Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 4
4 ' Þri&judagur 14. april 1981 Opið til kl: 22.00 annað kvöld og til hádegis laugardag Svfnahamborgarahryggur kr. 89.00 kg. Súpuhænur.......kr. 16.30 kr. Sviö.....kr. 13.80 kg. Nautahakkl. flokkur.kr. 49.90-kg. Sykur.....kr. 7.20 kg. Grænepli.........kr. 8.40 kg. Waitrose saltkex.kr. 8.65 pk. Búlgörsk jaröarber.kr. 16.75 heildós Ananas sneiðar..kr. 14.95 heildós Fullt af nýjum vorvörum LAUSSTAÐA Dosentsstaða I raforkuverkfræöi viö rafmagnsverkfræðiskor verkfræði-og raunvísindadeildar Háskdla tslands er laus til um- sdknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsdkn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Keykjavik, fyrir 31. mai n.k. Menntamálaráöuneytiö 6. april 1981. HATIÐAR FUNDUR verður haldinn að venju á föstudaginn langa 17. aprfl og nú í Háskólabíói kl. 20.30 Öllum opinn Kaffiveitingar SAMST ARFSNEFND REYKJAVÍKURDEILDA AA VÍSIR Þegar fulltrúar öryggismála- ráðstefnunnar i Madrid fóru i páskafri núna undir siðustu helgi, horfði dauflega um árangur af viðleitni þeirra til að blása nýju lifi i „detente”, þýðuna i sambúð austurs og vesturs. Likt og i kveðjuskyni endurtóku fulltrúar vesturheimslanda fyrri ásakanir þeirra i garð Sovét- stjórnarinnar vegna Afganistan- málsins og stefnu hennar i mann- réttindamálum, en Leonid Ilyi- chov, fulltrúi Sovét, svaraði með gagnsökum á Bandarikin fyrir illa meðferð á minnihlutahópum. Þetta gæti I stuttu máli verið tæmandi yfirlit yfir umræðurnar þessar sautján vikur, sem aðal- ráðstefnan hefur staðið. Hún er þegar komin mánuð fram úr áætlun, án þess að nokkuð bóli á samkomulagi um mikilvægustu málin, eins og hernaðarlegt jafn- vægi og öryggi eða mannréttindi. Þrjátiu og fimm riki eiga full- trúa á ráðstefnunni, sem er önnu slikrar tegundar sem haldin er gagngert til þess að lita um öxl yfir farinn veg og meta, hvernig ákvæöi öryggissáttmálans, sem þessi riki undirrituðu i Helsinki, hafa verið haldin. Einskonar endurskoðun. — Fyrri endur- skoðunarráðstefnan, sem haldin var i Búlgariu, einkenndist að miklu leyti af ádeilu á Sovét- stjórnina fyrir brot á ákvæðum sáttmálans varðandi mannrétt- indi, en um þær mundir stóðu ein- mitt yfir réttarhöld i málum nokkurra andófsmanna. — Þessi hefur fallið i svipaðan farveg. Hinir vestrænu fulltrúar hafa legið Sovétstjórninni mjög á hálsi fyrir að hundsa ákvæðin um frjálsara upplýsingastreymi yfir landamæri rikjanna og frjálsari ferðalög einstaklinga sem þau á sinum tima, þegar „detente” var i hámarki, fengu sett i Helsinki- sáttmálann gegn þvi að sam- þykkja landamæri austantjalds- rikjanna eins og þau voru. Fulltrúar Vestur-Evrópurikj- anna voru flestir á einu máli um, að verkefni ráðstefnunnar væri enn ólokið, þegar þeir fóru i páskafri, en ákveðið hefur verið að henni skuli framhaldið 5. mai. Þeir hafa sakað sovésku sendi- nefndina um að tefja timann og þæfast i umræðum, svo að hvorki hafi rekið né gengið. Sovétmenn bera af sér þær sakir, og segjast stefna að „jákvæðum árangri”, meðan vestanmenn standi i vegi fyrir þvi á ráðstefnunni. Vikurnar áður en ráðstefnan hófst höfðu farið i mikið málaþóf, þar sem þrefað var um dag- skrána, en þá vildu austantjalds- menn með Sovétrikin i broddi fylkingar ætla umræðuin um mannréttindarákvæði Helsinki- sáttmálans sem minnst rými og helst ekki blanda Afganistan þar inn i. Þrátt fyrir þær