Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 62
DAGBÓK
62 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og jóga,
kl. 14 bingó.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16.30 smíðar. Bingó
spilað 2. og 4. föstudag í
mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
vefnaður og frjálst að
spilað í sal.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9 bað, kl. 14
söngstund.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin opin.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa kl. 9–16.30,
gönguhópur kl. 9.30.
Opnuð í dag sýning á
myndverkum eftir
Ágústu Sigurðardóttur,
kl. 14.
Söngdísirnar taka lagið
undir stjórn Hjördísar
Geirs.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10–
12 verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 opið hús,
spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Félagsvist í
Garðabergi kl. 13 á veg-
um FEBG.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, tréútskurður og
brids kl. 13, billjard kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýna
„Rapp og rennilása“ í
dag kl. 14. Miðar seldir
við innganginn. Ath.,
síðasta sýning.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. fjölbreytt
handavinna; kl. 10 létt
ganga, frá hádegi spila-
salur opinn; kóræfing
fellur niður, kl. 14.30
leggur kórinn af stað í
söngferð í Hraunbæ.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 myndvefnaður,
kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlist, kl. 10
ganga. Kl. 14 Gleðigjaf-
arnir syngja.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
baðþjónusta, kl. 11
spurt og spjallað, kl. 14
verður spilað páska-
bingó. Gerðubergskór-
inn kemur og syngur.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 boccia, kl. 14 leik-
fimi.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
14.30 handavinna,
kl.10–11 kántrý dans. Í
dag kl. 13–16 verður
handverksmarkaður,
kl. 13.30 sungið við flyg-
ilinn við undirleik Sig-
urgeirs, kl. 14.30 syng-
ur Viðar Jónsson hljóð-
færaleikari og leikur á
hljómborð fyrir dansi.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 myndlist, kl. 9.30
bókband og morgun-
stund, leikfimi, kl. 12.30
leir, kl. 13.30 bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 10–14.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Félag kennara á eftir-
launum. Fræðslu- og
skemmtifundur FKE
verður laugardaginn 3.
apríl í Húnabúð, Skeif-
unni 11, og hefst klukk-
an 13.30. Ræðumaður:
Guðmundur Magn-
ússon, fv. fræðslustjóri.
Kvenfélag Langholts-
sóknar. Hinn árlegi
tertubasar Kvenfélags
Langholtssóknar verð-
ur í safnaðarheimili
Langholtskirkju kl. 13.
laugardaginn 3. apríl.
Allur ágóði af sölunni
rennur í gluggasjóð.
Félag austfirskra
kvenna. Fundur verður
í Safnaðarheimili
Grensáskirkju mánu-
daginn 5. apríl kl 20.
Hattakvöld – upplestur
– danssýning.
Framsóknarfélag Mos-
fellsbæjar. Félagsvist í
kvöld í Framsókn-
arsalnum í Mosfellsbæ
að Háholti 14, 2. hæð,
kl. 20.30 . Tekin verða
saman 5 efstu kvöldin
af 8 ( frá 13. feb. til 2.
apríl) og fyrir þau veitt-
ur ferðavinningur.
Félag einhleypra.
Fundur á morgun kl. 21
í Konnakoti, Hverf-
isgötu 105, nýir félagar
velkomnir. Heitt á
könnunni. Munið göng-
una mánu- og fimmtu-
daga
Kvenfélagið Seltjörn,
verður með kökusölu
laugardaginn 3. apríl
frá kl. 11 á Eiðistorgi,
Seltjarnarnesi.
Kvenfélag Grens-
ássóknar, fundur
mánudaginn 5. apríl kl.
20, páskabingó.
Í dag er föstudagur 2. apríl, 93.
dagur ársins 2004. Orð dagsins:
Guð vonarinnar fylli yður öllum
fögnuði og friði í trúnni, svo að
þér séuð auðugir að voninni í
krafti heilags anda.
(Rm. 15, 13.)
Arnar Þór Stefánssonsegir í grein á Deigl-
unni að rétt sé að endur-
skoða löggjöf um kjör
forseta Íslands. „Í stjórn-
arskránni er þá reglu að
finna í 5. grein að sá sem
flest atkvæði fær í for-
setakjöri skuli hljóta
embættið. Getur reglan
auðveldlega leitt til þeirr-
ar niðurstöðu að sá sem
nær kjöri hafi minnihluta
þjóðarinnar á bak við sig.
Þetta gerðist bæði árið
1980 og 1996. Árið 1980
var Vigdís Finn-
bogadóttir kjörin með
33,8% gildra atkvæða og
Ólafur Ragnar Grímsson
árið 1996 með 41,4%
gildra atkvæða. Hugsa
mætti sér enn öfgafyllri
dæmi þar sem frambjóð-
endur væru margir og
enginn skæri sig úr hvað
fylgi varðaði. Þannig
gætu menn náð kjöri með
innan við 20% atkvæða að
baki sér.
