Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurPálmason fædd- ist á Oddsstöðum í Dalasýslu 11. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Pálmi Skarphéðins- son bóndi á Odds- stöðum í Dalasýslu, síðar búsettur í Reykjavík, f. 28. okt. 1897, d. 23. júlí 1964, og kona hans Guð- rún Guðmundsdótt- ir, f. 15. okt. 1901, d. 2. febrúar 1977. Bræður Guðmundar eru Skarphéðinn menntaskólakenn- ari, f. 7. júní 1927, og Ólafur safn- vörður, f. 10. ágúst 1934. Guðmundur kvæntist 21. júlí 1956 Ólöfu B. Jónsdóttur sjúkra- liða, f. 24. sept. 1930 á Teyginga- læk í V-Skaftafellssýslu. Foreldr- ar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Teygingalæk, f. 25. júní 1884, d. 21. okt. 1961, og kona hans Guð- ríður Auðunsdóttir, f. 31. ágúst 1887, d. 31. janúar 1975. Synir Guðmundar og Ólafar eru: 1) Magnús Atli kerfisfræðingur, f. 13. júlí 1958, kona hans er Guðrún Torfhildur Gísladóttir borgarbók- ari. Börn þeirra eru Guðmundur Óli og Íris Dröfn. Guðrún átti fyrir Gísla Rúnar og Sigríði Hrönn; 2) Jón Pálmi viðskiptafræðingur, f. 2. maí 1961, kona hans er Þórhild- ur Lilja Ólafsdóttir lögfræðingur. starfi forstöðumanns tók hann að sér að rita bók um jarðhita á Ís- landi og þróun hans. Mun þetta rit sem ber nafnið Jarðhitinn koma út hjá Hinu íslenska bókmennta- félagi í vor. Guðmundur gegndi fjölda trún- aðarstarfa bæði hérlendis og er- lendis. Hann var m.a. í stjórn Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar, formaður alþjóðlegs vinnuhóps um rannsóknir á sprungu- og gliðnunarbeltum jarðar, formaður hafsbotnsnefndar iðnaðarráðu- neytisins, í úthlutunarnefnd rann- sóknarstyrkja hjá Vísindanefnd NATO og í Geysisnefnd. Guð- mundur var einn af hvatamönnum að stofnun Jarðhitafélags Íslands og Alþjóðajarðhitasambandsins, IGA, og sat í fyrstu stjórnum beggja. Hann var fyrsti formaður Jarðhitafélagsins. Þá var hann formaður tæknidagskrárnefndar IGA fyrir alþjóðajarðhitaráðstefn- una í Flórens árið 1995. Guðmund- ur hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut verð- laun dr. phil. Ólafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar, heiðursverðlaun Ásu Guðmunds- dóttur Wright og heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands. Hann var kjörinn félagi í Verk- fræðivísindaakademíu Svíþjóðar og heiðursfélagi í Jarðhitafélagi Íslands. Guðmundur var kunnur skák- maður á yngri árum og keppti m.a. á ólympíumótum í Amster- dam árið 1954, München árið 1958 og Havana árið 1964. Guðmundur var félagi í Oddfellowreglunni frá árinu 1979. Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Börn þeirra eru Ólöf Sunna og Kristófer Máni. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MR árið 1949. Hann út- skrifaðist sem eðlis- verkfræðingur frá Konunglega tæknihá- skólanum í Stokk- hólmi árið 1955 og lauk M.Sc.