undirbúnings- viðræður hefur sama þófið ein- kennt sjálfa ráðstefnuna áfram, og fulltrúar orðnir mjög langeyg- ir eftir árangri. Mátti heyra á mönnum i Madrid, að þeir mundu leggja allt kapp á að ná einhverju samkomulagi hversu litilvægt sem það væri, innan fjögurra vikna frá þvi að menn koma aftur úr páskafriinu. Ilyichov, aðalfulltrúi Sovéts á ráðstefnunni, svaraði spurning- um fréttamanna um tregðu til þess að ræða mannréttindamálin á þá lund, að Sovétstjórnin hefði siður en svo neitt á móti slikum umræðum: „En spurningin um mannrétt- indi er ekki spurning um úrhrök, dreggjarnar, sem hvert þjóðfélag hefur...réttindi einstaklingsins er lifsrétturinn”, sagði hann. Aðalfulltrúi Bandarikjanna, Max Kampelman, sagði, að hann mundi taka þetta mál aftur upp, þegar hann kæmi á ráðstefnuna eftir páska og þá mundi hann til- greina einstök dæmi. Þar á meðal væri nýlega uppkveðinn dómur yfir mannréttindabaráttukonu frá Ukrainu. Þá var Osanaka Yakovlena Meshki, 75 ára gömul, hjarta- og lungnaveik, dæmd i 6 mánaða þrælabúðavist. — Kameplman nefndi einnig hand- töku rithöfundarins og andófs- mannsins Anatoly Marchenko, þann 17. mars siðasta, og andlát Eystlendingsins Yuri Kukk, i þrælafangabúðum ekki alls fyrir löngu. Kampelman las fyrir ráðstefn- una opin bréf og áköll eiginkonu Yuri Orlovs og móður Anatoly Shcharanskys, tveggja forvigis- manna mannréttindabaráttunnar i Sovétrikjunum, en báðir eru i þrælafangabúðum. Ilychov visaði á bug, á fundi með fréttamönnunv þeirri dökku mynd, sem vestrænir fulltrúar drægju upp af gangi ráðstefnunn- ar. Sagði hann, að margt hefði áunnist, þótt mörg erfið vanda- mál væru enn óleyst. Öryggisráðstelnunni Madrid miðar lítið f Samdrállur á Norðurlöndum Fjórum Noröurlandanna, Noregi, Sviþjóö, Finnlandi og Danmörku er spáö samdrætti i hagvexti i skýrslu, sem verslunarbankar þessara landa birta i siðustu viku. I staö 2% hagvaxtar árið 1980 er nú spáö 1% hagvexti á yfirstand- andi ári I þessum löndum, en skýrslan tekur ekki til islands. — Menn eru hinsvegar nokkuö von- góöir um, aö rétta muni aftur úr kútnum strax áriö 1982. iRA-maður Kjðrlnn á blng Dæmdur hryöjuverkamaöur var kosinn á þing á N-trlandi fyrir helgi. Bobby Sands, sem var I hungurverkfalli, hlaut fleiri at- kvæöi i aukakosningu m i Fermanagh og Suöur-Tyrone, en mótframbjóðandi hans, Harry West. Munaöi 1446 atkvæöum. Sands afplánar 14 ára dóm fyrir vopnaburö, en hann hefur veriö i hungurverkfalli i 43 daga til stuðnings kröfum um viöurkenn- ingu á þvi, aö IRA-fangar séu pólitiskir fangar. Hann haföi heitiö þvi aö hætta föstunni, ef hann sigraöi i kosningunum, en IRA hefur lýst þvi yfir að hann muni hvorugt gera: afsala sér þingsætinu eöa hætta hungurverkfallinu. viija ekki kynlerðisfræðslu (sovéska skðla Rússneskur félagsfræöingur gagnrýndi um helgina sovéska embættismenn, sem vildu inn- leiöa fræöslu i kynferöismálum i sovéskum skólum, og sagöi hann, aö slik fræösla spillti alvarlega ungu fólki á vesturlöndum. Vladimir Krupin fékk birta grein i Sovietskaya Rossiya, þar sem hann sagöi aö kynferöis- fræöslunni væri best komiö i höndum fjölskyldunnar, eins og veriðheföi öldum samanog þyrfti ekki til hjálp embættismanna. Engin kynlifsfræösla fer fram i sovéskum skólum, getnaöarverj- ur eru illfáanlegar og fóstur- eyöíngar meöal þess tfðasta, sem þekkist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.