Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 55
Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikil/l, hæfi- leikarík/ur og sjálfsörugg/ ur. Þú ert sannur vinur vina þinna. Þú þarft að læra eitt- hvað í einsemd þinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sólin og merkúr eru í merkinu þínu og það gerir þig örugga/n í samskiptum við aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft á aukinni hvíld að halda. Við höfum ekki óþrjót- andi orku heldur þurfum við að endurnýja hana annað slagið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt hafa þitt fram í ákveðnu máli. Það væri þó skynsamlegt að kanna jarð- veginn með því að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. Þann- ig geturðu best virkjað krafta annarra í þína þágu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú vekur aðdáun annarra þessa dagana án þess að þurfa að leggja nokkuð sérstakt á þig til þess. Taktu stolt/ur við hrósi og gættu þess að gera ekki lítið úr þér eða verkum þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert að velta fyrir þér til- gangi lífsins og mikilvægi góð- mennskunnar. Þér finnst lífið og tilveran fyrst og fremst snúast um það hvernig við komum fram og upplifum hvert andartak. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú vilt bæta þig og verða að betri manneskju. Þú getur bæði gert þetta með því að venja þig af slæmum ávönum og með því að temja þér góða siði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er ekki rétti tíminn til einveru. Reyndu að vinna sem mest með öðrum þessa dag- ana og leitaðu ráða hjá öllum sem geta hugsanlega veitt þér aðstoð og gefið þér góð ráð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt það til að vera öfgafull/ ur og sjá hlutina í svörtu og hvítu. Þetta gerir það líka að verkum að þú átt auðvelt með að leggja þig alla/n fram við það sem þú ert að gera. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður tími til að leita að nýju starfi. Þú nýtur þess einnig að vera með börnum og kenna þeim eitthvað nýtt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft á einveru að halda til að átta þig á hlutunum. Æsku- minningar og gömul fjöl- skyldumál sækja á huga þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt verja meiri tíma við skriftir og lestur á næstunni en þú gerir venjulega. Þú gætir líka farið í stutt ferða- lag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð spennandi fjáröfl- unarhugmyndir. Hikaðu ekki við að bera þær undir fólk sem þú treystir. Það er alltaf gott að heyra álit annarra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Frances Drake STJÖRNUSPÁ HRÚTUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 55 DAGBÓK SVEITASÆLA Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir, brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Léttfætt lömbin þekku leika mæðrum hjá, sæll úr sólskinsbrekku smalinn horfir á. Kveður lóu kliður, kyrrlát unir hjörð. Indæll er þinn friður, ó, mín fósturjörð. - - - Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 25. mars, er 85 ára frú Hekla Ásgrímsdóttir, Furulundi 15c, Akureyri. 80 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 27. mars nk. verður Kristjana El- ísabet Sigurðardóttir, Hlíð- arholti, áttræð. Af því tilefni býður hún og fjölskylda hennar ættingjum og vinum að gleðjast með sér á afmæl- isdaginn á Hótel Búðum frá kl. 14–17. Gjafir eru vinsam- legast afþakkaðar. EFTIR opnun á alkröfu og afmeldingu á móti sýnir stökk í þrjú grönd 25–26 hápunkta og jafna skipt- ingu. Þetta er óþjál byrjun, sem einkum kemur sér illa þegar svarhönd á fárveik spil og fjórlit í öðrum eða báðum hálitum – þá er óvíst nema betra sé að spila geimið þar. En hér er