Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Gjafakort er… …góð lausn að fermingargjöf Gjafakort Kinglunnar fást á þjónustu-borðinu á 1. hæð við Hagkaup. Þau gilda í öllum verslunum Kringlunnar* og fást í fjórum verðflokkum: 10.000 kr., 5.000 kr., 2.500 kr. og 1.000 kr. *Gildir ekki í VÍNBÚÐINNI. Ræningjar og rumpulýður, hvort viljið þið vera hálshöggvin eða hengd? Léttsveitin fer á kreik Afskaplega heitar konur Léttsveitin er einnþessara bráð-hressu kvennakóra sem starfað hafa hér á landi síðustu árin. Þessi kór, Léttsveitin, verður tíu ára á næsta ári, en hugar fyrst að meira að- kallandi málum sem eru t.d. árlegir vortónleikar kórsins í Austurbæ á morgun, laugardaginn 3. apríl, en þá verða tvennir tónleikar, aðrir sem hefj- ast klukkan 5 og þeir síð- ari sem hefjast klukkan 8. Mun vera fast að því upp- selt á þá báða, að sögn Jó- hönnu V. Þórhallsdóttur, altsöngkonu, stofnanda Léttsveitarinnar og söng- kennara til fjölda ára, sem svaraði nokkrum spurn- ingum sem Morgunblaðið lagði fyrir hana í vikunni. Sam- talið og svör Jóhönnu fara hér á eftir. Fyrst væri gaman að heyra eitthvað um tilurð og forsögu þessa kórs, Jóhanna… „Léttsveitin var stofnuð 1995 og hef ég verið stjórnandi hennar frá upphafi. Sveitin var hluti af þessu stóra kvennakórabatteríi sem þarna ruddi sér til rúms, Kvennakór Reykjavíkur, Gospel systur, Vox Femine, Léttsveitin og Senjoríturnar. Hver þessara kóra var skipaður um og yfir hundrað konum og þetta var allt undir sama hatti. Þetta varð allt of stórt og ábyrgðin á fáum ein- staklingum svo það má segja að það hafi orðið að brjóta þetta upp í einingar og það varð því úr að brjóta þetta upp í einingar. End- anleg slit urðu síðan fyrir fjórum árum. Léttsveitin er því sjálf- stæður kór og verður tíu ára á næsta ári.“ Léttsveitin, eitthvað hlýtur að felast í nafninu, fyrir hvað stend- ur það eiginlega? „Það getur staðið fyrir ýmis- legt í sjálfu sér, kannski ekki síst almennt geðslag kórsins. En tón- listarvalið er kannski það aug- ljósa, en við leggjum sérstaka áherslu á rythmíska og léttari sveiflutónlist. Við eigum það svo sem til að taka Verdi og Bizet inni á milli ef okkur dettur það til hugar, en almennt er það léttleik- inn, við leggjum áherslu á skemmtigildi dagskráa okkar og tökum gjarnan dansspor með.“ Og nú er komið að vortónleik- um. Væntanlega stendur eitthvað fjölbreytt og skemmtilegt fyrir dyrum? „Já, nú er komið að þeim, í Austurbæ á morgun eins og kom- ið hefur fram. Við verðum að vanda með hljómsveit með okkur þar sem þau Aðalheiður Þor- steinsdóttir, píanóleikari og út- setjari okkar, Tómas R. Einars- son kontrabassaleikari og hinn finnski Matti Kallio harmonikku- leikari munu að öðrum ólöstuðum skipa stór hlutverk. Við verðum með ítalska Napólítón- list, óperur og óperett- ur í bland við suðrænu latínósveifluna okkar hefðbundnu og svo fáum við meira að segja íslensk lög og þjóðlög.“ Og sviðsframkoman verður væntanlega í samræmi við ann- að? „Já. Ekki spurning. Þetta eru um 120 konur af öllum stærðum og gerðum, frá 25 ára til sextugs og úr öllum þjóðfélagsstigum. Og þetta eru afskaplega heitar konur og verða heitklæddar á tónleik- unum, í svona kamparí, koníaks- og rauðvínsrauðum kjólum. Síðan er það meira um tónleikana að segja að við erum með einsöngv- ara með okkur, Signý Sæmunds- dóttur sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór.“ Bíddu við … karl með kvenna- kór? „Já, það er dásamlegt að hafa karla með okkur. Þeir hita líka upp tónleikana. Karlar eru nauð- synlegir. Til dæmis hann Tómas okkar, hann er orðinn fastagestur og fékk meira að segja að vera með í uppskriftabókinni okkar, og fer að sjálfsögðu með okkur í söngferðir til útlanda.