Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Úthlutað hefur verið úr Menningar-borgarsjóði í fjórða sinn, en sjóð-urinn hefur úthlutað árlega fráárinu 2001. Að þessu sinni voru 26,5 milljónir til ráðstöfunar til 50 verkefna víðs vegar um landið. Ein milljón króna Sex styrki að upphæð 1 milljón króna hlutu Edda útgáfa og Höfuðborgarstofa vegna ljós- myndasýninga á Ingólfstorgi á ljósmyndum Sigurgeirs Sigurjónssonar af Íslendingum og íslensku landslagi. Fræðslunet Suðurlands vegna alþjóðlegu ráðstefnunnar „Náttúran í ríki markmiðanna“. Hilmar Örn Hilmarsson vegna verkefnisins Baman, samvinna ísl. raf- tónlistarmanna og klassískra hljóðfæraleikara við eldri tónlistarhefðir og tónlist frumbyggja í Ástralíu. Landnámssetur Íslands og Borg- arbyggð vegna verkefnisins Egilssaga sýnileg, hönnun leiðbeiningakerfis um helstu sögustaði Egilssögu. Svöluleikhúsið vegna tveggja dans- verka eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist eftir Árna Egilsson og Hjálmar H. Ragnarsson og Vesturfarasetrið á Hofsósi vegna verkefnisins Þöguls leifturs, sýningar á ljósmyndum frá 1870–1910 af Vestur-Íslendingum eftir vestur- íslenska ljósmyndara. 800 þúsund krónur Þá voru veittir sex styrkir að upphæð 800 þús. kr.: Sex pör, stefnumót minja og lista um- hverfis landið, samstarfsverkefni sex lista- manna og sex safna. Caput ásamt sönghópnum Vox Academica vegna tónlistarhátíðarinnar „Ný endurreisn“. Eggert Gunnarsson vegna sjónvarpsmyndarinnar 23:40 fyrir börn eftir handriti Yrsu Sigurðardóttur. Kvikmynda- félagið Umbi vegna kvikmyndar um Ragnar í Smára. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands vegna skólatónleikahalds haustið 2004 og Þjóð- lagahátíðin á Siglufirði vegna Þjóðlagahátíð- arinnar 2004. 500 þúsund krónur Þá voru veittir 23 styrkir að upphæð 500 þús. kr.: Byggðasafn Skagfirðinga vegna út- gáfu leiðakorts og átaks til að merkja slóð Sturlunga í Skagafirði. Dramasmiðjan vegna uppsetningar nýrra íslenskra leikrita í Höf- undaleikhúsi. Grettistak vegna Grettishátíðar 2004. Íslenski dansflokkurinn vegna dans- smiðju á Íslandi. ÍsMedia vegna uppsetningar á söngleiknum Kartöfluárásinni. Listasafn Ár- nesinga vegna alþjóðlegs barnatvíærings. Ljósmyndasafn Akraness vegna sýningar á ljósmyndum Árna Böðvarssonar. Menningar- miðstöðin Listagili, Akureyrarbær, vegna Jónsmessuleiks 2004. Ævintýri barnanna. Minjasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn vegna þróunar á „gamaldags“ leiktækjum fyrir börn. Níu ungir myndlistarmenn, Hlynur Hallsson vegna verkefnisins „aldrei – nie – never“ myndlistarsýningar í þremur hlutum í Reykja- vík, Berlín og á Akureyri. Ópera Reykjavíkur vegna uppsetningar á Happy End eftir Kurt Weill. Pétur Jónasson, Guðrún S. Birgisdóttir vegna verkefnisins Við Djúpið, Tónlist- arhátíðar á vordögum á Ísafirði, Súðavík, Flat- eyri, Suðureyri og Bolungarvík. Ragnheiður Ásgeirsdóttir vegna íslenskrar leiklestr- arhátíðar í Brussel í mars 2004. Safna- og menningarmálanefnd Stykkishólmsbæjar vegna bæklings og skilta um gömlu húsin í Stykkishólmi. Safnasafnið – Alþýðulistasafn Íslands vegna verkefnisins Sumarsmella 2004. Samstarfshópur um barnabókahátíðina „Gald- ur úti í mýri“. Sauðfjársetur á Ströndum vegna sumardagskrár Sauðfjársetursins. Sjón og saga og Edda útgáfa vegna sýningar á ljós- myndum og listaverkum um íslenska hestinn. Skaftfell menningarmiðstöð vegna myndlist- arsýningar ungra myndlistarmanna í Galleríi Vesturvegg 2004. Skógrækt ríkisins, Gunn- arsstofnun Skriðuklaustri, Hannes Lárusson vegna Fantasy Island, alþjóðleg stórsýning myndlistarmanna sumarið 2004. Strengjaleik- húsið vegna barnaóperunnar Tígrisblómsins eftir Mist Þorkelsdóttur og Messíönu Tóm- asdóttur. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vegna kynningarátaks og tónlistardagskrár v/ tónlistarhússins Laugarborgar og Þórbergs- setur vegna uppsetningar á sýningum um Þór- berg Þóðarson í Þórbergssetri á Hala í Suð- ursveit. 300 þúsund krónur Veittir voru 13 styrkir að upphæð 300 þús. kr.: Blásarasveit Reykjavíkur vegna verksins Konsert fyrir rafgítar og blásarasveit eftir Hilmar Jensson. Félag um endurreisn lista- safns Samúels vegna viðgerðar á verkum Sam- úels í Selárdal. Ferðaleikhúsið vegna Light Nights sumarið 2004. Ísafjarðarbær vegna Tónlistarhátíðar alþýðunnar. Ísafold kamm- ersveit vegna tónleikaferðar um landið og ný tónlist í bland við meistaraverk síðustu aldar kynnt. Kammerkór Suðurlands vegna frum- flutnings á nýju verki eftir Sir John Tavener og komu hans til Íslands. Leikfélag Dalvíkur vegna 60 ára afmælissýningar sem byggð er á menningararfinum. Nýja leikhúsið vegna upp- setningar barnaleikritsins Líneik og Laufey í nýrri leikgerð Ragnheiðar Gestsdóttur. Pjaxi ehf. vegna menningarhátíðarinnar Hugverk sunnlenskra kvenna. Skaftárhreppur vegna kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2004. Sumartónleikar við Mývatn, kór- og hljóm- sveitartónleikar. Veiðisafnið, Stokkseyri vegna heimasíðu. Vestmannaeyjabær vegna verkefnisins Ungt fólk á Íslandi og í Noregi, samstarfsverkefni við Andø í Noregi „Stille ø“. 200 þúsund krónur Tveir styrkir að upphæð 200 þús. kr.: Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði vegna gerðar myndspjalda og kynningarbæklings fyrir fuglaskoðun og Hjálmtýr Heiðdal vegna 101 Hólmavík, kvikmyndahátíðar á Ströndum. Úthlutunarnefnd skipuðu Karólína Eiríks- dóttir tónskáld, formaður, Karitas H. Gunn- arsdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðu- neytinu, varaformaður, Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkur, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Símennt- unarmiðstöðvar Eyjafjarðar, og Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur. 26,5 m.kr. úr Menningarborgarsjóði Morgunblaðið/Golli Menntamálaráðherra og borgarstjóri ásamt fulltrúum hinna ýmsu styrkþega við úthlutunina sem fram fór í Gerðarsafni í Kópavogi á dögunum. BOÐUNARDAGUR Maríu guðs- móður var rammi og tilefni stórtón- leikanna í Hallgrímskirkju á sunnu- dag. Hann hefur frá fornu fari verið meðal gleðilegustu yrkisefna sálma- skálda, jafnvel löngu eftir siðbót Lúthers. Vitundin um þetta glað- væra dagskrárefni gæti því hafa ýtt enn frekar undir áheyrandafjöldann; a.m.k. var kirkjan þétt setin og far- arskjótum hlustenda ýmist rétt- eða ranglátlega lagt úti um allt Skóla- vörðuholt. Fyrst var flutt hið litla en ljúfa ein- þætta Magnificat fyrir fimm söng- raddir og strengi sem lengst af var eignað „Dananum mikla“ í Lübeck, Dietrich Buxtehude (1637–1707) en mun nú talið eftir ókunnan miðþýzk- an