Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 14. april 1981 VlSIR Sextán ára vó hún 102 kíló — i dag er hún ein efnilegasta ballerina Breta KONUNGLEGT STOLT Ánægjan geislaði af þessum stolta föður þegar hann veitti syni sinum gráðu í hinum Konunglega sjóher. Faðirinn er Philip drottn- ingarmaður/ en sonurinn Andrew BretaprinS/ hafði hann þarna lokið 18 vikna námskeiði í þyrluf lugi. Stóð drengurinn sig þar V með miklum sóma. lk Stuttu eftir að hann fékk orðuna frá föður sinum/ flaug Á hann í viöhafnarveislu í Cornwall/ sem haldin var til A heiðurs hinum útskrifuðu. Æ Hinni 19 ára gömlu Astrid Long- hurster spáö glæsilegum frama á^ ballettsviöinu. Umsjdn: Sveinn Guöjönsson' Framtiðin brosir við Astrid Longhurst og framabrautin á ballett- sviðinu virðist breið og blómum stráð. Hún er nú nitján ára gömul og er einn efnilegasti dans- arinn i „Laine Theatre Arts School” i London og er talin ein bjartasta von Breta á ballettsvið- inu i næstu framtið. Hún hefur allt sem þarf,að sögn sérfræðinga, — kraftinn, styrkinn, tæknina og limaburðinn. En fyrir þremur árum trúðu fá- ir að bellettdraumar Astrid myndu nokkurn tíma rætast — nema hún sjálf. Hún var þá 102 kiló á þyngd og kunningjar henn- ar og vinir hlógu er hún minntist á ballettdansinn. — „Ég hef alltaf átt i striði við aukakilóin”, segir Astrid. — „Þegar ég var tiu ára var ég 70 kiló. Mér fannst svo gott að borða að fátt annað komst að. En ég fór að hugsa mig um þegar ég gat ekki lengur vigtað mig á baðvigt- inni. Skalinn á henni endar á 100 kilóum. Draumurinn um að verða bcilerina átti þó stærstan þátt i að égsneri við blaðinu. Ég veit að ég á eftir að ná langt. Ég hef nú þeg- ar unnið stærsta sigurinn, — sig- urinn yfir sjálfri mér og matar- lystinni”, — segir hún. Þegar Astrid var 16 ára trúöu fáir aö ballettdraumar hennar myndu rætast. Fred Lennon reyndi aö nota nafn sonar sins til aö komast áfram 1 tón- listarheiminum og er þessi mynd tekin er hann var aö hljóörita „That’s my life”, sem fjaliar um fyrri daga i Liverpool, en heimurinn rúmaöi aöeins einn Lennon. Innfelida myndin er tekin af Lennon um svipaö leyti og faöirinn hvarf aö heiman. Fedgarnir voru á margan hátt líkir — en heimurinn rúmaði aðeins einn Lennon Faöir John Lennons, Fred Lennon, var óforbetranlegur fiakkari sem hvergi festi rætur. Hann skildi viö móöur hans, Juliu, þegar John var á barns- aidri. John sá föður sinn i siö- asta skipti i bernsku þegar Fred kom i land eftir langa dvöl á sjónum og nam John á brott og fór meö hann til Blackpool. John bjó þar i nokkrar vikur með föður sinum, sem hafði i hyggju að fara með hann til Nýja-Sjálands. En áður en af þvi varð, birtist móðir har.s á tröppunum og krafðist þess að fá John aftur. John litli var spurður með hvoru þeirra hann vildi frekar vera og i fyrstu svaraði hann að hann vildi vera með föður sin- um. En þegar Julia hvarf á braut hljóp hann á eftir henni og sá ekki föður sinn aftur fyrr en hann var orðin heimsfrægur Bitill og átrúnaðargoð milijóna ungmenna. Fred gerði nokkrar tilraunir til að friðmælast við John en hann tók þvi fálega og svo virt- ist sem karlinn færi i taugarnar á honum. Hann gat aldrei fyrir- gefiö föður sinum að yfirgefa sig og móður sina er hann var barn. Fred reyndi þá að nota nafn son-> ar sins til að koma sér áfram i skemmtiiðnaðinum og m.a. hljóðritaði hann nokkrar plötur á árunum 1965 og 1966. En allt kom fyrir ekki, — heimurinn rúmaði aðeins einn Lennon, og karl fékk sér vinnu við að skræla kartöflur á veitingahúsi i Liverpool. Þaö er þó mál manna, sem til þekkja, að þeir feðgar hafi á margan hátt verið likir i sér. Fred söng og spilaöi á gitar og var manna kátastur i mann- fagnaöi og gálgahúmorinn hafði Lennon frá fööur sinum. Margrét Þóra og Hclga Jóna veröandi stúdinur frá M.A. vinna aö frétt um listahátið fatlaðra. ,Gætum vel hugs- ad okkur ad fara í bladamennsku’ — segja þrjár blómarósir í starfskynningu á Vísi stjórn blaðsins og kváðust ætla aö vera hjá okkur i starfskynn- ingu i heila viku, — sem þær