Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gestur Breið-fjörð Sigurðsson
fæddist á Brunnstíg
4 í Hafnarfirði 2.
október 1943. Hann
varð bráðkvaddur
um borð í skipi sínu
að kvöldi 23. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jenný Ágústsdóttir
húsmóðir frá Ytri-
Drápuhlíð í Helga-
fellssveit, f. 24. sept.
1908, d. 17. júlí
1995, og Sigurður
Eiríksson vélstjóri
frá Ytri-Görðum í Staðarsveit, f.
23. nóv. 1903, d. 14. ágúst 1977.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar og
bjuggu alla tíð þar á Brunnstíg 4.
Jenný og Sigurður eignuðust 11
börn og var Gestur níundi í
þeirra hópi. Þau eru: Þorsteinn
vélstjóri, f. 14. júní 1928, kvænt-
ur Írisi Dröfn Kristjánsdóttur, f.
1932; Steinvör verslunarmaður,
f. 27. mars 1930, gift Einari Borg
Þórðarsyni, f. 1927; Ágúst Guð-
mundur, skipatæknifræðingur og
útgerðarmaður, f. 15. sept. 1931,
kvæntur Guðrúnu Helgu Lárus-
dóttur, f. 1933; Eiríkur Garðar,
vélvirkjameistari, f. 27. feb. 1933,
kvæntur Erlu Elísabetu Jónat-
ansdóttur. f. 1934; Kristín Sig-
rún, tækniteiknari, f. 15. sept.
1935, gift Kristjáni Þórðarsyni, f.
1928; Reimar Jóhannes, húsa- og
nýtt minna hús í Þrastarási 2,
þar sem þau ætluðu að njóta
framtíðarinnar. Börn Gests og
Elsu eru: 1) Sigurður Haukur,
verktaki, f. 30. ágúst 1968, í sam-
búð með Sigrúnu Kristinsdóttur,
verslunarmanni, f. 22. ágúst
1972. Dóttir Sigurðar og Ernu
Ingibergsdóttur er Tanja Dögg,
f. 7. janúar 1994. 2) Eyrún Sigríð-
ur, hárgreiðslukona, f. 19. októ-
ber 1970, í sambúð með Kristni
Frantz Erikssyni, flugmanni, f.
28. september 1969. Dóttir þeirra
er Alma Dögg, f. 6. maí 1999.
Dóttir Eyrúnar og Rúnars Óm-
arssonar er Vera Sif, f. 5. júní
1993. 3) Gestur Breiðfjörð, fram-
kvæmdastjóri, f. 23. júlí 1975, í
sambúð með Önnu Maríu Sigurð-
ardóttur, nema, f. 7. janúar 1984.
Sonur Gests og Ingibjargar Þor-
valdsdóttur er Natan Smári, f.
20. ágúst 2000. 4) Draupnir, sjó-
maður, f. 18. janúar 1980, í sam-
búð með Helgu Reynisdóttur,
nema, f. 8. apríl 1983.
Gestur varð gagnfræðingur frá
Flensborgarskóla en síðan lá
leiðin í Stýrimannaskólann þar
sem hann útskrifaðist 1970.
Gestur stundaði sjó frá unga
aldri, fyrst með mági sínum og
vini Einari á togaranum Surprise
en síðar á fleiri skipum, s.s. Gísla
lóðs og togurunum Maí, Berki og
Hólmadrang. Lengst af var Gest-
ur á togurum Stálskips, Rán og
Ými og nú síðast á nýja togar-
anum Þór.
Gestur verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Hafnarfjarðar-
kirkjugarði.
húsgagnasmíðameist-
ari, f. 14. mars 1937,
d. 11. okt. 1995,
kvæntur Gíslínu
Ingveldi Jónsdóttur,
f. 15. jan. 1945; Guð-
laugur Hafsteinn,
húsasmíðameistari, f.
15. júní 1938, kvænt-
ur Ágústu Hjálmtýs-
dóttur, f. 6. mars
1937; Guðjón Bergur,
vélvirki, f. 16. feb.
1941, var kvæntur
Sylvíu Elíasdóttir, f.
26. nóv. 1945, d. 29.
des. 1993; Gestur
Breiðfjörð skipstjóri, sem hér er
kvaddur; Sigurður Jens, neta-
gerðarmeistari, f. 10. apríl 1945,
kvæntur Jóhönnu Ósk Sigfúsdótt-
ur, f. 23. apríl 1946; og Kolbrún,
nudd- og snyrtisérfræðingur, f.
20. júní 1952, maki Benedikt
Rúnar Steingrímsson, f. 25. maí
1950.
