Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 45
Nú er hún Katrín mín gengin á vit
feðra sinna, á hundraðasta aldursári.
Sakir aldurs hennar mátti búast við
andlátinu hvenær sem var. Mér var
samt brugðið við andlátsfregnina.
Kannski líka vegna þess að einhvers
staðar í hugskoti mínu blundaði í
mér einhver dulin hugmynd eða ósk
um að Katrín væri ódauðleg. Katrín
hefur verið hluti af mínu lífi og okkar
systkinanna frá því við munum fyrst
eftir okkur, hún hefur fylgst með
okkur í gegnum lífið og skipað stór-
an sess í huga okkar. Til marks um
það koma nú systkini mín erlendis
frá til að fylgja henni til hinstu hvíld-
ar. Með Katrínu fer heil kynslóð,
hluti af mínu lífi, okkar lífi.
Ef hægt er að segja um einhverja
kynslóð að hún hafi lifað tímana
tvenna þá er það hægt um þessa
kynslóð, sem nú er óðum að hverfa.
Líkt og Katrín eru fjölmargir af
þessari kynslóð fædd við einfalda
lifnaðarhætti til sveita í byrjun tutt-
ugustu aldarinnar, óbrúað Markar-
fljótið og aðrar sprænur. Í lok ald-
arinnar er þessi kynslóð og Katrín
þar með talin, að elda í örbylgjuofni,
taka sjónvarpsefni upp á myndband
og ekki eru nema rúm tvö ár síðan
Katrín hætti að nota farsímann.
Hann bróðir minn var ötull við að
halda að þeim nýjustu tækninni til
að auðvelda þeim systrum lífið og
þær ótrúlega móttækilegar fyrir
henni.
Katrín var fíngerð og smávaxin
kona sem helgaði líf sitt að mestu
þjónustu við aðra. Hún var sannköll-
uð hvunndagshetja, fyrst upp á
morgnana, dugleg til vinnu og mér
er sagt að hún hafi verið ótrúleg
sláttumanneskja, „henni beit svo
vel“ og gaman hefði verið að virða
fyrir sér sláttufarið hjá henni. Hún
var elst systkina sinna en flutti síð-
ast að heiman frá Ytri-Skógum með
foreldrum sínum, afa mínum og
ömmu, í lok fimmta áratugarins til
Reykjavíkur.
Mínar fyrstu minningar eru úr
Úthlíðinni, þar sem fjölskyldan bjó
og þær systur Katrín og Guðbjörg,
eða Begga eins og við kölluðum
hana, bjuggu lengst af. Katrín er að
dekra við mig, greiða mér og setja
borða í hárið á mér. Svo fékk smá-
stelpan að fara í fínu kjólana hennar,
hælaskóna og nota spariveskið og
spóka sig á stofugólfinu og úti við.
Það eru afskaplega notalegar minn-
ingar tengdar þessari nærveru við
Katrínu. Dvaldi ég hjá henni nætur-
langt, sofnaði ég við bænirnar með
henni og hægan takt gamallar
klukku, sem afi minn hafði smíðað.
Enn þann dag í dag finnst mér ró-
andi og notalegt að heyra taktinn í
gamalli klukku. Oft komum við
systkinin einnig í sunnudagsmatinn
hjá þeim og á menntaskólaárum
mínum beið Katrín með heitan mat
eftir skóla. Alltaf eftirmatur, á
sunnudögum Del Monte ávextir úr
dós eða Royal búðingur, hvunndags
sagógrjóna- eða hrísgrjónagrautur
með kanil og smjörklípu í miðjunni.
Katrín vappandi í kringum okkur í
KATRÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Katrín Guð-mundsdóttir
fæddist á Ytri-Skóg-
um undir Eyjafjöll-
um 31. október 1904.
Hún lést á Droplaug-
arstöðum 19. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Guð-
mundur Kjartansson
frá Drangshlíð undir
Eyjafjöllum, f. 12.10.
1867, d. 15.12. 1957,
og Margrét Bárðar-
dóttir frá Múlakoti á
Síðu, f. 9.2. 1885, d.
17.11. 1967.
Systkini Katrínar voru Kjartan,
f. 14.4. 1906, d. 5.10. 1977, Bárður,
f. 24.6. 1909, d. 14.2. 1985, Guð-
björg, f. 11.8. 1911, d. 30.8. 2001,
og Marinó, f. 21.6. 1912, d. 21.12.
1962.
