Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ma
llorc
a
34.142kr.
Sama sólin - sama fríi›
-en á ver›i fyrir flig!
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman.
41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa,
10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 37 ára karlmann, Agn-
ar Víði Bragason, í tveggja ára
fangelsi fyrir auðgunar-, fíkniefna-
og umferðarlagabrot á árunum
2001-2003. Ákærði var einnig
dæmdur til að greiða trygginga-
félögum 6,7 milljóna króna í skaða-
bætur og sviptur ökurétti ævi-
langt. Þá voru gerð upptæk 17,44
grömm af amfetamíni og lítilræði
af maríúana og tóbaksblönduðu
hassi.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
gaf út þrjár ákærur vegna fjöl-
margra mála á hendur ákærða og
játaði hann sakir að hluta en neit-
aði m.a. einum stærsta hluta máls-
ins, þ.e. úra- og skartgripaþjófnaði
upp á 1,2 milljónir kr. í verslun
Frank Michelsen á þorláksmessu
2001. Notaður var stolinn bíll og
honum keyrt í gegnum búðar-
gluggann.
Aldursgreindi blóð í bílnum
Lögreglan fann umræddan bíl
og rannsakaði blóð sem fannst í
honum og sendi í DNA-rannsókn.
Lögreglan taldi sig geta fullyrt að
blóðið gæti hafa verið frá því
nokkurra mínútna gamalt upp í
tveggja klukkustunda gamalt, en
það mætti sjá á útliti blóðsins sem
breytist við storknun með tíman-
um.
Að mati dómsins kom þessi ald-
ursgreining á blóðinu vel heim og
saman við líklega tímaröð inn-
brotsins og með DNA-rannsókn
væri sannað að blóðið væri úr
ákærða.
Málið gekk í héraðsdómi 16.
mars og var dæmt af Guðjóni St.
Marteinssyni héraðsdómara. Verj-
andi ákærða var Sigurður
Georgsson hrl. og sækjandi Dag-
mar Arnardóttir fulltrúi lögreglu-
stjórans í Reykjavík.
Tveggja ára fangelsi fyrir
stórfelld auðgunarbrot
Blóðsletturannsóknir sanna
gildi sitt í fyrsta dómsmálinu
MÁLIÐ sem gekk í héraðsdómi
16. mars markar tímamót í saka-
málarannsóknum hérlendis að því
leyti að þetta er í fyrsta skipti
sem niðurstöður aldursgreiningar
á blóði, sem tilheyra svokölluðum
blóðsletturannsóknum lögregl-
unnar, eru lagðar fram sem sönn-
unargagn í sakamáli og þær tekn-
ar gildar fyrir dómi.
Um er að ræða mjög sérhæfðar
rannsóknaraðferðir sem lög-
reglan í Reykjavík hefur nýlega
tekið upp. Starfið er ekki bundið
við höfuðborgina, heldur aðstoða
rannsóknarlögreglumenn tækni-
deildar lögreglunnar við rann-
sóknir stærri sakamála um allt
land.
„Aldursgreining á blóði er enn
ein nýjungin sem lögreglan í
Reykjavík hefur tekið upp við
rannsóknir sínar,“ segir Hörður
Jóhannesson yfirlögregluþjónn.
„Þessi aðferð er í sífelldri þróun
hjá okkur í samvinnu við vís-
indamenn og þetta mál sýnir að
við erum á réttri leið hvað varðar
nýjungar í rannsóknaraðferðum
lögreglu.“
ÍSLENSK stúlka varð í öðru sæti í
smurbrauðskeppni sem haldin var í
Herning á Jótlandi á miðvikudag.
Tinna Ólafsdóttir, sem er 23 ára,
hefur verið við nám í þrjú ár í Hótel-
og veitingahúsaskóla Kaup-
mannahafnar þar sem hún hefur
lært þá kúnst að smyrja smurbrauð
og matreiða kalda rétti af öllu tagi.