“ Ef þetta er svona gaman, kom- ast þá ekki færri að en vilja í þennan kór? „Jú, því miður er það rétt. Þetta er gríðarlega skemmtilegt, margar nefndir og margþætt fé- lagsstarf samhliða söngnum. Við förum um land allt og til útlanda, höfum víða komið við, allt frá Bolungarvík til Spánar og alls staðar er jafn gaman að koma, kynnast fólki og syngja fyrir það. En fyrir vikið er mjög sótt í þetta til okkar. Ég hef ekki getað sett auglýsingu eftir nýjum félögum í tvö eða þrjú ár, þetta er svo gam- an að ég losna ekki við þær sem fyrir eru. Þær vilja ekki fara.“ Tíu ára afmæli er aðeins einu sinni, eitt- hvað stendur líklega til á afmælisárinu 2005? „Það er óhætt að segja það, en kannski ekki rétti tíminn til að segja mikið frá því. Við skulum láta duga að segja að við erum áttaðar á því sem fram- undan er og erum farnar að taka til hendinni við skipulagningu. Það má þó koma fram, að tón- skáld hafa verið kölluð til og ræst út, því nú skal semja sérstaklega fyrir okkur í tilefni afmælisins.“ Jóhanna V. Þórhallsdóttir  Jóhanna V. Þórhallsdóttir er fædd í Reykjavík 1957. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð tók við söngnám í Söngskóla Sig- ursveins, Royal Northern Coll- ege of Music í Manchester Eng- landi og hjá einkakennurum í Lundúnum, Vínarborg og Firo- enzuola á Ítalíu. Var alkomin heim 1993 og hefur unnið sem söngvari og söngkennari allar götur síðan. Stofnaði Léttsveit- ina 1995 og auk þess að stjórna henni, stýrir hún m.a. barna- og unglingakórum Bústaðakirkju, en þeir eru fimm talsins. Jó- hanna á tvö börn og heita þau Hildigunnur og Guðmundur Þór- ir. Ég losna ekki við þær sem fyrir eru, þær vilja ekki fara HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af tveggja milljóna króna miskabóta- kröfu karlmanns vegna setu í gæslu- varðhaldi í rúman mánuð vegna hrottalegrar líkamsárásar við Skeljagranda í ágúst árið 2002. Tveir synir mannsins voru síðar dæmdir fyrir árásina en að mati hér- aðsdóms voru engin efni til að ætla annað en að lögmæt skilyrði og nægilegt tilefni hafi verið til vistunar mannsins í gæsluvarðhaldi. Málið dæmdi Sigurður H. Stefáns- son héraðsdómari. Fyrir stefnanda flutti málið Hilmar Ingimundarson hrl. og fyrir ríkið Guðrún M. Árna- dóttir hrl. Nægilegt tilefni til gæsluvarðhalds GÖNGUBRÚIN yfir Fúlukvísl við Þverbrekknamúla á Kili gjöreyði- lagðist í miklu flóði í Fúlukvísl fyrir skemmstu. Skammt frá brúnni er skáli Ferðafélags Íslands og við hann eru tjaldstæði sem sluppu ekki við flóðið því áin ruddi ísjökum upp á tjaldstæðið en skálinn sjálfur slapp. Talið er að klakastífla hafi myndast í ánni og hafi hún rutt sig með látum í síðustu leysingum. Þetta er þriðja brúin yfir Fúlu- kvísl á 18 árum sem eyðileggst, en fysta brúin var byggð árið 1982. Hún brotnaði vegna snjóþyngsla á fyrsta vetri og var þá brúarlaust í eitt ár. Næsta brú entist í 9 ár en snjórinn sligaði hana eins og þá fyrri. Enn var byggð ný brú sem Valdimar R. Valdimarsson hannaði fyrir F.Í. árið 1995 og að þessu sinni var brúargólf- ið hækkað um 2 metra til að draga úr álagi snjós. Valdimar sagði mikilvægt að kom- ast á vettvang sem fyrst til að mæla hæð flóðbylgjunnar og leggja drög að smíði nýrrar brúar fyrir sumarið hvort sem um yrði að ræða bráða- birgðabrú eða varanlega, því stór- hættulegt væri fyrir göngufólk að vaða Fúlukvísl að sumri til. Göngubrúin yfir Fúlukvísl heyrir nú sögunni til eftir flóðið í ánni. Þriðja brúin sem eyðileggst á 18 árum ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.