Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 9
9 l'i'U ’tVIH .1! ;fc;y't Þriöjudagur 14. april 1981 vtsm ,, Lærdómur, þekking og rökvfsi hafa tilhneigingu til að ganga sér til húðar. Þau verða úrelt, og eins geta bragarhættir hlotið sömu örlög. En hið frumstæðasta eðli gætir sín, að forða sér frá því að verða vitinu að bráð, það leikur stöðugt á vitið með sinni f relsisþrá og þess vegna sest þaðá bekk með hinu sígilda". Guðbergur Bergsson Maöurinn er vera sem triíir, og hafa ahferöir hans til aö leita sér æðri ásjár og öryggis tekið á sig æði margvls- legar myndir, sumar hrollvekj- andi, aðrar háleitar. Má með sannindum segja að mannkyns- sagan sé óslitinn vitnisburöur um eirulausa viðleitni mannsins við að tengjast þeim veruleik sem er að baki hins sýnilega og áþreifanlega heims, finna rök tilveru sinnar og tilgang jarð- vistar sinnar. Hinn kunni bandarlski mannfræöingur William Howells telur að þessi ómótstæðilega tilbiðsluþörf marki skilin milli manns og dýrs. Maður er „vera sem veit skil á hlutum sem hann getur ekki séð, og trúir á það sem hann getur ekki skiliö”. Mennskan er með öðrum orðum fólgin í möguleikanum til sam- félags við guðdóminn. Vfsast er það engin tilviljun að bróðurparturinn af þvl sem heimsmenningin hefur frá upp- hafi vega skapað af varanlegum vertaætum á sér trúarlegar rætur og gildir þá einu hvort rætt er um heimspeki, bók- menntir, leiklist, myndlist, tón- list, danslist eða byggingarlist. Hvar sem niður er borið á þeim svæðum heims þar sem há- menning hefur blómgast og list- ræn tjáning verið með mestum ágætum: alstaöar er uppspretta hinna æðstu lista og frumleg- ustuhugsunar trúarleg. Listin I öllum sinum margvislegu myndum varð tæki mannsins eftir samruna við guðdóminn. Hún fól I sér vilja og viðleitni mannsins til að móta I áþreifan- legt og varanlegt form það sem aldrei verður að fullu skiliö, skilgreint, tjáð eða höndlað. Óþarft er að láta það liggja I þagnargildi að bakvið þetta um- fangsmikla og þrotlausa sköpunarstarf stóðu einatt voldug samtryggingarfélög klerka sem mynduðu efstu lög samfélagsins og héldu fast um völd sín og forréttindi. Það er gömul saga og ný að trúar- og tilbeiðsluþörf alþýðunnar hefur löngum verið notuð til að kúga hana og arðræna og sennilega vakti það fyrst og fremst fyrir Karli gamía Marx þegar hann hélt þvi fram að trúin væri ópl- um fyrir fólkið, en þaö breytir i engu þeirri grundvallarstað- reynd aö manninum er ásköpuð og eðlislæg þörfin fyrir tengsl við þá vídd veruleikans sem er handan skynheimsins, þá vidd sem felur I sér undur mannsins, undur llfsins, undur alheimsins. Þegar maðurinn hættir að finna til furðu og lotningar gagnvart undrum tilverunnar og alheims- ins hefur hann vissulega glatað dýrmætum mennskum eigin- leika. Furðulegur trúaráhugi Allt sem gott er og göfugt I mannheimi hefur veriö saurgað og misnotað af skammsýnum og valdasjúkum mönnum, og á það jafnt við um trúarbrögð sem aðrar háleitar hugsjónir mann- kindarinnar, en af þvl leiðir engan veginn að það sem saurgað er eða afskræmt I með- förum mannanna týni uppruna- legu gildi slnu. Ein orsök si- endurtekinna siðbóta er einmitt viljinn til að hverfa aftur til hinnar tæru uppsprettu, finna á ný hinn