Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 57 „NÚ fá ákveðnir leikmenn tækifæri á að sýna hvað í þeim býr gegn einu sterkasta landsliði heims,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann tilkynnti í gær hvaða 16 leikmenn hann hefði valið til þess að leika tvo vináttulandsleiki við Frakka. Guðmundur kallaði á Arn- ór Atlason, Einar Hólmgeirsson og Loga Geirsson, sem hafa verið með bestu leikmönnum í deildinni hér heima í vetur, Arnór er m.a. marka- hæsti leikmaður úrvalsdeildar. „Það verður spennandi að sjá hvernig þeim reiðir af gegn Frökk- um sem mæta með sitt sterkasta lið í leikina. Ungir menn koma inn í hópinn hjá okkur og fá eldskírn í þessum leikjum,“ sagði Guðmundur sem segir að leikirnir við Frakka verði erfiðir, ekki síst þar sem sterka varnarmenn vanti í íslenska liðið, s.s. Patrek Jóhannesson og Sigfús Sigurðsson. Spurður sagðist Guðmundur hafa kosið fremur að kalla á Einar en Heiðmar Felixson, leikmann Bidasoa, þótt hinn síðarnefndi hafi leikið vel á Spáni í vetur og sé að auki öflugur varnarmaður. „Ég kaus að kalla í Einar að þessu sinni, fannst að hann ætti rétt á að sýna hvað í honum býr.“ Landsliðið fer til Frakklands á morgun og verður æft á laugar- og sunnudag, leikið á mánudag í Le Mans og í Lorient á miðvikudag. „Ungu mennirnir fá eldskírn í Frakklandi“ FÓLK  ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans misstu af dýrmætum stigum í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld þegar þeir töpuðu óvænt fyrir Stralsunder á útivelli, 31:30. Sigfús Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara Magdeburg en Greg- orz Tkaczyk og Joel Abati skoruðu 10 mörk hvor.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði 4 mörk fyrir Essen sem gerði að- eins jafntefli, 27:27, við Pfullingen á heimavelli. Oleg Velyky og Michael Haass voru markahæstir hjá Essen með 5 mörk hvor.  GYLFI Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener sem steinlá í Lemgo, 38:27. Christian Schwarzer og Carlos Lima gerðu 6 mörk hvor fyrir Lemgo.  KIEL vann nauman sigur á Nord- horn, 31:29, og komst í annað sætið. Stefan Lövgren skoraði 8 mörk fyrir Kiel og Jan Filip 9 mörk fyrir Nord- horn.  GEIR Þorsteinsson framkvæmda- stjóri KSÍ verður eftirlitsmaður UEFA, Knattspyrnusambands Evr- ópu, á síðari leik spænska liðsins Valencia og Genclerbirligi frá Tyrklandi í UEFA-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer á Mestalla leikvanginum í Valencia í kvöld.  ÁRNI Gautur Arason lék í marki varaliðs Manchester City sem gerði 1:1 jafntefli við granna sína í Man- chester United í fyrrakvöld. Árni Gautur varði nokkrum sinnum vel í leiknum en honum tókst ekki að koma í veg fyrir sjálfsmark Paddy McCarthy eftir hornspyrnu á 50. mínútu.  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, hefur dvalið á sjúkrahúsi síðan á þriðjudag en þar er hann til aðhlynningar vegna bak- veikinda. Talsmenn City segjast reikna með að Keegan verði búinn að ná sér fyrir helgina og stjórni lið- inu í leiknum við Fulham á laugar- daginn.  AUSTRIA Vín, toppliðið í austur- rísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, rak í gær þjálfarann Joachim Löw úr starfi í kjölfar 2:0 ósigurs gegn botnliði Kärnten, liði Helga Kolviðs- sonar, um síðustu helgi.  