Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. april 1981 HATTORUVERNDAR- ÞING IIM PÁSKANA Náttúruverndarþing.það fjórða i röðinni verður haldið dagana 21-.23. april. Þingin eru haldin þriðja hvert ár, samkvæmt lög- um, sem um það gilda. Helstu viðfangsefni þessa þings, auk hefðbundins skýrslu- flutnings erurumræða um endur- skoðun náttúruverndarlaga, framsögumaður Páll Lindal, heildarstjórn umhverfismála sem Hjálmar R. Bárðarson hefur framsögu um, umhverfisáhrif mannvirkja, framsaga Þorleifur Einarsson og náttúruvernd i þétt- býli, sem Elin Pálmadóttir hefur máls á. Þá verða kosnir aðalmenn i Náttúruverndarráð en einhverjir þeirra, sem þar sitja nú, munu ekki gefa kost á sér til endur- kjörs. NUverandi formaður er Eyþór Einarsson. sv vísm Náttúruverndarráðs Fjáreigendur á Akureyri gera athugasemdir við ummæli ingólfs Árnasonar bæjarfulltrúa í Vísi: „MIKLU LUGIB I STUTTU MÁU” Sá fáheyrði atburður gerðist i bæjarstjórn Akureyrar að á fundi# þriðjudaginn 24/3 1981, var felld tillaga frá jarðeignanefnd um leyfi til bUfjárhalds handa tveim- ur einstaklingum. Þessir menn uppfylltu þo öll skilyrði, sem sett eru um bUfjárhald i reglugerð bæjarins. Dagblaðið Visir birti siðan viðtal við Ingólf Arnason bæjarfulltrúa 30/3 undir fyrir- sögninni: „Sauðfjárhald vil ég banna algerlega”. Alitamál er hvort nokkur stjórnmálamaður hefur nokkurn tima logið jafn miklu i jafn stuttu máli og Ingólfur gerir i þessu við- tali. Vera má að hann viti bara ekki betur, en þá ætti hann ekki að vera að vasast i málefnum al- mennings. Stjórn Fjáreigendafélags Akur- eyrar kom saman til fundar 2/4 og tók saman eftirfarandi at- hugasemdir við ummæli Ingólfs Amasonar. Hann segir: „Það er ekki glóra i þessu. bæjarlandið þolir ekki þennan búskap. Ætli Akureyring- ar eigi ekki einar 3.000 rollur og um 1100 hross. Þessu er öllu hleypt á Glerárdalinn, sem þolir þó ekki nema 2.000 ærgildi enda er hann að verða eitt flag”. Fjáreign Akureyringa er nú i vetur 1702 kindur og hefur nokkuð fækkað frá fyrra ári. A Glerárdal var sleppt siðastliðið sumar 1193 — ellefu hundruð niutiu og þrem- ur kindum. Samkvæmt þvi er um 800 kindum færra á dalnum en heimilt er. Samkvæmt Reglugerð um Bú- fjárhald á Akureyri, útgefinni 1977, er óheimilt að sleppa hross- um á Glerárdal fyrr en eftir 15. september og þá aðeins 100 hross- um, 40 sunnan ár og 60 norðan ár. Enda eru engar gróðurskemmdir á Glerárdal nema eftir vinnuvél- ar Akureyrarbæjar og öskuhaug- ana. Þegar reglugerð var sett um búfjárhald á Akureyri var fjár- eign Akureyringa 2707 kindur. Þá fengu allirleyfisem sóttu um það og voru engin takmörk sett. Það er samdóma álit allrar stjórnar Fjáreigendafélags Akur- eyrar, að á meðan svo er ástatt sem nú er, eigi jarðeignanefnd að veita einstök leyfi til búfjárhalds en bæjarstjórn ekki að vera með neina geðþóttaafgreiðslu á þess- um málum. Hundahald er leyft i bænum án þess að bera einstakar umsóknir undir bæjarstjórn. Ingólfur Arnason segir: „Þetta er kostnaðarsamt fyrir bæjar- félagið, kostar okkur um 700 þús- und kr. í ár, en tekjurnar á móti eru ekki nema 1.500 kr”. Þarna sleppir Ingólfur öllum öðrum tekjum en hagagöngu- gjaldi á Glerárdal fyrir sauðfé. Búf járeigendur hafa flestir land á leigu frá bænum og greiða vel fyrir það. Ennfremur húsnæði til umráða eða eignar og greiða fast- eignagjöld af þvi s.s. lóðaleigu, fasteignaskatt og vatnsskatt. Þá fær bæjarfélagið 12% af tekjunum i útsvar og rikið sinn hlut i tekju- skatt. Ennfremur er greitt fjallskila- gjald. Það gæti verið fróðlegt fyrir Ingólf Árnason og jafnvel f leiri að kynna sér hvað þessi gjöld nema hárri upphæð. Einnig ættu menn að athuga það að þó að sauðfjár- hald yrði bannað á Akureyri, yrði bæjarfélagið að leggja i allan sama kostnað til vörslu bæjarins, smölunar og fjallskila á öllu að- komufé. Akureyri, 4. apríl 1981 1 stjórn Fjáreigendafélags Akureyrar: Vikingur Guðmundsson Sverrir Hermannsson Arni Magnússon Jón Sigfússon Gunnsteinn Sigurðsson n Akureyri: Vélhjólaklúbburinn lær bæjarhúsnæöi lil umráða Vé lhjólaklúbburinn og Bindindi sfélag ökumanna á Akureyri hafa fengið langþráð húsnæði til umráða. Er það húsa- kostur á Flúðum, sem Akur- eyrarbær keypti á slnum tíma til niðurrifs. Bæjarráð neitaði um- sókn félaganna um afnot af hús- inu, en bæjarstjórn samþykkti siðan tillögu frá Tryggva Gisla- syni.Sigurði J. Sigurðssyni, Gisla Jónssyni, Úlfhildi Rögnvaldsdótt- ur og Helga Guðmundssyni um hið gagnstæða. gs/Akureyri Sá sparneytnasti og ódýrasti frá Japan 5 lítrar á 100 km. Áætlað verð til öryrkja 2ja dyra fólksbílI kr. 38.500.- 4ra dyra fólksbílI kr. 39.900.- Komið og skoðið SUZUKI Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100 SUZUKI fyrir handhafa öryrkjaleyfa Teg: 8421 Litur: Ijósbrúnt leður m/hrágúmmísólum Stærðir 41—45 Verð kr. 364.00 Teg: 8404 Litur: brúnt leður m /hrá gúm m isóla Stærðir: 41—45 Verð kr. 369 Teg: 004 Litur: blátt/hvitt leður. grátt leður Hæll 5 cm Stærðir 4—7 1/2 Verð: 360.- Robin Hood Litur dökk blátt, grátt og rústrautt leður Stærðir: 36—41 Verð kr. 360.- PÓSTSENDUM Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795 Ný sending Karlmannaskór Ný sending Kvenskór Teg: 3480 Litur: natur-leður m/hrágúmmisólum Stærðir: 41—45 Verð kr. 380.000 Teg: 057 Litur: ljósbrúnt leður m/hrágúmmisólum Stærðir: 41—45 Verð kr. 451.00 Teg 122 Litur: svart og grátt leður Hæll 8 cm Stærðir: 3 1/2—7 1/2 Verð kr. 421.00 Teg: 085 Litur: svart leður Hæll 5 cm. Stærðir: 4—7 1/2 Verð: 375.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.