suð- ur í engum vanda: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁG9 ♥ÁKG ♦ÁD4 ♣ÁD42 Suður ♠10 ♥653 ♦K1086532 ♣65 Vestur Norður Austur Suður -- 2 lauf * Pass 2 tíglar * Pass 3 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Allir pass Stökkið í fimm tígla sýnir nákvæmlega þetta: langan lit, en veik spil. Með alla ásana og ÁD í trompinu hlýtur norður að lyfta í slemmu. Útspilið er hjartatía. Hvernig er best að spila? Sagnhafi á ellefu slagi og getur svínað fyrir þann tólfta bæði í hjarta og laufi. Og það er nóg að önnur svíningin heppnist. En betra er þó að sleppa báð- um svíningum og gefa slag á spaða! Norður ♠ÁG9 ♥ÁKG ♦ÁD4 ♣ÁD42 Vestur Austur ♠D7642 ♠K853 ♥1098 ♥D742 ♦G7 ♦9 ♣G97 ♣K1083 Suður ♠10 ♥653 ♦K1086532 ♣65 Sagnhafi tekur fyrsta slaginn á hjartaás og af- trompar vörnina. Spilar því næst spaðatíu og lætur hana fara yfir til austurs. Leggur svo upp. Það er sama hverju aust- ur spilar til baka; allt kost- ar slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 60 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 27. mars nk. verður sextugur Guð- mundur Sigurmonsson. Í tilefni þessa býður hann vin- um og vandamönnum til af- mælisfagnaðar laugardag- inn 27. mars í Félagsheimilinu Lýsuhóli. Skemmtidagskrá hefst kl. 20.00 og að loknu borðhaldi verður dansað til kl. 2.00. 1. c4 c5 2. Rc3 Rf6 3. g3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bg2 Rc7 6. Rf3 Rc6 7. O-O e5 8. d3 Be7 9. Rd2 Bd7 10. Rc4 f6 11. f4 b5 12. Re3 Hc8 13. Rcd5 Rxd5 14. Rxd5 O-O 15. e4 Be6 16. Be3 exf4 17. Rxf4 Dd7 18. Hc1 Re5 19. b3 Bg4 20. Dd2 Hfd8 21. Rd5 c4 22. dxc4 bxc4 23. Bd4 De6 24. Bxa7 Bc5+ 25. Bxc5 Hxc5 26. bxc4 Rxc4 27. Dd4 Hdc8 28. Hf4 Bh5 29. Bf1 De5 Staðan kom upp á Reykjavík- urskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Sigurður Páll Steindórsson (2218) hafði hvítt gegn norsku skákkonunni SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Sylviu Johnsen (2083). 30. Hxc4! Hxc4 31. Rxf6+! gxf6 32. Bxc4+ hvítur er nú tveim peðum yfir og með betri stöðu. 32...Kh8 33. Dd5 Bg6 34. Bb3 Dc3 35. De6 De3+ 36. Kg2 De2+ 37. Kh3 Hf8 38. De7 Dh5+ 39. Hh4 Bf5+ 40. exf5 Dxf5+ 41. Kg2 Hc8 42. Hf4 og svartur gafst upp. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Rammatilboð Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11:00-18:00 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13:00-18:00 Semalíusteinarammar í 5 litum á aðeins kr. 995 stk. Auðopnalegar krukkur Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Einar Snorri Magnússon, löggiltur sjúkranuddari, hefur hafið störf hjá Sjúkranuddstofu Eyglóar Langholtsvegi 17. Eftirfarandi meðferðir eru í boði: Sjúkranudd, sogæðameðferð, bandvefsnudd, acupressure og svæðanudd. Uppl. og tímapantanir - S. 553 6191 - www.eyglo.is FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali INGÓLFSSTRÆTI - TVÆR SAMÞYKKTAR ÍBÚÐIR OG ATVINNUHÚSNÆÐI Í KJALLARA Vorum að fá í sölu tvær samþykktar íbúðir á 1. og 2. hæð auk 108 fm atvinnuhús- næðis í kjallara á þessum eftirsótta stað. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herb. 90 fm hvor, báðar með sérinngangi, hátt til lofts. Sérlega rúmgóðar og bjartar íbúðir. Húsnæðið selst allt í einu lagi. Eignin er sýnd í samráði við Hákon á Gimli í síma 898 9396. Verð 37,5 millj. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. SÉRBÝLI Í 103 RVÍK HEIÐARGERÐI OG NÁGRENNI ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir sérbýli í ná- grenni við Hvassaleitisskóla. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 32,0 millj. Afhendingartími gæti verið ríf- legur. Áhugasamir vinsamlega hafið sam- band og ég mun fúslega veita nánari upp- lýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.