Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 65 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Kl. 6. B.i. 14. KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. KRINGLAN kl. 8. B.i. 14 ára. KEFLAVÍK kl. 10. B.i. 14 ára. Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur á disco-tímabilinu! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.10, 8 og 10.10. Ísl texti. Ekki eiga við hattinn hans. Ekki eiga við hattinn hans. Kötturinn með hattinn Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. Kötturinn með hattinn Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. Ísl texti. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Ísl texti. „Hreint út sagt frábær skemmtun“ „Þetta er besta myndin í bíó í dag“ Fréttablaðið i i í í í l i Six geysirs & a bird heitirein af stærstu útgáfumnæsta mánaðar hjá út-gáfurisanum BMG í Þýskalandi. Flytjandinn er nýtt nafn á þýsk- um markaði sem útgefandinn og umboðsmaður sveitarinnar þar í landi binda miklar vonir við, hinir rammíslensku Stuðmenn. Sísí á frönsku Umrædd plata inniheldur fjór- tán Stuðmannalög, sem alþekkt eru á Íslandi, en eru nú kynnt í fyrsta sinn fyrir þýsku þjóðinni, flest í nýjum búningi. Átta þeirra eru með upprunalega íslenska textanum, þrjú með enskum text- um, tvö með þýskum textum og eitt með frönskum texta. Strax- lagið „Niður Laugaveg“ er þannig orðið að „Down the Avenue“, „Manst’ ekki eftir mér“ heitir á ensku „After all these years“, „Með allt á hreinu“ heitir á þýsku „Alles im Reinen“ og gamla Grýlu- lagið „Sísí“ heitir áfram bara „Sísí“ en yfir-Grýlan Ragnhildur syngur það nú á frönsku. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður eignar ungri þýskri konu allan heiðurinn af því að nú eftir 30 ára langan farsælan feril á Íslandi sé loksins verið að gefa Stuðmenn út á erlendri grundu. Sú heitir Claudia J. Koestler og er 26 ára gamall blaðamaður, rithöf- undur og nú umboðsmaður Stuð- manna í Þýskalandi. Hún hefur haft brennandi áhuga á Íslandi og íslenskri tónlistarmenningu, og þá sérstaklega Stuðmönnum, allt síð- an hún dvaldi hér á Íslandi við rit- störf um eins árs skeið síðla síð- asta áratugar. Jakob Frímann segir það alfarið hafa verið hennar framtak að koma tónlist þessarar uppáhaldshljómsveitar sinnar á framfæri við þýska útgefendur. Koestler kynntist fyrst Stuð- mönnum fyrir einskæra tilviljun, eða þegar hún komst yfir eintak af kvikmyndinni Með allt á hreinu. Segist hún hvorki hafa botnað upp né niður í myndinni í fyrstu og ekki skilið út á hvað þessi húmor gekk og ekki skilið hvers vegna myndin hafi verið svona vinsæl á Íslandi. En það hafi komið síðar, eftir að hún hafði fengið aukinn áhuga á íslenskri tónlist í gegnum starf sitt sem blaðamaður. „Ég var orðin leið á að fjalla alltaf um Björk, þegar íslenska tónlist bar á góma, og þóttist viss um að meira góðgæti væri að finna á þessari litlu eyju. Ég fékk í gegn að fara til Íslands í vettvangsferð og þá uppgötvaði ég galdurinn á bak við Stuðmenn og komst að því um leið að þessar íslensku sveitir sem hafa verið að gera það gott á erlendri grundu eru hreint ekki lýsandi dæmi um það sem er að gerast í ís- lenskri dægurtónlist. Ég heillaðist algjörlega af þeim krafti og gleði sem ríkir í þessari ekta íslensku dægurtónlist og sannfærðist um að hún ætti fullt erindi út fyrir land- steinana, þá sér í lagi Stuðmenn.“ Þýska pressan áhugasöm Þannig varð úr að Koestler hafði milligöngu um að Stuðmenn lékju á tónleikum í Þýskalandi fyrir nokkrum árum og glimrandi við- tökur heimamanna við þessu fram- andlega gleðipoppi hafi endanlega sannfært hana um að meira þyrfti að gera. „Ég fékk fjölda símtala eftir tónleikana og grein sem ég skrifaði um íslenska tónlist frá út- varpsstöðvum og almenningi með fyrirspurnum um hvar hægt væri að nálgast þessa tónlist á plötum.“ Þar kviknaði sú hugmynd hjá Koestler að gefa þyrfti út Stuð- menn í Þýskalandi og hún hóf að kynna þá fyrir útgefendum í góðu samráði við liðsmenn sveitarinnar. „Ég kynnti Stuðmenn fyrir út- gefendunum, rétt eins og ég hafði kynnst þeim sjálf, sem þessa rammíslensku og þróttmiklu gleði- gjafa. Eitthvað sem væri allt, allt öðruvísi en það sem er að gerast í tónlistarútgáfunni í Þýskalandi um þessar mundir. Og þeir stukku á þetta enda er þörfin fyrir eitthvað nýtt, hressilegt og ferskt meiri nú en oft áður, nú þegar efnahags- ástandið er svona bagalegt og nei- kvæðnin allsráðandi.“ Blanco Music, útgáfa sem er á mála hjá BMG-útgáfurisanum, gerði opinn samning við Stuðmenn um útgáfu áðurnefndrar plötu sem kemur út 20. apríl, og möguleika um fjórar plötur til. „Þetta er einn stærsti samn- ingur sem BMG hefur gert á árinu sem er til marks um hversu mikla trú þeir hafa á því að Stuðmenn eigi eftir að falla í góðan jarðveg í Þýskalandi,“ segir Koestler. „Þeir hafa líka þegar vakið áhuga þýsku pressunnar á þessari skrýtnu ís- lensku sveit og eru blaðamenn frá einum tíu fjölmiðlum væntanlegir til landsins til að taka viðtöl og verða viðstaddir tónleika sem fram fara á NASA á komandi föstudag.“ Royal Albert Hall á næsta ári Jakob Frímann segir þá Stuð- menn taka þessum síðbúna og óvænta áhuga í Þýskalandi með jafnaðargeði og góðum fyrirvara um hverjar viðtökurnar verða. Til að fylgja plötunni eftir stendur til að Stuðmenn leiki á allmörgum tónleikum um gervallt Þýskaland í sumar. Jakob Frímann segir þó þetta Þýskalandsævintýri ekki koma til með að trufla gerðina á væntanlegri Stuðmannamynd, Í takt við tímann, framhaldinu á Með allt á hreinu. Tónlistin sé að mestu klár og að tökur muni fara fram eins og stefnt hafði verið að í vor og sumar. Þá staðfesti Jakob Frímann í samtali við Morgunblaðið að Stuð- menn mundu leika á tónleikum í hinu virta tónleikahúsi Royal Al- bert Hall í Lundúnum 24. mars 2005. Þetta sögufræga hús tekur 5 þúsund gesti. Eitt þúsund af þeim sætum fer til áskrifenda þannig að um 4 þúsund fara í almenna sölu. Sala miða hefst eftir páska og ger- ir Jakob ráð fyrir að verðið á pakkanum, flugi og miða á tón- leikana, verði í kringum 15 þúsund krónur. Stuðmenn gjósa í Þýskalandi Gefa út plötu fyrir eina stærstu útgáfu í Evrópu Morgunblaðið/Sverrir Claudia J. Koestler hefur hafið öflugt Stuðmanna-trúboð í Þýskalandi. Morgunblaðið/Golli Stuðmenn syngja á íslensku, ensku, þýsku og frönsku fyrir Þjóðverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.