Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 41 Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Hrönn Benónýs-dóttir fæddist á Húsavík 15. október 1947. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 16. mars síð- astliðinn. Hrönn var dóttir hjónanna Ben- ónýs Arnórssonar, f. 25. september 1927, og Valgerðar Jóns- dóttur, f. 1. desem- ber 1929. Hrönn var elst af sjö systkin- um, hin eru Jón Friðrik, f. 27. júlí 1949, Guðrún Arnhildur, f. 7. júní 1952, Arnór, f. 13. ágúst 1954, Friðrika Sigríður, f. 13. ágúst 1956, Bergþóra, f. 2. apríl 1958, og Hörður Þór, f. 25. júní 1963. Hrönn giftist Guðmundi Þ. Hjálmarssyni 1968, en þau skildu 1983. Þau áttu fimm börn saman, þau eru: 1) Valdís Bára, f. 3. jan- úar 1966, dóttir hennar og Að- alsteins Helga Aðalsteinssonar, f. 4. febrúar 1965, er Sædís Ósk, f. 1984, unnusti Ulrik Kristensen, f. 1980, dóttir þeirra Anna Valdís, f. 2004. Valdís var áður gift Berg- 21. ágúst 1966, er Guðmundur Smári, f. 1987. 5) Benóný Arnór, f. 1. nóvember 1977, kona hans Elínborg Herbertsdóttir, f. 6. jan- úar 1972, dóttir þeirra er Birna Valgerður, f. 2000. Eftirlifandi sambýlismaður Hrannar er Páll Gunnar Loftsson, f. 7. janúar 1949. Börn hans eru Þórhalla, f. 26. janúar 1974, og Ágúst Örn, f. 10. nóvember 1980. Hrönn ólst upp á Hömrum í Reykjadal og bjó lengst af í Reykjadal en flutti 1984 á Ísafjörð og bjó þar til dánardags. Hún var starfsmaður Kaupfélags Þingey- inga til margra ára. Eftir að hún flutti á Ísafjörð fór hún að vinna á Loftskeytastöðinni á Ísafirði. Út- skrifaðist ritsímaritari úr Póst- og símaskólanum og vann á Ísafjarð- arradíói þar til það var lagt niður 1999. Eftir það vann hún sem stuðningsfulltrúi á Bræðatungu, sambýli fyrir fatlaða og var síðar stuðningsfulltrúi í sjálfstæðri bú- setu fatlaðra á eyrinni á Ísafirði. Hrönn var lengi virk í leikdeild Eflingar og Litla leikklúbbnum og formaður hans um tíma. Hún var mikil kvenréttindakona og var í framboði fyrir Kvennalistann í Al- þingiskosningum 1987. Hún hjálp- aði mörgum með heilun og fyr- irbænum. Útför Hrannar verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sveini Ólafssyni, f. 5. febrúar 1963, börn þeirra eru Ólafur Steinar, f. 1989, d. 1989, Ólafur Davíð, f. 1990, og Hrannar Pétur f. 1993. 2) Svanhvít Sjöfn, f. 28. apríl 1967, maður hennar Gunnar Frið- geirsson, f. 29. júní 1956, sonur þeirra er Alex Már, f. 1997. Börn Svanhvítar úr fyrri sambúð með Ara Agnari Hallgríms- syni, f. 1964, eru Berglind Silja, f. 1984, unnusti Leó Rúnar Alexandersson, f. 1982, Margrét Þórdís, f. 1989. 3) Stefán Björgvin, f. 17. júní 1970, unnusta Harpa Arnórsdóttir, f. 7. janúar 1978, dóttir þeirra er Íris Embla, f. 2004. Börn Stefáns úr fyrri sambúð með Guðlaugu Soffíu Jónsdóttur, f. 17. maí 1967, eru Sandra Björg, f. 1987, Jón Kristinn, f. 1989, Baldur Stefán, f. 1993, og Sigurður Steinberg, f. 1996. 4) Dísa Bergþóra, f. 24. júní 1972, sonur hennar úr sambúð með Veigari Sigurði Jónssyni, f. Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að upplifa þetta aftur þegar hún Þórdís frænka dó. Síðan hafa margir fallið frá af okk- ar fólki sem erfitt hefur verið að sjá á eftir en nú ber í bakkafullan læk- inn. Kæra mágkona, ég kynntist þér reyndar löngu áður en þú varðst það og strax urðum við góðir vinir, sem óx svo til muna þegar ég tók saman við „Gunnu systur“. Oft sátum við og rifjuðum upp okkar gömlu kynni og hlógum dátt. Eftir að við tengdumst reyndist þú mér ætíð sem besta systir og sýndir þú það best þegar við Gunný áttum í sem mestum erfiðleikum, þá skipti ekki máli hvort hún eða ég leitaði til þín. Þú gafst okkur báðum jafnt þín bestu ráð. Það er sjaldgjæft að sjá eins sam- ofnar og samtaka systur og ykkur þó að stundum hrikti í og það talsvert, einsog hjá sönnum systrum. Þá vor- uð þið fljótar að jafna það og fallast í faðma á ný. Elsku Hrönn, mér er ómögulegt að skilja hvernig ég og mínir eiga að halda áfram, þú varst svo stór partur af okkar lífi. Hver á nú að ráða draumana mína og í hvern á systir að hringja þegar henni líður illa eða er ofsaglöð og þannig gæti ég haldið lengi áfram. En það lýsir því kannski best hvers virði þú varst okkur að barnabörnin mín kölluðu þig „ömmu Hrönn“. Ég get ekki nógsamlega þakkað þér hvað þú reyndist börnunum mín- um alltaf vel og hjá þér áttu þau sitt annað heimili. Ég held að sá hlutur hafi ekki ver- ið til sem þú vildir ekki gera fyrir okkur, einsog sást fyrir fimmtugs- afmæli Gunnýjar, þegar þú orðin ansi veik, lagðir nótt við dag til að það yrði sem eftirminnilegast og þá kom líka vel í ljós hverslags snill- ingur þú varst í blómaskreytingum og mörgu fleiru. Við hjónin þökkum þér það af heil- um hug og Gunný biður mig að flytja þér sitt allra, allra besta þakklæti fyrir að þú lést þig hafa það að fara upp á svið og flytja henni frumsamið ljóð og lag og læt ég það fylgja með. Manstu það systir er vorum við ungar, okkar stóru drauma, óskir, vonir og þrár. Síðan við reynt höfum sorgirnar þungar, samt við höfum ætíð haldið brosi á brá. Sælt er nú lífið, systir mín góð, saman því getum við kveðið dýran óð. Svo bjóddu mér til þín á Bjarteyjarsandinn, blítt er komið sumarið, svo syngjum við. Já, á Bjarteyjarsandinn vildir þú koma, og þar leið þér vel, komst alls sjö sinnum til okkar í Hamrahlíð, stundum svo veik að það var með ólíkindum að þú legðir það á þig. En það var sama æðruleysið, dugnaður- inn og þráin sem þú og sýndir í gegn- um allt þitt mikla veikindastríð, það var ótrúlegt. Margar góðar og eftirminnilegar stundir höfum við átt saman en ég held að kvöldið í haust þegar þið Palli og Rikka komuð til okkar í Hamrahlíð, verði efst og fæ ég það aldrei fullþakkað að eiga þær minn- ingar, meira að segja sýndu norður- ljósin sig fyrir þig. Ég er svo glaður að hægt var að verða við ósk þinni um hinsta hvílu- stað. Þegar ljúft yfir lynggrónar heiðar léttir tónarnir svífa um lönd, koma myndirnar margar og greiðar minningarnar og átthagabönd. Þessi dalur er dalurinn okkar, dagar bernskunnar lifa í hug. Þessi friðsæld og fegurð hún lokkar frelsi opnar og gefur oss dug. (Stefán J. Bjarnason.) Elsku Valla, Benni, Palli, Daddý, Systa, Bjöggi, Dísa, Benni og allir aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið minn æðri mátt að vera með okkur öllum, nú og ævinlega. Ég ætla að setja hér nokkrar línur sem Hrönn og Palli sendu fjölskyldu minni á erfiðri