Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 14
14
Vinsœl
fermingargjaf
Skart
grípasni
í miklu úrvali
Mjög hagstœtt
verð
PÓSTSENDUM
Magnús E. Baldvinsson s/f
Laugavegi 8. Sími 22804
SJUKRALIÐAR
SjúkfoliÓQ vontor til
sumofofleysingo oð
sjúkrostöð SÁÁ, Silungopolli
Upplýsingor veitir
hjúkrunorfræðingur í síma 81615
Þriöjudagur 14. april 1981
---j'-ww
m 4
„Fyrsta, annað og...fyrsta annaö og....þriöja”. Ekki tekst öllum aö bjarga eignum sinum undan hamr-
inum.
Uppboðsbeiðnir við bæjarfógetaembættið
á Akureyri fara f vdxt
„Einhverstaðar
hrðngt í búi”
Samkvæmt heimildum Visis
hefur uppboösbeiönum fjölgaö
mjög mikið hjá Bæjarfógetaem-
bættinu á Akureyri. í Lögbirt-
ingablaöinu 1. april s.l. voru 46
húseignir augiýstar á uppboöi og
uppboöum á lausafjármunum
hefur fjölgaö verulega.
„Ég kom að embættinu s.l.
haust, þannig að ég hef
enga viðmiðun. Hins vegar er
mér sagt af kunnugum, að þetta
hafi aukist. Má raunar segja, að
það sé alltaf of mikið af uppboðs-
beiðnum, á meðan einhverjar
eru”, sagði Elias Eliasson,
bæjarfógeti i samtali við Visi.
Þegar uppboðsbeiðni berst til
embættisins, er viðkomandi lát-
inn vita bréflega. Fær hann frest
til að ganga fráskuld sinni. Ef
hann notfærir sér ekki þann frest
er eignin auglýst i Lögbirtingar-
blaðinu i þrigang. Þvi næst kemur
málið fyrir uppboðsrétt, sem oft
á tiðum er frestað ef von er til
þess að skuldarinn geti samið við
kröfuhafa. Takist það ekki fer
uppboð fram, en eigandinn getur
þá beðið um annað uppboð. Það
er siðasti fresturinn og takist
skuldaranum ekki að semja við
lánadrottna sina á þeim tima, þá
er eignin seld hæstbjóðanda á
uppboði.
Einfaldari reglur gilda um
uppboð lausafjármuna. Þá þarf
ekki annað en auglýsa i blöðum
með 8 daga fyrirvara. Þann tima
geta menn notað til eð greiða
skuldir sinar og eru dæmi þess, að
menn séu að bjarga eigum sinum
„undan hamrinum” á siðustu
minútum fyrir uppboð.
Erlingur Óskarsson
uppboðshaldari á lausafé, sagði
að uppboðsbeiðnum hafi fjölgað
geysilega að undanförnu. Margar
beiðnir væru hins vegar aft-
urkallaðar strax á fyrsta stigi,
þvi oft væri það fyrir mistök eða
trassaskap þegar fólk greiddi
ekki skuldir sinar. Hins vegar
taldi Erlingur það fara i vöxt, að
menn hefðu ekki tök á að bjarga
skuldum sinum undan
hamrinum, þannig að einhvers
staðar væri orðið þröngt i búi. Gat
Erlingur þess að næsta lausa-
fjáruppboð væri 11. april og siðan
annað 23. mai.
LAUSSTAÐA
Við Menntaskólann á Egilsstöðum er laus staða kennara i stærð-
fræöi og eðlisfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsöknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og
störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
101 Reykjavik, fyrir 15. mai n.k. — Umsóknareyðublöð fást í
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytiö
9. april 1981.
