Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 2
2 Hefurðu séð reviuna, Skornir skammtar? Dóra Þórhallsdóttir, húsmóóir. Nei, en ég fer ef ég kemst. Lars Nilsen, garöyrkjumaður. Nei, en ég ætla að athuga málið eftir páska. Guðlaugur Stefánsson, kennari. Já, og mér fannst mjög gaman. Guðrún Emilla Viktorsdóttir. Nei, ég veit ekki hvort ég fer. Margrét Loftsdóttir, saumakona. Nei, en ég hef hugsaö mér að fara. „Þetla er bara sjálfboðallðastarf” - segir Helgi V. Jónsson, nýkjðrinn formaður Lðgmannafélags Isiands „Starfið felst I þvf, aö stjórn lögmannafélagsins á að hafa eftirlit með störfum lögmanna samkvæmt lögum um máiflytj- endur og auk þess er það hennar verkefni að auka menntun og fé- lagslif iögmanna. Þá er i höndum þessarar stjórnar svokallaö úr- skurðarvald til að úrskurða um málflutningsþóknun, en úrskurðir stjórnarinnar eru aðferöarhæfir, það er að segja, hægt er að skoða þá á sama hátt og héraðsdóma og áfrýja þeim til hæstaréttar.” Svo mælti nýkjörinn formaður Lögmannafélags Islands, Helgi V. Jónsson, hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, i samtali við Visi, aðspurður um verksviö formanns Lögmannafél- ags tslands. — Er þetta fullt starf? „Nei, nei, þetta er bara sjálf- boðaliðsstarf. Við höldum fundi einu sinni i viku.” —Við hvað starfar þú annars? „Ég vinn á endurskoðunar- og lögfræöiskrifstofunni Endurskoð- un h.f., sem ég rek ásamt fleir- nm ’ ’ Helgi V. Jónsson, nýkjörinn formaður Lögm annafélags tslands. * þ ■ — Hefur þú starfað mikið innan Lögmannafélagsins? „Já tvö undanfarin ár hef ég veriö i stjórn félagsins. En það má segja, að ég hafi lengi verið viðloðandi félagið eða alveg frá þvi ég fór út i sjálfstæðan at- vinnurekstur 1975.” Helgi útskrifaðist úr lögfræði- deild Háskóla Islands 1960. Þá strax hóf hann störf á endur- skoðunarskrifstofu Kolbeins Jó- hannssonar, siðar var hann um þriggja ára skeið skrifstofustjóri Borgarverkfræðings og 1966 tók hann svo við starfi borgarendur- skoðanda og gegndi þvi fram til ársins 1975 er hann hóf sjálf- stæðan atvinnurekstur. Helgi V. Jónsson er Reyk- vikingur, fæddur 1936. Foreldrar hans eru Jón S. Helgason, stór- kaupmaður og Hanna Helgason. Hann er kvæntur Ingibjörgu Jóhannsdóttur, danskennara, og eiga þau fjögur börn á aldrinum 9 til 18 ára. — En hvað gerir formaður Lög- mannafelags Islands i fristund- unum? „Ég er mjög mikið fyrir útiveru og Iþróttir, svo ég stunda skiöi á veturna og golf á sumrin eftir þvi, sem timi vinnst til,” sagði Helgi V. Jónsson. —KÞ. Jóhanna S. Sig- þórsdóttír. H alldór Reynisson. Valinn maður... Heldur er nú farið aö létta til i hugum og hjörtum manna, enda voriö d næsta leiti. Að vlsu hefur þaö ekkí staldrað viö nema klukkutfma og klukku- Guðmundur Ingi Kristjánsson. Nanna Glfsdóttír. tlma i senn, enn sem komiö er, en bjartsýnin lengir lifið. Fólk er Hka fariö að hugsa til sumar- leyfa, sem verða kær- komin eftir langan og strangan vetur. Þannig er t.d. farið að huga að þessum málum á fréttastofu útvarps og trdlega þekkja hlust- endur eitthvaö til allra þeirra, sem ráönir vcröa til afleysinga á fréttastof- una I sumar. Hefur fréttastjóri útvarps óskað cftir aö ráöa þá Einar Sigurösson, Gunnar E. Kvaran og