Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bók sem vakið hefur mikla athygli: „Aðeins eitt orð á við til að lýsa þessu verki: stórvirki.“ Mbl. 23. des. 2003, Jón Þ. Þór. Páskatilboð: engin útborgun – engir vextir. Kjörgripur, sem á að vera til á hverju Hólmara-heimili. Sölumenn: Þorbjörg: sími 581 2727, Ingvar: 438 1298, Þórhildur: 438 1147. Einnig má panta bókina á netinu: bragijos@hotmail.com Stykkishólmsbók FASTEIGNASALAN GIMLI EINBÝLI KLEIFARSEL Vorum að fá í sölu glæsilegt 180 fm einbýlishús með 33 fm bílskúr. Húsið, sem er á tveimur hæðum, skiptist í tvær stofur, önnur með fallegan arin, eldhús með fallegri viðarinnréttingu og samliggjandi borðkrók og borðstofu, þrjú svefnherbergi, skápar í tveimur þeirra. Baðherbergi með baðkari og sturtuklefa flísalagt í hólf og gólf og gestasalerni. Gólfefni er parket, flísar og korkur á eldhúsi. Yfir íbúðinni er manngengt ris sem gefur möguleika á aukaherbergi. Bílskúrinn er vel búinn með rafm., heitt og kalt vatn og sjálfvirkan hurðaropnara. Þetta er vönduð og góð eign á góðum stað. Verð 26,7 millj. 5 HERB. OG STÆRRI HLÍÐARHJALLI Erum með í sölu góða 5 herb. 113 fm íbúð á fyrstu hæð. Hol með skápum, eldhús með góðri innréttingu, tækjum og borðkrók, rúmgóð stofa með útg. á austursvalir, þrjú svefnherbergi, skápar í tveimur þeirra, sjónvarpshol sem gefur möguleika á fjórða herberginu og baðher- bergi með innréttingu, sturtuklefa og tengt fyrir þvottavél. Gólfefni er parket og flísar. Geymsla í sameign. Áhv. 8 millj. Verð 17,6 millj. 4RA HERBERGJA HOLTSGATA Falleg og björt 98,4 fm 4ra herbergja íbúð í Vesturbænum. Íbúðin er einstaklega vel skipulögð með fallegu og opnu rými sem tengir hana saman með skemmtilegum hætti. Parket er á allri íbúðinni nema nýlegur korkur á eldhúsi og flísar á baðherbergi, gott þvottahús og rúm- góð geymsla. Búið er að endurnýja m.a. rafmagn, ídregið, og rafmagnstafla endur- nýjuð. Húsið var málað að utan og viðgert sl. sumar og þak var málað. Svalir eru í suður og lítill garður, hellulagður að hluta og snýr einnig í suður. Verð 14,9 millj. Áhv. 5,3 millj. BALDURSGATA - HÆÐ OG RIS Um er að ræða 80 fm íbúð á 3. hæð og í risi þar sem búið er að útbúa einstaklingsíbúð og þvottaaðstöðu fyrir íbúð. Eldhús með ný- legri innréttingu og borðkrók. Stór stofa og þaðan gengt út á vestursvalir. Parket og kókosteppi á gólfum. Verð 12,8 millj. Áhv. 3,4 millj. STÍFLUSEL Góð 101 fm 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, stofu og þrjú svefnherbergi. Stigagangur nýlega málaður og teppalagður. Verð 12,9 millj. 2JA HERB. FRAMNESVEGUR - HÆÐ OG RIS Nýtt á skrá, sérlega falleg 77 fm íbúð sem er hæð og ris. Allar endurbætur voru unnar af fagmönum árið 1997. Íbúðin er öll parketlögð, nema á baði, þar eru flísar. Innréttingar, tæki, lagnir, gluggar og gler endurnýjað ásamt járni og þaki. Verð 13,8 millj. Áhv. 6,6 millj. húsbr. HRÍSATEIGUR - 3ja herb. hæð Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Góðar innréttingar og parket á gólfum. 2 svefnherb., gott eldhús og stofa. Nýl. endurnýj. eldhús, raflagnir, pípulagnir að hluta og þakjárn. Húsið er járnklætt timburhús og er í góðu standi. Eignin verður laus í apríl. Áhv. 6,1 millj. Verð 12,9 millj. KRÍUÁS - HAFNARFIRÐI Vorum að fá í einkasölu góða 2ja herb. 74 fm íbúð með sérinngangi. LÝSING EIGNAR: Anddyri með fallegum skápum, stofa með útg. á suðvestur svalir með góðu útsýni, eldhús með fallegri viðarinnr., gaseldavél, tengt fyrir uppþvottavél, tvö herbergi annað með skápum. Baðherbergið er flísalagt, baðkar með sturtuaðstöðu og ljós innrétting. Geymsla og þvottahús innan íbúðar. Gólfefni er parket og flísar. Verð 12,8 millj. GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Miðborg | Borgarstjórinn í Reykjavík býður til opins borgara- fundar um skipulagsmál í Tjarnar- sal Ráðhússins í dag kl. 17.00 til 19.00. Á fundinum verða kynnt helstu skipulagsverkefni sem nú eru í vinnslu hjá borgaryfirvöldum og einnig nokkur sem eru komin eða að komast á framkvæmdastig. Fulltrú- ar grasrótarsamtaka