höfund, eins og fram kom af fróð- leikstroðnu tónleikaskránni. Dúetts- einsöngsraddir verksins voru hér sungnar af litlum kór kórfélaga, og kom það ekki illa út, né heldur stóð staki ónefndi kórbassinn sig illa með léttri og unglegri bassarödd sinni. Þó að Meine Seel erhebt den Herr- en BWV 10 nái ekki alveg innblásn- um ofurhæðum Morgunstjörnu- kantötu Bachs (BWV1) er kantatan frá 1724 eftir sem áður í úrvalsflokki. Eftir glæsilegan inngangskórinn, þar sem lagræn undirstaðan, forngregorska 9. tónið (mí so mí fa mí re do | mí so re re la do tí la) á hæg- um lengdargildum færist á milli sóprans og alts sem „cantus firmus“ með trompetstuðningi, söng Marta Guðrún Halldórsdóttir sópranhlut- verkið í hinni makalaust dýrðardans- andi aríu Herr, der du stark und mächtig bist af óaðfinnanlegri tign og leikni. Í það heila voru einsöngvarar dagsins undantekningarlaust ein- valalið. Gunnar Guðbjörnsson söng resítaftífin tvö eins og sá er valdið hefur, en hefði mátt sýna altröddinni meiri miskunnsemi í dúettinum Er denket der Bamherzigkeit, er lá frekar lágt fyrir mezzosópran Guð- rúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og var ósjaldan keyrð í kaf. Magnús Þ. Bald- vinsson var pottþéttur bassi í Gewaltige stößt Gott vom Stuhl, er tekin var á snörpum hraða svo valds- manna-„affektinn“ í ofvirkt hossandi fylgibassanum yrði enn hégómlegri en ella. Annars voru hraðavöl öll í eðlilegum farvegi, og hljómsveitin lék jafnt hér sem í lokaverkinu af samstilltu öryggi. Eins var um kór- inn, er ugglaust hefði skilað flúr- söngsstöðum sínum með lýtalausri nákvæmni við skýrari akústík. Magnificat Bachs frá 1723 ber höf- uð og herðar yfir öll önnur kirkju- tónverk er samin hafa verið við þenn- an vinsælasta allra lítúrgískra latínutexta. Hver einasti hinna tólf stuttu en hnitmiðuðu þátta er inn- blásinn í fimmta veldi. Hver sá er fyllist ekki upphafinni gleði við þetta síunga meistaraverk ætti að sæta geðrannsókn. Kórkaflarnir voru í einu orði sagt magnaðir (þótt leiftr- andi flúrið færi að mestu fyrir lítið af fyrrgreindum sökum) og einsöngs- aríurnar voru ómengaður unaður út í gegn. Gleðiflúrið í Et exultavit rann sem bráðið súkkulaði af vörum Guð- rúnar Jóhönnu þrátt fyrir nokkuð kröfuhart tempó, og þokkafulla flautudúóið bætti hunangi við seinni aríu hennar Et esurientes. Löngun- arfull drottinsambátt Mörtu Guðrún- ar gældi fagurlega við ástaróbó Daða Kolbeinssonar í munúðarfullu sópr- anaríunni Quia respexit. Bassaarían Quia fecit mihi magna (að inntaki lík bassaaríunni í BWV 10) steinlá í myndugri túlkun Magnúsar. Dúett- inn Et misericordia náði betra jafn- vægi en samsvarandi dúett þeirra Guðrúnar og Gunnars í kantötunni á undan; sumpart kannski vegna hærri legu altraddar. Gunnar gat óhikað sungið út í Deposuit og það gerði hann með stentorískum glæsibrag. 