Fullyrða má að reglaþessi sé ekki alls kost-
ar eðlileg, sérstaklega í
ljósi þess að forseti fer
ásamt Alþingi með lög-
gjafarvaldið, skv. 2. gr.
stjórnarskrár. Vegna
þessarar reglu hafði ann-
ar handhafi löggjaf-
arvalds hérlendis minni-
hluta þjóðarinnar á bak
við sig á árunum 1980–
1984 og 1996–2000, eða
þar til forsetarnir urðu
sjálfkjörnir. Eðlilegra
væri að forsetakjör færi
fram í tveimur umferð-
um, þannig að í seinni
umferð yrði kosið milli
tveggja efstu manna eftir
fyrri umferð. Stjórn-
arskrárnefnd Alþingis
veturinn 1943-1944 at-
hugaði þetta rækilega.
Varð niðurstaða hennar
sú regla sem nú gildir.
Var tillaga um þá reglu
flutt í trausti þess að
þjóðinni tækist að fylkja
sér þannig um forseta-
efni að atkvæði dreifðust
ekki úr hófi fram,“ eins
og segir í áliti nefnd-
arinnar.
Annað atriði sem gagn-rýna má er það
hversu fá meðmæli þarf
til að bjóða sig fram til
embættis forseta. Skv. 1.
mgr. 5. gr. stjórnarskrár-
innar þarf forsetaefni
meðmæli minnst 1500 en
mest 3000 kosn-
ingabærra manna.
Ákvæði þetta var sett
þegar Íslendingar voru
tæplega 128.000 talsins.
Nú eru Íslendingar vel
yfir 290.000. Í ljósi þessa
mætti halda því fram að
forsetaefni ætti að þurfa
nú um stundir um 4000 til
6000 meðmæli til að
bjóða sig fram. Þá veltir
Arnar Þór því fyrir sér
hvort eðlilegt sé að kjör-
gengi til embættis forseta
Íslands miðist við 35 ára
aldur og bendir á að kjör-
gengisskilyrði til Alþing-
is og sveitarstjórna sé 18
ár. „Af ofangreindu má
sjá að það er sitthvað
gagnrýnivert í núgild-
andi löggjöf um kjör for-
seta Íslands sem vert er
að skoða ef og þegar
stjórnarskráin verður
endurskoðuð,“ segir Arn-
ar Þór á Deiglunni.
STAKSTEINAR
Forseti verði kjörinn í
tveimur umferðum
Víkverji skrifar...
Langþráður draumur Víkverja fráþví hann var róttækur unglingur
hefur ræst. Loksins býr Víkverji í
kommúnu.
Kommúnulífið hefur reyndar að-
eins staðið í vikutíma, en Víkverji
gæti ekki verið hamingjusamari.
Tveir vinir Víkverja, sem báðir eru
fyrrverandi bekkjarfélagar hans úr
grunnskóla, fluttu inn til hans fyrir
síðustu helgi og hefur lífið verið
sannkallaður dans á rósum síðan.
Líf Víkverja hefur tekið algjörum
stakkaskiptum. Frá því sambúðin
hófst hefur á hverju kvöldi verið eld-
aður dýrindis matur, en þá þrjá mán-
uði á undan sem Víkverji hafði búið
einn í nýju og stóru íbúðinni sinni,
hafði hann aðeins eldað tvisvar sinn-
um. Það var einhvern veginn alltaf
skemmtilegra að fara bara heim til
foreldranna eða með vinum á kaffi-
hús, en sitja einn og borða yfir Kast-
ljósinu.
Kommúnúlífið er alveg jafn-
skemmtilegt og Víkverji ímyndaði
sér þegar hann hlustaði á Bítlatónlist
sem unglingur, sem voru einmitt
einnig uppáhaldshljómsveit foreldra
hans, þegar þeir voru unglingar. Vík-
verji var því svolítil tímaskekkja með
sínar hippamussur og vonir um
kommúnulíf um miðjan níunda ára-
tuginn.
x x x
Ótvíræðir kostir sambýlisins komustrax í ljós í upphafi vikunnar
þegar Víkverji lagðist í rúmið með
magakveisu. Víkverji lá undir sæng
og kveinkaði sér á meðan vinirnir
hlupu til og frá, fóru út í búð til að
kaupa epli og kók, ristuðu brauð og
hituðu te allt eftir duttlungum Vík-
verja. Það er nefnilega fátt verra en
að vera veikur þegar maður býr einn.
Víkverji og vinirnir eru af netkyn-
slóðinni og eitt af því fyrsta sem
komið var upp á heimilinu var þráð-
laust netsamband svo allir á heim-
ilinu gætu verið á Netinu á sama
tíma, sem er náttúrulega afar nauð-
synlegt. Borðstofan heima hjá Vík-
verja lítur nú út eins og tölvuver í
framhaldsskóla, þar eru þrjár far-
tölvur í netsambandi og fannst Vík-
verja sambúðin ná ákveðnu hámarki
eitt kvöldið þegar vinirnir þrír sátu
við sama borð, supu á bjór og spjöll-
uðu saman í gegnum netforritið
MSN.
x x x
Víkverja finnst kommúna vera van-metið sambýlisform. Allt sam-
félagið miðast við pör og fjölskyldur
með börn. Víkverji segir bara „ein-
staklingar sameinist“, því það er al-
veg jafnskemmtilegt og það lítur út
fyrir í sænsku bíómyndinni
„Tilsammans“ að búa í kommúnu.
