Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 9 Nýjar peysur Ótrúlegt úrval stutterma - langerma Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Bankastræti 14, sími 552 1555 Heimagallar - tveir litir 20% afsláttur í dag og á morgun, laugardag Nýtt frá Danmörku Hör- og bómullarfatnaður Laugavegi 84, sími 551 0756 Nýtt - Nýtt Sparilegir hörjakkar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 FYRIR liggur að sparnaðaraðgerðir hjá Ríkisútvarpinu (RUV) muni bitna á dagskrárgerðinni. Í fjár- hagsáætlun ársins var gert ráð fyrir að stofnunin yrði rekin með 210 milljóna króna halla en nú liggur fyrir að hallinn á rekstri RÚV má ekki vera meiri en 45 milljónir. „Hallaheimildin var minnkuð verulega í fjárlögum. Í skjóli þess að eitthvað yrði gert í málefnum RÚV lögðum við inn rekstraráætlun með 210 milljóna króna halla fyrir þetta ár. Við höfum fengið bréf frá ráðu- neytinu með tilskipun um að setja áætlun innan rammans. Nú er verið að vinna að því að ná þessum sparn- aði,“ segir Guðmundur Gylfi Guð- mundsson, fjármálastjóri RÚV. Hann segir ljóst að þetta bitni á dagskrárgerðinni. „Við höfum eink- um verið að vinna að því gagnvart dagskrárgerðinni og það er talsvert af liðum sem munu sennilega fara út í ár sem hafa verið fastir liðir í gegnum árin. Síðan er verið að taka af bæði innlendri og erlendri dag- skrá í sjónvarpinu auk þess sem verið er að vinna að því að fækka þáttum í útvarpinu,“ segir Guð- mundur. Ríkisútvarpið var rekið með ná- lega 314 milljóna króna halla í fyrra samanborið við 188 milljóna tap árið áður. Liðlega 132 milljóna hagnaður var af rekstrinum fyrir afskriftir og fjármagnsliði en afskriftir voru tæp- ar 240 milljónir og nettó fjármagns- gjöld voru rúmar 206 milljónir. Rekstrartekjur RÚV í fyrra los- uðu þrjá milljarða og jukust um 3,7% milli ára. Þar af skiluðu aug- lýsingar og kostun 851,5 milljónum króna og afnotagjöld 2,1 milljarði. Skammtímaskuldir fóru úr 971,6 milljónum í 1,4 milljarða í lok síð- asta árs. Fram kemur í ársreikningi RÚV að rekstrarhallinn hafi verið nokkru meiri en stefnt hafi í, einkum vegna þess að auglýsinga- og kostunar- tekjur náðu ekki áætlun en eins vegna þess að fjármagnsgjöld hafi reynst hærri en gert var ráð fyrir vegna gengis- og verðlagsþróunar. Í tilkynningu RÚV kemur fram að viðvarandi halli á rekstri hafi komið afar illa við fjárhag stofnunarinnar og eigið fé hafi farið minnkandi. Stjórnvöld hafi sýnt þann skilning að heimila RÚV rekstrarhalla á fjárlögum þar til ákvarðanir verði teknar um framtíðina. Jafnframt segir að tekist hafi að hagræða verulega á undanförnum árum en það hafi þó ekki nægt til að vega á mótri lækkandi rauntekjum og vaxandi byrðum vegna lífeyris- skuldbindinga og kostnaðar vegna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. RÚV rekið með 314 milljóna króna halla á síðsta ári Sparnaður mun bitna á dagskrárgerð Morgunblaðið/Árni Sæberg STJÓRN Félags fréttamanna mót- mælir fyrirhuguðum niðurskurði á fréttasviði Ríkisútvarpsins. Í álykt- un sem stjórnin hefur samþykkt eru stjórnendur RÚV hvattir til að halda til streitu útsendingu frétta- þátta eins og Brennidepils og Pressukvölds í sjónvarpi auk þess sem hvatt er til frekari eflingar á fréttaþjónustu RÚV, bæði í sjón- varpi og útvarpi. Jón Gunnar Grjetarsson, formað- ur félagsins, segir að þegar hafi verið tilkynnt að útsendingum á Pressukvöldi verði hætt, a.m.k. í bili, og rætt hafi verið um að leggja Brennidepil niður. „Þessir tveir þættir, fyrir utan fréttir og Kast- ljós, eru einu fréttatengdu þætt- irnir sem eru í boði í Sjónvarpinu. Kannanir hafa sýnt að það er þörf og áhugi á fréttatengdu efni. Yf- irmenn RÚV hafa talað fjálglega um það að það sé þetta sem fólk vill og þess vegna finnst okkur í stjórn félagsins ansi hart að það eigi svo að skera þessa þætti niður. Það er ekki til þess fallið að viðhalda trausti og trúnaði við almenning í landinu, þ.e. að setja eitthvað á og búa til væntingar og skera það svo niður,“ segir Jón Grjetar. Hann segir Félag fréttamanna vilja taka þátt í umræðunni um þessi mál en ekkert samráð hafi verið haft við félagið um nið- urskurð sem grípa þurfi til á RÚV. „Auðvitað hefði maður viljað sjá að það væri haft samráð við okkur. Við viljum að það sé öflug frétta- þjónusta í þessum miðli, til þess sé hann.