Hún hefur verið á samningi hjá
smurbrauðsmeistaranum Idu Dav-
idsen, sem er ein þekktasta smur-
brauðsdama Danmerkur og er Ís-
lendingum að góðu kunn fyrir
gómsæt jólahlaðborð að dönskum
hætti.
Fjölbreytni í hráefnavali
„Galdurinn við gott smurbrauð er
að gefa ímyndunaraflinu lausan
tauminn og vera óhræddur að nota
hvaða hráefni sem er,“ segir Tinna
aðspurð hvernig gott smurbrauð
eigi að vera.
Það var þó ekki smurbrauð sem
kom Tinnu í annað sæti í keppninni,
sem er ætluð nemum sem eru í veit-
ingageiranum, heldur heilt hlaðborð
kræsilegra rétta. Tinna þurfti nefni-
lega að útbúa máltíð fyrir tíu manns
á þremur og hálfri klukkustund.
„Við áttum að gera sex hlaðborðs-
rétti. Við fengum að vita um ákveðin
hráefni fyrirfram og gátum æft okk-
ur á þeim, t.d. dádýrakótilettum og
kræklingum. Út frá þessum hráefn-
um áttum við að búa til uppskriftir
og útbúa rétti fyrir tíu manns. Þeg-
ar við mættum svo til keppni feng-
um við þrjú hráefni í viðbót sem við
þurftum að ákveða á staðnum
hvernig við ætluðum að nota.“
Skólar senda lið til keppninnar og
voru tveir og tveir saman í liði.
Tinna segir að smurbrauðsáhug-
inn sé ekki nýr af nálinni hjá sér og
segist hafa haft áhuga á matargerð
frá unglingsaldri. „Svo ákvað ég að
skella mér í smurbrauð í staðinn fyr-
ir kokkinn.“
Tinnu var boðið að taka þátt í
keppninni og var hún eini fulltrúi Ís-
lands í henni. Hún útskrifast úr skól-
anum 14. apríl næstkomandi og
stefnir að því að flytja heim í lok
mánaðarins. „Hver veit hvað ég fer
að gera heima, en vonandi hefur sig-
urinn í keppninni þá þýðingu að
fleiri atvinnutækifæri bjóðist,“ segir
Tinna að lokum.
Tinna Rut Ólafsdóttir sæl og glöð
eftir að hafa hafnað í öðru sæti í
smurbrauðskeppni í Danmörku.
Ímyndunar-
aflinu gefinn
laus taumur
OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu í gær
verð á bensíni og dísilolíu um 3 kr.
lítrann og kostar lítrinn af 95 oktana
bensíni í sjálfsafgreiðslu 98,70 kr. al-
mennt eftir hækkunina og lítrinn af
dísilolíunni 41,10 kr. Ástæður hækk-
unarinnar eru sagðar miklar hækk-
anir á heimsmarkaðsverði að undan-
förnu og gengisþróun Banda-
ríkjadals. Verð hjá Atlantsolíu er
óbreytt.
Sjálfsafgreiðsluverð hjá öllum
stóru olíufélögunum Olís, Esso og
Skeljungi var það sama 98,70 kr. fyr-
ir lítrann af 95 oktana bensíni og
verðið á dísilolíulítranum var 41,10.
Bensínlítrinn hjá ÓB var 1,20 kr.
ódýrari eða 97,50 lítrinn og sama
verðið var hjá Esso Express og dísil-
olíulítrinn var á 39,90 kr.
Hjá Orkunni var lítraverðið 10
aurum ódýrara, 97,40 kr., fyrir 95
oktana bensín og 39,80 fyrir dísilolíu-
lítrann, nema á Skemmuvegi í Kópa-
vogi og á Selfossi þar sem verðið var
92,40 kr. fyrir 95 oktana bensín og í
Hafnarfirði þar sem verðið var 93,40
og verðið á dísilolíunni 34,90 kr. Hjá
Atlantsolíu var verðið óbreytt 92,50
kr. fyrir 95 oktana bensín og 35 kr.
fyrir lítrann af dísilolíu.