Hinn 20. apríl 1969 kvæntist
Gestur Elísabetu Hauksdóttur, f.
30. nóv. 1949. Foreldrar hennar
voru hjónin Eyrún Sigurðardótt-
ir og Haukur Georgsson. Gestur
og Elsa hófu búskap sinn á
Brunnstíg 4 en fljótlega keyptu
þau sína fyrstu íbúð við Hjalla-
braut. Þau bjuggu lengst af í
Norðurbænum í Hafnarfirði en
fyrir nokkru byggðu þau sér hús
í Áslandshverfinu. Fyrir skömmu
seldu þau það hús og keyptu sér
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börn þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Það er erfitt fyrir okkur systkinin
að setjast niður og skrifa minning-
argrein um pabba sem var okkur svo
óumræðanlega mikið. Andlát hans
kom fyrirvaralaust þar sem hann var
um borð í togaranum sínum Þór. Við
viljum hins vegar reyna að festa
nokkrar minningar um hann á blað,
þó ekki sé nema vegna afabarna
hans sem hann dáði svo mjög. Þau
eru of ung til að skilja alvöru lífsins
en munu eiga minninguna um afa
sem vann á sjónum og var svo góður.
Á dauða pabba áttum við ekki von,
en fyrst kallið kom svo snemma var
ekki að undra þótt hann væri um
borð. Allt frá 17 ára aldri var hafið
hans starfsvettvangur og lengst af
var brúin hans stjórnstöð. Um borð
naut hann virðingar áhafnar sinnar,
duglegur, áræðinn og hann stjórnaði
af festu en jafnframt af ábyrgð.
Hann var líka heppinn með sína
menn, hældi þeim fyrir dugnað,
fylgdist með afkomu þeirra í landi og
gætti þess að á þeirra hlut væri ekki
hallað. Við höfum greinilega fundið
hve vænt skipsfélögum þótti um
pabba. Þeir gerðu allt sem í mann-
legu valdi stóð til að hjálpa á neyð-
arstundu. Fyrir það erum við þakk-
lát. Við strákarnir höfum allir verið á
skipum hans og þekkjum andann um
borð og hvernig var að vinna undir
stjórn hans og með hans áhöfn. Við
höfum öll farið með honum í sigling-
ar en þær voru allar mjög eftirminni-
legar. Undanfarin ár hefur Draupnir
verið með pabba á sjónum. Hann var
við hlið hans er hinsta kallið kom og
vék hvergi af þeirri vakt þótt löng
væri og erfið. Það var gott fyrir okk-
ur sem vorum í landi að vita af
Draupni þar úti hjá pabba og sömu-
leiðis fyrir pabba að vita af honum
sér við hlið þá örlagastund.
Já, hafið var pabba starfsvett-
vangur en hann átti líka sitt fallega
heimili með mömmu. Þangað leitaði
hugur hans oft, ekki síst þegar úti-
legur voru langar eins og þegar veitt
var í Smugunni og nær ómögulegt að
ná nokkru sambandi heim. Sú úti-
vera tók á margan sjómanninn, en
þannig er líf þeirra. Heimilið var
pabba dýrmætt. Hann vissi að þegar
heim kæmi biði mamma með veislu
og allir kæmu í mat. Þá sátu alltaf
tvö barnabörn á örmum hans í einu
og vildu ekki af honum sjá. Fjöl-
menni í afmælum, stórveislur á há-
tíðum og opið hús um áramót. Þann-
ig vildu pabbi og mamma hafa það.
