Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 11 ÚR VERINU SLÁTRUN hófst í vik- unni hjá Kví sem er með áframeldi á þorski í Klettsvík. Að sögn Krist- jáns Óskarssonar var átta tonnum slátrað fyrstu tvo dagana. „Þetta hefur gengið ágætlega en við erum með aðstöðu inni á Fiskmarkaði þar sem Íslensk matvæli voru til húsa, fínt að fá líf í hús- ið,“ sagði Kristján, hress að vanda. Þeir vonast til að sextíu tonn séu í kvínni. Fjögurra kílóa þorskur og stærri fer út en minni þorskur fer í vinnslu í Godthaab. Bræðurnir Kristján, Sigurjón og Matthías Óskarssynir, Sævar Sveinsson frændi þeirra og Jóhann Halldórsson standa að fyrirtækinu. „Það er búið að úthluta okkur 75 tonnum af þorski til áframeldis fyrir árið 2004. Við eig- um 16 tonn eftir frá því í fyrra sem við fengum að flytja yfir á þetta ár þannig að í heild eru þetta um 90 tonn. Úthlutunin þyrfti að vera 100 tonn. Við urðum fyrir talsverðum af- föllum í fyrra og við erum búnir að leggja út í talsverðan kostnað við æv- intýrið.“ Kristján segir að þeir hafi náð í fiskinn á 50 til 60 metra dýpi í snur- voð. „Við fengum líka tindabikkju og fleiri tegundir sem vildi særa þorsk- inn og þá getur hann sýkst. Við erum í samningaviðræðum við Grundfirð- inga um að þeir veiði fyrir okkur í gildrur en þeir ná í fiskinn á 8 til 10 metra dýpi. Það gekk vel hjá þeim, þeir urðu ekki fyrir áföllum eða sýk- ingu eins og við.“ Þá yrði fiskurinn fluttur hingað með sérútbúnu tank- skipi sem Samherji á og þeir hafa notað til flutnings á lifandi laxi. „Annars er þetta rannsóknaverk- efni og það kemur í ljós hvort þetta er eitthvað sem skiptir máli eða ekki. Við erum að vonast eftir að fá jafnari fisk sem er svona u.þ.b. tvö kíló þegar hann er veiddur og ætti hann að vera orðinn 4 kíló eftir sex mánuði í eld- iskvínni. Ef fiskurinn er misstór er erfiðara að eiga við fóðrun en það er alls staðar eins úti í náttúrunni, frek- ustu einstaklingarnir komast best af,“ sagði Kristján og segir spenn- andi að takast á við þetta verkefni. „Við erum í þessu vegna þess að við höfum gaman af því. Ég er fimmti parturinn og mér finnst skemmtilegt að taka þátt í frumkvöðlastarfi. Við erum reynslunni ríkari og við vitum að góðir hlutir gerast hægt. Það er ýmislegt spennandi að gerast í þess- um bransa,“ sagði Kristján. Morgunblaðið/Sigurgeir Þorskslátrun Þeir eru vígalegir félagarnir í Kví í Vestmannaeyjum, Sigurjón og Kristján Ósk- arssynir, Jóhann Halldórsson og Matthías Ósk- arsson. Þeim gula slátrað Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. NÆRRI tveir þriðju hlutar ýsu- afla ísfiskbáta og togara í Fær- eyjum eru seldir óunnir úr landi. Hærra verð á erlendum mörk- uðum en til vinnslu heima fyrir ræður mestu um ráð- stöfun aflans. Aldrei hefur jafnlítið hlut- fall ísfisks komið til vinnslu í Færeyjum eins og í fyrra, en þá var þriðjungur fersks þorsks, ýsu og ufsa seldur óunninn úr landi. Alls lönduðu ís- fiskskip og bátar 105.000 tonnum af þorski, ýsu og ufsa á síðasta ári og 35.000 tonn af því voru ann- aðhvort seld óunnin úr landi eða landað erlendis. Það þarf að fara aftur til ársins 1996 til að sjá svip- að hlutfall, en þá fóru 21.000 tonn óunnin úr landi eða 32% heildar- innar. Það er mest ýsa sem fer óunnin úr landi. Af 25.000 tonna ýsuafla var 20.000 tonnum landað ferskum í Færeyjum. Helmingur þess, 10.000 tonn, fór svo óunninn úr landi, þannig að af 25.000 tonna heild, komu aðeins 10.000 tonn til vinnslu heima. 