VM bátavélar
10-600 hestöfl
VM - Ducati í trilluna
11 hestöfl með rafstarti,
gír og skrúfuútbúnaði
verð aðeins ca. 11.000
007*00
BÁTA— OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6, GAROABÆ, iST 5 22 77
Keppt um bestu
ársskýrsluna
Arsskýrslur hinna ýmsu
félaga flæða i þúsunda tali yfir
landsmenn á hverju ári. Stjórn-
unarfélag Islands hyggst nú
veita sérstaka viðurkenningu
fyrir bestu ársskýrslu sem
stofnun eða fyrirtæki sendir frá
sér, og tekur fyrsta viðurkenn-
ingin til starfsemi á árinu 1980,
en niðurstöður verða rök-
studdar. Þau fyrirtæki eða félög
sem vilja taka þátt i samkeppn-
inni eiga aö senda þrjú eintök
ársskýrslu sinnar til Stjórn-
unarfélagsins að Armúla 23, 105
Reykjavik fyrir 15. júni næst-
komandi en viðurkenningin
veröur veitt i september.
Bilar og reiðhjðl
fyrir 440 púsund
Vorhappdrætti Krabbameins-
félagsins hefur nú verið hleypt
af stokkunum og miðar sendir
um allt land með sama hætti og
tiðkasí. hefur.
Að þessu sinni er aðalvinn-
ingurinn hiö nýja „tromp”
Cryslerverksmiðjanna amer-
isku, Dodge Aries, að
verömæti meira en 150 þúsund
nýkrónur. Þá eru þrir vinn-
ingar, bifreiö aö eigin valifyrir
100 þúsund, 80 þúsund og 70
þúsund krónur. Loks eru 8 vinn-
ingarsem hver um sig er tvö tiu
gira reiöhjól, Schauff,, samtals
að verðmæti um 5000 krónur.
Miðaverð er 17 krónur en hverj-
um viötakanda eru sendir 2
miðar að venju.
Dregið verður i vorhapp-
drættinu 17. júni. Veigamestu
þættirnir I starfsemi Krabba-
meinsfélagsins byggjast að
verulegu leyti á happdrættis-
tekjunum og þar með stuðningi
þeirra fjölmörgu landsmanna
sem miöana kaupa.
Kalt borð og tiska á föstudögum
Attunda áriö i röö eru hafnar hinar sérstæöu sýningar á varningi úr
isienskum efnum, og eru i hádeginu á föstudögum i Blómasal Hótels
Loftleiöa. Þar er jafnframt boöiö upp á kalt borö meö 70 islenskum
réttum.
1 sumar veröur lögö áhersla á aö kynna lopa og skartgripi og aö
hafa sýningarnar sibreytilegar. Sýningarfólk veröur frá Módel-
samtökunum en kynningar annast flugfreyjur Flugleiöa h.f.
Póst- og simamálastofnunin
hefur gefið út tvö ný frimerki.
Hönnuður merkjanna er
ÞrösturMagnússon og er mynd-
efni þeirra sótt i þjóðsögurnar,
annað úr sögunni af Galdra-
Lofti að verðgildi 180 aurar og
hitt úr Djúpir eru Islands álar
að verðgildi 220 aurar.
—KÞ.
Aðaiiundur FIP:
Haraldur Sveinsson formaður áfram
A aðalfundi FÍP, Félags
islenska prentiðnaðarins, fyrir
skemmstu, var Haraldur
Sveinsson framkvæmdastjóri
Morgunblaðsins endurkjörinn
formaður, en hann hefur gegnt
formennsku i félaginu nokkur
undanfarin ár. Magnús I.
Vigfússon var kjörinn vara-
formaður. Aðrir i stjórn eru nú
þeir Bragi Þórðarson, Einar
Egilsson, Geir S. Björnsson,
Höröur Einarsson, Konráð R.
Bjarnason,PállVigkonarson og
Sveinn R. Eyjólfsson.
A fundinum kom fram að
félagið hefur látið endurskoða
og semja nýjar reglur um
verðlagningu bókbandsfyrir-
tækja og að áfram yrði fjallað
um verölagningarmál hinna
ýmsu greina prentiðnaðarins.
Samþykkt var ályktun um að
beina tilmælum til stjórnvalda
um aö endurskoða álagningu
tolla á tölvubúnað til setningar
og að stjórn félagsins taki til at-
hugunar þá óheillaþróun að
vinnsla prentverka flyst úr
landi i stórum stfl.
Um 1000 manns starfa nú i
prentiðnaðinum. HERB.