voru. Þarna voru komnar Margrét Þóra Þórsdóttir og Helga Jóna Sveinsdóttir Ur Menntaskólan- um á Akureyri, en þær ljúka stúdentsprófi þaðan i vor, og Oddný Hildur Sigurþórsdóttir, nemandi i 9. bekk Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, — og að sjálf- sögðu voru þær strax drifnar i vinnu sem glöggt hefur mátt sjá á síðum blaðsins að undanförnu. Þær Margrét og Helga kváð- ust hafa valið sér blaðamennsku vegna áhuga á starfinu og Oddný sagði að skólastjórinn hefði hvatt sig til að kynna sér þetta starf, en Oddný vann rit- gerðarsamkeppni um reykinga- varnir sem efnt var til i fyrra- vor. Þær stöllur voru allar sam- mála um að þær hefðu lært heil- mikið þessa viku á Visi og sögð- ust vel geta hugsað sér að fara út i blaðamennsku I framtiöinni eftir að hafa kynnst daglegum störfum á blaðinu. Þaö hljóp heldur betur á snæriö hjá okkur Visismönnum I síðustu viku þegar þrjár friskar og fallegar stúikur birtust á rit- Oddný Hildur, nemandi i 9. bekk Valhúsaskóla, er hér aö semja spurningar I „Visir spyr ”. (VisismyTidir :GVA) Mick Jagger í byssuleik Stjörnurnar i útlöndum gera sér margt til dundurs. Þeir félagarnir Keith Moon heitinn, fyrrum trommari i The Who og varaþykki söngvari The Rolling Stones, Mick Jagger, veðjuðu eitt sinn um það hvort sá fyrr- nefndi gæti brotist inn i hótel- herbergi Jaggers i Hollywood. Kappinn lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og skaust inn um svefnherbergisglugga þeirra Jagger-hjónanna, sem var að- eins uppi á elleftu hæð. Mick og Biöncu krossbrá að sjálfsögöu við gestakomuna. Greip Mick til byssunnar, sem svaf væran undir kodda hans. Fljótlega kom hið sanna i ljós og var hlegið dátt þarna i svefn- herberginu. (MÞ/HS Nemar istarfskynn- ingu) Mick og Biöncu krossbrá Hætti lífinu til aö bjarga meðleikara I flestum tilfellum eru hetjur kvikmyndanna aöeins hetjur á hvita tjaldinu. Leikarinn Ernest Borgnine er þó undantekning og nýlega sannaði hann þaö enn einu sinni er hann hætti Hfi sinu til að bjarga meðlcikara sinum i kvik- myndinni „Deadly Blcssing”. Verið var að vinna við töku myndarinnar i Dallas þar sem þeir Emie og hinn 23 ára gamli Jeff East fara með hlutverk föður og sonar i mynd frá landnema timanum. Jeff sat uppi á göm lum og þungum vagni er hestarnir fældust skyndilega og Jeff féll fram fyrir vagninn og tókst hon- um á undraverðan hátt að draga Jeff Ur hjólförunum en með þessu setti hann sjálfan sig I bráöa lifs- hættu að þvi er sjónarvottar segja. Fylgirþað sögunni að sam- leikur þeirra i hlutverkum feðg- anna hafi fengiö nýja merkingu eftir atvikið. Ernest Borgnine og Jeff East i hlutverkum sfnum i „Deadly Blessing”. ,,Peningar eru til aö eyöa þeim — segir nýrikur milljónamæringur, Joe Dwyer 99 Of gamall Leikarinn Roger Moore hefur oft haft á orði að hætta að leika í Bond-myndum en aldrei látið verða af þvi. Nú hafa mál hins vegar þróast þannig, að fram- leiðendur myndanna eru að hugsa um að segja upp samning- um við Moore fyriraldurs sakir. Moore varð 53 ára ekki alls fyrir löngu og framleiðandinn/ Albert i Broccoli, bað hann um að k láta ekki nokkurn mann vita pk af því þar sem að//Bond- imyndin" væri a.m.k. 20 árum yngri.. —„Ég er ákveðinn i að eyða hverjum einasta eyri sjálfur á meðan ég lifi og ekki skilja svo mikiö sem „sent” eftir handa ein- hverjum öðrum þegar ég dey”, segir margfaldur milljónamær- ingur, Joe Dwyer, en honum voru nýlega dæmdar 24 milljónir doll- ara (rúmlega 150 milljónir ný- króna), i skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir árið 1974. — Peningar eru ekki til að ryk- falla i banka, þeir eru til þess aö eyöa þeim ”, — segir Dwyer, sem er þegar kominn á fleygiferð i eyðslunni. Fyrir utan hús á viö og dreif um Bandarikin hefur hann nú fjárfest i’ tiu dýrum bifreiöum, þar á meðal tveimur Rolls-Royce. Og Dwyer kveðst vera binn ánægðasti með lifið og njóta hverrar minútu. - Joe Dwyer I Duesenberg-bifreiö sinni sem er einn af dýru bilunum sem hann hefur fjárfest i. . Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.