60% ýsunnar fóru því óunnin úr landi, en það er tvöfalt meira en árið 2000. Rúmlega fjórðungur af ferskum ufsa var seldur óunninn úr landi, ýmist á fiskmarkaði eða var landað erlendis. Fyrir þremur árum voru 96% af ufsanum unnin í Færeyj- um, en aðeins 4% fóru óunnin úr landi. Þriðji hver fiskur óunninn úr landi NORSKA fiskvinnslan fleygir árlega aukaafurðum eins og af- skurði, hausum og fleiru að verð- mæti tuga milljóna króna í sjó- inn, eða vinnur í ódýrar afurðir. Norski sjávarútvegsráðherrann, Svein Ludvigsen, vill að þessar aukaafurðir verði nýttar. Þetta kom fram í ræðu ráð- herrans á aðalfundi Samtaka sjávarútvegs og fiskeldis nú í vikunni. Ráðherrann vonast til að sjávarútvegurinn, sem nú er að rétta úr kútnum eftir þrjú mögur ár, fari að leita eftir nýj- um leiðum til að bæta hag sinn. 600.000 tonn af roði, innvolsi, hausum og hryggjum falla til ár- lega og er litið á það sem annars flokks afurðir. Magnið svarar til fimmtungs alls fiskafla og eld- isfisks á ári í Noregi. Megnið af þessu er unnið í gæludýrafóður og lím, en 140.000 tonn fara beint í hafið. „Sérfræðingar hafa metið það svo, að hægt sé að auka verðmætin mikið með vinnslu aukaafurða. Jafnvel um allt að fimm milljörðum króna (50 millj- örðum íslenzkum). Það svarar til árlegs útflutningsverðmætis á fiskflökum frá Noregi,“ sagði Ludvigsen. Hann segir að jafnvel smá- þjóðir eins og Færeyjar og Ís- land standi Norðmönnum miklu framar í nýtingu þeirra aukaaf- urða, sem til falla við hefðbundna fiskvinnslu. „Færeyingar fluttu í fyrra út 8.000 tonn af þorskhaus- um og Íslendingar voru með 13.000 tonn. Norðmenn fluttu að- eins út 4.000 tonn. Það er ástæða til að spyrja hvers vegna hlutur okkar er svona lítill,“ sagði Lud- vigsen. Miklu kastað á glæ HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur í samvinnu við Tryggingastofn- un ríkisins og lyfjaverðsnefnd gripið til ráðstafana sem miða að því að lækka lyfjakostnað á þessu ári um 450 milljónir. Tekið verður upp við- miðunarverð lyfja með sambærileg áhrif í þremur kostnaðarsömustu lyfjaflokkunum. Ennfremur verður greiðsluþátttöku TR vegna svokall- aðra Coxib bólgueyðandi lyfja hætt. Vill ekki hækka kostnaðarhlut- deild sjúklinga í lyfjaverði Samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir að náð verði fram 450 milljón króna sparnaði í lyfjamálum á þessu ári. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að einfaldasta leiðin til að ná þessum sparnaði hefði verið að hækka kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjaverði, en hann hefði viljað forðast að fara þá leið. Í stað þess hefði hann sett af stað vinnu innan ráðuneytisins til að ná fram sparnaði eftir öðrum leiðum. Allir þættir lyfjamála verði endurmetnir Jón sagði að þær aðgerðir sem nú hefðu verið ákveðnar kæmu í kjölfar sérstaks átaks í lyfjamálum heil- brigðisstofnana sem kynnt var í byrj- un ársins en það sneri einkum að vali lyfja, innkaupum og útboðum. Jón sagði að á næstu mánuðum og miss- erum væri ætlunin að endurmeta alla helstu þætti í lyfjamálum og heild- arstefnu í málaflokknum. Við endur- matið yrði skýrsla sem Ríkisendur- skoðun er að vinna um lyfjamál lögð til grundvallar. Jón sagði að þær aðgerðir sem nú hefði verið ákveðið að ráðast í væru í nokkrum liðum. Í fyrsta lagi hefði lyfjaverðsnefnd að undanförnu unnið að athugun á lyfjaverði og myndi inn- an tíðar kynna breytingar á álagn- ingu og verðlækkun og einstökum lyfjum. Í öðru lagi yrði frá 1. maí nk. tekið upp viðmiðunarverð lyfja með sambærileg klínísk meðferðaráhrif í þremur kostnaðarsömustu lyfja- flokkunum, þ.e. sýrubindandi lyf, blóðfitulækkandi lyf og þunglyndis- lyf. Tryggingastofnun mundi miða greiðsluþátttöku sína við þessi við- miðunarverð með svipuðum hætti og gildir um viðmiðunarverð samheita- lyfja. Jón sagði að í þriðja lagi hefði hann gefið út reglugerð sem kvæði á um að greiðsluþátttöku almannatrygginga í svokölluðum Coxib-lyfjum og örvandi lyfjum, m.a. ritalíni, yrði hætt. Eftir sem áður yrði hægt að sækja um greiðsluþátttöku almannatrygginga í þessum lyfjum hjá TR sem gefur út lyfjaskírteini að gefnum ákveðnum forsendum. Jón sagði að reglugerðin fæli einnig í sér að felld yrði niður 30 daga takmörkun á ávísun sýrubind- andi lyfja og þunglyndislyfja. Þá fæli reglugerðin í sér að heimild til að gefa út skírteini um greiðsluþátttöku al- mannatrygginga í vítamínum fyrir börn yngri en 18 ára með efnaskipta- sjúkdóma þegar meðferðin væri hluti af lífsnauðsynlegri meðferð. Ennfremur