Þar sem pabbi var svo lengi fjarver-
andi kom það í hlut mömmu eins og
hverrar annarrar sjómannskonu að
sinna daglegu heimilishaldi, leið-
beina okkur og liðsinna og annast
hvers konar útréttingar og ákvarð-
anir sem flestir heimilisfeður sjá
annars um. Í fríum var lagt á ráðin
um margar framkvæmdirnar og síð-
an tók hún við verkstjórninni. Þetta
var þó ekki einhlítt því ekki vantaði,
að þegar pabbi var í landi, lá hann
ekki á liði sínu. Hann naut þess að
vera eitthvað að taka til hendinni og
fann sér alltaf eitthvað við að vera,
mála húsið að innan jafnt sem utan,
smíða verönd og palla, ná í mold og
gróðursetja, koma sláttuvélinni í lag,
þrífa bíla og í versta falli að laga til í
bílskúrnum eftir okkur frekar en að
gera ekki neitt. Þar þufti oft að færa
til heilu og hálfu bílana og búslóð-
irnar sem við höfum fengið að geyma
um langan eða skamman tíma. Þá
þurfti að fylgjast með náminu, gera
við reiðhjólin, skoða bíla og velja
með okkur. Eftir að við urðum full-
orðin leiðbeindi hann okkur með val
á húsnæði og þar með að hjálpa okk-
ur við að standsetja. Pabbi var afar
greiðvikinn, ósérhlífinn og duglegur
og skildi stundum ekki svefntíma
unglinga nú til dags. Hann var skap-
maður ef því var að skipta og þá
heyrðist hvar hann fór. Fyrstur
manna var hann til sátta og honum
fylgdu gleði og glaðværð. Hann var
ágætlega handlaginn við hvers kon-
ar verk, enda vanur því að bjarga sér
sjálfur og spila úr því sem til staðar
var hverju sinni. Það þurfti hann að
gera á sjónum. Já, við leituðum mik-
ið heim og heimili pabba og mömmu
hefur alltaf staðið okkur opið og hvað
sem á hefur dunið hefur þangað ver-
ið hægt að leita skilnings, huggunar
og ráða.
Við munum líka vel hve oft við vor-
um stolt af pabba okkar. Hann var
skipstjóri á togara. Við biðum spennt
þegar von var á honum í land, vorum
á bryggjunni með mömmu þegar
skipið lagðist að og fengum að fara
um borð. Við fengum að fara upp í
brú og skoða tækin þar sem menn
litu inn að og pabbi var að stjórna,
svo skoðuðum við vinnslusalinn og
matsalinn og inn til pabba sem átti
flottustu káetuna í skipinu. Allt var
hreint og innréttingar úr fínum viði,
myndir og bækur og við vissum að
þetta var pabba herbergi. Seinna var
það veggfóðrað með myndum eftir
barnabörnin og ljósmyndum af fjöl-
skyldunni. Ekki var minni eftirvænt-
ingin þegar komið var úr sölutúr er-
lendis, þá voru alltaf einhverjir
pakkar með dóti sem fáir eða engir
áttu og einnig fengum við kók í dós,
sem fékkst ekki hér í þá daga og
þótti mjög flott.
Pabbi hafði yndi af lestri og á sjó-
inn tók hann með sér flest sem hann
taldi bitastætt í þeim efnum; allur
Laxnes, íslenskar ævisögur, sagna-
fróðleikur, spennusögur og sjó-
mannasögur. Hann var vel að sér í
málefnum líðandi stundar enda
margt spjallað á sjónum, hlustað á
fréttir og rökrætt yfir kaffibolla.
Hann hafði sínar skoðanir á fiskveið-
um og stjórnun þeirra; gjörþekkti
hafsbotn miðanna, vissi hvar hverja
fisktegund var að finna og hvernig sá
guli hagaði sér. Lengst af var pabbi
skipstjóri á togurum Stálskipa.
Fyrst var hann með gamla Ými,
skoskan togara sem var nú ekki allur
upp á útlitið en gott og farsælt afla-
skip. Þá tóku við nýi Ýmir svo Ránin
og nú síðast stór og fallegur togari,
Þór. Hann var stoltur af sínum skip-
um. Á sjónum var hann vinsæll, ekki
aðeins meðal áhafnarinnar heldur
einnig meðal annarra sjómanna sem
vissu hver Gestur á Ými, Ráninni eða
Þór var. Talast var við í talstöðum
eða farið milli skipa á hafi úti til að
njóta samvista þegar svo bar undir.
Það gladdi okkur og við erum stolt af
að geta sagt að togaraflotinn hafi
flaggað í hálfa stöng þegar fréttin
um lát pabba barst skipa á milli. Haf-
ið hjartans þakkir fyrir. Við kynnt-
umst flestum samstarfsmönnum
hans því þegar af sjónum kom, tók
síminn við og þrátt fyrir að halda
megi að sjómenn vilji sleppa orðræð-
um um sjóinn þegar í land er komið,
er það nú samt svo að ófáar stund-
irnar vilja þeir rabba saman um það
sem þeim er hvað hugleiknast – sjó-
inn. Margir leituðu eftir skipsrúmi
og spurðu hann ráða. Hann gat valið
úr mönnum þar sem mikil ásókn var
í skipsrúm hjá honum. Hann var
gæfumaður á sjó, missti aldrei mann
á sínum ferli og veiddi vel.
Já, enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur og nú söknum við að
hafa ekki átt þess kost að vera og
gera meira saman. Þótt ekki væri
það oft fórum við samt í ferðalög.
