Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SEX
Grafarvogur | Áform borgarráðs um að leyfa veit-
ingu léttvíns og bjórs í veitingastaðnum Sportbit-
anum í Egilshöll hafa verið umdeild, og segir for-
seti Íþrótta- og ólympíusambandsins (ÍSÍ) þetta
þvert á stefnu samtakanna.
ÍSÍ hefur mjög skýra stefnu í þessu og hefur
beint þeim tilmælum til allra sinna samstarfsaðila
að þeir leyfi ekki neyslu eða auglýsingar á áfengi
og tóbaki í eða við íþróttamannvirki, segir Ellert B.
Schram, forseti ÍSÍ
„Okkur finnst þetta ekki samrýmast iðkun
íþrótta og því umhverfi sem á að vera í íþrótta-
mannvirkjum og á íþróttavöllum,“ segir Ellert.
„Vitanlega fer það ekki saman að stunda íþróttir og
annað heilsusamlegt líferni annars vegar, og svo að
neyta áfengis og tóbaks á hinn bóginn. Það er ekki í
samræmi við anda og tilgang íþróttanna að tefla
þessu saman.“
Hann segir að ekki sé hægt að segja að Egilshöll
sé meira en bara íþróttamiðstöð. „Þetta er hús sem
er byggt til iðkunar íþrótta, en vandamálið er í því
fólgið að rekstraraðilarnir í þessu húsi eru ekki
tengdir íþróttahreyfingunni. Þeir sækja um leyfi til
sölu á víni og bjór á öðrum forsendum heldur en því
að þetta sé mannvirki sem sé eingöngu fyrir
íþróttafólk. Við lítum svo á að þetta sé íþrótta-
mannvirki og teljum það ekki samrýmast þeirri
stefnu sem við höfum [að veita áfengi þar],“ segir
Ellert.
Aðspurður hvort áfengisleyfi fyrir Egilshöll
væri ekki sambærilegt við leyfi sem t.d. golfklúbb-
ar hafa segir Ellert að ÍSÍ hafi sent þeim öllum
bréf þar sem mælst var til þess að þeir seldu ekki
áfengi. „Sumir hafa orðið við því og aðrir ekki. Okk-
ar samtök eru regnhlífarsamtök fyrir alla íþrótta-
hreyfinguna, og við höfum ekki vald til að boða og
banna þannig að þetta hefur verið í formi tilmæla.“
Meira en bara íþróttahús
Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Egilshall-
ar, segir að sótt hafi verið um leyfi til að veita létt-
vín og bjór til þess að veita þá þjónustu sem eðlilegt
sé. Hann segir starfsemina í Egilshöll fjölbreytta,
þar fari fram ýmis þjónusta auk íþróttastarfsemi,
þar á meðal rekstur veitingastaðarins Sportbitans,
sem sótti um leyfið.
„Ég skil satt að segja ekki það upphlaup sem
hefur orðið vegna þessa máls,“ segir Páll. „Í Egils-
höll fer fram miklu meiri starfsemi heldur en bara
íþróttastarf. Hér verður fjölbreytt þjónusta við
íbúa höfuðborgarsvæðisins. Það verður hér versl-
un, keilusalur og annað slíkt, svo þetta er talsvert
meira en bara íþróttahús, og ég held að menn þurfi
að skoða þetta í því samhengi.“
Páll segir starfsemi veitingastaðarins aðskilda
frá íþróttaæfingum, og staðurinn fari að sjálfsögðu
eftir þeim reglum sem um vínveitingastaði gildi.
Hann segir að ekki megi mismuna Egilshöll með
því að veita þar ekki leyfi til veitinga á léttvíni og
bjór þegar ljóst sé að aðrir aðilar með hliðstæða
starfsemi hafi fengið slík leyfi, t.d. Laugar í Laug-
ardal, golfklúbbar og fleiri.
„Ég sé engan mun á okkur og annarri íþrótta-
starfsemi þar sem eru vínveitingar. Ég veit t.d. að í
flestöllum félagsheimilum og íþóttaaðstöðu félag-
anna eru veitt vínveitingarleyfi fyrir sérstakar
uppákomur, og nákvæmlega þegar þessar sér-
stöku uppákomur eru í gangi er margoft starfsemi
þar sem krakkar eru á ferð í húsunum. Þannig að
ég átta mig ekki á þessu upphlaupi með þetta
ákveðna mál,“ segir Páll.