sagði Jón að hann myndi leggja fram frumvarp um breytingar á lyfjalögum sem gera m.a. ráð fyrir að sameina lyfjaverðs- nefnd og greiðsluþátttökunefnd með það að markmiði að einfalda og styrkja stjórnsýsluna. Ísland í öðru sæti í rítalínnotkun Einar Magnússon, yfirlyfjafræð- ingur í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að sú aðgerð að taka upp viðmiðunar- verð í þremur kostnaðarsömustu lyfjaflokkunum væri sambærileg við það sem þegar hefði verið gert varð- andi samheitalyfin. Þetta byggðist á því að flokka saman þau lyf sem kalla mætti sambærileg og miða greiðslu- þátttöku TR við ódýrasta lyfið í flokknum. Hann sagði að Danir væru búnir að vinna mjög góða skýrslu um þetta sem byggt yrði á við flokkunina. Einar sagði ráðuneytið vonast eftir að þessi ákvörðun hefði þau áhrif að læknar ávísuðu frekar á ódýru lyfin og eins að verð á dýrari lyfjunum myndi lækka. Einar tók fram að ráðuneytið gerði sér grein fyrir að þessi aðgerð myndi mæta andstöðu hjá læknum og lyfjafyrirtækjum. Ingolf J. Petersen, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að ákvörðun um að hætta greiðsluþátt- töku vegna örvandi lyfja gengi ekki út á að spara peninga. Ráðuneytið teldi hins vegar fulla þörf á að ná stjórn á notkun þessara lyfja sem hefði aukist mjög mikið síðustu ár. Hann sagði að 1986 hefði verið gefin út auglýsing sem takmarkaði ávísun lækna á þessi lyf. Þetta hefði gefist mjög vel, en árið 2001 hefði útgáfu lyfjakorta verið hætt m.a. vegna þess að menn hefðu talið að takmörkun á þessu sviði væri óþörf. Þá hefði hins vegar notkunin aukist mjög mikið og í dag væri Ísland næst á eftir Banda- ríkjunum, en þar væri ávísað mest á rítalín. Ákveðið hefði því verið að af- nema greiðsluþátttöku, en að TR myndi gefa út lyfjaskírteini. Þetta ætti því ekki að leiða til aukinna út- gjalda foreldra þeirra barna sem not- uðu rítalín, en náð yrði betri stjórn á notkun á lyfinu. Hætta greiðsluþátttöku í Coxib bólgueyðandi lyfjum Eggert Sigfússon, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að notkun á Coxib bólgueyðandi lyfjum hefði aukist mjög mikið frá því að lyf- in komu fyrst á markað árið 2000, en þess lyf eru dýrari en eldri lyf. Notk- unin hér á landi væri mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Eggert sagði að í ljós hefði komið að árangur af notkun þessara lyfja væri ekki betri en eldri lyfja og að mati lyfja- yfirvalda í Danmörku og Svíþjóð væri ekki ástæða til að nota þau við fyrstu meðferð. Inga Arnardóttir, lyfjafræðingur á Tryggingastofnun, sagði að fyrsta árið sem þessi Coxib-lyf hefðu komið á markað hefði kostnaður numið 70 milljónum, en hann hefði verið 173 milljónir á síðasta ári. Í dag næmi þessi kostnaður 55% af kostnaði við öll bólgueyðandi lyf. Í Danmörku væri þetta hlutfall 20%, en Danir teldu samt að þessi kostnaður væri of hár. Inga sagði að vonast væri eftir að hægt væri að ná fram 65-130 millj- óna króna sparnað með þessari að- gerð. Hún sagði að í þeim tilvikum þegar um væri að ræða læknisfræðileg rök fyrir því að nota þessi nýju bólgueyð- andi lyf frekar en eldri lyf fengju sjúklingar lyfjaskírteini. Lyfin hefðu upphaflega orðið vinsæl vegna öfl- ugrar markaðssetningar um að þau væru án þeirra aukaverkana sem gætu fylgt gömlu lyfjunum. Nú hefði hins vegar komið í ljós að þessum nýju lyfjum fylgdu einnig aukaverk- anir. Morgunblaðið/Ásdís Breytingar sem eiga að leiða til lækkunar á lyfjakostnaði um 450 milljónir á þessu ári voru kynntar á blaðamanna- fundi. Frá vinstri Inga Arnardóttir, Einar Magnússon, Jón Kristjánsson, Ingolf J. Petersen og Eggert Sigfússon. Heilbrigðisráðherra kynnir aðgerðir sem ætlað er að draga úr lyfjakostnaði Stefnt að því að spara 450 milljónir króna Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að taka upp viðmiðunarverð lyfja með sam- bærileg áhrif í þremur kostnaðarsömustu lyfjaflokkunum. Kostnaðarhlutdeild TR miðast við ódýrasta lyfið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.