Stundum voru þau í tengslum við
siglingar togaranna og eftirminni-
legar eru stundirnar með pabba á
söfnum og sýningum erlendis. Bílar
skoðaðir, farið í Tívolí, skoðað í búð-
arglugga og keypt eitthvað sem hug-
urinn girntist og matsölustaðir vald-
ir að okkar vilja. Þannig var pabbi –
trúlega of eftirgefanlegur við okkur
þegar svo bar undir – hann vildi allt
fyrir okkur gera. Og hafi hann átt
erfitt með að segja nei við okkur þá
var honum það ómögulegt þegar
barnabörnin áttu í hlut. Hann sat
með þau og spjallaði og hjá honum
kúrðu þau og sváfu. Hann dýrkaði
þau og þau vissu að afi leyfði allt.
Þannig eiga líka afar að vera. Hann
naut þess að hafa skarann allan, okk-
ur og barnabörnin í kringum sig og
kallaði jafnan á alla í mat þegar í
land kom, enda vissi hann að mamma
vissi að svo yrði gert. Þau þekktu
hvort annað, væntingar og þarfir
Elsku pabbi. Fyrir allt sem þú
gafst okkur öllum þökkum við af ein-
lægni. Okkar missir er mikill, en sár-
astur er missir mömmu sem setti allt
traust sitt á þig. Nú er það okkar að
aðstoða hana og hjálpa henni við að
takast á við líf án þín enda sagðir þú
alltaf áður en þú fórst út á sjó: „Pass-
ið nú mömmu ykkar.“ Þú hefðir vilj-
að að við stæðum okkur og það ætl-
um við að gera. Við munum líka
varðveita minningu þína hvert og
eitt og segja okkar börnum frá afa,
sem var svo góður en dó allt of fljótt.
Fyrir þér við biðjum svo bænina
okkar:
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Guð blessi þig, elsku pabbi, og
varðveiti þig um alla eilífð.
Börnin þín;
Sigurður, Eyrún,
Gestur og Draupnir.
Látinn er langt fyrir aldur fram
tilvonandi tengdafaðir minn Gestur
Breiðfjörð Sigurðsson. Ég kynntist
Gesti ung, þegar leiðir okkar
Draupnis lágu saman. Ég flutti inn
til Gests og Elsu og var tekið opnum
örmum á heimilinu, þau tóku mér
sem dóttur sinni. Gestur var hrókur
alls fagnaðar og hann prýddu margir
kostir. Hann var ákveðinn, kraftmik-
ill, ljúfur og iðinn. Það sem ég minn-
ist helst í fari hans var hvað hann var
glaðlyndur og brosmildur. Honum
féll aldrei verk úr hendi. Hann var sí-
fellt dundandi sér við hin ýmsu verk
en í uppáhaldi hjá honum voru börn-
in hans og barnabörn. Þegar ég eign-
ast börn í framtíðinni er sorglegt að
hugsa til þess að þau fái ekki að
kynnast afa sínum eins barngóður og
hann var. Þó að Gestur hafi verið alla
sína tíð á sjó og fjarri fjölskyldu
sinni, þá var hann alltaf höfuð fjöl-
skyldunnar og hélt henni saman. Í
hvert sinn sem Gestur kom að landi
hópuðust allir, börn, tengdabörn og
barnabörn, heim til þeirra hjóna þar
sem haldin var vegleg veisla.
Þrátt fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman þá þykir mér
mjög sorglegt að þær verði ekki
fleiri.
Elsku Gestur minn, ég kveð þig
með þakklæti fyrir góðu stundirnar í
gegnum árin, væntumþykjuna og
umhyggjuna sem þú sýndir mér.
Elsku Elsa mín, megi góður guð
styrkja þig og þína í sorginni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð geymi þig, Gestur minn.
Þín
Helga.
Ég ætla með þessum orðum að
kveðja minn besta bróður og vin.
Genginn er góður drengur, en
sagt er að þeir sem Guð elski mest
deyi ungir.
Gestur bróðir var sá níundi í röð
okkar systkina sem ólumst upp á
Brunnstíg 4. Pabbi var á sjónum alla
æsku Gests og var mamma hæstráð-
andi til lands og var þar oft ærinn
starfi við stóran barnahóp.
Minningin um Gest bróður er öll
bundin við blíðu hans og góð-
mennsku. Ung að aldri fylgdi ég hon-
um eins og skuggi því í kringum
hann var alltaf eitthvað að gerast og
fylgdi honum ætíð stór hópur félaga.
