Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR Alþingi liggur nú að staðfesta samning við Norðmenn um síldveiðar, sem í öllum aðal- atriðum byggist á vondum samningi sem Halldór Ás- grímsson gerði árið 1996 og veitir Íslend- ingum aðeins 15,54% hlutdeild af norsk- íslenska stofninum. Utanríkisráðherra hefur nú bætt gráu ofan á svart með ný- legum yfirlýsingum á Alþingi þar sem gefið er undir fótinn með enn frekari eftirgjöf gagnvart Norð- mönnum upp á 3– 5.000 tonna síld- arkvóta. Þetta er frá- leitt og úr öllu samhengi við sögu- lega veiðireynslu Ís- lendinga. Frekari eft- irgjöf er sömuleiðis illskiljanleg í ljósi þess að árum saman hefur legið fyrir sú skoðun virtustu fræðimanna Noregs á sviði fiskifræða að orsökin að hruni stofnsins á sínum tíma var ekki veiðar Íslendinga á fullorðinni síld heldur fyrst og fremst gríðarleg rányrkja Norðmanna á síld- arseiðum og ungsíld. Þær veiðar væru einfaldlega álitnar glæpur í dag. Pólitískur fingurbrjótur Ég innti ráðherrann á Alþingi 24. febrúar eftir afstöðu hans til nýrra krafna Norðmanna. Í umræðunni lét ráðherrann svo um mælt varð- andi samskipti okkar og Norð- manna: „Það er ekki afsakanlegt að setja samskipti þeirra í uppnám út af nokkrum þúsundum tonna af síld.“ Þegar ég innti ráðherrann eftir því hvað hann ætti eiginlega við með þessum ummælum skýrði hann þau með svofelldum hætti: „Það sem ég átti við þegar ég talaði um nokkur þúsund tonn af síld er að ég tel, og ég skal endurtaka það, að t.d. 3–5.000 tonn af síld séu ekki af þeirri stærðargráðu að þau rétt- læti upplausn í samskiptum Íslands og Noregs. Hvaða efnahagslega stærð er það fyrir stórveldið Nor- eg?…Það skiptir meira að segja til- tölulega litlu máli fyrir Ísland sem er efnahagslega miklu minna.“ Tal af þessu tagi getur ekki þjón- að öðru en herða Norðmenn í kröf- um sínum um aukna hlutdeild á kostnað Íslendinga. Ummæli utan- ríkisráðherra voru því pólitískur fingurbrjótur sem veikir samnings- stöðu Íslendinga. Sögufölsun og seiðarányrkja Það er hrein fölsun á sögunni þegar Norðmenn halda fram að hrun stofnsins á sjöunda áratugnum megi rekja til rányrkju Íslendinga. Staðreyndin er sú, einsog fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað rökstutt, að hrun stofnsins má al- farið rekja til gífurlegrar rányrkju Norðmanna á smásíld sem veidd var til bræðslu. Þetta reyna norsk stjórnvöld jafnan að fela. Hitt ligg- ur þó fyrir, að árið 1980 birtu þrír norskir sérfræðingar fræðilega út- tekt á þróun veiða úr stofninum. Ein af meginniðurstöðum þeirra er: Veiðar Norðmanna á 0–2 ára síld leiddu til hruns norsk-íslenska stofnsins á seinni hluta sjöunda áratugarins. Á tímabilinu 1950–1965 nam ár- sveiðin af smásíldinni að jafnaði 250–300 þúsund tonnum. Darraðar- dansinn var slíkur upp úr 1965, rétt fyrir hrun norsk-íslenska stofns- ins, að árið 1967 öfluðu Norðmenn 550 þúsund tonna af smásíldinni, og 450 þúsund tonna árinu síðar. Norðmenn létu sér ekki nægja að veiða smásíld heldur stóðu fyrir ótrúlegri rányrkju á smáseiðum. Á hverju einasta ári á tímabilinu 1950–1965 veiddu Norðmenn um og yfir 100 þúsund tonn af síldarseiðum sem voru innan við 2 ára aldur. Sum árin var seiðadrápið reyndar miklu meira. Í byrjun sjötta áratugarins murkuðu þeir lífið úr 300 þúsund tonnum af slíkum smáseiðum og fast að 250 þúsund tonnum á fyrsta ári þess sjöunda. Til sam- anburðar má geta þess, að sama ár veiddu Íslendingar tölu- vert minna