Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. april 1981 13 Frá stofnfundi Leikfélags Garðabæjar. Leikfélag stoinaö i Garðabæ 1 Garðabæ var fyrir nokkrum dögum siðan stofnað Leikfélag Garðabæjar og er það eigandi GarðaleikhUssins, sem starfað hefur i vetur. Félagið og leik- hUsið munu þó hafa aðskilinn f járhag, enda er leikhúsið rekið á atvinnugrundvelli. Formaður Leikfélagsins er Saga Jónsdótt- ir en framkvæmdastjóri Garða- leikhUssins hefur verið ráðinn Þórir Steingrimsson. Leikfélag Garðabæjar mun standa fyrir námskeiði i fram- sögn, sviðsframkomu og fleiru álika nU i vor fyrir 18 ára og eldri. Þá er á dagskrá að leita starfsaðstöðu. Ahugafólk, sem vill taka þátt i starfi leikfélagsins eða styrkja það, getur haft samband við talsmenn þess i simum 43848 og 44425. Hafin úlðáfa á Árbók Akureyrar Komin er út hjá bókaforlagi Odds Björnssonar Arbók Akur- eyrar, fyrsti árgangur, og er i henni sérstakur uppsláttarkafli um stofnanir og þjónustu á Akureyri. Ritstjóri er Guð- brandur Magnússon. Verði við- tökur góðar er áætlað að Arbók- in komi Ut áfram. Með þvi móti fengist gott yfirlit yfir sögu Akureyrar frá og með árinu 1980. I Árbókinni er langt frétta- yfirlit með myndum, og er ti- undað það helsta sem gerist i hverjum mánuði og birt i tima- röð. Fféttayfirlitið var skráð um leið og atburðir gerðust og er þvi i einskonar dagbókar- formi. Bæjarblöðin þjónuðu mikilvægasta hlutverkinu sem heimildir, en einnig var yfirlitið unnið jöfnum höndum úr Ut- varpi og sjónvarpi og sjálfstætt af ritstjóra. Næst á eftir fréttayfirliti koma einstakir annálar yfir mál, sem þýðingarmikil geta talist fyrir byggðarlagið. Hafa einstaka menn verið fengnir til að skrifa um hvern málaflokk. Fjölmargar myndir eru i bók- inni, sem ýmsir ljósmyndarar á Akureyri hafa tdcið. Síðasti hlutibókarinnar er svo upplýsingar um stofnanir og þjónustu i bænum, og er stofn- unum raðað i stafrófsröð, til að auðvelda uppflettingar. 1 formála segir Guðbrandur MagnUsson, ritst jóri, að með Ut- gáfu Arbókarinnar sé safnað á einn stað fréttum ársins og um- ræðu um málefni sem eru ofar- lega á baugi. Hér er um nýlundu að ræða i bæjarlifmu á Akureyri og ber bókin með sér að fólk i höfuð- stað Norðurlands lifir atburða- rika daga. LANGVIfíKUfí sem hefur áhrif í fleiri daga ekki bara eina morgunstund. Þú notar hann tvisvar í viku og ert þá alveg laus við svita alla vikuna og áhrifin hverfa ekki við böð eða þvott. EXTENDED LIFE ANTIPERSPIRANT SV/TAST/LL/fí Roll-on með ilmi Roll-on án ilmefna Cream án ilmefna Aerosol án ilmefna LÍTIÐ INN OG LÍTIÐ Á APÓTEK VISIR LISTAHATIÐ fatlaðra HALDIN UM PASKANA Forsvarsmenn sýningari nnar kynna hana á fundi með blaða- mönnum. (Vísism. EÞS) JC-hrevfingin á tslandi hefur helgað sig málefnum fatlaðra á yfirstandandi starfsári. Nú er i gangi hjá hreyfingunni tveggja ára verkefni sem ber nafnið „Leggjum öryrkjum lið”. 1 sambandi við verkefni þetta ætla þeir JC-félagar að efna til „Listahátiðar fatlaðra”, eða öllu heldur sýningar á verkum fatlaðra. Verður hún haldin 16.- 20. aprfl i Alftamýrarskólanum i Reykjavik. Fimm félög taka þátt i þessari sýningu, þau eru: Blindravinafélagið, Geðvernd, Heyrnleysingjaskólinn, Þroska- hjálp og Sjálfsbjörg. Munimir á sýningunni er það sem félagarnir eru að vinna að og á Þroskahjálp stærstan hlut i sýningunni. Auk þess verður boðið upp á ýmis skemmtiatriði sem fatlaðir sjá algjörlega um. Tilgangurinn með þessari lista- hátið er að ná hinum fötluðu út af stofnunum og þangað sem allir geta komið og notið þess sem þeir hafa unnið. Sýningin verður opnuð fimmtu- daginn 16. april kl. 2 og er opin til 7. Föstudag verður opið frá 3-6, laugardag 1-7, páskadag 3—6 og annan i páskum 2-10. JC-hreyfingin vill koma á framfæri þakklæti tii borgaryfir- valda, sem hafa sýnt þessu máli mikinn velvilja. Að lokum væri ekki úr vegi að hvetja alla til að koma og leggjp.fötluðum lið, þvi allur ágóði af sýningunni rennur til þeirra. —HS/MÞ superia EINSDÆMI á íslandi Vorum að taka upp sérhönnuð og handsmíðuð keppnishjól Yfírförum og skoðum hjólin ykkur að kostnaðar/ausu eftir sex mánaða notkun. örugg og góð viðgerðarþjónusta. Greiðslukjör Komið sjáið og sannfærist. HJÓL & VAGNAR Háteigsvegi 3 — 105 Reykjavik — ‘2? 21511

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.