Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Þriöjudagur 14. april 1981 ASKORANIR UM UPPSKRIFTIR John Gustason „súpusnilling- ur” áskorandi siöustu viku og Guömundur Sæmundsson versl- unarmaöur. núverandi áskor- andi, hafa þaö sameiginlegt aö vera báöir ungir aö árum og hafa báöir áhuga á elda- mennsku. Þegar viö spuröum Guömund hvernig stæöi á hans áhuga fyrir matartilbúningi varö honum svarafátt en sagöi: „Eidhúsiö heima hefur alltaf veriö aöalherbergiö f húsinu, þar söfnuöust aliir saman, æ, svo kom þetta bara af sjálfu sér aö ég fór aö taka þátt i matar- geröinni". Guðmundur Sæmundsson skorar siðan á Vilhjálm Ragn- arsson framkvæmdastjóra fyrir næstu viku, sem hann telur mik- inn kunnáttumann i aö matreiða m.a. villibráð ( sem hann leggur sjálfur að velli). Næst siöasta dag þessa vetrar þ.e. næstkom- andi þriðjudag verður áskor- andinn þvi Vilhjálmur Ragnars- son framkvæmdastjóri Reyk- ingavarnarnefndar. ÞG-. Gúllassúpa 1 kg nautagúllas 3 stórir laukar 7 stórar kartöflur 2 stórar dósir tómatar 4 paprikur 1 1/2 1 vatn 3 msk. timian salt, paprika, pipar, chili powder, súputeningar Kjötiö steikt á pönnu, kartöflurnar soönar. Allt brytjaö smátt og sett i stóran pottÞegar allt er komið i pottinn á vatniö aö fljóta vel yfir. Látiö sjóöa mjög lengi við vægan hita, þvi lengur þvi betra. Meö gúllassúpunni er ágætt aö bera fram heitt brauö. Marinerað kjöt á teini 1 pk. iauksúpa 1 bo.li salatolia 1/4 bolli edik 1/4 bolli rauövin (eöa 1/2 bolli rauövinsedik) 1 msk. soyasósa 1 kg beinlaust lambakjöt, sem skoriö er i 2-3 cm þykka bita heilir sveppir 2-3 paprikur (skornar I fernt) Blandiö saman súpuduftinu, oli- unni, edikinu, vininu og soya- sósunni. Setjiö kjötbitana úti blönduna og látiö marinerast i 2- 3 klukkustundir (viö stofuhita). Siöan er raöað á teina til skiptis; kjöti, heilum sveppum og paprikubitum (1/4 hluta af papriku). Stráiö pipar yfir allt þegar búiö er aö „þræöa” á teinana og steikið siöan f mcöalhcitum ofni ica. 10 minútur eöa þar til kjötiö er vel steikt. Pensliö af og til meö kryddblöndunni á meöan á steikingu stendur. Meö teinarétti þessum er hægt aö bera bæöi hrisgrjón og hrá- salat. Vilhjálmur Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Reykingavarnar- nefndar hefur oröiö fyrir valinu hjá mér sem næsti áskorandi. Guðmundur Sæmundsson verslunarmaöur i aöalherbergi hússins — eidhúsinu Vilhjálmur er veiöimaöur, fer sækir I matinn. Ég hef grun um þriöjudag veröi tengdar góm- upp til fjalla og fram til heiða og aö uppskriftir hans næsta sætri villibráö. Blomstrandi hjölagrind Einfaldur kassi, sem er bæði hjólagrind og blómabeð, gæti verið heppileg lausn i garðinum i sumar. Oft eru vandræði með reiðhjól barnanna i kringum húsið, hjólinu er hallað upp að húsvegg og dettur þá stundum niður og rispast. Oft eru þau ein- faldlega lögð á stéttina og látin bara vera þar, svo maður tali nú ekki um bilastæðið við húsið, ef hjólin liggja þar þegar „húsráðandi” geysist i hlaðið! Til að foröast öll óþægindi er ágætt að leysa máliö með svona einföldum kassa, sem allflestir laghentir geta smiðað. Smiðaefn- iö þarf ekki að vera af dýrustu tegund, mótatimbur getur sem best dugað. Til verksins þarf lika nokkra sauma, tommustokk, hamar og sög. Við látum fylgja litla skýringarmynd með, en þar eru málin merkt inná. Þar er reiknaö með 4 cm rennu fyrir hjólin, sem auðvitað má breikka eftir dekkjastærð hjólanna.. Kassann mætti lika hafa breiðari og renna eöa „parkera” hjólum i greindina frá báðum hliðum þ.e.a.s. ef margir hjólaeigendur eru á heimilinu. Aður en moldin er sett i blóma- kassan setjum við auðvitað botn- plötu undir. Og að siðustu er ágætt að bera fúavarnarefni á kassann til að verja hann vætu. Svo dettur okkur i hug að i staöinn fyrir blómstrandi sumarblóm er hægt að hafa t.d. graslauk eða annað grænmeti i kassanum. —ÞG NÝKJÖRIN STJÖRN NEYTENDASAMT AKANN A A aöalfundi Neytendasamtak- anna, sem haldinn var laugar- daginn 4. april sl. á Hótel Esju, fór fram kosning stjórnar sam- takanna. Sjö manna aðalstjórn N.S. skipa, Reynir Armannsson póstfulltrúi, formaður og Gisli Jónsson, prófessor, varafor- maöur. Aörir i stjórn Neytenda- samtakanna eru Dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur, Jón Magnússon, lögfræðingur, Rafn Jónsson, skrifstofumaður, Steinunn Jónsdóttir húsmóðir og Úlfur Sigurmundsson hag- fræðingur. Þeir sem sæti eiga i vara- stjórn eru, Arni Bergur Eiriks- son, framkvæmdastjóri, Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari, Bjarni Skarphéðinsson, raf- virkjameistari, Jóhannes Gunn- arsson, fulltrúi, Sigriður Frið- riksdóttir skrifstofustúlka, Hörður Þorbergsson verkamað- ur og Sigrún Gunnlaugsdóttir kennari. Litil breyting varð á stjórn Neytendasamtakanna frá fyrri stjórn. Gisli Jónsson prófessor er nú varaformaður en áöur gengdi Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur þvi embætti, en Dr. Jónas er meðstjórnandi i núverandi stjórn. Tveir gengu úr varastjóri^ þau Iðunn Gisla- dóttir og Sigurður Kristjánsson en i þeirra stað komu Bjarni Skarphéðinsson og Hörður Þor- geirsson. Að sögn Reynis Armannssonar eru félagsmenn i Neytendasamtökunum af öllu landinu um 4.300 talsins. öll vinna félagsmanna er unnin af áhuga fyrir málefnum samtakanna. Stórt skref var stigið i sögu N.S. fyrir ári siðan er ráþinn var starfskraftur i fullt 'starf á skrifstofu N.S. en takmarkið er að ráða erindreka er kynnti starfsemi samtakanna á vinnustöðum og viðar. „I deiglunni núna er aö fá fleiri félagsmenn til að styrkja og efla Neytendasamtökin” sagði nýendurkjörinn formaður Reynir Armannsson við blaða- mann Visis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.