-prófi í eðl- isfræði frá Purdue University í Banda- ríkjunum árið 1957. Árið 1955 hóf Guð- mundur störf á Jarð- hitadeild raforkumálastjóra sem síðar varð Jarðhitadeild Orku- stofnunar. Hann varð forstöðu- maður hennar árið 1964 og gegndi því starfi til ársloka 1996. Sam- hliða störfum sínum sinnti hann m.a. ráðgjafarstörfum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Filippseyj- um, í Malí, El Salvador, Taívan og Norður-Kóreu. Á árunum 1973–74 var hann gistiprófessor við Col- umbia University í New York. Guðmundur varð mikilvirkur og heimskunnur jarðvísindamaður. Árið 1971 varði hann doktorsrit- gerð við Háskóla Íslands um gerð jarðskorpu Íslands út frá bylgju- brotsmælingum. Þar skýrði hann fyrstur manna megindrætti í gerð jarðskorpu Íslands. Fáum árum síðar þróaði hann reiknilíkan sem skýrði megindrætti í jarðfræði Ís- lands og úthafshryggjanna út frá landreki. Þegar Guðmundur lét af Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir skamma sjúkrahúslegu. Enn einu sinni er ég minnt á það hvað lífið er fallvalt og að enginn ræður sínum næturstað hér á jörð. Guðmundi kynntist ég fyrir rétt tæpum áratug er ég og yngri sonur hans felldum hugi saman. Það er þó ekki langur tími af æviskeiði manns en margs er að minnast á kveðju- stund. Guðmundur var einstakur maður. Rólegt fas og fádæma yfirvegun ein- kenndi hann ætíð og ávallt var gott til hans að leita. Börnum mínum reyndist hann besti afi og átti hann stóran sess í hjarta þeirra. Hann gat setið tímunum saman með þeim og sýnt þeim framandi staði á hnattlík- aninu og óþreytandi var hann að miðla þeim af kunnáttu sinni við taflborðið og hvetja þau til dáða. Ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma er ég átti með Guðmundi og fyrir það dýrmæta veganesti er hann gaf mér og börnum mínum. Jarðvist hans er lokið og eflaust er hann nú að hoppa um í skýjunum með Óla Páli frænda eins og sonur minn komst að orði eftir að hann heyrði af andláti afa síns. Tengda- móður minni og ástvinum öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Minning góðs manns lifir um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórhildur Lilja. Guðmundur Pálmason, einn þeirra manna sem settu hvað mest mark sitt á þróun jarðvísinda og jarðhitamála á Íslandi síðustu hálfu öldina, hefur nú kvatt að loknu löngu og árangursríku lífsverki. Störf hans á Jarðhitadeild leiddu hann fljótlega inn á brautir jarðvís- indarannsókna. Honum varð fljótt ljóst að greinargóð þekking á jarð- fræði Íslands og þeim öflum sem þar eru að verki væru forsenda fyrir skynsamlegri nýtingu þeirrar miklu auðlindar sem jarðhitinn gæti orðið Íslendingum. Hann vissi að til þess að ná árangri yrði að hafa gott sam- starf við erlenda vísindamenn, hvað- an svo sem þeir kæmu. Með því móti myndi hraðast byggjast upp hér- lendis sú þekking í jarðvísindum sem okkur er nauðsynleg. Guð- mundur átti árangursríkt samstarf við vísindamenn víðs vegar að úr heiminum, jafn bandaríska sem sov- éska og forðaðist eftir megni að blanda saman pólitík og vísindum eins og því miður stundum var gert á dögum kalda stríðsins. Hann vann m.a. samtímis að landgrunnsrann- sóknum við Ísland í tengslum við rannsóknastofnun bandaríska sjó- hersins og sovésku vísindaakadem- íuna og naut trausts beggja. Árið 1959 kom hingað leiðangur frá Uppsölum undir stjórn Mark- úsar Båth, sem var þekktur prófess- or í jarðskjálftafræðum. Sá leiðang- ur gerði í samvinnu við Jarðhitadeild fyrstu mælingar á gerð jarðskorpunnar undir Íslandi með