ómengaða kjarna. Ég hef þekkt marga einstakl- inga, ekki slst I hópi svokallaöra menntamanna, sem þykir áhugi minn á trúmálum furðulegur og nánast ósamboðinn upplýstum nútímamanni. Þó þessi afstaða sé kannski skiljanleg útfrá þeim sögufegu forsendum sem húmanisminn, upplýsingar- stefnan, rómantlkin og bjartsýn framfaratrú slðustu aldar skópu, þá þykir mér hún ein- kennileg með hliösjón af þvl að maðurinn er löngu dottinn úr þvi hásæti sem hann reisti sjálf- um sér I barnslegri eða blindri trú á mátt sinn og megin, og er oröinn íeiksoppur ómennskra tækniafla sem hann stendur ráðþrota gagnvart. Siðustu ára- tugir hefðu átt að færa okkur heim sanninn um hver vá er manninum búin þegar hann I hroka og sjálfbirgingi virðir að vettugi þá þætti trúar og sið- gæðis sem tengja hann uppruna slnum og innstu rökum tilver- unnar. Sagnfræðingurinn frægi, Am- old Toynbee, segir á einum stað: „Trúin er auösjáanlega ein af frumeigindum mannlegs eðlis. Enginn mannlegur ein- staklingur og ekkert mannlegt samfélag hefur nokkurtlma verið án trúar að einhverju tagi. Og þegar fólk lendir I trúarlegu svelti, þá geta bældar andlegar þarfir, sem eru sviptar lifs- nauðsyn, gripið til örþrifaráða og knúið það til aö leita sér trúarlegrar næringar i ólysti- legasta æti”. Nýleg dæmi um þessa afvega- leiddu trúarþörf þykist ég hafa séö I kvikmyndum af fjölda- fundum nasista á valdaskeiði Hitlers og sömuleiðis á Rauða torgifyrir hálfum öörum áratug þegar ég fylgdist með þúsund- um manna, sem komnir voru hvaðanæva úr Sovétrikjunum, standa I margra kllómetra löng- um biðröðum fyrir utan graf- hýsi Lenins til að votta nýjum guði opinberlega guölauss rikis lotningu sina með helgisvip sem lýsti engu fremur en trúarlegri upphafningu. Engir lurkar fá lamið úr manninum áskapaða þörf hans fýrir trú og tilbeiðslu en hitt kann að skipta sköpum hvar og hvernig sú þörf leitar útrásar. Háleitustu hugsjónirnar Ég er ekki hingað kominn til að boöa tiltekna trú, enda hef ég fyrirhitt á feröum mlnum viðs- vegar um heim fólk af ólikum trúarbrögöum sem stóð I sama innilega og persónulega sam- bandi við sinn guð einsog heit- trúaðir kristnir menn standa I við Krist eöa heilaga þrenningu. Hinsvegar er ekki óeðlilegt að I kristnu landi, jafnvel þó það sé kannski bara nafnkristiö, sé minnt á þann stóra þátt sem kristin trú hefur átt I mótun vestrænnar menningar almennt og islenskrar sögu sérstaklega. Þeim sem fara niörandi orðum um kirkjuog kristni sést gjarna yfirþá mikilvægu staðreynd, að margar þær hugmyndir og hug- sjónir sem við virðum hæst I mannlegum samskiptum eru runnar beint uppúr jarðvegi kristninnar sem aftur átti sinn hugmyndalega bakhjarl I gyöingdómi. Vil ég þar einkum nefna hugsjónir kærleika, miskunnsemi, umburöarlyndis, jafnréttis, réttvlsi og bræöra- lags. Þó við höfum afarmargt gott til Forn-Grikkja sótt, þá þekktu þeir lítt til bróöurkær- leika, miskunnsemi, jafnréttis allra manna og réttlætis án til- lits til stöðu og stéttar. Allt þetta ásamt hinu kristna fórnarhug- taki, sem kannski er byltingar- kenndasta hugtakiö I hug- myndasögu mannkynsins, rekj- um við til Gyðingalands og þeirra straumhvarfa I sögunni sem Jesús Kristur olli. Þegar við lltum okkur nær fer ekki hjá þvl að