Vísir - 05.05.1981, Page 14

Vísir - 05.05.1981, Page 14
14 vtsrn Þriðjudagur 5. maí 1981 HW tokloskurlá? Verkakona hringdi: 1 gær, 29.4. varö ég fyrir þvi óhappi aö tösku minni. sem er ðökkblá hliðartaska var stoliö þar sem ég var stödd á ljósmynda- stofu viö Laugaveg. Ég var rétt nýkomin inn úr dyrunum og haföi lagt töskuna á borö i fremra her- bergi ásamt plastpoka meö prjónadóti i. Mér heyröist einhver koma inn og fór fram aö gá, en sá engan. Er ég ætlaöi siöar aö gripa til töskunnar, var hún horfin. Prjónapokinn var látinn eiga sig, enda þjófur sá sennilega litiö gef- inn fyrir aö auka tekjur sinar á heiöarlegan hátt með þvi aö prjóna úr lopa. Nú var ekkert af peningum I töskunni.en persónu- skilriki, mikiö af lyklum og dóti þvi er fylgir kvenveskjum og er þvi ekki mikils viröi fyrir þessa ófrómu persónu en mikils viröi fyrir mig og kostar mig fjárútlát við kaup og isetningu á nýjum lásum, auk missis töskunnar. Sennilega hefur hún lent I ösku- tunnu I nágrenninu. Er sárt til þess að vita hversu varnarlaus maöur er fyrir þessu illþýöi sem veöur hér uppi, og ræöst oftast á garöinn þar sem hann er lægstur. P.s. Þess skal getiö.aö hafi ein- hver upplýsingar um hvar taska og persónuleggir munir verka- konunnar eru niðurkomnir, þá má hringja i Visi 86611. Veröur um- ræddum hlutum komiö til sins rétta eiganda. Tvð 9óð ráð Kona hringdi: Mig langar til aö koma nokkr- um ráðum til lesenda vegna greinar.sem birtist I Visi á dögun- um undir heitinu: Gætið ykkar á hálsbólgunni. Gott ráö viö hálsbólgu er aö bera steinoliu á hálsinn utan- veröan um leiö og fólk finnur fvrir eymslum. Steinolian fæst I plast- brúsum á bensinstöðvum. Ef þetta er gert kvölds og morgna, fara sárindin fljótlega nær alveg. Svo langar mig aö koma á framfæri ööru ráði viö þorsta. Sé hann til staðar er best að drekka mátulega sýrða mysu. Þessi tvö ráö hef ég frá minu fólki og tengdafólki og hafa þau gefist vel. Tíminn i dag Nýtt útlit — Nýtt efni Nýr Timi Timinn er örugglega i takt viö þig. Hefurðu séð hann eftir breytinguna Er Timaskortur vandamál hjá þér. t>að leysirðu með þvi að gerast áskrifandi að Tímanum. siminn er 86300 Ertu orðinn áskrifandi Náðu þér i eintak Nýr og betri Timi á næsta blaðsölustað Tíminn i nýjum búningi Áskriftarsíminn 86300 m ,,Svar löggjafans er einfalt.þaö er aö loka viökomandi inni I svo og svo marga mánuði eöa ár, skiia þeim svo aftur sem taugahrúgu og sömu áfengissjúklingunum, sem komast aldrei itakt við llfið og lenda I sama farinu aftur og aftur”. SKilningsleysi eða mannvonska? Refsifangi skrifar: Tugthús eöa betrunarvist eru hugtök, sem oft koma I huga mannsyþegar setiö er i fangelsi. Þó er þaö svo.aö hegningarvist og innilokun er sú skilgreining sem flestir aðilar réttarkerfisins viröast aöhyllast, aö sé vænlegust til árangurs. Nú er vitaö mál viöurkennd staöreynd að flestir þeir, sem I af- brotum lenda eða um 90% eiga viö áfengisvandamál aö striöa. Vegna erfiörar æsku sundrungar I heimilislifi og annarra sálar- kvala, sem samfélagið hefur skapað, hafa þessir menn orðið útundan i félagslegum skilningi og leitað huggunar i vimugjafa, sem aðeins leiðir til ófarnaðar. Afleiðingin er sú að menn tolla illa i vinnu og hafa gripið til þess ráðs að stela, falsa ávisanir o.fi. til að eiga fyrir áfengi og öðru lifsviðurværi. Flestallir þessir menn eru ungir að árum, á bilinu 16-30 ára og öllum má þeim hjálpa. Þeir eru upp til hópa harðduglegir til vinnu þegar af þeim bráir og eiga sér þá ósk heitasta að vera nýtir þjóðfélags- þegnar. Svar löggjafans er einfalt.