þjónustu Blómaportsins þessa tvo daga. „Þetta er hrein viðbót að okkar mati og við merkjum ekki að hún taki frá annarri blómasölu,“ segir hann. Rósir hafa verið mest áberandi á blómamarkaði Blómavals undan- farnar vikur og á næstunni verður hægt að fá krýsa á lækkuðu verði, sem og liljur, nellikur, gerberur og jafnvel túlípana. Túlípanatíska „Mín von er sú að framleiðendur byrji að stíla upp á þetta og rækta sérstakar tegundir sem hagkvæmt er að selja á þessum vettvangi, þannig að við náum upp almenni- legum neytendamarkaði. Í svona köldu og dimmu landi á fólk að geta leyft sér að fara heim með blómvönd á föstudögum,“ segir Kristinn. Túlípanar eru mikið tískublóm um þessar mundir. „Túlípanar í glervösum eru mikið í tísku, senni- lega er það einfaldleikinn í forminu sem höfðar til fólks. Ég vil líka meina að það að túlípanarnir eru árstíðablóm hafi sitt að segja. Þeir koma fyrst á markað viku fyrir jól og þeir síðustu um páska. Síðan sér maður þá ekki aftur fyrr en í des- ember. Þetta er kannski partur af því hvað þeir ná sér mikið á strik meðan þeir eru til. Það eru margir sem kaupa miklu frekar túlípana yfir veturinn en rósir.“ Blómaport með heimil- isvendi á lækkuðu verði Heimilisvendir í blómaporti. SMS tónar og tákn NOA NOA UNDRAILMURINN • Með Noa 50 ml ilmi fylgir body lotion 50 ml og flott taska úr gallaefni (sjá mynd) • Með Noa Fleur 30 ml ilmi fylgir falleg snyrtibudda úr gallaefni • Með Gloria 50 ml ilmi fylgir Body Mist 40 ml og flott taska úr gallaefni Útsölustaðir cacharel um allt land. Glæsileg tilboð á þessum vinsælu ilmum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.