Halldór Reynisson til afleysinga- starfa. Þeir eru allir viö nám I fjölmiðlafræöum erlendis og hafa komið við sögu hjá útvarpinu. Þá hefur einnig veriö dskað eftir aö ráða þau Guðmund Inga Kristjáns- son og Nönnu Úlfsdóttur tii sömu starfa. Guðmundur Ingi hcfur verið þulur hjá sjónvarp- inu og Nanna starfaö sem fréttamaður hjá útvarp- inu. Svefntöflurnar Nýkvæntur maður kom til læknisins sins og bað um annan skammt af svefntöfium. „Ég veit ekki hvaö ég gerði án þeirra”, sagöi hann „þvl þá fengi ég aidrei hvfld”. „Það er gott að þær koma að gagni”, sagði læknirinn”, en taktu bara ekki of margar”. „Ég hef ekki tekið eina einustu. Ég ,gef konunni minni þær”. Spurt að lelksloKum Egill var mjög veikur og var raunar að dauða kominn. Vinur hans, Pétur, sat viö dánarbeöið til að létta honum slðustu stundirnar. „Pétur”, sagði Egill meö andköfum”, ég verð að viöurkenna svolltiö fyrir þér. Ég hef svikið heilmikið fé út úr fyrir- tækinu, sem við rekum saman. Og það var ég, sem geröi þig tortryggi- lcgan i augum starfs- fölksins. Og þaö var lika ég, sem faldi bréfið sem þú þurftir til að fá skilnaö frá konunni þinni. Það yar ég sem...". „Gerir ekkert tíl gamli vinur”, sagði Pétur,'„þvi þaö var ég sem gaf þér eitrið”. f Ekkl við bjargandi Unga móðirin varö felmtri slcgin þegar litla stúlkan hennar kom heim úr leikskólanum, blótandi I sand og ösku. Vesalings mamman spuröi barnið hvar það heföi lært öll þessi Ijótu orö og kom þá I Ijds, að þau voru komin fra einni leiksysturinni. Næsta morgun hitti mamman þá siöarnefndu og spurði: „Ert þú stúlk- an sem kennir hinum börnunum svona ægilega ljót orð?" „Hver kjaftaði frá?” „Litill fugl hvlslaði þvi að mér”, svaraði m amman. „Gat nú skeð”, sagði sú stutta, „og ég sem hef verið að gefa þessum lithi andskotum brauð”. varalltur Gárungarnir kalla þetta varalit stjórnarand- stööunnar. Ef þú værir nú spuröur, lesandi góður, af hverju myndin hér aö ofan væri, myndir þú vafalaust svara að bragði, að þetta væri limstaukur. En það er alls ckki rétt. Gárungarnir kalla þetta nefnilega „varalit stjdrnarandstöðuiínar”. 26 kílð af baggabðndum Dagur á Akureyri skýrN frá því aö nýlega hefði kvr ein norðlensk. veriö leidd til slátrunar i sláturhúsi KEA. Kýrin var orðin eitthvað las- burða, aö sögn blaösins, og þvi var hún send til feðra sinna á „sléttunni miklu". Tilefni frásagnarinnar var þd annað og meira en að ofan greinir. Þegar kusu hafði verið slátrað og gerðar viðeigandi „operationir" á henni, kom I Ijós að hún var með stdran köggul I magan- um. Köggullinn reyndist vera baggabönd og vó hann 26 kiló. Ekki mun þeim starfsmönnum sláturhússins hafa brugð- ið mikið viö þetta, þvl kýrnar reynast oft hafa ýmislegt óvænt „innan- borðs”, þegar þeim er slátrað. Sögðust þeir m.a. hafa fundið gúmmislöngu og gúmmlvettling I belju- vömbum og heyrt höföu þeir af flösku sem fannst I einum gripnum. Allt annað mál Tveir litlir strákar sátu I drullupollum hvor sinu megin götunnar. Allt I einu kallaði annar: „Viltu koma að leika?” „Nei, ég má ekki leika viö þig, af þvl aö systir þfn er með mislinga”. „Við getum alveg leikiö okkur saman fyrir það. Hún er bara hálfsystir min”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.