aðferðum jarðskjálftafræðinn- ar. Skömmu seinna hóf Jarðhita- deild slíkar mælingar á kerfisbund- inn hátt af öllu Íslandi og stóðu þær rannsóknir í áratug. Niðurstöðurnar voru birtar í doktorsritgerð Guð- mundar árið 1971 og mörkuðu þær tímamót í rannsóknum á jarðskorpu landsins. Um svipað leyti óx land- rekskenningunni mjög fylgi. Þetta var í árdaga tölvuvæðingar. Til að skilja samhengið milli jarðfræði Ís- lands og landreksins gerði Guð- mundur ásamt samstarfsmönnum sínum reikilíkan í tölvu af landreki og áhrifum þess á jarðfræði við gliðnunarbelti jarðar. Þetta líkan olli straumhvörfum í skilningi manna á jarðfræði landsins og út- hafshryggjanna. Guðmundur leiddi jarðhitarann- sóknir á Íslandi á miklum uppbygg- ingartímum og undir hans stjórn varð Jarðhitadeild Orkustofnunar að einu fremsta þekkingarsetri heims á sviði jarðhitarannsókna. Ávinningurinn af þeim rannsóknum varð gríðarlegur sem lýsir sér best í að um 87% landsmanna njóta nú hitaveitna á mun lægra verði en unnt hefði verið að útvega með öðr- um hætti. Sjálfur reiknaði Guð- mundur út fyrir fáeinum árum að árlegur sparnaður þjóðfélagsins af notkun jarðhita í stað olíu jafngilti öllum bifreiðainnflutningi lands- manna. Engu að síður var starf Jarðhitadeildar ekki alltaf dans á rósum og vaxtarverkir fylgdu þess- ari hröðu uppbyggingu. Miklir erf- iðleikar fylgdu byggingu Kröflu- virkjunar, fyrstu umtalsverðu jarðgufuvirkjunar á Íslandi. Þeir komu til af stöðugum eldsumbrotum í 9 ár, sem hófust meðan virkjunin var í byggingu, reyndu mjög á þol- rifin og skópu deilur í þjóðfélaginu. Eftir stóð einstæð reynsla og þekk- ing á samspili eldvirkni og jarðhita en jafnframt landlæg vantrú á virkj- un háhitasvæðanna til raforku- vinnslu sem langan tíma tók að vinna bug á. Gegnum þessi umbrot stýrði Guðmundur Jarðhitadeild af festu og rósemi sem óhjákvæmilega hlýtur að hafa reynt mikið á. Þegar hann lét af störfum árið 1996 var nýtt framfaraskeið í jarðhitarann- sóknum á Íslandi hafið. Eftir að Guðmundur lét af störf- um forstöðumanns Jarðhitadeildar tók hann að sér að rita yfirgrips- mikla bók um jarðhita á Íslandi og þróun hans. Hann skilaði nær full- búnu handriti til útgefanda um tveimur vikum fyrir andlát sitt. Mun þetta merka og vandaða rit, sem ber nafnið Jarðhitinn, koma út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi í vor í samvinnu við Orkustofnun og Ís- lenskar orkurannsóknir. Guðmundur var hæverskur mað- ur og barst ekki mikið á. Hann var athugull og rólegur en gat verið fastur fyrir ef á þurfti að halda. Sem stjórnandi forðaðist hann að ofstýra en gaf starfsmönnum sínum jafnan mikið svigrúm og sjálfstæði sem stuðlaði að því að mynda frjótt rannsóknarumhverfi á Jarðhita- deild. Hann var dulur og bar ekki vandamál sín á torg. Jafnvel þótt hann væri orðinn alvarlega veikur tókst honum að láta á engu bera og hélt sínu striki við gerð jarðhitabók- arinnar fram undir það síðasta án þess að samverkamenn hans gerðu sér grein fyrir hversu veikur hann var orðinn. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir 30 árum er ég hóf störf sem sumarmaður á Orkustofnun. Guð- mundur lét mér síðar í té öll gögn, sem hann hafði safnað og notað í doktorsverkefni sitt fáum árum áð- ur, til frekari úrvinnslu með nýrri tækni sem ég nýtti mér í prófverk- efni mínu. Hann var alltaf fús að ræða og ráðleggja mér faglega þótt að sumu leyti væru niðurstöður mínar á skjön við það sem fram kom í doktorsritgerð hans. Eftir að ég kom til fastra starfa á Orkustofnun árið 1979 var samstarf okkar ávallt mjög ánægjulegt og byggt á gagn- kvæmu trausti. Ég minnist með GUÐMUNDUR PÁLMASON S tundum hefur verið rætt um að Sjálfstæðisflokk- urinn mælist jafnan með meira fylgi í skoð- anakönnunum, sem teknar eru í aðdraganda þingkosn- inga á Íslandi, heldur en raunveru- lega skilar sér svo upp úr kjörköss- unum á kjördag. Gott ef Davíð Oddsson forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki sjálfur haft orð á þessu. Það kom mér af þessum sökum nokkuð á óvart að heyra ummæli sem forsætisráðherra lét falla eftir þingkosningarnar á Spáni fyrir nokkru. Þar fór hann mikinn, gaf til kynna að ný stjórn á Spáni sæti í „umboði hryðjuverkamanna“. Var Davíð að vísa til þeirrar staðreyndar að allar skoð- anakannanir, sem teknar voru í aðdrag- anda kosning- anna, höfðu sýnt að Þjóðarflokkur José María Aznars myndi halda völdum. Hryðjuverkið í Madríd og þó einkum viðbrögð stjórnar Aznars við því urðu hins vegar til þess að kjósendur sneru baki við Aznar. Mér finnst sjálfum að alger óþarfi hafi verið af Davíð Oddssyni að gera lítið úr spænskum kjós- endum með þeim hætti sem hann gerði. Þeir mega auðvitað gera það sem þeim sýnist á kjörstað, við hin erum ekki þess umkomin að segja þeim að þeir hafi gert vitleysu. Þar að auki er ekki einu sinni hægt að segja að Spánverjar hafi skipt um skoðun á endasprettinum, einu skoðanakannanirnar sem skipta máli, þegar öllu er á botninn hvolft, eru jú kosningarnar sjálfar. Hitt er annað mál að það er rétt, sem bent hefur verið á, að ein af af- leiðingum ákvörðunar kjósenda á Spáni er sú að hryðjuverkamenn- irnir telja sig líklega hafa unnið nokkurn sigur, þeir hafi ráðið miklu um úrslitin. Þetta er óheppi- legt, svo ekki sé meira sagt, því það eflir baráttuþrek þeirra. Ég er samt ekki viss um að til að sporna við þessu hefði átt að fórna lýðræð- inu á Spáni (þ.e. rétti kjósenda til að skipta um stjórn) eins og Davíð Oddsson virðist hafa viljað. Hvaða skoðun svo sem menn hafa nú í þessum efnum er ljóst að stríðið í Írak spilaði stóra rullu í kosningunum á Spáni. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með (algerlega fyrirsjáan- legum) viðbrögðum eindreginna stuðningsmanna Íraksstríðsins, bæði hér heima og erlendis, við niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var í Írak nýverið. Ég er að vísa til könnunarinnar sem sýndi að Írakar væru bjartsýnni á framtíðina í dag en þeir voru fyrir innrás Bandaríkjamanna og Breta. Niðurstöður könnunarinnar hvað þetta varðar eru auðvitað ánægjulegar. Könnunin staðfestir hins vegar líka þá tilfinningu sem ég fékk í nýlegri heimsókn til Íraks að íbúar landsins þjáist af miklu öryggisleysi; 85% aðspurðra nefna öryggisleysið sem helsta vandamálið sem við blasi í áð- urnefndri skoðanakönnun. Og skyldi engan undra. Frá ára- mótum