Ekki eins og hver önnur krá
Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri áfengis-
og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð, segir að megin-
reglan ætti að vera að tengja ekki saman íþrótta-
og æskulýðsstarf og vínveitingar. „Mér finnst
þetta ekki vera eins og hver önnur krá. Mér finnst
þessi tengsl við unga fólkið skipta gríðarlega miklu
máli.“
Hún segir leyfisveitingu neikvætt skref, enda
hafi það ekki verið gert í öðrum fjölnota íþrótta-
húsum. „Við sem erum í forvarnarmálum erum
fyrst og fremst að hugsa um ungt fólk og rann-
sóknir hafa sýnt að íþrótta- og æskulýðsstarf hafi
mikið forvarnargildi. Mér finnst að með því að
leyfa vínveitingar í íþróttahúsum þá séum við að
gera neyslu á þessu, á þessum vímugjafa, að eðli-
legum hluta af þessari íþróttamenningu,“ segir
Hildur.
Hildur segir þetta ekki það sama og að leyfa vín-
veitingar á ákveðnum uppákomum íþróttafélaga.
Hún segir það einungis gert þegar önnur starfsemi
er ekki í húsunum, og alltaf bundið við ákveðinn at-
burð. Hún segir ljóst að það væri auðveldara fyrir
íþróttafélögin að hafa fast leyfi, en þau leggi það á
sig að sækja um tímabundin leyfi fyrir hvern at-
burð til þess að sýna að þeim finnist þetta ekki
passa saman.
Ágreiningur um hvort leyfa skuli veitingar á léttvíni og bjór í Egilshöll
Gengur þvert á stefnu ÍSÍ
Reykjavík | Sjálfstæðismenn kröfðu
meirihlutann í borgarstjórn um
skýringar á því hvort þeir séu fylgj-
andi því að Orkuveitan kaupi Sím-
ann í samvinnu við aðra fjárfesta,
eins og Alfreð Þorsteinsson, stjórn-
arformaður OR, lét í ljósi í viðtali í
Sjónvarpinu að kæmi til greina.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti Sjálfstæðisflokks, sagði það
frumverkefni OR að sjá borgurum
fyrir rafmagni og heitu og köldu
vatni og sagðist telja að OR veitti
ekki af fjármunum sínum í þau verk-
efni sem þegar hafi verið sett af stað
á vegum fyrirtækisins. „Þetta kem-
ur ekki til greina, svo einfalt er mál-
ið,“ sagði Vilhjálmur.
Alfreð Þorsteinsson, stjórn-
arformaður Orkuveitunnar, sagðist
ekki telja tilefni til fyrirspurnar í
borgarráði. Í hverri viku sé leitað
keypt hlut í öðru opinberu fyrirtæki,
búlgarska símanum. Alfreð spurði
hvort ekki mætti leiða að því líkur að
áhugi hafi verið á því að OR komi
með sama hætti að kaupum á Síman-
um og spurði hver héldi því fram, að
um tugmilljarða fjárfestingu yrði að
ræða ef af yrði.
Reykvíkingar viti stöðuna
Björn Bjarnason, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, sagði mikilvægt
að Reykvíkingar viti hvar málið er
statt. Það þurfi að liggja skýrt fyrir
hvort Alfreð hafi talað máli meiri-
hluta borgarstjórnar.
Björn sagðist telja fráleitt að OR
geti keypt Símann samkvæmt nú-
gildandi lögum og óskaði eftir því að
borgarlögmaður athugaði hvort lög
um Orkuveituna heimili hugsanleg
kaup fyrirtækisins á Símanum.
eftir ýmiss konar samstarfi við OR
og ekkert hafi verið ákveðið í þessu
máli. Hann hefði sagt í umræddu
viðtali að hann hefði ekki einu sinni
hugleitt þennan kost að miklu
marki.
