Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 35
Í
nýrri stefnu stjórnvalda í
málefnum starfræns sjón-
varps leggur Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra
til að stofnað verði sjálf-
stætt fyrirtæki í eigu aðila á þess-
um markaði sem muni byggja upp
og reka staf-
rænt dreifikerfi
fyrir sjónvarp
og útvarp. Það
lækki kostnað
og auki sam-
keppni þar sem
nýjar sjón-
varpsstöðvar
þurfi ekki að
byggja upp dýrt
dreifikerfi til að
hefja útsendingu. Hann segir
framboð sjónvarpsrása margfald-
ast með þessari nýju tækni og út-
sendingarrásirnar verði ekki tak-
markandi þáttur í dreifingu
sjónvarpsefnis. Því komi ekki til
greina að skattleggja þau fyr-
irtæki sérstaklega sem nýti þessar
rásir.
Sturla segir meginmarkmið
stjórnvalda vera að auka fjöl-
breytni og bæta aðgengi neytenda
að sjónvarpsefni. Stuðlað verði að
samvinnu fjölmiðla- og fjarskipta-
fyrirtækja í dreifingu sjónvarps-
efnis en samkeppni þeirra á milli í
efnisframboði. „Forsvarsmenn fyr-
irtækjanna hafa tekið þessu mjög
vel,“ segir hann og hefur falið
Hrafnkeli V. Gíslasyni, forstjóra
Póst- og fjarskiptastofnunar, að
leiða viðræður allra þessara aðila
um samstarf á þessu sviði.
Uppbygging hefjist
á næsta ári
„Ég vona að það náist sam-
komulag um þetta fyrirkomulag á
þessu ári og við stefnum á að
hefja uppbyggingu á stafrænu
sjónvarpsdreifikerfi strax á næsta
ári. Áætlað er að því ljúki árið
2008,“ segir samgönguráðherra.
Hann leggur áherslu á að þetta
gerist eins hratt og mögulegt sé
því endurnýjun á tækjabúnaði,
sjónvarpi og sendum til dæmis, sé
hröð á þessum markaði. Þetta
verði opið ferli og neytendur fái
að fylgjast með framþróuninni
vilji þeir gera ráðstafanir fyrir
framtíðina.
Með rekstri sameiginlegs dreifi-
fyrirtækis verður heildarfjárfest-
ing í þessari nýju tækni lægri,
rekstrarkostnaður minni, upp-
bygging skipulagðari og hag-
kvæmari og heildarlausnin eins-
leitari að mati Sturlu. Í breyttu
skipulagi dreifikerfis felist áhersla
stjórnvalda á að koma á láréttri
uppbyggingu á þessum markaði í
stað lóðréttrar, þar sem sama fjöl-
miðlafyrirtækið framleiðir dag-
skrána, dreifir í sínu kerfi og stýr-
ir aðgangi að henni.
„Lausnin er einsleit og því þjóð-
hagslega hagkvæm,“ segir Sturla
og gert sé ráð fyrir að framleið-
endur sjónvarpsefnis hafi jafnan
aðgang að dreifikerfinu á eðlilegu
aðgangur að efni með einföldum
og einsleitum hætti.
Margfalt fleiri dagskrár
Gert er ráð fyrir að allar UHF-
sjónvarpsrásirnar verði gerðar
stafrænar, en nú er sent út hlið-
rænt á þeim flestum. Þær eru
samtals 49 og fullnýttar á Suð-
vesturlandi til útsendinga á tíu
dagskrárefnum. Fjölmargar rásir
eru nýttar til endurvarps sjón-
varpsstöðva á skuggasvæði, sem
stóru sendarnir á Vatnsenda ná
ekki til. Með því að breyta þessum
rásum í stafrænt form er mögu-
legt að koma allt að fimm dag-
skrárefnum á hverja þeirra. Jafn-
framt þarf ekki að nota þær til
endurvarps þar sem þær þurfa
ekki að vera í sjónlínu frá deifi-
mastrinu. Fræðilega séð má því
gera ráð fyrir að nýtanlegar út-
sendingarásir verði allt að 200
talsins.
Sturla segir aukin tækifæri fel-
ast í þessum breytingum og í
raunveruleikanum sé tíðni til út-
sendinga ekki takmarkandi þáttur
í samkeppninni. Því sé ekki þörf á
að bjóða þessar rásir upp eða
skattleggja fyrirtæki sem nýta
þær sérstaklega umfram önnur.