Bensínið
hækkar um
3 krónur
SÁ fáheyrði atburður gerðist á
Fáskrúðsfirði í gærmorgun að
jepplingur strauk frá eiganda sín-
um. Hafði sá skilið bílinn eftir í
gangi, í handbremsu þó, og
brugðið sér inn í næsta hús.
Tók jepplingurinn þá að renna
aftur á bak um 100 metra langa
leið og lá hún yfir aðalgötuna á
Fáskrúðsfirði, utan í Hótel Bjarg
og loks pompaði bifreiðin ofan í
læk milli steinhleðslna einni götu
neðar.
Lögreglan í bænum kannar
málsatvik en íbúum þótti atvikið
svo furðulegt að þeir töldu fyrst
að um aprílgabb væri að ræða.
Hundur sem tók ferðalagið aftur
á bak með bílnum slapp ómeiddur
en skelkaður.
Jepplingur
strauk frá
eigandanum
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið
MIKIL hætta skapaðist þegar
lítil trilla, Hafdís GK 92, fékk í
skrúfuna og rak aflvana að landi
austur af Straumnesi rétt hjá
Straumsvík, í gærmorgun.
Tveir skipverjar voru um borð
en björguðu sér með snarræði
þegar þeim tókst að bakka trill-
unni út og afstýra þannig stór-
slysi.
Neyðarkall kom frá Hafdísi kl.
9.29 í gegnum sjálfvirka tilkynn-
ingarskyldukerfið um að veiðar-
færi hefðu flækst í skrúfunni og
drepist hefði á vélinni.
Köstuðu akkerum og biðu
aðstoðar björgunarsveita
Rak trilluna stjórnlaust upp að
klettaströnd og strandaði, en
skipverjunum, Georg Má Bald-
urssyni og Lúðvík Þór Nord-
gulen, tókst á síðustu stundu að
setja í gang aftur og bakka út.
Þar köstuðu þeir akkerum meðan
þeir biðu aðstoðar björgunar-
sveita.
Hraðbjörgunarbátur Björgun-
arsveitar Hafnarfjarðar, Sigurjón
Einarsson, kom á vettvang um kl.
10.10 og tók Hafdísi í tog til
Hafnarfjarðar.
Við komuna þangað skömmu
fyrir kl. 12 sagði Lúðvík að
björgunin hefði tekist mjög vel.
„Það var mjög mikill veltingur í
briminu,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið.
Mikill viðbúnaður hjá
sveitum Landsbjargar
„Það var mikil hætta, við náð-
um að bakka út og henda út akk-
eri, annars hefði báturinn brotn-
að í spón. Hann var búinn að fara
upp á klettana.
Við viljum þakka öllum þeim
sem að björguninni komu. Það
var mjög vel að henni staðið, hún
tókst mjög vel og við erum afar
þakklátir.“
Mikill viðbúnaður var hjá
björgunarsveitum Slysavarna-
félagsins Landsbjargar á höfuð-
borgarsvæðinu vegna óhappsins
og voru sendir þrír hraðbjörg-
unarbátar á vettvang ásamt
björgunarskipi. Þá var TF-LÍF,
þyrla Landhelgisgæslunnar, send
á vettvang stuttu eftir neyðar-
kallið en ekki reyndist þörf á að-
stoð hennar.
Við komuna til Hafnarfjarðar
var tekin lögregluskýrsla af skip-
verjum og fer lögreglan í Hafn-
arfirði með rannsókn málsins.
Tveir skipverjar á þriggja tonna trillu hætt komnir við Straumsvík
„Mikil hætta
og veltingur“
Ljósmynd/Áhöfn TF-Líf
Skipverjunum tókst að bakka Hafdísi frá klettafjörunni og bíða björg-
unar skammt frá landi.
Morgunblaðið/Sverrir
Skipverjarnir Georg Már Baldursson og Lúðvík Þór Nordgulen koma í
land eftir velheppnaða björgun í gær.