“ Mótmæla að einu fréttatengdu þættirnir verði slegnir af UMRÆÐAN um skattskil erlendra fyrirtækja sem starfa hér á landi hefur oft á tíðum verið villandi og málin oft einfölduð um of og aðeins greint frá annarri hlið málanna. Þetta segir Elín Árnadóttir, yfir- skattalögfræðingur hjá Pricewater- houseCoopers. „Þetta er ekki alveg svona einfalt að menn séu endilega skattskyldir um leið. Við Kárahnjúka eru t.d. mjög margir undirverktakar sem koma að verkinu. Ef það eru í gildi tvísköttunarsamningar og erlenda fyrirtækið er ekki með fasta starfs- stöð hér á landi, sem það er yfirleitt ekki með nema það sé með starfsemi í sex mánuði eða lengur, eru starfs- mennirnir ekki skattskyldir hér fyrstu sex mánuðina. Það geta meira að segja verið tólf mánuðir ef fyr- irtækið er í byggingastarfsemi. Ef starfsmenn sem koma hingað eru áfram á launaskrá hjá þessu erlenda fyrirtæki þá eru þeir starfsmenn ekki skattskyldir á Íslandi, ekki einu sinni með takmarkaða skattskyldu fyrr en eftir sex mánuði. Þannig að þetta er ekki alveg eins klippt og skorið og menn hafa viljað halda fram. Hins vegar eru starfsmenn fyrirtækis sem er skráð á Íslandi skattskyldir frá fyrsta degi þótt þeir séu erlendir,“ segir Elín og bætir við að sér hafi þótt umræðan um þessi mál hafa verið fulleinhliða og erlend fyrirtæki sem starfi hér tímabundið oft að ósekju stimpluð sem hálfgerð- ir glæpamenn. Skattalögfræðingur um skattskil erlendra fyrirtækja Málin einfölduð um of nauðsynlegt að jafna þennan ágrein- ing áður en gengið væri frá nýjum samningi og því hefði mikill tími samninganefndanna farið í að ræða um fortíðina. Ekki væri búið að jafna þennan ágreining þrátt fyrir tíða fundi hjá ríkissáttasemjara. Eiríkur sagði að samninganefnd launanefndar sveitarfélaganna hefði ekki lagt fram neitt tilboð og ljóst væri að langt væri í nýjan samning. Skammtíma- samningi hafnað Eiríkur sagði aðspurður að samn- inganefnd kennara hefði verið tilbú- in til að gera skammtímasamning, en sveitarfélögin hefðu ekki verið tilbúin til þess þrátt fyrir að þau hefðu sjálf lagt áherslu á að sam- ræma gildistöku samnings grunn- skólakennara við samning annarra kennara. Kjarasamningar fram- haldsskólakennara, tónlistarkenn- EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir langt í að nýr kjarasamningur grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna líti dagsins ljós, en eldri samning- ur rann út um mánaðamótin. Hann segir að undanfarnar vik- ur hafi samninga- menn aðallega verið að ræða ágreining um túlkun á gamla samningnum, sér- staklega hvað varðar vinnutíma. Miklar breytingar voru gerðar á kjaramálum grunnskólakennara með samningi sem tók gildi í árs- byrjun 2001. Eiríkur sagði að ágreiningur væri milli samningsað- ila um ýmsa þætti hans, sérstaklega sem varða vinnutíma. Það væri ara og leikskólakennara renna út í haust. Launanefnd sveitarfélaganna hef- ur lagt áherslu á að byggja áfram á eldri samningi, en nefndin telur að hann hafi verið tímamótasamningur. Eiríkur sagði að grunnskólakennar- ar vildu gera ákveðnar breytingar á þessum samningi, en eftir sem áður byggðist nýr samningur alltaf á eldri samningi. Eiríkur sagði að samninganefnd kennara hefði ekki rætt um hugs- anlega vinnustöðvun til að fylgja eft- ir kröfum sínum. Það gæfi þó auga- leið að líkur á vinnustöðvun á þessu skólaári minnkuðu eftir því sem lengra kæmi fram á vorið. Kennarar legðu áherslu á að halda áfram við- ræðum við sveitarfélögin með það markmið að leysa ágreiningsmálin. Í gær var haldinn samningafund- ur hjá sáttasemjara þar sem m.a. voru rædd sérmál skólastjóra. Kjarasamningur grunnskólakennara rann út um mánaðamótin Ágreiningur um túlkun á eldri samningi Eiríkur Jónsson Hækkun lánshlutfalls bíður niður- stöðu ESA EKKI er að finna ákvæði um hækk- un lánshlutfalls húsnæðislána Íbúða- lánasjóðs í 90% í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um húsnæðis- mál sem nú er til umfjöllunar í fé- lagsmálanefnd Alþingis eftir fyrstu umræðu í þinginu nú í vikunni. Ákvæði þessa efnis bíða niðurstöðu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, en leitað var álits stofnunarinnar á því hvort hækkun lánshlutfallsins bryti í bága við ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Unnt að flytja frumvarp í vor komi álit ESA fram í apríl Komi álit ESA fram í aprílmánuði verður væntanlega hægt að flytja frumvarp um hækkun lánshlutfalls- ins fyrir þinglok, sem áætluð eru 7. maí í vor, en að öðrum kosti bíður frumvarp þessa efnis þingsins á komandi hausti. Þá verða hins vegar komin svonefnd íbúðalán í stað hús- bréfakerfisins, verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðismál að lögum, en gert er ráð fyrir að íbúðalán taki við af hús- bréfum frá 1. júlí í sumar. Íbúðalánin eru verðtryggð peningalán með föst- um vöxtum til allt að 40 ára og grundvallast ávöxtunarkrafa þeirra á útboðum sem Íbúðalánasjóður efn- ir til að viðbættu álagi frá Íbúðalána- sjóði vegna umsýslunnar og áhættu af mögulegu útlánatapi. Nú er hámarkshúsbréfalán vegna kaupa á notuðu húsnæði 9,2 milljónir kr. og hækkaði það um eina milljón kr. um síðustu áramót. Á sama tíma hækkaði húsbréfalán vegna bygg- ingar nýs húsnæðis um 700 þúsund kr. í 9,7 milljónir kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.