KÍNVERSKUR sundmaður í fremstu röð féll á lyfjaprófi sem kín- verska sundsambandið stóð að en nafn sundmannsins verður ekki birt fyrr en rannsókn málsins er lokið segir Li Hua varaformaður sam- bandsins við AFP-fréttastofuna.  HUA segir ennfremur að allir sem falli á lyfjaprófi megi búast við harðri refsingu og skiptir þá engu máli hver það sé sem eigi í hlut. Á tí- unda áratug síðustu aldar féllu um 30 kínverskir sundmenn á lyfjapróf- um en Hua segir að 817 próf hafi far- ið fram á síðasta ári og aðeins einn sundmaður hafi reynst vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Heimamenn skoruðu fyrstu tvömörkin og um miðbik fyrri hálf- leiks var staðan 8:6. Stjörnumenn skoruðu aðeins tvö mörk eftir það en Framarar sjö og staðan 15:8 í hálfleik. Heimamenn skoruðu svo fyrstu fjögur mörkin í síðari hálf- leik og aðeins formsatriði að ljúka leiknum – og spurning um hversu stór sigurinn yrði. Framarar léku án Héðins Gilsson- ar og Hjálmars Vilhjálmssonar, sem voru lítillega meiddir, og fengu því yngri leikmenn meira að spila. Til að mynda leysti Jóhann G. Einarsson stöðu Héðins mjög vel og skoraði 5 mörk. Markahæstir urðu hins vegar Valdimar Þórsson og Stefán Stefáns- son með 7 mörk hvor. Egidijus Pet- kevicius, markvörður Framara, átti stórleik. Varði 17 skot í fyrri hálfleik og hafði varið 23 þegar hann var tek- inn af velli um miðjan síðari hálfleik. Líkt og í síðustu leikjum gekk allt á afturfótunum hjá Stjörnunni. Ein- faldar sendingar rötuðu ekki rétta leið og sóknarleikur þeirra var stefnulaus. Sem dæmi átti Sigryggur Kolbeinsson tólf skot að marki en skoraði aðeins eitt. Markahæstur Stjörnumanna var Björn Friðriks- son með 5 mörk. „Ég er sáttastur með baráttuna í mínum mönnum, þeir héldu haus þrátt fyrir að vera mörgum mörkum yfir og keyrðu á þá. Vörnin var alltaf þétt og svo var markvarslan frábær, Egidijus er að gera mjög góða hluti hjá okkur. Við erum í mikilli baráttu og síð- asti leikurinn verður erfiður, alltaf erfitt að mæta Gróttu/KR og ég spái hörkuleik. Okkur er búið að ganga ágætlega að undanförnu og nú er bara að halda áfram og einbeita sér að framhaldinu. Við höfum verið að vaxa og höfum gaman af því að spila,“ sagði Heimir. „ÞETTA var léttara en ég bjóst við og ungu strákarnir nýttu tækifæri sitt og stóðu sig mjög vel,“ sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, eftir öruggan sig- ur, 35:17, á Stjörnunni á heima- velli sínum í gærkvöldi. Því er ljóst að Framarar heyja einvígi við KA um fjórða sætið í úrvals- deildinni og ræðst það í loka- umferð deildarinnar. Fram sæk- ir þá Gróttu/KR heim en Haukar mæta KA nyrðra. Stjörnumenn verma hins vegar botnsætið eft- ir tíu tapleiki í röð og komast ekki þaðan. Andri Karl skrifar Það var fátt sem benti til Valssig-urs á upphafsmínútum leiksins en þá léku heimamenn við hvern sinn fingur og komust í 6:3. Valsmenn náðu samt yfirhöndinni um miðjan hálfleikinn og munaði þar mikið um fjögur hraðaupphlaup sem heima- menn klúðruðu. Auk þess hrökk Pálmar Pétursson, markvörður Vals, í gang en hann varði heil fimmtán skot í fyrri hálfleiknum. Valur hélt svo forystu fram að hléi og skipti þá engu hvort þeir væru fimm eða sex