Vísir - 14.04.1981, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 14. april 1981
vtsnt
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sigfússon,
Frfða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir,
Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll AAagnússon, Sigurjón
Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á
Akureyri: GisliSigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur
O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
son. útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvörður:
Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur
Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla8, símar86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur
eintakið.
Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Aronska er villukenning
Ekki er langt síðan að hér óðu
uppi hugmyndir undir heitinu ar-
onska/ þess ef nis að Nato ætti að
greiða (slendingum gjald vegna
þeirrar aðstöðu sem bandalagið
nyti í formi varnarstöðvar á
Suðurnesjum. Þessar skoðanir
fengu slíkan byr undir vængi, að í
skoðanakönnunum virtist veru-
lega stór hópur Islendinga vera
þeim hlynntur.
Til voru þeir stjórnmálamenn
sem gældu við þessar hugmyndir
og tóku undir þær. Sem betur fer
hafa þær ekki náð fram að
ganga. Ábyrgir stjórnmálamenn
úr öllum flokkum fordæmdu
þessa hugsun og neituðu að Ijá
henni lið.
AAargvísleg rök mæla gegn
hinni svonefndu aronsku. I fyrsta
lagi, stæði lítiðeftiraf sjálfstæði
og f ullveldi, ef íslensk stjórnvöld
fleyttu fram efnahag sínum og
atvinnulífi fyrir erlent gjafafé,
svo milljörðum skiptir. Eftir það
ættum við ekki kost á öðru en að
bugta okkur og beygja f yrir hinu
erlenda f jármálavaldi.
I öðru lagi væri það til ævar-
andi minnkunar ef íslensk þjóð
mældi framlag sitt til varnar-
bandalags frjálsrar þjóða í
peningum, og í þriðja lagi eru það
hagsmunir okkar sjálfra, sem
ráða því að varnir eru hér fyrir
hendi. Viðheimtum ekki greiðsl-
ur af öðrum fyrir að gæta okkar
eigin öryggis.
íslendingar hafa ekki her og
vilja ekki hafa her. Aðeins það
eitt, að vera án gifurlegra
hernaðarútgjalda, eins og allar
aðrar sjálfstæðar þjóðir þurfa að
standa straum af. léttir af okkur
mikilli byrði. Því gleymum við of
oft.
Frelsi íslensku þjóðarinnar er
ekki falt. Það verður ekki metið
til f jár. íslendingar hafa talið að
það sé best tryggt með samstarf i
við aðrar frjálsar þjóðir, þátt-
taka okkar í því bandalagi er
framlag Islendinga til þeirrar
frelsisbaráttu, sem allar þjóðir
þurfa að heyja.
Hitt er annað mál að eðli máls-
ins samkvæmt hlýtur Atlants-
hafsbandalagið að bera kostnað
af þeim mannvirkjum og varnar-
framkvæmdum, sem það telur
nauðsynlegt. Sú regla er hafin
yfir vafa.
Þegar til tals kom að aðskilja
þyrfti umsvif varnarliðsins frá
almennri flugumferð á Kefla-
vrkurflugvelli, þótti sjálfsagt, að
kostnaður af þeim framkvæmd-
um lenti á íslendingum sem
bandalaginu. Sá samningur sem
undirritaður hefur verið um
byggingu nýrrar flugstöðvar
gerir ráð fyrir að svo verði.
Breyting á skipan mála á flug-
vellinum að þessu leyti kemur
báðum til góða. Kostnað-
ur af nýju flugstöðvarbygging-
unni skiptist þannig milli beggja
aðila en Bandaríkjamenn taka
aðsér aðkosta aðkeyrsluog flug-
brautarrampa, sem óhjákvæmi-
lega þurfa að koma til vegna
breytingarinnar.
Það er því með öl lu út í hött að
kenna þann samning við aronsku.
Hann á ekkert skylt við þá villu-
kenningu, að íslendingar taki
greiðslu fyrir þá aðstöðu sem
Nato er veitt hér.
Þetta þarf öllum að vera Ijóst.
Áhinn bóginn er lýðum I jóst, að
bygging nýrrar flugstöðvar
kostar mikið fé. Staða ríkisf jár-
mála og efnahagslífs okkar er
þannig að landsmenn geta ekki
tekið þann kostnaðá sig óskiptan,
hvort sem það verður í ár eða síð-
ar. Ef litið er til almennrar flug-
umferðarog hinna vanbúnu f lug-
vallarskilyrða um land allt, er ó-
víst með öllu hvort ný flug-
stöðvarbygging í Keflavík yrði
efst á óskalistanum. Aðeins fyrir
þá sök, að Bandarikin og Nato
hafa fyrir sitt leyti samþykkt að
leggja fram fé til þessa verkefn-
is, hefur það verið á dagskrá.
Þeir samningar lúta að sam-
eiginlegum hagsmunum, gagn-
kvæmum útgjöldum. Aronskan
kemur þvf máli ekki við.