Útför Katrínar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
eldhúsinu, strjúkandi
manni á kinn með sínu
blíðlega fasi „ertu búin
að fá nóg?“ Eftir á að
hyggja eru það þessir
litlu hlutir sem skipta
mann svo miklu máli.
Katrín var hægtlát
kona og yfirlætislaus,
sagði ekki mikið að
fyrra bragði. Það var
þessi hægláta áreitis-
lausa nærvera við hana
sem var svo mikilvæg,
nærvera sem veitti
skjól og öryggi þar sem
tíminn skipti ekki máli,
hann var nánast ekki til.
Málfar hennar auðugt svo unun
var á að hlusta. Hún bjó yfir ótrúleg-
um orðatiltækjum og var einstak-
lega orðheppin. Stundum bar á ein-
hvers konar hljóðlátum húmor í
tilsvörum hennar en það var svo
fjarri því að Katrín væri að reyna að
vera fyndin. Yfir höfuð reyndi hún
aldrei neitt, hún bara var, eins og
sagt er, lifði á líðandi stund í sínu
æðruleysi og hógværð. Hún var
næm og tilfinningarík svo lítið bar á.
Á Skógum undir Eyjafjöllum, fal-
legasta stað á Íslandi, dvöldum við
oft á sumrin sem börn með Katrínu
og Beggu. Þaðan eigum við margar
góðar minningar. Skógar voru alltaf
„heima“ fyrir þeim systrum þrátt
fyrir margra áratuga búsetu í
Reykjavík. Katrín var fróðleiksfús
og ljóðelsk og ekki ósjaldan þegar
mig bar að garði hjá þeim systrum
voru þær í hrókasamræðum um
þjóðlegan fróðleik, liðna tíma og líð-
andi stund, allar fréttir teknar, Tím-
inn, Þjóðviljinn, Mogginn og
Hjemmet lesið upp til agna. Með ár-
unum förlaðist Katrínu sjón og var
orðin blind í lokin en hélt andlegum
skýrleika til hinsta dags. Katrín gift-
ist ekki og eignaðist ekki börn en
gladdist yfir fæðingu barna okkar
systkinanna, ekki síst ef þau voru
karlkyns, því sjálf hefði hún viljað
eiga „fullt af strákum en aungvar
stelpur, stelpur væru svo vanskelig-
ar“. Ekki fundum við kvenpening-
urinn í fjölskyldunni þó fyrir því frá
hennar hálfu, kannski var hún frek-
ar að tjá sig um stöðu kvenna þegar
hún var að alast upp.
Síðustu árin dvaldi hún á Drop-
laugarstöðum og naut þar góðrar
umönnunar bæði innlends og er-
lends starfsfólks og kunnum við
systkinin þeim bestu þakkir fyrir.
Það var greinilegt að fólki þar á bæ
þótti vænt um Katrínu og held ég að
Katrín hafi endanlega tekið fólk af
öðrum uppruna en íslenskum fylli-
lega í sátt, fólk sem á sinni takmörk-
uðu íslensku en af góðvild og um-
hyggju sýndi henni virðingu og hlýju
sem svo nauðsynleg er í umönnunar-
stéttum.
Katrín var alla tíð mjög heilsu-
hraust þó tvö lærbrot síðustu ára
höfðu aðeins dregið af henni og sjón-
in farin. Ég var vön að koma til
hennar á sunnudögum. Síðastliðið ár
hafði ég haft vetursetu á Englandi
en beðið hana að tóra þar til ég kæmi
aftur. Skrifaði henni stundum bréf
til að minna hana á loforðið. Hún
stóð við það. Vikuna áður en hún lést
þurfti ég að skreppa aftur til Eng-
lands í nokkra dagaog hafði því ekki
komið til hennar eins og venjulega.
Föstudaginn 19. mars var ég lögð af
stað heim úr vinnunni en ákvað að
líta til hennar. Þegar ég kom var hún
aðeins ólík sjálfri sér, í dálitlu upp-
námi, talaði um að vera ein og yf-
irgefin og nóttin að koma. Síðan ró-
aðist hún, „mikið er ég fegin að
heyra í þér“ sagði hún við mig, náði
áttum og varð sjálfri sér lík, róleg og
mild, spurði frétta af systkinum mín-
um. Við áttum góða stund saman.
Tæpum þrem stundum síðar skildi
hún við. Farin er góð kona og með
henni heil kynslóð.
Ég hef gert dauðann að sendiboða gleð-
innar. Hví grætur þú?
(Bahá’u’llah.)