magn af fullorðinni síld úr stofninum. Af mörgum árgöng- um náðu aðeins örfá prósent að stálpast og verða hluti af hrygning- arstofninum. Rányrkjan keyrði um þverbak 1965, þegar aðeins 0,1 pró- sent náði hrygningaraldri. Í reynd voru árgangarnir frá 1965 og fram að hruninu svo murkaðir niður með látlausum veiðum að nýliðun í stór- síldarstofninn varð engin. Seiðin voru einfaldlega öll drepin áður. Álit norskra vísindamanna Árið 1980 birtu Norðmennirnir Olav Dragesund, Johannes Hamre og Öyvind Ulltang yfirlitsgrein um þróun og hrun norsk-íslenska síldarstofnsins. Þeir bakreiknuðu hvernig ýmsar leiðir til stjórnunar hefðu getað haft áhrif á þróun stofnsins.Þeir komust að því að ein leið bar af: Hún fólst einfaldlega í því að gera ráð fyrir því að veiðar á 0–2 ára síld hefðu verið bannaðar. Niðurstaða þeirra varð því eftir- farandi: „Eina takmörkunin sem þurfti til að koma í veg fyrir eyðingu stofnsins var að setja á árunum fyrir 1960 reglur um lágmarksstærð síldar í afla, sem vernduðu 0- og 1-árganginn.“ Á þeim grunni fundu þeir út, að hefði verið gripið til slíks banns í tíma þá hefði eftirfarandi gerst: (1) Hrygningarstofninn hefði orðið 6 milljónir tonna árið 1966 (hann komst aldrei svo hátt eftir 1960); (2) Veiðarnar hefðu náð 2 milljónum tonna strax árið 1965 og staðið í því út áratuginn; (3) Eftir það hefðu veiðarnar sveiflast á milli 1–2 milljóna tonna á ári, og líklega nær 2 milljónum tonna. Þessar staðreyndir sýna hversu fullkomlega óverjandi er að veita Norðmönnum aukna hlutdeild í norsk-íslenska stofninum. Í þessu ljósi er linkind utanríkisráðherra sem birtist í ummælum hans á Al- þingi 24 feb. sl. óskiljanleg. Umdeilt nýmæli Í samningunum árið 2003, sem nú liggja fyrir til staðfestingar, er eins Enga eftirgjöf gagnvart Norðmönnum Össur Skarphéðinsson skrifar um síldveiðisamninga við Norðmenn Össur Skarphéðinsson ’Norðmenn létusér ekki nægja að veiða smásíld heldur stóðu fyrir ótrúlegri rányrkju á smá- seiðum.‘ ÞÓTT iðulega sé fjallað um kyn- líf í fjölmiðlum hefur slík umræða ekki ver- ið mjög áberandi á síðum Morgunblaðs- ins. Hvað sem öðru líður er ljóst að kynlíf á stóran þátt í vellíð- an okkar. Það á meira að segja líka mik- ilvægan þátt í þjóðlíf- inu þar sem töluverð- um fjármunum er kostað til að hjálpa körlum og konum að ná settu markmiði ástar og kynlífs. Heilnæmi kynlífs Hinn 2. febrúar sl. til- einkaði Time Mag- azine ástinni stóran hluta blaðsins. Þar var m.a. rætt um að ástin og kynlífið tengdust órjúf- anlegum böndum og þess getið að flestir líkamshlutar þurfi að vera í lagi til þess að kynlíf geti átt sér stað. Þar koma til mörg boðefni og flókin frumustarfsemi. Kynlíf hefur áhrif á allan líkamann. Kynlíf er gott fyrir starfsemi hjartans og líkams- þyngd, þar sem við samlíf er jafn- vel brennt allt að 200 kalóríum á nokkrum mínútum. Fullyrt er að endorphin sé leyst út í auknum mæli og hafi þannig jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða. Jafnvel er bent á góð áhrif á ónæmiskerfið og sumir vilja ganga svo langt að segja að kynlíf geti dregið úr krabbameinsmyndun. Ef þetta allt er rétt, hlýtur kynlíf að vera af hinu góða. Hamingjusöm ást og kynlíf stuðla að aukinni lífslengd. Fólki vegnar betur í starfi og nær meiri árangri í daglegu amstri. Rannsóknir á kynlífi karla hafa verið framkvæmdar víða í heim- inum, þá bæði grunnrannsóknir og faraldsfræðilegar rannsóknir. Þekktust þessara rannsókna er