Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 43
tengdist Gugga flestum mikilvæg- ustu sporum ævi minnar og var alltaf til staðar til að líta eftir þess- um litla frænda sínum. Hvar sem ég var staddur í námi eða starfi var hún skammt undan með falleg sendibréf, kveðjur og stuðning. Í kringum Guggu var alltaf æv- intýraljómi. Ógleymanlegar voru sögurnar af ferðum sem hún fór sem flugfreyja og svo sendibréfin hennar frá fjarlægum löndum þar sem hún dvaldi ásamt Eiríki og börnum. Nákvæmni Guggu og gott minni var einstakt. Nú þegar við kveðjum hana er mér efst í huga sú mikla ást og hlýja sem hún sýndi dóttur minni. Það var ekki til það smátriði sem Gugga mundi ekki eftir. Alltaf var hún með hugann við litlu frænku sína og eftir hverja ferð til útlanda birtist Gugga með eitthvað sem hún hafði valið af ein- stakri umhyggju og innsæi. Við Kesara og Salóme sitjum eft- ir hrygg í bragði en rík af minn- ingum um dásamlega frænku. Friðrik R. Jónsson og fjölskylda. Eftir löng og erfið veikindi er Gugga búin að fá hvíldina. Erfiður tími fer í hönd hjá hennar nánustu og við sem stöndum þeim nærri reynum af veikum mætti að hugga og hughreysta. Margs er að minnast. Ég minnist þess þegar ég sá Guggu fyrst, glæsilegu flugfreyjuna hans Gauka frænda míns. Þá var ég nýflutt heim til Íslands, ekki nema átta ára gömul, og mér fannst hún bera af öðrum konum. Ekki minnkaði að- dáunin þegar við heimsóttum Guggu og Gauka í Nökkvavoginn. Þar var boðið upp á Seven up með klaka í flottu glasi sem klingdi í og alls kyns gotterí frá útlöndum. En þrátt fyrir gjafir frá útlöndum og góðar veitingar þá var það ekki það sem mestu máli skipti heldur hitt að Gugga hafði einstakt lag á að láta manni líða vel. Hún hafði alltaf áhuga á því sem maður var að sýsla og sá áhugi á börnum dvínaði síst með árunum. Hún var mikil barnagæla og hjá börnum mínum skipaði hún sér- stakan heiðurssess. Vart mátti á milli sjá hjá hvorum eftirvæntingin var meiri, Guggu eða afmælis- barninu, þegar verið var að taka upp afmælisgjafir í barnaafmælum í fjölskyldunni. Langþráður ömmu-draumur Guggu rættist svo á síðasta ári þeg- ar gullmolarnir hennar fæddust með nokkurra mánaða millibili. Það duldist engum að það var stolt amma sem deildi óspart með okkur myndum og sögum af drengjunum litlu. Elsku Gauki, Ólöf, Doddi, Atli og Linda, við Þór sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pia Hansson. Við kveðjum Guðbjörgu Friðriks- dóttur með söknuði og með virð- ingu og þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. Guðbjörg var góður starfsmaður, samviskusöm og ein- staklega rösk. Hún gekk vasklega fram en gat verið hvöss og ákveðin í framkomu. Hugur hennar var hins vegar hlýr og hjartalag gott. Guðbjörg starfaði fyrst við síms- vörun og móttöku en færði sig síðar til yfir í iðgjaldabókhald lífeyris- sjóða þar sem hún sá um skráningu iðgjalda og samskipti við launa- greiðendur. Stuttu eftir að hún byrjaði í iðgjaldabókhaldinu þurfti að uppfæra tölvukerfið í fyrirtæk- inu og auka minnisrými. Var sú breyting jafnan kennd við Guð- björgu sem var fádæma dugleg og afkastamikil. Eitt skiptið þegar hún mætti fyrst allra til vinnu kl. 7 að morgni hafði hún gert jólahrein- gerningu í eldhúsinu fyrr um morg- uninn. Guðbjörg var sóldýrkandi og hafði ánægju af sólarlandaferðum. Í baráttu við illvígan sjúkdóm sýndi hún mikinn styrk og horfði jákvæð fram á veginn. Hún hélt sínu striki og fór í sólina á Kanarí fyrir örfá- um vikum. Við sendum Eiríki og afkomend- um Guðbjargar innilegar samúðar- kveðjur. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tímum. Minning um góðan vinnufélaga lifir. Samstarfsfólk í Íslandsbanka – Eignastýringu (áður VÍB). Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Við sendum fjölskyldu og vinum Guðbjargar samúðarkveðjur. Starfsfólk Viðskiptavers Íslandsbanka. Nú hefur Guðbjörg kvatt okkur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm síðustu þrjú árin. Við munum ávallt minnast Guðbjargar fyrir ótrúlega þrautseigju, baráttu- vilja og jákvæðni. Þessi einkenni Guðbjargar hafa án efa hjálpað henni í gegnum erfiðan veikinda- tíma. Við kynntumst Guðbjörgu þegar samstarf okkar hófst hjá VÍB, Verðbréfamarkaði Íslandsbanka, fyrir fjórtán árum. Guðbjörg var ávallt atorkumikil og hress. Hún var ein af þeim starfsmönnum sem var alltaf mætt fyrst og vann hratt og af miklu kappi. Hún sýndi störf- um sínum mikinn áhuga, en ekki síður samstarfsfólki sínu sem henni var mjög annt um. Hún fylgdist vel með fjölskyldum okkar og sam- gladdist okkur þegar það átti við. Það brást til dæmis aldrei að Guð- björg mundi eftir afmælisdögum okkar og barnanna okkar. Ef af- mælisdagarnir voru ekki á vinnu- degi, þá hringdi hún með afmæl- iskveðju. Við nutum þess einnig að fylgjast með breytingum hjá fjöl- skyldu hennar, ekki síst giftingu Ólafar og fæðingu barnabarnanna sem komu í heiminn eftir að hún veiktist. Fjölskyldan og við samstarfs- mennirnir höfum misst góðan fé- laga, langt um aldur fram, sem verður sárt saknað. Kæri Eiríkur, Ólöf, Þóroddur og tengdabörn. Við vottum ykkur okk- ar innilegustu samúð. Margrét Sveinsdóttir, Vilborg Lofts. Það er skammt stórra högga á milli í nýlega stofnaðri deild hjá Ís- landsbanka. Á aðeins tíu mánuðum höfum við þurft að kveðja þrjá af samstarfsmönnum okkar. Nú kveðjum við Guðbjörgu Friðriks- dóttur. Guðbjörg hóf störf hjá VÍB á þeim tíma sem íslenskur verðbréfa- markaður var í burðarliðnum. Nú þegar litið er yfir farinn veg eru minningarnar allar skemmtilegar og hlýjar þó að oft hafi gefið hressi- lega á bátinn. Guðbjörg starfaði fyrstu árin hjá VÍB við móttöku viðskiptavina og því fylgdi síma- skiptiborðið. Þetta var fyrir tíma þráðlausra síma og því oft erfitt fyrir ungmennin sem voru ein heima að komast í samband við mömmu í vinnunni. Það fylgdi því starfi Guðbjargar að svara hinum ýmsu spurningum elsta sonar míns um ýmis praktísk atriði s.s. „Hvað er klukkan þegar hún er 15.40?“ eða „má ég fara í sund?“ Ávallt svaraði Guðbjörg hlýlega og hvetj- andi þó að mig reki ekki minni til að þetta verk hafi verið í starfslýs- ingu hennar. Reyndar hef ég stund- um sagt að strákurinn minn hafi verið alinn upp á símaskiptiborðinu hjá VÍB svo vel var um hann hugs- að og fyrir honum séð. Jafnvel spariskórnir hans Þórodds voru eitt árið spariskór á mínu heimili. Guðbjörg var ákaflega iðin, ósér- hlífin og árrisul svo eftir var tekið. Oft var hún mætt fyrst allra til vinnu í Íslandsbanka, beið eftir póstinum til að hægt væri að hefja skráningu lífeyrisiðgjalda. Hún kappkostaði að hafa alltaf hreint borð og standa skil á sínu, þess vegna hafði hún stundum lítinn skilning á því að greiðendur