Þannig sé stuðlað að ódýrari þjón-
ustu fyrir neytendur og öflugri
fyrirtækjum. Þetta sé auðlind sem
nýtt skuli í allra þágu samkvæmt
stefnu ríkisstjórnarinnar. Íslend-
ingar megi ekki sitja eftir í þess-
ari þróun.
Ríkið ekki
hluthafi
Samgönguráðherra telur ekki
eftirsóknarvert að ríkið verði hlut-
hafi í nýju dreifingarfyrirtæki.
Það eigi að vera í höndum þeirra
aðila sem starfi á þessum mark-
aði. Þó útilokar hann ekki aðkomu
ríkisins með einhverjum hætti
eins og hafi gefist vel með lagn-
ingu FarIce-sæstrengsins, sem
tengi Ísland við Evrópu. Samstarf
einkaaðila og hins opinbera hafi
verið sérstaklega farsælt í því til-
viki.
Samkvæmt tillögum Sturlu
munu stjórnvöld m.a. uppfylla
skyldur Ríkisútvarpsins um þjón-
ustu við alla landsmenn við upp-
byggingu dreifikerfis. Þá gæti rík-
ið stutt við dreifingarfyrirtækið,
sem skuldbindi sig til að ná 99,9%
dreifingu. Varðandi þjónustu við
mismunandi landsvæði, t.d. hvað
varði fjölda dagskráa, munu mark-
aðslögmálin ráða hverju sinni.
Ekki sé ólíklegt að fleiri en eitt
dreififyrirtæki muni starfa á þétt-
býlli landsvæðunum. Jafnframt
segir að kanna eigi hagkvæmni
þess að senda út íslenskt sjón-
varpsefni um gervitungl til sjó-
manna, til landfræðilega af-
skekktra staða og til Íslendinga í
Norður-Evrópu.
kostnaðarverði, sem auki sam-
keppni. „Það mun auðvelda nýjum
aðilum að koma inn á markaðinn
og stuðla að fjölbreyttri þjónustu
við alla landsmenn.“ Það sé eimitt
annar meginkostur þessarar nálg-
unar; að neytendum sé tryggður
Samgönguráðherra leggur fram stefnu um stafrænt sjónvarp
Eitt sameiginlegt stafrænt
dreifikerfi verði byggt upp
" )
+,
*-
Stefnt er að því að hefja
innleiðingu stafræns
sjónvarps á Íslandi
strax á næsta ári og það
nái til 99,9% þjóð-
arinnar árið 2008. Sam-
gönguráðherra sagði
Björgvini Guðmunds-
syni að framboð sjón-
varpsrása myndi marg-
faldast með nýrri tækni.
bjorgvin@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 35
nnig við-
itir Pilar
fna þess-
m hafi átt
niels.
ur manna
ald gegn
ér, sonur
þeir sem
ak,“ sagði
AP
kjunni í
ds, Colin
(fyrir
lands.
banna
adríd
Reuters
u í
fðu verið
AP
adríd í gær. Hægra megin við þau eru Filippus
lífið í sprengjutilræðunum í borginni 11. mars.
FULLTRÚI Íslands við minning-
arathöfnina í Madríd var Geir H.
Haarde fjármálaráðherra. Geir
sagði stjórnir víða um heim hafa
viljað votta Spánverjum samúð og
sýna þeim samstöðu vegna þessara
hörmulegu atburða. „Mér fannst
þetta vera mjög hátíðleg og virðu-
leg athöfn,“ sagði Geir. „Þetta var
afar áhrifamikið.“
Mikil alvara hefði hvílt yfir öllu
en hann sagði athöfnina hins veg-
ar hafa verið fremur látlausa þeg-
ar hefðir þjóðarinnar væru hafðar
í huga.
Hann sagðist ekki hafa rætt
neitt að ráði við aðra gesti, ekki
hefði verið ráðrúm til samtala.
Þótt athöfnin hefði farið fram í
kaþólskri kirkju og fylgt siðum
Rómarkirkjunnar hefði við-
stöddum verið ljóst að verið væri
að heiðra minningu allra sem fór-
ust. „Þarna voru fulltrúar frá
Norður-Afríkuríkjum múslíma
sem settu þetta auðvitað ekki fyrir
sig,“ sagði hann.
