Morgunblaðið - 25.03.2004, Síða 65

Morgunblaðið - 25.03.2004, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 65 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Kl. 6. B.i. 14. KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. KRINGLAN kl. 8. B.i. 14 ára. KEFLAVÍK kl. 10. B.i. 14 ára. Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur á disco-tímabilinu! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.10, 8 og 10.10. Ísl texti. Ekki eiga við hattinn hans. Ekki eiga við hattinn hans. Kötturinn með hattinn Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. Kötturinn með hattinn Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. Ísl texti. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Ísl texti. „Hreint út sagt frábær skemmtun“ „Þetta er besta myndin í bíó í dag“ Fréttablaðið i i í í í l i Six geysirs & a bird heitirein af stærstu útgáfumnæsta mánaðar hjá út-gáfurisanum BMG í Þýskalandi. Flytjandinn er nýtt nafn á þýsk- um markaði sem útgefandinn og umboðsmaður sveitarinnar þar í landi binda miklar vonir við, hinir rammíslensku Stuðmenn. Sísí á frönsku Umrædd plata inniheldur fjór- tán Stuðmannalög, sem alþekkt eru á Íslandi, en eru nú kynnt í fyrsta sinn fyrir þýsku þjóðinni, flest í nýjum búningi. Átta þeirra eru með upprunalega íslenska textanum, þrjú með enskum text- um, tvö með þýskum textum og eitt með frönskum texta. Strax- lagið „Niður Laugaveg“ er þannig orðið að „Down the Avenue“, „Manst’ ekki eftir mér“ heitir á ensku „After all these years“, „Með allt á hreinu“ heitir á þýsku „Alles im Reinen“ og gamla Grýlu- lagið „Sísí“ heitir áfram bara „Sísí“ en yfir-Grýlan Ragnhildur syngur það nú á frönsku. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður eignar ungri þýskri konu allan heiðurinn af því að nú eftir 30 ára langan farsælan feril á Íslandi sé loksins verið að gefa Stuðmenn út á erlendri grundu. Sú heitir Claudia J. Koestler og er 26 ára gamall blaðamaður, rithöf- undur og nú umboðsmaður Stuð- manna í Þýskalandi. Hún hefur haft brennandi áhuga á Íslandi og íslenskri tónlistarmenningu, og þá sérstaklega Stuðmönnum, allt síð- an hún dvaldi hér á Íslandi við rit- störf um eins árs skeið síðla síð- asta áratugar. Jakob Frímann segir það alfarið hafa verið hennar framtak að koma tónlist þessarar uppáhaldshljómsveitar sinnar á framfæri við þýska útgefendur. Koestler kynntist fyrst Stuð- mönnum fyrir einskæra tilviljun, eða þegar hún komst yfir eintak af kvikmyndinni Með allt á hreinu. Segist hún hvorki hafa botnað upp né niður í myndinni í fyrstu og ekki skilið út á hvað þessi húmor gekk og ekki skilið hvers vegna myndin hafi verið svona vinsæl á Íslandi. En það hafi komið síðar, eftir að hún hafði fengið aukinn áhuga á íslenskri tónlist í gegnum starf sitt sem blaðamaður. „Ég var orðin leið á að fjalla alltaf um Björk, þegar íslenska tónlist bar á góma, og þóttist viss um að meira góðgæti væri að finna á þessari litlu eyju. Ég fékk í gegn að fara til Íslands í vettvangsferð og þá uppgötvaði ég galdurinn á bak við Stuðmenn og komst að því um leið að þessar íslensku sveitir sem hafa verið að gera það gott á erlendri grundu eru hreint ekki lýsandi dæmi um það sem er að gerast í ís- lenskri dægurtónlist. Ég heillaðist algjörlega af þeim krafti og gleði sem ríkir í þessari ekta íslensku dægurtónlist og sannfærðist um að hún ætti fullt erindi út fyrir land- steinana, þá sér í lagi Stuðmenn.