Massachusetts male aging study þar sem 1.290 karl- menn á aldrinum 40– 70 ára voru þátttak- endur. Um 52% þess- ara karlmanna voru með ristruflanir af einhverju tagi, 10% með algjöra truflun, 25% með meðaltruflun og 17% með minni- háttar truflun. Ef tíðni ristruflana er svipuð á Íslandi og í Bandaríkjunum, má gera ráð fyrir að 10– 30 þús. íslenskir karl- menn eigi við einhver einkenni ristruflana að stríða. Faraldsfræðileg rannsókn var gerð á göngudeild syk- ursjúkra, Landspítala – háskólasjúkrahúsi, fyrir 3 árum. Að rann- sókninni stóðu Nína Björk Ásbjörnsdóttir lyfjafræðingur, Ástráður B. Hreið- arsson, Guðmundur Vikar Ein- arsson, Ari Jóhannesson og Sigríð- ur Jensdóttir. Rannsóknin náði til 203 sykursjúkra karlmanna á aldr- inum 30–75 ára. Alls reyndust 40% karla vera með sykursýki af teg- und I og 56% karla með sykursýki af tegund II reyndust hafa vægar til miklar ristruflanir. Undanfarin ár hafa ný lyf komið á markað og valdið byltingu í með- ferð ristruflana karla. Þeirra fræg- ast er lyfið Viagra sem kom fyrst á markað en síðan hafa komið önnur lyf, s.s. Cialis og Levitra. Rannsókn á kynlífsheilsu íslenskra karla 45–70 ára Ný þekking í lífeðlisfræði kynlífs og stinningar hefur leitt af sér ný lyf og vænta má fleiri nýjunga í framtíðinni, bæði hvað rannsóknir varðar og meðferð. Faralds- fræðirannsókn á kynlífsheilsu íslenskra karlmanna hefur aldrei verið framkvæmd. Þegar við stöndum meðal annars frammi fyrir því að notkun fyrrgreindra lyfja hefur aukist verulega og að áfram verði framfarir í meðferð, er afar mikilvægt að gera sér þá grein fyrir umfangi ristruflana ís- lenskra karla. Þess vegna hefur undirritaður ásamt Guðmundi Geirssyni þvagfæraskurðlækni, Gesti Þorgeirssyni hjartalækni og Óttari Guðmundssyni geðlækni, sem starfa á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi, ákveðið að gangast fyrir faraldsfræðilegri rannsókn á kynlífsheilsu karlmanna. Mikilvægt að allir svari! Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tíðni ristruflana karlmanna á aldrinum 45–75 ára og öðlast betri skilning á kynhegðun karl- manna. Farið verður með öll svör sem fullkomið trúnaðarmál og mun IMG Gallup annast framkvæmd rannsóknarinnar. Fengið hefur verið leyfi Vísindasiðanefndar og um leið tilkynnt til Persónuvernd- ar og þar með sýnt fram á að ekki verður á nokkurn hátt unnt að rekja svör til einstakra þátttak- enda. Tekið verður 3.000 manna úrtak úr þjóðskrá, sem sam- anstendur af karlmönnum á aldrinum 45–75 ára, búsettum á öllu landinu. Þeir fá sendan spurningalista í pósti, auk fylgi- bréfs, um tilgang könnunarinnar og ástæðu þess að tilefni þykir til að framkvæma könnunina. Mik- ilvægt er að allir karlmenn svari þessu, einnig þeir sem ekki telja sig hafa einkenni ristruflana. Erf- itt er að segja til um hver þarf að takast á við þennan vanda síðar á lífsleiðinni. Við viljum þakka styrktaraðilum sem hafa gert framkvæmd þess- arar könnunar mögulega. Við hvetjum karlmenn, sem eiga eftir að fá fyrrgreinda spurn- ingalista í pósti, til að taka sér 10– 20 mínútur og svara fyrrgreindum spurningum til þess að niðurstaða rannsóknarinnar verði sem örugg- ust. Kynlífsheilsa íslenskra karlmanna Guðmundur Vikar Einarsson skrifar um rannsókn á kynlífsheilsu ’…ekki verður ánokkurn hátt unnt að rekja svör til ein- stakra þátttak- enda.‘ Guðmundur Vikar Einarsson Höfundur er þvagfæraskurðlæknir. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.