Hvíl í friði.
Margrét Bárðardóttir.
hans og reynslu. Árið 1989 hófu Ís-
lendingar tilraunaveiðar á úthafs-
karfa. Gestur var einn þeirra skip-
stjóra sem hófu þessar veiðar sem
gerðu miklar kröfur til áhafna þeirra
skipa sem voru frumkvöðlar. Þróa
þurfti ný veiðarfæri og allt aðra
tækni við veiðarnar og kanna óþekkt
mið.
Þessar tilraunaveiðar báru árang-
ur og hafa skilað miklum verðmæt-
um og veiðireynslu inn í okkar þjóð-
félag. Ef ekki hefði komið til
þrautseigja og dugnaður manna eins
Gests væri samningsstaða okkar við
erlendar þjóðir um nýtingarrétt á
þessum fiski miklu minni en nú er.
Við höfum notið kunnáttu hans. Í
hvert sinn sem við höfum eignast
nýtt skip hefur reynsla hans og leið-
sögn um hvernig skyldi haga útbún-
aði skipa reynst okkur vel.
Í nóvember 2002 tók Gestur við
skipstjórn á glæsilegu skipi, Þór HF
4. Voru miklar vonir bundnar við
það. Því kom það sem reiðarslag að
Gestur skyldi verða kallaður á brott
svo skyndilega en hann varð bráð-
kvaddur um borð við skyldustörf.
Við kveðjum bróður, vin og sam-
starfsmann sem nú er kominn til
æðri heima og erum fullviss að þar
taka á móti honum foreldrar hans og
bróðir. Elsu, börnum og barnabörn-
um flytjum við samúðarkveðjur.
Megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Ágúst og Guðrún.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast Gests móðurbróður okkar,
þessa ástríka og hjartahlýja manns
sem tekinn var úr þessum heimi án
nokkurs fyrirboða.
Alltaf fannst okkur jafn gott að
hitta Gest og ekki var annað hægt en
láta sér líða vel í kringum hann þar
sem hlýjan skein af honum. Gestur
var líkt og faðir hans með hjarta úr
gulli og barngóður var hann með ein-
dæmum. Honum þótti svo vænt um
gullmolana sína og betri afa er vart
hægt að hugsa sér. Ekki er annað
hægt að segja en að Gestur hafi stað-
ið eins og klettur við hlið þeirra sem
honum voru næstir. Hann reyndist
litlu systur sinni, sem honum þótti
svo vænt um, afar vel og verðum við
honum ávallt þakklátar fyrir það.
Megi minning um yndislegan
mann og frænda lifa um ókomna tíð.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Elsa, Siggi Haukur, Eyrún,
Gestur og Draupnir. Megi Guð
hjálpa ykkur og fjölskyldum ykkar í
gegnum þessa erfiðu tíma.
Margrét, Jenný Ýrr,
Hlín, Guðrún og Selma.
Elsku Gestur. Það var mikið áfall
að heyra þessa frétt að þú værir nú
fallinn frá. Það fyrsta sem maður
hugsar er af hverju hann, af hverju
þessi yndislegi maður sem alltaf var
boðinn og búinn til að aðstoða mig og
alla, hvað sem það var. En það er erf-
itt og ekki hægt að skilja hvers
vegna þú varst tekinn frá okkur því
vegir Guðs eru svo sannarlega
órannsakanlegir. En allar minning-
arnar um þig og ykkur Natan saman
eru svo sterkar í huganum og verða
það alltaf. Hvernig þessi litli snáði sá
afa sinn sem hetjuna sína er svo ynd-
islega sérstakt, afi á skipinu varstu
alltaf kallaður. Natan okkar var að-
eins nokkurra mánaða gamall þegar
maður fann þessi ótrúlegu tengsl við
afa og sem hann vildi helst alltaf vera
í fanginu á. Og það var ekki skrítið
því eins mikla þolinmæði, áhuga og
skilning við börn hef ég aldrei séð
eins og hjá þér. Hvað þér þótti gam-
an að leika tímunum saman við litla
englaskottið okkar án þess að þreyt-
ast og horfðir svo með aðdáunaraug-
um alltaf á hann, hvað sem hann var
að bralla.
Það er erfitt að horfa fram á veg-
inn á þessari stundu en ég þakka fyr-
ir að hafa kynnst þér á þessari lífs-
leið og þakka fyrir að Natan Smári
hafi fengið svona yndislegan afa
fyrstu árin í sínu lífi. En eins og hjá
okkur mun hann alltaf hafa þig lif-
andi í minningu sinni um stundirnar
góðu og eru þær ófáar.