hafa nefnilega a.m.k. 100 Írakar dáið mánaðarlega í ódæð- isverkum andspyrnumanna, talan er sennilega hærri enda aðeins hér um tilkynnt dauðsföll að ræða. Alls kyns glæpir þrífast einnig, til dæmis eru nú framin að jafnaði tvö mannrán á dag í Bagdad. Þannig afla óbótamenn sér fjár, þeir ræna venjulegu fólki, neyða ættingja þess til að punga út háum fjár- hæðum, meðaltalið er víst um 25 þúsund dollarar. Ung írösk kona lýsir nýverið (13. febrúar) á bloggsíðunni sinni, www.riverbendblog.blogspot.com, þeirri sálarangist sem hún og fjöl- skylda hennar þurftu að þola þeg- ar einum ættingja hennar var rænt og lausnargjalds krafist. Frásögn- in er áhugaverð, afar sterk, þeim sem vilja öðlast innsýn í líf venju- legra Íraka er bent á að kynna sér þessi skrif og önnur sambærileg (s.s. www.healingiraq.com, kurdo.- blogspot.com, angryarab.blog- spot.com, iraqibloggers.blog- spot.com). Riverbend skrifar sl. laugardag nokkur orð í tilefni eins árs afmæl- is innrásarinnar í Írak um síðustu helgi. Hún segist illa upplögð og reið, afmælið leggist þungt í fólk. Það minni það á að svonefnd „frelsun“ Íraks hafi í mörgum til- fellum orðið þess valdandi að nánir ættingjar séu ekki lengur á meðal hinna lifandi; menn hafi verið „frelsaðir“ undan návist þeirra, eins og Riverbend kemst að orði. Riverbend kvartar undan því að ári eftir innrásina sé raf- orkuskortur tilfinnanlegur, enn sé erfitt að nálgast eldsneyti og ekki sé hægt að ganga óhultur um göt- ur Bagdad. „Og í hvaða sporum stöndum við í dag, einu ári eftir innrásina?“ spyr hún síðan. „Jújú, við eigum gervihnatta- diska og hinir efnameiri eiga jafn- vel farsíma… en í hvaða sporum stöndum við í raun og veru? Hver er nú staða meirihlutans? Við erum að reyna að berjast gegn öfgunum sem virðast hafa skollið yfir okkur eins og flóð- bylgja; við spyrjum sjálf okkur í sí- fellu þeirrar spurningar hvenær líf okkar muni byrja að taka á sig eðlilega mynd að nýju; við vonum og biðjum þess að ekki komi til borgarastyrjaldar,“ segir hún. Riverbend fer síðan í framhald- inu hörðum orðum um framferði bandarískra hermanna, íraska framkvæmdaráðið og íranska klerkinn Sistani sem sé hægt og sígandi að breyta Írak í annað Ír- an, með meðfylgjandi klerkaveldi. Ég er ekki að vitna til orða þessa tiltekna bloggara til að geta haldið því fram að gagnrýni and- stæðinga stríðsins á Vesturlöndum sé öll réttmæt og til að berja á Bandaríkjamönnum og þeim sem fylktu liði með þeim. Mig langaði einfaldlega að leyfa röddu Riverbend að heyrast, ljá íröskum einstaklingi gjallarhorn til að yfirgnæfa kliðinn í okkur hin- um. Auðvitað hlýtur afstaða Íraka að vera tvíbent, var hægt að ætlast til þess að fólk – jafnvel fólk sem hefur verið kúgað af vondum harð- stjóra um áratuga skeið – fagnaði stríði? Er hægt að ætlast til að það fagni mjög frelsinu sem fylgdi í kjölfar stríðsins þegar ljóst er að það frelsi hafði í för með sér enda- laus hryðjuverk? Bloggað frá Írak Riverbend skrifar sl. laugardag nokkur orð í tilefni eins árs afmælis innrásar- innar í Írak […] . Hún segist illa upp- lögð og reið, afmælið leggist þungt í fólk. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.