við sjáum hvlliku Grettistaki Islenska kirkjan lyfti I menningarefnum. Hún var ekki einasta undirrót og afl- vaki þeirrar gullaldarmenning- ar sem viö erum stoltust af, heldur bar hún uppi og næröi Is- lenska menningu um nlu hundruð ára skeið og vann meðai annars þaö afrek að varöveita tunguna frá þeim ör- lögum sem tunga Norðmanna A laugardaginn efndi Líf og land til borgaraþings um trúmál. Meðal ann- arra flutti Sigurður A. Magnússon rithöfundur erindl sem mikla athygli vakti. Visir hefur fengið leyfi Sigurðar til að birta erindi hans. hreppti auk þess sem hún haföi frumkvæði um að gera Is- lendinga læsa og skrifandi fyrsta allra þjóöa. Er þá ótalið þaö þrekvirki að hughreysta þjóöina og telja I hana kjark á þeim myrku öldum þegar von- lausast mátti virðast aö reyna að halda uppimannlífii landinu. Þegar viö rennum huganum til þeirra manna sem okkur eru hjartfólgnastir l Islandssögunni hygg ég aö kirkjunnar þjónar standi þar framarlega I flokki: Gissur hvlti, Sæmundur fróði, Jón ögmundsson, Guömundur góði, Þorlákur helgi, Jón Ara- son, Jón Steingrlmsson, Matt- hias Jochumsson, Friðrik Frið- riksson. Þar meö er þvl alls ekki gleymt að margir og miklir skúrkar gegndu lika háum em- bættum I kirkju Krists. Að hugga smælingjana En um leið og minnt er á hlut- verk kirkjunnar I varöveislu Is- lenskrar menningar er sjálfsagt að rif ja upp að hún leitaðist lika viö að vera trú spámannlegum uppruna sinum með því að vera samviska og tyftari þjóöarinn- ar, vanda um við hiö veraldlega vald þegar það sýndi hroka eða ofriki, hugga smælingjana og vernda fyrir yfirgangi valda- stéttanna. Nægir I þvi sambandi að nefna dæmi þeirra Guð- mundar góða, Hallgríms Péturssonar og Jóns Vldalíns. Þessum þætti I köllun kirkjunn- ar hefur sorglega litið verið sinnt á umliðnum áratugum. Þaö er eins og þjónar kirkjunn- ar vilji helst gleyma þvl að Kristur var ekki einungis friðarhöfðinginn, heldur hratt hann llka um borðum vixlar- anna og rak þá með haröri hendi útúr helgidóminum og formælti fikjutré sem ekki bar ávöxt svo það visnaði frá rótum. Hann kom ekki einungis til að boða frið, heldur lika sverð hinnar heilögu vandlætingar. Hann hliöraði sér aldrei hjá aö kreista graftarkýli samfélagsins eða leggja lag sitt viö þá sem aum- astir voru og syndugastir taldir. Má ég geta þess til að sýna fulla sanngirni aö mér finnst fanga- prestur þjóðkirkjunnar rækja einmitt þetta hlutverk með miklum sóma, þó rödd hans sé eins og hrópandans I eyöimörk- inni. Fórnarlömbin Og úr þvi ég er kominn út i manngreinarálit, þá langar mig að gera þá játningu að þeir ein- staklingar sem mér hefur þótt mest til koma I heiminum á þessari öld hafa nálega allir verið innblásnir þeim gagntak- andi anda fórnfýsi og litillætis samfara brennandi umbótavilja sem einlægog lifandi trú er lik- leg til að glæða. Ég nefni af handahófi þá sem fyrst koma I hugann: Mahatma Gandhi, Al- bert Schweitzer, Dietrich Bonhoeffer, Martin NiemUller, Kaj Munk, Simone Weil, Albert Einstein, Systir Theresa, Camillo Torres, Romero erki- biskup, Martin Luther King, Andrei Sinjavski og Dag Hammarskjöld. Það er dapur- legur vitnisburður um þessa upplýstu og framfarasinnuðu öld að góöur helmingur þessa hóps lét lifiö með