ið- gjalda skyldu ekki strax senda skilagreinar til lífeyrissjóðanna. Hún fór ekki í manngreiningarálit og ef illa gekk að fá skilagreinarnar þá var bara talað við forstjóra fyr- irtækjanna. Í eitt skiptið sem mér var fengið það verkefni að byggja upp bak- vinnslu í Íslandsbanka þá var Guð- björg eini starfsmaðurinn. Hún minnti mig stundum á hver hvatn- ingarorð mín voru en þau voru á þá leið að það þyrfti ekki nema tvo til að snúa saman bökum og að nú skyldum við berjast. Það er skemmst frá að segja að Guðbjörg barðist af dugnaði og krafti. Þessir eiginleikar hennar og bjartsýnin sem einkenndi hana komu sér síðar vel í veikindum hennar. Þótt stríðið hafi tapast þá vann hún hverja orr- ustuna á fætur annarri þó að útlitið væri dökkt. Litlu orkumolarnir og ömmustrákarnir þeir Arnþór og Erik Maron áttu sinn ríka þátt í því að aldrei kom henni til hugar að gefast upp. Að leiðarlokum vil ég þakka Guð- björgu samfylgdina, hún er kært kvödd. Þeim Eiríki, Ólöfu, Þóroddi og fjölskyldum þeirra send ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur og óska þeim guðs blessunar. Selma Filippusdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 43 Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HÖLLU VALGERÐAR PÁLSDÓTTUR, f. 2. febrúar 1929 - d. 5. mars 2004, Sogavegi 133, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ari B. Franzson, Sigríður J. Aradóttir, Franz Arason, Anney B. Sveinsdóttir, Magnea B. Aradóttir, Reynir Magnússon, Páll B. Arason, Gunnlaug K. Gunnarsdóttir, Þórunn Aradóttir, Ágúst Ágústsson, Jón Arason, Sigríður M. Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru, ELÍNAR B. BRYNJÓLFSDÓTTUR, Seiðakvísl 36, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá allir þeir sem hafa sýnt samúð með heimsóknum, blómum og minningarkortum, sérstakar þakkir fær einnig allt það hjúkrunarfólk sem annaðist hana síðustu mánuðina. Læknunum Ástráði B. Hreiðarssyni og Magnúsi Böðvarssyni viljum við þakka einstaka umönnun gegnum árin. Hjörtur Benediktsson, Brynjólfur Karlsson, Brynjólfur Hjartarson, Edda Björk Viðarsdóttir, Benedikt Hjartarson, Jóhanna M. Vilhelmsdóttir og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR INGA ÓLAFSSONAR frá Hagavík, Grafningshreppi, áður til heimilis á Suðurgötu 39, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði. Guð blessi ykkur öll. Margrét G. Lange, William Lange, Einar S. Guðmundsson, Ólafur H. Guðmundsson, Ósk M. Guðmundsdóttir, Páll Gíslason, Bonnie L. María Colvin, Luke Theophilus, barnabörn og barnabarnabörn. LAUFEY ÁSGEIRSDÓTTIR, Æsufelli 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 26. mars kl. 14.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristþór B. Helgason. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR SIGURÐSSON fyrrverandi alþingismaður, Laugarnesvegi 89, sem lést föstudaginn 19. mars, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 26. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag áhugafólks og aðstand- enda alsheimersjúklinga, FAAS, eða önnur líknarfélög. Bergþóra Óskarsdóttir, Bjarney Kolbrún Garðarsdóttir, Hjörleifur Kristinsson, Tryggvi Garðarsson, Sigríður Garðarsdóttir, Gerður Klara Garðarsdóttir, Haraldur Júlíusson, Guðný Ósk Garðarsdóttir, Sölvi Fannar Viðarsson, Edda Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.