stund. Trúið á sólina þó hún skíni ekki, trúið á kærleikann jafnvel þótt hans sjáist ekki merki. Trúið á guð þótt hann taki ekki til máls. Elsku hjartans Hrönn mín, ég kveð þig hér, með kærri þökk fyrir allt og allt en minningarnar geymi ég um aldur og ævi. Jakob Kristjánsson. Þegar við minnumst Hrannar frænku eða „ömmu Hrönn“ eins og okkur var orðið tamt að kalla hana eftir að að næsta kynslóð kom til sögunnar, koma fimm orð upp í hug- ann. Hlátur, grátur, lífsnautnir, galdrar og manneskja. Hlátur því að alltaf var stutt í hlátur hjá henni sama á hverju gekk í hennar lífi, og ófáar stundirnar áttum við saman við eldhúsborðið hlæjandi að ein- hverju spaugilegu sem hún hafði séð eða heyrt. Hún var þeim kostum gædd að sjá alltaf spaugilegar hliðar á öllum málum. Grátur því að alltaf gátum við komið til hennar með sorgir okkar og erfiðleika hvort sem við vorum börn, unglingar eða full- orðið fólk, og mikið var gott að halla sér að öxl hennar og gráta því að alltaf mætti maður skilningi og hlýju, sama hver ástæðan var. Lífs- nautnir því að hún var kona sem kunni og vildi njóta lífsins lysti- semda og án nokkurs vafa situr hún núna einhvers staðar á góðum stað umkringd góðu fólki með kaffibolla og „gamli sorrý gráni“ ekki langt undan, að spá í spil eða bolla. Galdrar, spámennska og önnur and- leg málefni voru henni mjög hugleik- in og alltaf var hún til í að skyggnast inn í framtíðina fyrir okkur, bæði í gamni og í alvöru. Manneskja var síðasta orðið en þó það langstærsta því að það var það sem hún var fyrst og fremst, manneskja með óendan- lega mikið af hlýju og skilning. Manneskja sem eins og aðrar slíkar var ekki gallalaus en var alltaf til í að viðurkenna sína, sem gerði hana stærri og meiri en flesta aðra. Mann- eskja með stórt hjarta sem alltaf var pláss í bæði fyrir menn og málleys- ingja. Manneskja með stóra og „gamla“ sál sem alltaf var til í að veita af viskubrunni þeim sem hún hafði öðlast í gegnum sitt líf. Mann- eskja sem vildi njóta lífsins og greip hvert tækifæri til að gleðjast með góðum vinum. Manneskja sem setti fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti og lagði allt á sig til að hagur fjölskyld- unnar yrði sem mestur og bestur. Að lokum viljum við kveðja frænku okk- ar og góðan vin með ljóði Odds Bjarna Þorkelssonar, Er á meðan er. Ljúflega leiðir mig. Ljóðstafur og segir þig þreytta en, þráin sé vakin. Það þakka ber. Er á meðan er. Hispurslaust hef ég nú hlekki fellt, öðlast trú. Og nýja sýn, nautnina fundið. Það þakka þér. Er á meðan er. Suma rigningardaga er sem bakið beri byrðar sem dygðu lífið allt. Þú sekkur dýpra, mjakast aðeins fet fyrir fet þá finnurðu geislann þar sem þú ætlaðir síst. Enginn veit hvað upprásin ætlar þér og framtíðin forvitnileg og falin í dögum. Þakka ber allt sem þér auðnast og er á meðan er. Gakktu með guðunum, frænka. Benóný, Friðrik, Þórdís, Anný og fjölskyldur. Brotna tár á vöngum mér, þráin eftir nálægð þinni og of sár stund er sú að drekka kaffi án þín. Hlátrasköll og hlýr armur, traust- ur klettur í haföldum veraldar sem gott var að hvíla sig hjá en hefur fengið hvíldina sjálfur. Ljúfsárar minningar kveikja hlýju í brjósti en tár í augum. Minning