í Reykjavík munu sömuleiðis kynna sín sjónar- mið á fundinum og fyrirspurnum úr sal svarað. Meðal umfjöllunarefna verða drög að rammaskipulagi í Kvosinni, lega Sundabrautar og Hringbrautar, endurskipulagning Geldinganess, bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss og uppbygging á Slippasvæðinu og öðrum smærri reitum í miðborginni. Fulltrúum ýmissa samtaka og hags- munaaðila var boðið að ávarpa fund- inn og munu fjórir aðilar gera það. Þórólfur Árnason borgarstjóri mun setja fundinn, en Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, formaður skipu- lags- og byggingarnefndar, kynna stöðu einstakra mála. Innlegg frá íbúum verða í höndum þeirra El- ísabetar Gísladóttur, formanns Íbúasamtaka Grafarvogs, Gísla Þórs Sigurþórssonar, formanns Íbúasam- taka Vesturbæjar, Páls Ásgeirs Davíðssonar lögfræðings, sem er í átakshópi Samtaka um betri byggð og Höfuðborgarsamtakanna og Sig- urðar G. Steinþórssonar gullsmíða- meistara og kaupmanns við Lauga- veg. Að framsögum loknum sitja fulltrúar borgaryfirvalda fyrir svör- um. Það verða þau Þórólfur Árna- son borgarstjóri, Árni Þór Sigurðs- son forseti borgarstjórnar, Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og bygginga- nefndar, Björn I. Sveinsson borg- arverkfræðingur og Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs. Fundarstjóri verður Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðarmaður borg- arstjóra. Borgarafundur í Tjarnarsal Kringlan | Í gær var opnuð í Borg- arleikhúsinu sýning á því starfi sem móðurskólar í Reykjavík hafa verið að vinna, undir yfirskriftinni „Móðurskólar að verki.“ Sýningin stendur til 27. mars og er öllum opin. Þar gefur að líta ýmsar afurðir þess öfluga þróun- arstarfs sem unnið er í móð- urskólum Reykjavíkur, en móð- urskólar hafa það hlutverk að vera frumkvöðlar á sínu sviði í upp- byggingu náms og gegna ráðgjaf- arhlutverki gagnvart öðrum skól- um, meðal annars með fræðslufundum og námskeiðum. Skólar sækja sérstaklega um að gerast móðurskólar, en Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur auglýsir venjulega eftir móðurskólum á ákveðnum sviðum skólastarfs. Það er þróunarsjóður grunnskóla Reykjavíkur sem styrkir hvern móðurskóla um milljón krónur á ári. Starf móðurskóla er í gangi í þrjú ár í senn. Fyrsta árið er notað til að styrkja starf á tilteknu sviði, en á öðru og þriðja ári er gert ráð fyrir öflugu ráðgjafarhlutverki skólans gagnvart öðrum grunn- skólum í Reykjavík. Að sögn Gerð- ar Óskarsdóttur, fræðslustjóra Reykjavíkur, gegna móðurskólar áfram mikilvægu hlutverki að því tímabili loknu, þar sem mikil þekk- ing hefur myndast á viðfangs- efnum þeirra. Nú eru tíu móðurskólar starf- andi í Reykjavík, þar á meðal Aust- urbæjarskóli, sem er móðurskóli í fjölmenningarlegum kennsluhátt- um, Foldaskóli, sem leggur áherslu á nýsköpun, Háteigsskóli og Hlíða- skóli, sem eru nýir móðurskólar í list- og verkgreinum og Selásskóli, sem er móðurskóli í náttúrufræði og umhverfismennt. Ennfremur var í upphafi sýning- arinnar kynnt það starf sem Engjaskóli og Breiðholtsskóli hafa unnið sem móðurskólar á sviði for- eldrasamstarfs. Á báðum stöðum hefur að sögn Stefáns Jóns Haf- stein, formanns Fræðsluráðs, átt sér stað afar viðamikið þróun- arstarf. Nú er unnið að því að þess- ir skólar hefji innleiðingu á aðferð- um sínum hjá fleiri skólum, en Engjaskóli hefur komið upp vef, þar sem sífellt er bætt við upplýs- ingum og foreldrar geta meðal annars nálgast heimavinnuskipu- lag og dagskrá. Þar er mikil áhersla lögð á aukið samstarf við foreldra á víðtækum grundvelli til að bæta árangur skólastarfsins. „Móðurskóli er ekki bara þriggja ára átaksverkefni sem gleður alla á meðan á því stendur, heldur er hann upphafið að lengra ferli fyrir skólasamfélagið í heild,“ segir Stefán. Morgunblaðið/Ásdís Hópavinna: Börnin í Melaskóla unnu iðnum höndum að því að setja upp kynningu sína í Borgarleikhúsinu. Mikilvægt þróunarstarf Kynning á starfi móðurskóla í Borgarleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.