“ Þýska pressan áhugasöm Þannig varð úr að Koestler hafði milligöngu um að Stuðmenn lékju á tónleikum í Þýskalandi fyrir nokkrum árum og glimrandi við- tökur heimamanna við þessu fram- andlega gleðipoppi hafi endanlega sannfært hana um að meira þyrfti að gera. „Ég fékk fjölda símtala eftir tónleikana og grein sem ég skrifaði um íslenska tónlist frá út- varpsstöðvum og almenningi með fyrirspurnum um hvar hægt væri að nálgast þessa tónlist á plötum.“ Þar kviknaði sú hugmynd hjá Koestler að gefa þyrfti út Stuð- menn í Þýskalandi og hún hóf að kynna þá fyrir útgefendum í góðu samráði við liðsmenn sveitarinnar. „Ég kynnti Stuðmenn fyrir út- gefendunum, rétt eins og ég hafði kynnst þeim sjálf, sem þessa rammíslensku og þróttmiklu gleði- gjafa. Eitthvað sem væri allt, allt öðruvísi en það sem er að gerast í tónlistarútgáfunni í Þýskalandi um þessar mundir. Og þeir stukku á þetta enda er þörfin fyrir eitthvað nýtt, hressilegt og ferskt meiri nú en oft áður, nú þegar efnahags- ástandið er svona bagalegt og nei- kvæðnin allsráðandi.“ Blanco Music, útgáfa sem er á mála hjá BMG-útgáfurisanum, gerði opinn samning við Stuðmenn um útgáfu áðurnefndrar plötu sem kemur út 20. apríl, og möguleika um fjórar plötur til. „Þetta er einn stærsti samn- ingur sem BMG hefur gert á árinu sem er til marks um hversu mikla trú þeir hafa á því að Stuðmenn eigi eftir að falla í góðan jarðveg í Þýskalandi,“ segir Koestler. „Þeir hafa líka þegar vakið áhuga þýsku pressunnar á þessari skrýtnu ís- lensku sveit og eru blaðamenn frá einum tíu fjölmiðlum væntanlegir til landsins til að taka viðtöl og verða viðstaddir tónleika sem fram fara á NASA á komandi föstudag.“ Royal Albert Hall á næsta ári Jakob Frímann segir þá Stuð- menn taka þessum síðbúna og óvænta áhuga í Þýskalandi með jafnaðargeði og góðum fyrirvara um hverjar viðtökurnar verða. Til að fylgja plötunni eftir stendur til að Stuðmenn leiki á allmörgum tónleikum um gervallt Þýskaland í sumar. Jakob Frímann segir þó þetta Þýskalandsævintýri ekki koma til með að trufla gerðina á væntanlegri Stuðmannamynd, Í takt við tímann, framhaldinu á Með allt á hreinu. Tónlistin sé að mestu klár og að tökur muni fara fram eins og stefnt hafði verið að í vor og sumar. Þá staðfesti Jakob Frímann í samtali við Morgunblaðið að Stuð- menn mundu leika á tónleikum í hinu virta tónleikahúsi Royal Al- bert Hall í Lundúnum 24. mars 2005. Þetta sögufræga hús tekur 5 þúsund gesti. Eitt þúsund af þeim sætum fer til áskrifenda þannig að um 4 þúsund fara í almenna sölu. Sala miða hefst eftir páska og ger- ir Jakob ráð fyrir að verðið á pakkanum, flugi og miða á tón- leikana, verði í kringum 15 þúsund krónur. Stuðmenn gjósa í Þýskalandi Gefa út plötu fyrir eina stærstu útgáfu í Evrópu Morgunblaðið/Sverrir Claudia J. Koestler hefur hafið öflugt Stuðmanna-trúboð í Þýskalandi. Morgunblaðið/Golli Stuðmenn syngja á íslensku, ensku, þýsku og frönsku fyrir Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.