Þótt kommúnulífið sé kannski ekki
eitthvað sem henti um aldur og ævi,
er vissulega skemmtilegt að prófa.
Það er svolítið eins og að fara í sum-
arbúðir þegar maður er fullorðinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Víkverji mælir með kommúnulífinu
sem er alveg jafnskemmtilegt og
hann ímyndaði sér.
Ef hraðbankinn
gleypir kortið
ÉG vil vekja athygli bank-
anna á því að það eru engar
upplýsingar um það hvað
skal gera ef hraðbankinn
gleypir kortið manns. Legg
ég til að það séu settir mið-
ar á alla hraðbanka með
leiðbeiningum um hvert
maður geti hringt og
brugðist við þegar þetta
kemur fyrir.
Það er alveg óþolandi
þegar þetta kemur fyrir og
maður veit ekkert hvað
skal gera.
Hraðbankanotandi.
Á ekki að fara að
selja Símann?
OG á þá að losa sig við við-
skiptavinina fyrst?
Ég gerði tilraun til að
kaupa hjá Símanum í
Smáralind gsm-síma sem
var auglýstur í Morgun-
blaðinu. Það tókst ekki bet-
ur en svo að ég þurfti að
fara í tvígang í Smáralind-
ina vegna mistaka í af-
greiðslu, tvígang í Símann
Kringlunni vegna þess að
ég fékk í tvígang afgreidd-
an gallaðan síma og svo
eina ferð í Símann Ármúla
þar sem ég gat fengið af-
greiddan fullhlaðinn síma
sem virtist í lagi.
En ég var búinn að fá
nóg af þessu veseni, skilaði
gallaða símanum og líklega
verð ég nýr viðskiptavinur
hjá Og Vodafone eftir ára-
löng skilvís viðskipti við
Símann.
Ég sendi þjónustuveri
Símans tölvupóst þar sem
ég rakti raunir mínar í við-
skiptunum við þá og svarið
frá þeim var svona „Takk
fyrir þetta. Ég kom þessari
sögu til réttra aðila. Allar
svona ábendingar eru vel
þegnar, ef við fáum ekki
svona þá getum við ekki
bætt þjónustu okkar.“ En
það sem vakti athygli mína
neðst í skriflegu svari
þeirra var „deleted by /.../
SalaOgViðskþj/SalaOgÞj/
Síminn“.
Smári Guðmundsson.
Vinsamlegt
athvarf
MIG langar til að þakka
fyrir góða afgreiðslu í kaffi-
stofunni í Kolaportinu. Þar
er alveg sérstaklega vin-
samlegt athvarf fyrir eldri
borgara að fá sér kaffi.
Þarna eru samankomnir
bæði ungir sem aldnir. Eft-
ir höfðinu dansa limirnir og
er þetta vel rekin kaffi-
stofa, þar er gott fólk og
glaðlegt. Vil þakka alla að-
stoð og velvilja við eldri
borgara.
Með þakklæti.
Eldri borgari.
Sammála Víkverja
ÉG er hjartanlega sam-
mála því sem Víkverji skrif-
ar 30. mars sl. um hár ung-
linga. Bendi ég foreldrum á
að umbera allt, þetta geng-
ur yfir. Mér finnst að allir
eigi rétt á að ráða eigin hár-
greiðslu, lit og sídd, 5–100
ára.
Erla Sandholt
hárgreiðslumeistari.
Dýrahald
Læðu vantar heimili
HVÍTA 3ja ára læðu vantar
gott heimili vegna ofnæmis
barna á heimilinu. Uppl. í
síma 822 8851.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 sóða, 4 viðarbútur, 7
brotna, 8 öldugangurinn,
9 verkfæri, 11 formóðir,
13 elska, 14 misgerðin,
15 gauragangur, 17
fiska, 20 fljótið, 22 ein-
skær, 23 duldi, 24 nemur,
25 fæddur.
LÓÐRÉTT
1 samtala, 2 trú á Allah, 3
lund, 4 sæti, 5 goð, 6 vita,
10 hakan, 12 ílát,
13 dveljast, 15 gistihús,
16 víður, 18 valur, 19
ránfuglinn, 20 púkar, 21
feng.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kuldablær, 8 lítil, 9 gatan, 10 aka, 11 týnir, 13
nýrað, 15 grunn, 18 hagga, 21 ála, 22 trauð, 23 fasta, 24
takmarkar.
Lóðrétt: 2 urtin, 3 dalar, 4 bagan, 5 æstar, 6 blót, 7 anið,
12 iðn, 14 ýsa, 15 geta, 16 uxana, 17 náðum, 18 hafur, 19
gesta, 20 atar.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16