Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 1
Um 170 læknar 09 sértræðingar á sjúkrahúsum i Reykjavlk hafa sagi upp og viija nvjan samning: i Segja kröfur sínar svara i j III20-30% kjarahóta j Undanfarnar þrjár vikur hafa streymt inn upp- sagnir sérfræðinga og aðstoðarlækna á sjúkra- húsunum i höfuðborginni og voru þær orðnar 170 talsins i gær. Þær ganga i gildi að tveim mánuð- um liðnum eða i lok mai og byrjun júni. Læknarnir hafa verið með lausa samninga siðan 1. nóvem- ber 1979 eða i um 18 mánuði og samningaviðræður i fyrra báru engan árangur. Kjaradómur dæmdi læknunum 6% hækkun eins og öðrum BHM-mönnum i febrúar, en við það vilja þéir ekki una. t>eir telja kröfugerð sina hafa svarað til 20-30% kjarabóta og að óhjákvæmilegt sé, ýmissa hluta vegna, að gera nýjan kjarasamning. Hver eru launin nú? Sérfræðingar og aðstoðar- læknar á Landspitalanum og Borgarspitalanum og aðstoðar- læknar á Landakotsspitalanum fá laun skv. kjarasamningi, sem raunar var laus 1. nóvember 1979. Hins vegar starfa sérfræö- ingar á Landakotsspitala skv. reikningi eða hliðstætt og verk- takar eða menn i ákvæðisvinnu þar sem innifaldar eru trygg- ingar og þvi um likt. Þeir haia ekki sagt upp störfum. Kjarasamningurinn, sem allir hinir fá nú greitt eftir, skammt- ar viðkomandi læknum eftirfar- andi grunnlaun! Aðstoðarlæknar fá i mánaðar- laun i byrjun kr. 7.868.00 en laun þeirra hækka siðan i 6 stigum upp i kr. 10.439.00 eítir reynslu og starfsaldri. Sérfræðingar fá i mánaðar- laun kr. 12.152.00 á mánuði og laun þeirra hækka i 1 jórum stig- um upp i kr. 13.669.00 eftir 15 ára starfsaldur. Siðan koma til greiöslur fyrir gæsluvaktir og útköl! á gæslu- vöktum, auk yfirvinnu. Er af ýmsum talið að læknar hafi mjög góða tekjumöguleika, þótt þeir þurfi á hinn bóginn að lengja vinnudag sinn, eins og fleiri stéttir. Læknar eru ekki sammála þessari túlkun, og miða þá gjarnan við að þeir sem komist á hærri launataxta hafi að baki langt sérnám og búi jafnvellangt fram á fertugsald- ur við margvislega röskun á högum,sem stytti raunverulega starfsævi þeirra til muná. —HERB innbrol ð Þingeyri Brotist var inn i Kaupfélagið á Þingeyri um helgina og stolið þaðan tóbaki og sælgæti. Farið hafði verið i gegnum glugga, sem mölvaður hafði verið, en inn- brotsþjófurinn hafði ekki fundist i morgun, þriðjudag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á ísa- firöi. — AS Skert framlag tll fallaðra Með lánsfjárlögunum, sen nú er verið að samþykkja á Alþingi, er ráðstöfunarréttur Endurhæfing- arráðs yfir Erfðafjársjóði skert- ur, eins og undanfarin ár. Munar hugsanlega milljónum, sem renna eiga beint i rikissjóð, en annars á að nota sjóðinn til upp- byggingar á endurhæfingar- og vinnustöðum fyrir fatlaða. End- urhæfingarráði þykir skerðing sjóðsins óviðunandi og sérstak- lega á ári fatlaðra, að sögn Hauks Þórðarsonar, yfirlæknis og for- manns ráðsins. Sambærileg skerðing var bætt upp i fyrra, en ekki liggur loforð fyrir um, að það verði gert nú. í fyrra urðu heildartekjur Erfða- fjársjóðs liðlega sex milljónir króna og á fjárlögum nú er gert ráð fyrir sex milljónum til ráð- stöfunar úr sjóðnum. Umfram- tekjur eiga siðan að renna i rikis- sjóð sem fyrr segir. — HERB Fundur um FÍA-málið Fyrsti fundur nýskipaðrar sáttanefndar i flugmannadeilunni var haldinn með málsaðilum i gærkvöldi, og var þá eingöngu rætt um, hvernig vinnubrögð skyldu viðhöfð, en ekki farið út i einstök efnisatriöi. Ef nefndin hefur ekki náð sátt- um eftir fjórar vikur, mun Hæsti- réttur skipa þriggja manna gerð- ardóm til þess að úrskurða i mál- inu. — P.M. A meöan flugstöðvarskákin var tefld f þingsölum, settust þeir Garöar Sigurösson og Halldór Blöndal niöur yfir venjuiegri skák, sem þeir Magnús H. Magnússon, ólafur Þóröarson ogPétur Sigurösson fyigdust meö af áhuga. Engum sögum fer af úrslitum þeirrar skákar — Sjá frétt á baksiöu (Vfsism. EÞS)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.