Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 84 . TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fastráðning flautuleikara Hafði ekki fast lifibrauð, en er nú hjá Metropolitan | Listir 29 Viðskipti | Ánægðir viðskiptavinir  Baráttan um BTC  Fjármálahverfi  Stjórnarhættir  Þjálfun  Svipmynd  Innherji  Úr verinu | Aukn- ing í sölu ferskfisks  Vetrarvertíðin  Menntun sjómanna FIMM ára langri rannsókn á viðskiptaháttum bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Micro- soft í Evrópu lauk í gær með þeim úrskurði, að það skyldi greiða nærri 44 milljarða ísl. kr. sekt fyrir að hafa misnotað raunverulega einokunaraðstöðu sína. Í Evrópusambandinu, ESB, er um að ræða tímamótadóm og er sektargreiðslan sú hæsta, sem þar hefur verið ákveðin. Var fyr- irtækið meðal annars fundið sekt um að hafa drepið niður tækni- nýjungar annarra fyrirtækja með því að búa þær í sinn búning og tengja þær Windows-stýrikerf- inu. Gert að aðskilja forrit Hefur Microsoft verið gefinn 90 daga frestur til að skilja á milli Windows og Media Player- forritsins fyrir hljóð- og mynd- skrár og 120 daga til að veita öðrum fyrirtækjum upplýsingar svo þau geti framleitt vefþjóna, sem nota má með Windows. Talsmaður Microsoft fordæmdi niðurstöðuna í gær en talsmenn ýmissa annarra tölvu- og hug- búnaðarfyrirtækja fögnuðu hon- um. Milljarðasekt Microsoft Brussel. AFP.  Microsoft sektað/16 MARGIR þeirra sem fylgdust í gær með opin- berri minningarathöfn um hin 190 fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Madríd áttu bágt með að halda aftur af tárunum. Fólkið á mynd- inni fylgdist með athöfninni á stórum skjá á miðbæjartorgi í spænsku höfuðborginni, en hún fór fram í Almudena-dómkirkjunni að við- staddri konungsfjölskyldunni og fjölda er- lendra tignargesta, auk aðstandenda hinna látnu. Fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar var Geir H. Haarde fjármálaráðherra við- staddur athöfnina./34 Reuters Harmur við minningarathöfn í Madríd PAUL Bremer, æðsti fulltrúi Bandaríkja- stjórnar í Írak, lýsti því í gær hvernig til stendur að framselja völdin í landinu í hendur nýrra ráðuneyta heimamanna. Í ávarpi, sem sjónvarpað var beint, tilkynnti Bremer um áform um stofn- un varnarmála- ráðuneytis, sjálfstæðs ljós- vakafjölmiðla- kerfis og um það hvernig setulið- ið hyggst mæta óskum margra Íraka um bætt ástand öryggis- mála, þar með talið hvernig barizt skyldi gegn spillingu, áður en kemur til formlegs valdaafsals í hendur bráða- birgðastjórnar Íraka hinn 30. júní næst- komandi. „Það er mikið eftir ógert næstu 100 dag- ana en í dag ættum við að íhuga það sem þegar hefur áunnizt,“ sagði Bremer í upp- hafi ávarps síns, að viðstöddum forystu- mönnum úr röðum Íraka og öðrum áhrifa- mönnum. „Til að tryggja að Írak hafi þær stofnanir sem nauðsynlegar eru til að þetta megi tak- ast mun ég formlega stofna nýtt varnar- málaráðuneyti Íraks og Þjóðaröryggisráð á ríkisstjórnarstigi síðar í þessari viku,“ til- kynnti hann. Þessar nýju írösku stofnanir myndu þegar í stað hefja samstarf við bráðabirgðayfirvöld hernámsveldanna við að reyna að bæta ástand öryggismála í landinu. Árásir halda áfram Annars gerðist það í Írak í gær að fimm manns létu lífið í árásum og tveir banda- rískir hermenn særðust í bænum Fallujah. Sprengju var skotið að hóteli í Bagdad og var sú árás talin hafa beinzt gegn útlend- ingum og ætlað að setja valdaframsalsáætl- un Bremers úr skorðum. Paul Bremer talar í Bagdad í gær. Áfangar að valda- framsali til Íraka Íraskt varnarmálaráðu- neyti stofnað í vikunni Bagdad. AFP, AP. Reuters BRETAR íhuga nú að taka upp svæðisbundna fiskveiðistjórnun sem byggist á úthlutun aflahlut- deildar, sem verður framseljanleg eins og á Íslandi, Nýja-Sjálandi og í Hollandi. Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra segir umræðuna í Bretlandi athyglisverða en þykir ólíklegt að þar verði tekið upp kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum. „Ég er hræddur um að þessar hugmyndir verði mjög umdeildar. Mér þykir líklegt að menn óttist að gera svona grundvallarbreytingar því sjávarútvegurinn innan ESB er að svo litlu leyti rekinn sem atvinnu- grein sem lýtur markaðslögmálum eða markaðsskipulagi. Útvegurinn er svo gríðarlega tengdur byggða- stefnu og byggðapólitík og sameig- inlega fiskveiðistefnan gerir það að verkum að allar aðildarþjóðirnar hafa aðgang að auðlind hver ann- arrar. Þess vegna held ég að búast megi við mikilli andstöðu við kerfi sem byggist á framseljanlegum aflaheimildum, sem leiðir til þess að Spánverjar, til dæmis, gætu keypt upp heimildir sem nú tilheyra brezkum útgerðum,“ segir Árni. Rússar eru að taka upp fiskveiði- stjórnun, sem byggist á framseljan- legum aflaheimildum, Bandaríkja- menn gera það í auknum mæli og margar fleiri þjóðir eru að kanna þá leið. Árni segir að gífurlega mikið af fyrirspurnum og óskum um upplýs- ingar um fiskveiðistjórnun berist ráðuneytinu. Bretar kynna kvótakerfi að ís- lenzkri fyrirmynd  Bretar/C1 HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur og féllst ekki á kröfu Rík- islögreglustjóra um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremenningun- um sem grunaðir eru um aðild að líkfundarmálinu. Losnuðu þeir Grétar Sigurðsson, Jónas Ingi Ragnarsson og Litháinn Tomas Malakauskas úr gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni um sexleytið í gær en Malakauskas var dæmdur í far- bann til 30. apríl næstkomandi. Lögreglan hafði gert kröfu um áframhaldandi varðhald yfir mönn- unum til 30. apríl. Var það talið nauðsynlegt vegna almannahags- muna þar sem ætla mætti að mennirnir ættu yfir höfði sér þunga dóma. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki þyki næg efni til að beita varð- haldi með stoð í 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála. Meint brot um fíkniefnainnflutning eitt og sér sé ekki þess efnis að varðhaldi verði beitt með vísun í fyrrnefnda lagagrein. Önnur meint brot geti ekki varðað þyngri refs- ingu en fangelsi í tvö ár. Er því úr- skurður héraðsdóms felldur úr gildi af Hæstarétti. Torveldar ekki rannsókn Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn og stjórnandi rann- sóknar á líkfundarmálinu, segir að niðurstaða Hæstaréttar eigi ekki að torvelda rannsóknina. Rann- sóknarhagsmunir hafi ekki krafist frekara varðhalds heldur almanna- hagsmunir að mati lögreglu. Litháinn dæmd- ur í farbann Þremenningarnir lausir úr varðhaldi  Lögregla skipuleggur/4 Viðskipti og Úr verinu í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.