það er aö loka viökomandi inni i svo og svo marga mánuöi eöa ár. Skila þeim svo aftur sem tauga- hrúgu og sömu áfengissjúkling- unum, sem komast aldrei i takt viö lifið og lenda i sama farinu aftur og aftur. Nú hafa samtökin SAÁ og Afengisvarnarráö i mörgum til- fellum boöist til aö taka menn til lækninga á viðeigandi meðferðar- stofnunum, til hjálpar áfengis- sjúkum, á meðan á afplánun stendur. Allir þekkja hinn gifur- lega árangur, sem þar hefur náðst hin siðari ár. Maður skyldi ætla, aö þarna væri fundinn far- sæl lausn fyrir alla aðila, þ.e. raunhæf endurhæfing. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þorsteinn A. Jónsson, sem nú ráöskast meö öll málefni fanga i dómsmálaráöuneytinu, hefur enn ekki fundið þann jarö- veg i sinu sálarbúi, sem réttlæti hjálp til hinna viðkvæmu ein- staklinga, sem lent hafa á ógæfu- braut og aöstandenda þeirra. Hjálp i formi lækningar- og félagsráögjafar. Slikt er þó fyrir- byggjandi aðgerö og án efa sú árangursrikasta. Væri óskandl aö æöri menn i þjóöfélagsstiganum gæfu þessu máli gaum og hugleiddu á hvern hátt megi hjálpa einstaklingnum aö veröa virkur og nýtur þegn. Alþingismenn mættu gjarnan láta máliö til sin taka.en þeir virðast almennt illa upplýstir um fram- kvæmd refsilöggjafar i landinu. Þaö er raunar hneysa, aö lög og reglugeröir um refsivist og fangelsi hafa ekki verið endur- skoöuö i áraraöir. Þau kver, sem fyrirfinnast um þessi mál, eru fyrir löngu orðin úrelt og aöeins til hins verra. Vel þegiö væri, ef alþingismenn vildu koma i heim- sókn i fangelsin og kynna sér málin af eigin raun og ræöa viö fanga um vandamál þeirra. Viö skulum vona, að timar raunhæfra aögeröa i uppbygg- ingu og meöferö liti dagsins ljós sem fyrst.en neikvæöar aðferöir refsiglaöra manna viki. Kannski getum viö farið aö tala um betrunarhús áöur en áriö er liöiö. Langar á hestamót... Hestaunnandi hringdi: Mig langar aö koma á framfæri fyrirspurn: Hvers vegna eru ýmis hestamót, svo sem iskapp- reiöar, firmakeppni og fleira ekki auglýst betur en gert hefur veriö? Ég er einn af þeim sem hafa mik- inn áhuga á hestum, þótt ekki geti ég haldið hesta sjálfur. Þetta er bæöi dýrt fyrirtæki og timafrekt og þvi ekki á allra færi. Hins veg- ar heföi ég gaman af þvi aö fara á ýmsar samkomur tengdar hest- um og heföi tækifæri til þess.ef ég vissi um þær hverju sinni. En þaö er nú einu sinni svo aö félögin hafa yfirleitt látið sér nægja aö hengja upp auglýsingar i hesthúsahverfunum. Þær sjá engir nema þeir sem eiga hesta. Vil ég biöja viökomandi aö bæta úr þessu hiö fyrsta. ELSKAN KLÆÐIST TÆKIFÆRISBUXUM Aq hringdi: Ég var aö hlusta á tilkynning- arnar i útvarpinu og datt þá þessi visa i hug, sem ég nefni ,,Um rikisstjórnina”: í veröstöövun allt verölag mjög svo bólgnar og vist er ég á stundum nú aö hugs’um, hvort bætur alls séu ekki i þvi fólgnar, aö elskan klæöist tækifærisbuxum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.