þín hverfur aldrei. Þú varst, þú ert, þú verður amma Hrönn. Elsku Hrönnin mín, hvað er hægt að segja á svona stundu, þegar það er svo margt sem maður vill segja en engin orð eru til staðar. Ég vil byrja á að þakka þér allar þær stundir sem við áttum saman þegar ég var barn, hve gaman var og gott að koma á Ísó til þín. Í fransk- brauð með súkkulaði, hlýjan faðm og sívökul eyru, hvað sem það var, alltaf voru þau opin og viskuorð á vörum. Unglingur í vanda fékk ég ráð- leggingar, sem þú vissir vel að ég færi ekki eftir, en ekki stöðvaði það þig í að reyna að beina mér af þeirri röngu braut sem ég var á í það og það skiptið. Mér er minnisstæð flugferð sem við fórum saman, og flughræðslan var mikil hjá okkur báðum en þú hafðir þína hræðsludropa sem ég gat ómögulega komið niður en þá hafðir þú á orði að ef flugvélin færist þá myndum við allavega fara glaðar. Ósköp hefði ég viljað vita að þú vær- ir að fara því þá hefði ég laumað nokkrum hræðsludropum með þér fyrir löngu ferðina en nú treystum við á himneskan föður um að hann eigi nokkra dropa handa þér. Hljóð sem þú átt og ilmur þinn er alltaf það sem skýtur upp í kollinn þegar minnst er á þig. Skrölt í arm- böndum og angan af ilmvatninu þínu svífur í kringum mann. Endalausir spádómar sem þú þreyttist aldrei á að leggja eða kíkja í bolla, ráðlegg- ingar um drauma, bæði vökudrauma og svefndrauma, Þú varst svo mörg- um svo mikið. Minning þín hverfur aldrei. Elsku afi og amma, Palli, börn, og elsku dýrin hennar, aðrir aðstand- endur og allir þeir sem elskuðu Hrönn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð, erfiðir eru þessir tíma hjá okkur en við verðum að vona að henni líði vel og að hún verður alltaf í kringum okkur. Hvíl þú í friði, elsku Hrönn. Þín Anný Jakobína. Það er maí 1964. Hópur af ungu og glöðu fólki er fyrir utan byggingar Héraðsskólans að Laugum í Reykja- dal. Þetta unga fólk hefur verið sam- an í heimavist þessa skóla í tvo til þrjá vetur. Fólk hefur kynnst vel, á þann hátt sem heimavistardvöl ein getur tengt menn saman. Þennan dag er kvíðablandin vongleði í hópn- um. Þessar samvistir eru á enda, enginn veit með vissu hvað bíður en eðlislæg bjartsýni æskunnar er þó ríkjandi. Í hópnum vekur athygli hávaxin dökkhærð stúlka, andlitsfallið sterkt með grískum dráttum. Hún Hrönn á Hömrum var nefnilega í hópi okkar gagnfræðinga á Laugum fyrir hart- nær 40 árum. Þarna luku skóla- göngu á Laugum liðlega 30 nemend- ur víða að af landinu. Samheldni þessa hóps var mikil og ef nokkuð er þá hefur hún aukist með árunum. Hópurinn hefur komið saman á fimm ára fresti síðan við urðum „10 ára“. Yfirleitt hefur meirihluti hópsins getað mætt, nokkrir hafa alltaf tekið þátt í „hittingnum“, þeirra á meðal hún Hrönn. Alveg eins eftir að hún var flutt til Ísafjarðar þá lét hún sig ekki vanta. Nú er komið að fjörutíu ára útskriftarafmælinu. Þar verður stórt skarð. Tilhugsunin um slíkt af- mæli án Hrannar er í dag nær óhugsandi. Sorgin er hjá okkur sem eftir stöndum alltaf nokkuð blandin eig- ingirni. Við hörmum það sem ekki getur orðið og aldrei verður samt aftur. En svo vel þekkjum við vin- konu okkar að við vitum að það er síst í hennar anda að ekki sé