Hann sagði rök sjálfstæðismanna
að opinbert fyrirtæki megi ekki
kaupa annað opinbert fyrirtæki und-
arleg, þar sem Síminn hafi nýlega
Segja ekki koma til greina að
Orkuveitan kaupi Símann
Mosfellsbær | Nemendur í íþrótta-
fræði í 10. bekk Varmárskóla tóku
að sér óvenjulegt verkefni þegar
þau buðu elstu börnum leikskólans í
íþróttahúsið til leikja og æfinga.
Um er að ræða tilraunaverkefni
á vegum Skólaskrifstofu Mosfells-
bæjar, og hafa leikskólabörnin far-
ið tvisvar í íþróttahúsið til 10. bekk-
inga. Krakkarnir í 10. bekk
skipuleggja tímana og stjórna
þeim, og leggja þau metnað sinn í
að taka vel á móti leikskólabörn-
unum, sem vita fátt skemmtilegra
en að leika sér og ólmast með þess-
um nýju vinum sínum.
Unglingar
og leikskóla-
börn saman
Reykjavík | Mikill meirihluti starfs-
manna hjá leikskólum Reykjavíkur,
82%, segja að starfi sínu fylgi mjög
eða frekar mikið álag. Aðeins 4%
segja starfinu fylgja lítið andlegt
álag. Þetta er meðal þess sem kom
fram í niðurstöðum viðhorfskönn-
unar meðal starfsmanna í leik-
skólum Reykjavíkur sem birtar
voru nú fyrir stuttu.
Bergur Felixsson, fram-
kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavík-
ur, segir skemmtilegustu niðurstöð-
urnar án efa að 91% starfsmanna
sé mjög eða frekar ánægt með
starf sitt þegar á heildina er litið,
og einungis 2% eru óánægð. Leik-
skólarnir höfðu sett sér það tak-
mark að ná hlutfalli þeirra sem eru
ánægðir með starfið í 85% á árinu
2003, svo árangurinn er vonum
framar.
Mikil óánægja með launin
Í niðurstöðum könnunarinnar
kemur fram að starfsfólkið var
helst óánægt með launakjör, og
sögðust 79% aðspurðra mjög eða
frekar óánægð með laun sín. Aðeins
8% voru mjög eða frekar ánægðir
með launin. Þess vegna vekur það
athygli að þegar starfsfólkið var
beðið um að raða þeim þáttum í
forgangsröð sem því fannst skipta
mestu máli í starfinu settu flestir
áhuga á börnum í 1. sæti, en launin
voru í 9. sæti, aftar en góður vinnu-
andi, ábyrgð í starfi, vinnuum-
hverfi, starfsöryggi o.fl.
Bergur segir það ekki koma á
óvart að svo hátt hlutfall starfsfólks
sé óánægt með launakjör sín, og
segir hann það viðvarandi vanda-
mál, enda um stóran hóp að ræða
sem virðist eiga erfitt með að ná
miklum kjarabótum í einu.
Eitt af því sem leikskólarnir
þurfa að bæta, að mati Bergs, er
hversu mikið tillit er tekið til hug-
mynda starfsfólks. „Það voru ekki
nema 64% sem telja að það sé tekið
tillit til hugmynda þeirra varðandi
starfið. Þar þurfum við að hækka
okkur og höfum sett markið á
80%.“
Starfsandinn góður
Um 85% starfsmanna töldu
starfsandann á sínum vinnustað
vera mjög góðan eða frekar góðan,
og sögðu einungis 4% starfsandann
slæman eða frekar slæman. 71%
starfsmanna var ánægt með vinnu-
aðstöðu sína en 13% voru óánægð.
Af 444 starfsmönnum sem svör-
uðu könnuninni voru einungis 29,
eða 7% karlar. Langstærstur hluti
starfsfólks var á aldrinum 26–44
ára. Könnunin náði til 28 leikskóla
sem valdir voru af handahófi. Þar
störfuðu 562 starfsmenn, og var
svarhlutfallið 79%. Könnunin var
unnin af starfsþróunardeild Leik-
skóla Reykjavíkur í október 2003,
en niðurstöður voru birtar fyrir
stuttu.
Könnun hjá starfsmönnum leikskóla
Segja mikið álag
fylgja starfinu
Morgunblaðið/Ómar
Gefandi starf: Flest starfsfólk á leikskólum segir áhuga á börnum skipta mestu máli í sínu starfi.