voveiflegum hætti. En hversvegna einmitt þessir einstaklingar og ekki ein- hverjir aðrir sem lögðu llfið I sölurnar fyrir hugsjón sina? Ég á dálftið erfitt með að skýra það svo einhlitt sé, en ólikt öðrum fórnfúsum og hugdjörfum hetj- um stórra hugsjóna — og við höfum sem betur fer átt margar slikar — beindu þessir trúmenn sjónum okkar hærra og lengra en tilnæsta dags eða næsta ára- tugar: þeir tengdu okkur meö einhverjum hætti þeirri eillfð sem fólgin er I hverju andartaki sé það vigt æðri hugsjón en þeirrieinni að bæta böl og jafna lifskjör — og vil ég þó siður en svo gera litið úr slikri viðleitni. Ég játa fúslega að hin kristna fórnarhugsjón litar þessa af- stöðu mina. Hin stóra þversögn Ekki þar fyrir — og hér kemur stóra þversögnin— ég tel að all- irhugsjónamenn og raunar allir menn þjóni nauðugir viljugir þvi lokatakmarki sem skapar- inn hefur sett mennskri sögu, svo fremi hann hafi ákveðinn tilgang með henni sem mér þyk- ir llklegt en vil þó ekki fullyrða neitt um. En sé sá skilningur nærrilagi aðDrottinn allsherjar sé herra sögunnar og hún birti fyrirætlun hans með mannheim, þá liggur nærri að álykta að allt sem gerist hnlgi að þeim ósi sem hann hefur fyrirhugaö: að öll kyrrstaða sé I rauninni andóf við ráðsályktun guðs, en byltingar og breytingar séu þau verkfæri sem best þjóna ætlun hans. Hér er ég kominn út á hál- an Is og ekki tóm til að ræða svo flókið mál eins og vert væri. Hitt má þó vera ljóst, aö þessi sögu- skilningur hlýtur aö vera nokk- ur hughreysting kynslóð sem sér Damóklesarsverö alls- herjartortímingar hanga yfir höfði sér. Enhann er llka alvar- legáminning tilkirkjusem litur á það sem sitt höfuðverkefni að þjóna rikjandi þjóöfélagsöflum og varðveita óbreytt ástand? Hvar var guö í geimnum? Það segir sig sjálft að ýmsum vandkvæöum hlýtur að vera bundið aö vera trúmaöur á þessum síðustu og verstu tim- um, einfaldlega vegna þess að öll helstu rikjandi trúarbrögð eiga upptök sin á timum þegar heimsmyndin var öll önnur en hún er nú, en við veröum að not- ast við tákn og likingar sem mótuð voru I öndverðu og miðuðust við hina fyrri heims- mynd. Hannes skáld Pétursson orti kvæði um Kopernikus þar sem segir meðal annars: Þeir vita'ekki að hann sem heilsar þeim oft á daginn hjó þessa jörö af feyskinni rót og henti sem litlum steini langt úti myrkur og tóm. Hér er á einkar nærfærinn háttlýst þeim aldahvörfum sem urðu I sögu og hugarheimi mannkyns þegar heimsmyndin breyttist og ekki var framar neinn fastur punktur I tilver- unni, jörðin agnarögn alheims- ins á reiki um kalt tómið og mannkynið sem „sviti einnar skopparakringlu”, svo vitnað sé I ljóö eftir Stefán Hörð Grlms- son. Ekki var lengur til neitt sem hét upp eða niður, himinn guðs hvergi finnanlegur hversu langt útí geiminn sem menn kæmust, enda kvaöst sovéskur geimfari hvergi hafa rekist á guð almáttugan á þeysireið MIADUR OG TRO sinni um geiminn, og þó grafið væri I dýpstu fylgsni jaröar var helvíti með öllu týnt. Hvað áttu kristnir menn aö segja um för Krists til heljar og himnaför hans á uppstigningardag, hin tvö rúmfræðilegu skaut krist- innar trúar? Himnaför Jesús Þessari spurningu er ekki kastað fram til að þóknast þeim raunvísindum sem árangurs- laust hafa leitast