Geir sagði öryggisgæsluna hafa
verið mikla en hann hefði í sjálfu
sér ekki orðið var við ótta við að
hryðjuverkamenn myndu nota
tækifærið og gera árás þegar svo
margt þekkt fólk væri sam-
ankomið á staðnum.
Hann svaraði að allt svæðið
hefði verið lokað af og hann hefði
a.m.k. ekki séð nein merki um
mótmæli. Í frétt á vef breska rík-
isútvarpsins, BBC, er þó sagt að
einn kirkjugesta hafi veist að José
María Aznar forsætisráðherra og
sakað hann um að hafa valdið
dauða dóttur sinnar.
Bangsar barna sem dóu
„Við fengum tækifæri til þess í
gær að fara á lestarstöðvarnar þar
sem þessi ódæði voru unnin,“
sagði Geir. „Það var líka mjög
áhrifamikið. Það er búið að
hreinsa mikið til en menn hafa af-
markað eins konar minning-
arsvæði. Þar hefur fólk tendrað
ljós á ótal kertum, skilið eftir
myndir og áletranir og texta af
öllu tagi til minningar um ástvini
sína.
Sumt af þessu var mjög átak-
anlegt. Þarna voru bangsar sem
höfðu verið eign barna sem fórust
og aðrir persónulegir hlutir sem
hafa mikil áhrif á þá sem þarna
koma,“ sagði Geir Haarde fjár-
málaráðherra.
„Hátíðleg
og virðuleg
athöfn“
STAFRÆNA tæknin í sjónvarpi er sams konar og tölvutæknin og
hugbúnaður gegnir stóru hlutverki. Í greinargerð Póst- og fjar-
skiptastofnunar segir að innleiðing stafrænnar tækni í sjónvarps-
þjónustu muni valda kaflaskilum í þróun sjónvarps á næstu árum.
Helstu kostir eru mun betri nýting í dreifikerfum og lægri kostn-
aður, betri mynd- og hljóðgæði, auðveldari samruni við önnur fjar-
skipti, möguleiki á gagnvirkni og auðveldari innkoma nýrra efnis-
framleiðenda á markaðinn.
Hægt er að bjóða margþætta þjónustu með þessari tækni þó að
óvísst sé hvaða möguleikar verði fyrst nýttir. Þegar útsending er
stafræn getur áhorfandinn spólað fram og til baka á völdum rásum
eða stöðvað útsendingu þegar síminn hringir. Í framtíðinn verður
hægt að nálgast sjónvarpsefni dagsins þegar komið er seint heim
eða jafnvel velja mynd úr gagnabanka til að horfa á. Þá er líka horft
á samþættingu sjónvarps og tölvu, t.d. við spilun netleikja, skoðun á
veraldarvefnum og tölvupóstsamskipti. Ekki er vitað hvenær þessir
möguleikar verða aðgengilegir íslenskum sjónvarpsáhorfendum,
sem brátt verða sjónvarpsnotendur.
Dagskrá dagsins
aðgengileg að kvöldi
Sturla Böðvarsson
Á Vatnsenda eru allar sjónvarpsstöðvarnar með öfluga senda.
Morgunblaðið/Þorkell
ÁÆTLAÐ er að stofnverð á nýju stafrænu dreifingarkerfi geti ver-
ið á bilinu 490–820 milljónir króna samkvæmt greinargerð starfs-
hóps um stafrænt sjónvarp, sem unnin var fyrir samgöngu-
ráðuneytið í apríl 2003. Árlegur kostnaður við rekstur dreifinets og
kostnaður notenda er frá 250–440 milljónum króna eftir því hvaða
dreifileið er valin. Kostnaður við að kaupa upp núverandi dreifi-
kerfi er gróflega áætlaður um 200 milljónir króna og er þá ein-
göngu horft til senda sem munu úreldast við upptöku á stafrænu
kerfi.
Í greinargerðinni segir að forsendan fyrir stofnun sameiginlegs
dreifingarfyrirtækis sé að allir stærri seljendur á sjónvarpsefni
myndu nota dreifingarkerfi hins nýja fyrirtækis. Samhliða því væri
nauðsynlegt að hið nýja fyrirtæki keypti núverandi dreifikerfi á
matsverði af þeim aðilum sem koma til með að beina öllum við-
skiptum til fyrirtækisins.
Kerfið kostar milljarð