1 þeirri hröðu
atburðarás sem menn
hafa fylgst með af
þróun mála i Póllandi,
er erfitt að gera sér
grein fyrir styrk og
stöðu einstakra for-
ystumanna i pólska
kommúnistaflokknum.
Eins og menn muna,
varð Gierek að
hrökklast frá völdum
eftir að ólgunnar fór að
gæta i Póllandi og tók
þá Kania við, sem for-
maður flokksins.
En Kania á engan
veginn sjö dagana
sæla. Auk þess, sem
stöðugt heyrist orð-
rómur um að
Sovétmenn telji hann
ekki nægilega dugmik-
inn formann, er rætt
um það opinberlega i
Póllandi, að haldin
verði réttarhöld yfir
Gierek og Jaroszewicz
fyrrverandi forsætis-
ráðherra, sem helstu
sökudólgunum fyrir
efnahagsglundroðan-
um i Póllandi.
Ef slik réttarhöld
færu fram, yrði það
meiri háttar áfall fyrir
Kania.
Kania hefur brugðist.
Enda þótt Jaruzelski, núver-
Frá vinstri: Olszowski, Jaroszewic, Gierek.
t stað þess að vera sá milli-
göngumaður, sem flokkurinn
vænti að hann gæti orðiö við
„Samstöðu”, hefur Olszowski,
verið harður i horn aö taka og
verið miklu ösveigjanlegri en
t.d. Kania.
Grabski hefur lengi verið
þekktur sem dyggur leppur
Kremlverja.
Bresnev tvistigandi.
Sagt er að Olszowski hafi
verið tilnefndur sem formaður
pólsku sendinefndarinnar til
Prag, þvi hann hafi verið sá,
sem Bresnev vildi helst hlusta
á. Olszowski hefur reynt að
þræða þann milliveg að standa
fastur fyrir gagnvart „Sam-
stöðu”, án þess að glata með
öllu trausti þeirra og almenn-
ings I Póllandi.
Inn í þessar vangaveltur allar
Pólland:
Verður Kania sparkað?
andi forsætisráðherra hafi
fengiö samþykki fyrir efna-
hagsaðgerðum og banni viö
verkföllum,eru veöur öll válynd.
Meöal vestrænna
fréttamanna er þvi spáð að
Kania muni ekki þola það
taugastrið, sem nú er hafið i
framhaldi af aögerðum Jaruz-
elski. Þá sjö mánuöi sem Kania
hefur setið að völdum hefur
hann ekki reynst fastur fyrir
eða nægilega áhrifamikill,
miðað viö þær vonir sem
flokkurinn batt við hann.
Það vakti athygli, að hvorki
Olszowski, formaöur pólsku
sendinefndarinnar á fundi
kommúnistarikjanna i Prag á
dögunum, né heldur Bresnev,
sáu ástæðu til að nefna nafn
Kania einu sinni, hvað þá meir.
Pólitisk veikindi.
Sovétrikin hafa gert mjög
ákveönar kröfur um harðari
linu af hálfu stjórnarinnar i Pól-
landi og hafa jafnvel krafist
handtöku þeirra manna i „Sam-
stöðu” sem lengst ganga.
Jarusleski hefur verið sagður
veikur, en illar tungur segja að
þau veikindi séu pólitisks eðlis.
Hann vilji láta fara sem minnst
fyrir sér, til aö vera ekki i
sviösijósinu, en endurskoöar nú
stöðu sina og biöur færis.
Kremlverjar eru hinsvegar
ekki alltof hrifnir af honum
heldur, telja hann of eftirgefan-
legan, og sögusagnir eru um
það, að bæði Jaruzelski og
Kania fái reisupassann áður en
langt um liður.
Þeir sem helst eru nefndir
sem eftirmenn þeirra, eru
Olszoeski, sem flokksformaður
og Grabski, sem forsætisráð-
herra.
Sa fyrrnefndi hefur löngum
veriö talinn I hópi frjálslyndari
flokksmanna og var kallaður
heim frá Austur-Berlin, þar sem
hann var sendiherra, þegar
rósturnar hófust heima fyrir.
blandast allskyns kenningar um
skoðanir Sovétmanna sjálfra.
Fullyrt er að nú, likt og fyrir
atburðina i Tékkóslóvakiu, séu
deildar meiningar i Kreml,
hvortráðast skuli inn i Pólland.
Sú afstaða hafi oröiö ofan á
1968 aðallega fyrir tilstilli Bres-
nevs.
Nú er hann sagöur meira efins
og að sögn ýmissa fréttaritara,
er skýringin á ferð Bresnevs til
Pragá dögunum, i þvi fólgin að
koma i veg fyrir að einhver
harðlinumaður færi i hans stað.
Af öllu þessu má sjá, að það
eru fleiri en forystumenn
„Samstöðu”, sem eiga undir
högg að sækja.