við aö leysa trúna af hólmi, heldur til að varpa ljósi á vanda sem er sam- þættur allri trú: Hvernig má tjá og túlka veruleik sem er I raun- inni ofvaxinn mennskri hugsun og verður aöeins lifaöur á svipaðan hátt og til dæmis ást- in? Til er aðeins ein leið, þó ófullnægjandi sé, og hún er sú að notast við fyrirbæri þess raun- heims sem við skynjun með skilningarvitunum. Trúar- brögðin nota helgimyndir og margskonar önnur tákn úr um- hverfi mannsins til að gera hið ósýnilega áþreifanlegt, hið óhugsanlega hugsanlegt. Okkur er um megn að imynda okkur eitthvað sem ekki er til ein- hversstaðar I rúminu: jafnvel tlminn er partur af rúminu i huga okkar og við mælum hann eins og við mælum vegalengdir. Himnaför Jesú er einn af hornsteinum kristinnar trúar og auk þess vottfest söguleg staðreynd að svo miklu leyti sem atburðir þeirrar tlðar veröa taldir til sögulegra staöreynda. Hvert hvarf þá Jesús þegar hann yfirgaf þenn- an táradal? Samkvæmt gömlu heimsmyndinni hvarf hann upp til fóöur sins á himnum. Sam- kvæmt okkar heimsmynd eru þessir himnar hvergi til I al- heiminum. Hvaö skal gera? Trúin og vísindin Augljóst er að við getum ekki breytt þeirri mynd sem stendur okkur svo ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum og hefur hjálpaö milljónum manna til að höndla leyndardóm sem ekki verður höndlaður nema aö óverulegu leytimeð ófullkomnum táknum. En svo birtist allt I einu annar tlmamótamaður á sviðinu, Al- bert Einstein, og sýnir okkur fram á aö allt I heimi hér sé af- stætt, hvorki sé til stórt né smátt, rúmið sé blekking, það sé hreyfingin sem skapi rúmið og leysi efnið upp I orku og timinn sé ekki endalaus röö augnablika heldur ein vldd veruleikans og sé aldrei horfinn, heldur lifi hvert augnablik samtiða öllum öðrum augnablikum einhvers- staðar i alheiminum. Ég hygg að viö séum flest litlu nær um skilning á þessum nýja tima og rúmi, en kannski læðist að okk- ur sá grunur að veruleikinn sem trúarbrögðin reyna af veikum mætti aö túlka með ófullburöa táknum kunni þrátt fyrir allt að vera okkur nærstæðari en sá furðuheimur visindanna sem tjáður er með sérteknum for- múlum og óræöum táknum. Með þessum athugasemdum vildi ég einungis sagt hafa, að veruleiki trúarinnar, þó tjáður sé með ævagömlum og að margra dómi úreltum táknum, þarfekki afþeimsökum aðvera óraunverulegri en sá veruleiki sem vlsindin leiöa okkur fyrir sjónir með nýtiskum táknum sem eru okkur flestum litt eða ekki skiljanleg vegna þess að þau snerta ekki þann raunheim sem skynfærin gripa. Sem leiðir hugann aftur að sögunni um Adam og Evu, einhverri djúp- sæjustu túlkun á hlutskipti mannsins á jöröinni og sam- skiptum hans við skapara sinn — sögu sem er leikin I nýrri og dramatiskri tóntegund I pislar- sögu Krists, hins nýja Adams að skilningi kristinna manna, sem markar hvörf I mannkynssög- unni jafnt og tímatali hins vest- ræna heims en þá er að vlsu ekki átt við þann afstæöa tima sem ekki llður heldur er slfelld nútið á ólíkum plönum. Þá má mikið vera ef ég hef sagt eitthvað af viti um trú og mann I þessu erindi, enda er efnið lltt tilþess fallið aö fjallað sé um þaö af skynsamlegu viti! Sigurður A. Magnússon Örl. stytt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.