6 eða 9 valdar kórraddir fluttu bráð- fallega dreymandi terzettinn Sescep- it Israel í stað einsöngvara og fór það þættinum án efa betur en sólísk út- færsla. Dáleiðslan er brást Enn var efnt til tónleika á vegum framúrstefnuflaggskips þjóðarinnar, CAPUTs, í Nýja sal Borgarleikhúss- ins á laugardag. Og enn sem oftar við ágætis aðsókn – þótt hvergi væri að vísu í líkingu við aðsóknina að dans- uppákomu barna á aðalsviði sama húss á sama tíma, er olli sambæri- legu bílastæðaöngþveiti og við Hall- grímskirkju næsta dag. Tónleikarnir voru helgaðir verkum eftir Svein Lúðvík Björnsson, pönt- uðum af CAPUT með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði tónlistar – Musica nova. Öll voru flutt af einleikurum sem léku á móti margrödduðum upp- tökum af eigin hljóðfæraleik, eins og jafnframt mátti lesa af dagskrár- blaðinu, er hefði getað bætt við „og talröddum“ – ef ekki „öndunarhljóð- um“ – eins og einnig átti eftir að koma í ljós. Hvert verkanna fimm var samið fyrir sitt hljóðfærið, eða í flutn- ingsröð fyrir selló, gítar, óbó, klarín- ett og flautu. Þar af voru síðustu fjög- ur frumflutt nú, en hið fyrsta 2002. Sveinn Lúðvík haslaði sér völl fyrir átta árum sem rakinn míníatúristi – tónskáld stuttleikans – og kom manni þá, og ekki óþægilega, í opna skjöldu. Svo rifjuð séu upp fyrstu ósjálfráðu viðbrögðin 1996: „Ha? Er þetta bú- ið?“ Því óneitanlega voru fyrstu verk Sveins afar stutt í spuna – en aftur á móti í heillandi samræmi við hin fleygu orð leikritaskáldsins frá Strat- ford, „Brevity is the soul of wit“. Sannleikskorn sem oft kemur upp í hugann á nútímatónleikum, þegar tíminn er lengi að líða í fjarveru eft- irminnilegs efnis og sannfærandi framvindu. Þá hvarflar stundum að manni hvort allt önnur lögmál og austrænni eigi að taka við. Hvort ætl- azt sé til að hlustandinn leggist í tímalausan „trans“ þar sem litlu skiptir hvað leiðir af öðru, unz loka- þögnin vekur hann aftur til lífs, líkt og við fingrasmell dáleiðandans. Nútímaverk af því tagi eru sem kunnugt er legíó, og virðast fæst í fljótu bragði endingarvæn. Því miður virtist það einnig eiga við hin óvenju- löngu tónverk Sveins Lúðvíks þenn- an dag, þar sem hvert verkið var ekki aðeins öðru líkt í meginatriðum, held- ur einnig fjölmörgu sem maður hafði áður heyrt af andrúmserkitýpunni „einn sit ég úti á steini“. Breytti litlu þótt sömu eða svipuðu fjórtóna frumi skyti upp á stangli í öllum verkum líkt og í samtengingarskyni. Né held- ur þótt leikið væri af virðingarverðri ástríðu, sem hvað sellóstykkið varðar kostaði t.a.m. ófá afslitin bogahár. Ekki skal þó útilokað að ein eða önnur egófónía njóti sín stök í fjöl- breyttara umhverfi. En í hérum- ræddum stórskammti var fullmikið af því góða. TÓNLIST Hallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Hátíðartónleikar í tilefni af boðunardegi Maríu. Buxtehude: Magnificat BuxWV A1. J.S. Bach: Magnificat í D, BWV 243; kantatan Meine Seel erhebt den Herren í B, BWV 10. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzosópran, Gunnar Guðbjörnsson ten- ór og Magnús Baldvinsson bassi ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og Kamm- ersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörð- ur Áskelsson. Sunnudaginn 28. marz kl. 16. Borgarleikhúsið KAMMERTÓNLEIKAR Sveinn Lúðvík Björnsson: Egofónía I-V fyrir einleikshljóðfæri og tónband (II–V frumfl.) Sigurður Halldórsson selló, Pétur Jónasson gítar, Eydís Franzdóttir óbó, Guðni Franzson klarinett, Kolbeinn Bjarnason flauta. Laugardaginn 27. marz kl. 15:15. Upphafning gleðinnar Sveinn Lúðvík Björnsson Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Gunnar Guðbjörnsson Magnús Baldvinsson Ríkarður Ö. Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.