Elsa, Gestur, Eyrún, Siggi og
Draupnir, megi Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Elsku Gestur, ég kveð þig nú en
aðeins með orðum því ég veit þú
verður alltaf til í hjarta mínu.
Ingibjörg.
Það voru sorgartíðindi sem bárust
miðvikudaginn 24. mars, þegar mér
var tjáð að Gestur föðurbróðir minn
hefði orðið bráðkvaddur um borð í
togaranum Þór kvöldið áður. Þessi
fregn var sem reiðarslag. Gestur var
ætíð hreystin uppmáluð og virtist við
góða heilsu. Það er kaldhæðni örlag-
anna að hann var rétt orðinn sextug-
ur og hafði ákveðið að fara að
minnka við sig vinnu hvað úr hverju.
Gestur var náinn frændi sem átti
stóran þátt í uppvexti mínum. Fjöl-
skylda mín bjó fyrstu árin í húsi afa
og ömmu á Brunnstíg í vesturbæ
Hafnarfjarðar. Þá voru yngstu
systkini pabba enn í heimahúsum.
Þau voru fyrirmyndir mínar í einu og
öllu, ekki síst Gestur sem var mjög
barngóður, en líka hinn mesti grall-
ari. Hann fann upp á ýmsu skemmti-
legu, fór með okkur yngri krakkana í
sund, eða niður á bryggju að veiða,
eða út í hraun þar sem ævintýrin
voru á hverju strái. Hann kom ætíð
fram við okkur sem jafningja sína og
kenndi okkur að fara eigin leiðir í líf-
inu.
Gestur fór snemma til sjós, eins og
margir jafnaldrar hans og þar undi
hann sér vel. Hann var háseti á tog-
urum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
sem sigldu reglulega með aflann á
erlendar hafnir. Þetta var á upphafs-
árum bítlatímans og það brást ekki
þegar Gestur kom í land eftir slíka
túra að hann var með litlar plötur í
sjópokanum. Það var oft glatt á
hjalla hjá okkur frændsystkinum
þegar við fengum að hlusta á nýjar
smáskífur sem enginn annar sem við
þekktum hafði komið höndum yfir.
Gestur ákvað að leggja sjó-
mennskuna fyrir sig, tók stýri-
mannspróf og varð fljótlega farsæll
og virtur skipstjóri, sem stjórnaði
áhöfn sinni af öryggi og festu, þó allt-
af væri stutt í hláturinn. Hann var
lengst af skipstjóri á skipum Stál-
skipa, sem Ágúst og Þorsteinn bræð-
ur hans stofnuðu ásamt fjölskyldum
sínum og afa og ömmu á sínum tíma.
Þegar Gestur kynntist Elsu var
öllum ljóst hvað þau áttu vel saman.
Elsa varð strax hluti af fjölskyldunni
og við fylgdumst með þeim koma sér
upp fallegu heimili og stækka við sig
eftir því sem börnunum fjölgaði.
Gestur var stoltur og góður faðir,
sem gat stundum verið nokkuð eft-
irlátssamur við krakkana. Honum
fannst rétt að gefa þeim færi á að
finna sig og þroskast á eigin forsend-
um, eins og hann fékk sjálfur að gera
á sínum tíma.
Það er með miklum söknuði og
þakklæti fyrir góð kynni sem ég
kveð Gest frænda að leiðarlokum.
Megi góður guð styrkja Elsu, Sigga
Hauk, Eyrúnu, Gest, Draupni og
fjölskyldur þeirra og aðra nákomna
ættingja á þessari sorgarstundu.
Jónatan Garðarsson
(Jonni frændi).
Í dag kveð ég kæran vin og skip-
stjóra minn til margra ára, Gest
Breiðfjörð Sigurðsson. Margar góð-
ar minningar koma upp í hugann
þegar hugsað er til baka. Margt sem
ber að þakka í gegnum árin, sérstak-
lega þegar hann var að miðla til mín
og annarra reynslu sinni sem hann
hafði aflað sér á sínum langa ferli.
Gestur var áræðinn, úrræðagóður
og kappsamur skipstjóri en samt
gætinn við starf sitt. Það eru orðin
fjórtán ár síðan leiðir okkar lágu
saman þegar ég kom til hans sem
stýrimaður á bv. Ými og höfum við
verið saman til sjós síðan. Í litlu sam-
félagi sem togari er bindast menn
góðum tryggðaböndum og vinskap-
urinn verður náinn. Ekki duldist
neinum sem þekkti Gest að hann var
mikill fjölskyldumaður og vildi hann
allt fyrir hana gera. Barnabörnin
voru honum mjög kær.