inn á, alltaf fundu þeir glufur á KA-vörninni og voru Hjalti Gylfason og Sigurður Eggertsson ein- staklega duglegir við að skora þegar Valsmenn léku einum manni færri. Í hálfleik var staðan 13:16 og fljótlega eftir hlé jafnaði KA en þá fór Arnór Atlason hreinlega á kostum. Jafnt var síðan á öllum tölum en síðustu átta mínútur leiksins voru Valsmanna og KA-menn léku hreinlega illa á loka- kaflanum. Heimir Örn Árnason, fyrrum KA- maður og nýskipaður fyrirliði Vals, var að vonum sáttur með úrslitin. „Það er rosalega skemmtilegt að spila hérna, ég neita því ekki, sérstaklega þegar maður vinnur. Það er náttúru- lega skrýtið að kljást við Jonna en við byrjuðum að æfa saman þegar ég var tíu ára. Þetta er bara gaman en við er- um ekki búnir að tapa fyrir KA í vetur svo þeir hjóta að verða óskamótherjar seinna í keppninni. Við vorum slakir í síðustu leikjum og menn voru ákveðnir í að stíga upp í þessum leik og það gerðum við heldur betur. Bald- vin var drjúgur í vítunum, Pálmar tók upp á því að verja víti og Sigurður var mjög sterkur. Það er rosalega gaman að spila með honum enda er hann sá sneggsti í deildinni í dag. Svo er bara að vona að við sigrum HK í síðasta leik en það verður ekki auðvelt,“ sagði Heimir. Lið KA var nokkuð frá sínu besta í leiknum en Arnór og Stelmokas voru sem fyrr í aðalhlutverki. Vörnin var ekki sannfærandi og markvarslan ekkert sérstök, hægri vængurinn var lítt ógnandi og menn gerðu almennt of mörg tæknileg mistök. Valsmenn voru hins vegar nokkuð beittari og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Ógnin kom úr öllum stöðum sem gerði KA- vörninni erfitt um vik en með snerpu sinni skildu Valspiltarnir KA-menn oft eftir á hælunum. Markvarslan í fyrri hálfleik var svo kapítali út af fyr- ir sig en það var hrein unun að fylgj- ast með Pálmari markverði sem fór á kostum. Morgunblaðið/Kristján Einar Logi Friðjónsson, KA-maður, sækir að vörn Vals, en Freyr Brynjarsson og Heimir Örn Árna- son gera hvað þeir geta til að halda aftur af honum. Valsmenn eru einir á toppnum VALUR steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í gær er lið- ið lagði KA-menn nyrðra 32:35. Leikurinn var mjög jafn og bauð upp á mikla spennu en á lokakaflanum gerðu Valsmenn engin mistök og sigur þeirra var öruggur í lokin. Valsmenn eru í toppsætinu, stigi á undan Haukum en lið KA á það á hættu að falla niður í fimmta sætið eftir lokaumferð deildarinnar sem leikin verður á sunnudag. Einar Sigtryggsson skrifar „Léttara en ég bjóst við“ ÞAÐ var mikið skorað þegar FH og ÍBV, tvö efstu liðin í 1. deild karla í handknattleik, mættust í Hafnarfirði í gærkvöldi. Heimamenn höfðu betur, 43:37 og komu þar með í veg fyrir að Eyjamenn fögnuðu sigri í deildinni – um stundarsakir í það minnsta. Ein umferð er eftir og er FH með 18 stig í öðru sæti en ÍBV 19 í því fyrsta. Eyja- menn taka á móti Aftureldingu í síð- ustu umferðinni og tryggja sér sigur í deildinni og um leið sæti í úrslita- keppninni. FH-ingar heimsækja Þór á Akureyri í síðustu umferðinni og lendi FH í öðru sæti mætir það næst neðsta liðinu í úrvalsdeildinni í leik um hvort liðið verður með í úrslita- keppninni. Áttatíu mörk skoruð í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.