Hann varð snemma foringinn, hvort
sem var yfir vesturbæjarvillingun-
um eða seinna meir sem skipstjórinn
í brúnni. Hann var félagi og vinur á
sjó og í landi.
Hann var einstakur félagi að fá í
heimsókn því hann var eins og
mamma okkar, stoppaði aldrei lengi
í einu, því það gat nú einhver verið að
koma í heimsókn og hann ekki
heima.
Barngóður var Gestur með af-
brigðum og nutu systkinabörnin
þess strax þegar hann var ungur
strákur. Þau voru ófá skiptin sem
hann var við barnapíustörf því hann
gaf þeim svo mikla hlýju.
Gestur var enn ungur að aldri þeg-
ar hugur hans hneigðist að sjónum
og er hann eini bróðirinn sem gerði
sjómennsku að ævistarfi sínu.
Fyrst fór hann með Einari mági
sínum og vini á togarann Surprise.
Það var því sjálfsagður hlutur að
leiðin lægi í stýrimannaskólann en
þaðan útskrifaðist hann 1970.
Lengst var hann þó á togurum Stál-
skipa hf. hjá bræðrum sínum, föður
og mágkonu. Gestur og Stálskip
voru eitt.
Hér fyrr á árum var oft siglt með
aflann og hann seldur erlendis beint
upp úr togaranum. Bremenhaven,
Hull og Cuxhaven voru hafnir sem
aðallega var siglt til. Þá var nú margt
brallað í erlendri höfn, en aldrei
brást það að Gestur færði litlu systur
eitthvað að gjöf frá útlandinu.
Einna skýrast í minningunni er
ferðagrammófónninn sem hann gaf
mér. Fengu Hraunbúar, skólafélag-
ar og fleiri að njóta hans með mér,
því auðvitað átti enginn svona græju
nema ég.
Allar grammófónplöturnar með
Bítlunum, Cliff, Elvis, Suprimes og
öll plaggötin og myndirnar sem hann
gaf mér frá útlandinu lifa í minning-
unni.
Eina inniveruna var labbað niður
á Skála að vana, en þá var ung stúlka
farin að vinna þar, og viti menn, Am-
or tók öll völd. Elsa, ást lífs hans,
hafði birst og nú varð ekki aftur snú-
ið. Tíminn leið og frumburðurinn
fæddist sem var skírður Sigurður
Haukur, 20. apríl 1969, sama dag og
þau giftu sig. Síðan fæddust þau eitt
af öðru, Eyrún, Gestur yngri og
Draupnir. Þau uxu úr grasi og síðan
fæddust gullmolarnir hans afa einn
af öðrum, fyrst Vera Sif svo Tanja
Dögg, Alma Dögg og Natan Smári.
Um þessa mola snerist líf og tilvera
Gests og Elsu. Okkar fjölskyldur
tengjast mjög nánum kærleiksbönd-
um og nutu dætur okkar einnig kær-
leika Gests. Þá fengum við líka
barnabörn þeirra að láni.
Öll geymum við yndislegar minn-
ingar í hjarta okkar af öllu sem við
brölluðum saman í útilegum, utan-
landsferðum og fleiru.
Elsku Elsa okkar, Guð veri með
þér, börnum, barnabörnum og
tengdabörnum og veiti ykkur styrk á
erfiðum tíma.
Blessuð sé minning um yndislegan
bróður og mág. Far þú í friði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
Þín systir og mágur,
Kolbrún og Benedikt.
Minningar um þig Gestur eru
bjartar. Þú varst alltaf brosmildur
og stutt í glettnina, sérstaklega þeg-
ar þið litlu strákarnir voruð búnir að
gera eitthvert prakkarastrik.
Stjórnunarhæfileikar þínir komu
fljótt í ljós. Þú varst snemma kjörinn
leiðtogi í strákahópnum og margir
vinir þínir frá æskuárum urðu seinna
skipverjar á skipum sem þú varðst
seinna skipstjóri á.
Við höfum notið hæfileika þinna
og dugnaðar í um 30 ára skeið frá því
að þú byrjaðir hjá okkur árið 1971 á
okkar fyrsta skipi, Rán GK 42, sem
kornungur stýrimaður.
Árið 1989 tók Gestur við stjórn á
nýbyggðu frystiskipi okkar Ými en
áður hafði hann verið á Hólmadrang.
Eins og hann sagði var hann þar að
búa sig undir að koma og stjórna
nýju skipi hjá okkur.
Hann var farsæll skipstjóri og var
afar vinsæll af skipverjum sínum
sem dáðu hann vegna mannkosta
GESTUR BREIÐ-
FJÖRÐ SIGURÐSSON