Nú er komið að kveðjustund. Ég á
eftir að sakna þín, Gestur minn, en
ég veit að ég á svo sannarlega eftir
að finna fyrir nálægð þinni um borð í
Þór.
Elsku Elsa mín, við Sigrún send-
um þér, börnum þínum, tengdabörn-
um og barnabörnum innilegustu
samúðarkveðjur okkar og biðjum
þess að Guð veiti ykkur styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Þorvaldur.
Fallinn er foringi vor. Gestur
Sigurðsson skipstjóri varð bráð-
kvaddur langt fyrir aldur fram
þriðjudagskvöldið 23. mars um borð
í skipi sínu Þór HF 4. Dauðinn er
eitthvað sem er manni fjarlægt í
dagsins önn og slær mann svo slíku
kjaftshöggi að maður veit ekki sitt
rjúkandi ráð. Stundum er engin leið
að átta sig á hver tilgangurinn er og
þess vegna er erfiðara að sættast við
orðinn hlut þegar maður ekki skilur.
Gestur var vinsæll og heilladrjúgur
skipstjóri og höfum við flestir verið
með honum síðastliðin átta til tíu ár
og sumir lengur, sem segir meira en
mörg orð um þann mann sem Gestur
hafði að geyma. Hann var bæði far-
sæll skipstjóri og fengsæll, og stýrði
skipi sínu ætíð farsællega í höfn.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr et sama;
en orðstírr deyr aldregi
hveims sér góðan getr.
(Úr Hávamálum.)
Hann er núna kominn í heima-
höfn.
Með þessum fáu orðum vildum við
minnast skipstjóra okkar og tjá fjöl-
skyldu og vandamönnum innilegustu
samúð okkar. Megi Guð styrkja ykk-
ur og varðveita á þessum erfiðu tím-
um.
Skipsfélagar Þór HF 4.
Kæri vinur. Mig langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum. Það
var sárt að samstarf okkar endaði á
þennan sviplega hátt.
Þú varst mér miklu meira en skip-
stjóri, þú varst einnig góður vinur.
Þú ólst mig upp sem stýrimann og
mun ég nýta mér þá miklu og góðu
reynslu sem ég fékk þau 13 ár sem
ég var undir þinni tilsjón. Hafði ég
gaman af því að koma upp í brú til
þín eingöngu til að spjalla um heima
og geima. Yfirleitt enduðu samræð-
urnar með því að þú sagðir mér
skemmtilegar sögur frá fyrri tíð.
Munu þær stundir geymast í minn-
ingunni.
Ofarlega eru mér í huga heim-
sóknirnar á heimili ykkar Elsu, þar
sem mér fannst ég alltaf velkominn.
Þakka þér fyrir allt, Gestur minn.
Þín verður sárt saknað.
Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu
þína og aðstandendur á þessum erf-
iðu tímum.
Einar J. Lárusson.
Elsku Gestur minn. Aldrei gleymi
ég þeim degi þegar Gutti hringdi í
mig og sagði mér, að þú værir dáinn.
Ég trúði honum ekki, ekki þú,
elsku vinur minn. Þú sem varst alltaf
svo hress og góður við mig. Aldrei á
ég eftir að heyra rödd þína eða hlát-
ur þegar þú hringdir í Gutta til að
láta hann vita hvenær þið ættuð að
fara út á sjó, alltaf þurftir þú að
stríða mér aðeins þegar þú hringdir,
þú sagðir alltaf, sæl elskan mín, ertu
ekki orðin leið á honum, ef Gutti var
búinn að vera í fríi eða sæl elskan
mín viltu ekki hafa hann aðeins leng-
ur ef það þurti að fresta brottför og
alltaf var jafn gaman að tala við þig.
Mikið var gaman að koma til þín og
Elsu þegar við komum í bæinn. Allt-
af var passað að hafa tíma til að hitta
ykkur.
Ég kveð þig með söknuði.
Elsku Elsa mín, sárastur er þó
söknuður þinn, barna þinna, tengda-
barna og barnabarna.
Guð veri með ykkur á þessum erf-
iða tíma.
Inga Lára Daðadóttir.
Fleiri minningargreinar um Gest
Breiðfjörð Sigurðsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.