haldið áfram. Með það að leiðarljósi kveðj- um við í dag. Fullvissan um, að allir samferðamenn Hrannar í þessu jarðlífi eru ríkari að hafa kynnst henni og átt að vini, hjálpar okkur á erfiðum dögum. Þú varst ætíð fremst í för fresisþráin brann svo ör, Munum brosið milt á vör móðurina og æsku fjör. Hefur lokað Hamra rós hinstu krónu sinni, Guð þeim öllum gefi ljós er geyma þig í minni. Fjölskyldunni allri vottum við innilega samúð. Þar er skarðið stærst og missirinn mestur. Góður guð sé þeim og okkur öllum styrkur á sorgarstundum. Bekkjarfélagarnir frá Laugum 1964. Það var um páskana 1999 sem ég kynntist Hrönn fyrst. Ég var þá í heimsókn á Ísafirði með kærustu minni Dísu, dóttur Hrannar, og syni hennar Smára. Ég hafði örlítið kynnst nokkrum úr fjölskyldunni áð- ur, en þarna var ég að hitta móður kærustunnar, verðandi „tengdó“ ... ættmóðurina! Þetta var stórt skref, en líkt og með alla í þessari ætt, þá var mér einstaklega vel tekið og það fyrsta sem Hrönn gerði þegar hún sá mig var að gefa mér stórt og gott faðmlag. Ég gleymi þessum fyrstu kynnum okkar aldrei, og alltaf var hún brosandi og hress. Ég lærði margt á þeim tíma sem ég bjó með Dísu og Smára, og beint og óbeint tók Hrönn þátt í því að þroska mig. Jafnvel þótt að sambúð okkar Dísu hafi lokið fyrir tæpum tveimur árum, þá erum við bestu vinir í dag og náði ég þó nokkrum sinnum að hitta á Hrönn í heimsókn hjá Dísu og Smára þegar ég leit þar við sjálfur. Alltaf brosti hún til mín, og tók mér eins og fjölskyldumeðlim. Mér fannst jákvæðnin, ákveðnin og hressleikinn vera einkenni Hrannar. Verst þykir mér í dag að hafa ekki getað sagt henni það persónulega, en vona þó að einhvern veginn þessi skilaboð komist til skila á réttan stað. Það var alltaf fjör í kringum Hrönn og eflaust er ég ekki að segja neinar nýjar fréttir. Ég hef margar góðar minningar um hana í kollinum og þaðan hverfa þær aldrei. Of langt mál væri að telja þær upp hér en það kannski lýsir Hrönn einna best fyrir mér, að henni hafði fundist svo eðli- legt að ég hefði verið með í matar- boði hjá Systu í Hafnarfirði þegar Hrönn og þrjú barna hennar ásamt fjölskyldum komu saman og áttu góða kvöldstund. Ég hafði litið þar við því við Smári ætluðum í bíó, en þegar ég heyrði þetta þá brosti ég og hugsaði að þarna hefði verið um ekta Hrönn að ræða. Mér fannst yndislegt að fá að hitta Hrönn þetta febrúarkvöld en aldrei óraði mér fyrir því að ég myndi ekki hitta hana aftur. Ég var alltaf hand- viss um að ákveðni hennar og kar- akter myndi fleyta henni yfir þennan erfiða sjúkdóm sem hún glímdi við, og sá fram á áframhaldandi kynni um ókomin ár. En við manneskjurn- ar erum ekki ósigrandi. Elsku Dísa og Smári, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur og vona að þið vitið hversu vænt mér mun alltaf þykja um ykk- ur. Foreldrum Hrannar, börnum hennar, sambýlismanni, systkinum og öllum þeirra fjölskyldum sendi ég líka innilegar samúðarkveðjur. Ég mun sakna Hrannar gífurlega en ylja mér við góðar minningar, því það er sko nóg af þeim. Þorsteinn G. Jónsson (Doddi). HRÖNN BENÓNÝSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hrönn Benónýsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.