Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 67

Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 67
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 67 FÓLK  TRACY McGrady bakvörður NBA-liðsins Orlando Magic leikur ekki með liðinu á næstunni en hann er á meiðslalista félagsins vegna meiðsla í hné. McGrady er stigahæsti leik- maður deildarinnar, með 28 stig að meðtali, en hann var einnig stiga- hæstur á síðustu leiktíð en þá skoraði hann rétt rúm 32 stig að meðaltali.  MINNESOTA Timberwolves setti félagsmet í fyrrinótt er liðið lagði Seattle Supersonics í NBA-deildinni en það var 52. sigur liðsins á leiktíð- inni en besti árangur liðsins fram til þessa var í fyrra er liðið vann 51 leik af alls 82. Liðið er í öðru sæti miðrið- ilsins í NBA á eftir meistaraliði San Antonio Spurs sem hefur unnið 53 leiki.  FRAMKVÆMDASTJÓRI ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, Luc- iano Moggi, segir að franski lands- liðframherjinn David Trezuguet verði áfram í herbúðum liðsins en Trezuguet hefur verið orðaður við spænska liðið Barcelona að undan- förnu. Hinn 26 ára gamli framherji er samningsbundinn ítalska meistaralið- inu fram til loka næsta keppnistíma- bils en Moggi segir að félagið hafi boðið Trezuguet að framlengja samning sinn til ársins 2008 og muni leikmaðurinn taka ákvörðun um framhaldið á næstu vikum.  AGANEFND enska knattspyrnu- sambandsins, FA, ákvað í gær að að- hafast ekkert að í máli framherjans Jimmy Floyd Hasselbaink hjá Chelsea vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Scarborough þann 24. sl. í ensku bikarkeppninni. Þar virtist hollenski framherjinn gefa Mark Hotte varnarmanni Scarboro- ugh högg með olnboga en dómari leiksins, Barry Knight, sá ekkert at- hugavert við atvikið og ákvað FA að aðhafast ekkert frekar í málinu.  HRAFNHILDUR Skúladóttir var markahæst í danska handknattleiks- liðinu Tvis Holstebro og fjórði markahæsti leikmaður dönsku 1. deildarkeppninnar – skoraði 126 mörk. Fimm íslenskar landsliðskonur léku með liðinu, sem hafnaði í þriðja sæti með 32 stig úr 20 leikjum. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 64 mörk fyr- ir liðið og Inga Fríða Tryggvadóttir 44 mörk.  SKOSKI landsliðsmaðurinn John Kennedy verður frá keppni í allt að einu ári vegna meiðsla sem hann hlaut í vináttulandsleik gegn Rúmen- íu á miðvikudag en þetta var fyrsti landsleikur Kennedy sem er tvítugur að aldri og leikur með Celtic í heima- landi sínu.  KENNEDY meiddist illa á hné og segja læknar liðsins að fremra kross- band sé slitið og að auki eru fleiri lið- bönd skemmd í hnénu. Það var fram- herji Wolves, Viorel Ganea, sem átti í höggi við Kennedy er hann meiddist og er Ganea ekki hátt skrifaður á meðal stuðningsmanna Celtic í dag. ÓLAFUR Stef- ánsson og fé- lagar hans í spænska liðinu Ciudad Real lögðu Valladolid í átta liða úrslit- um spænska konungsbikars- ins í handknatt- leik í gær, 32:29, en staðan í hálf- leik var 14:11 Ciudad Real í vil. Ólafur skoraði alls 3 mörk í leiknum en Zaky var markahæst- ur í liði Ciudiad Real með 8 mörk, þar af 2 úr vítum. Ciudad mætir Portland San Antonio í undan- úrslitaleiknum sem fram fer á laugardag. Það var jafnræði með liðunum framan af fyrri hálfleik, Valla- dolid komst yfir 3:5, en Ciudad svaraði með fimm mörkum í röð og breytti stöðunni í 7:5. Valla- dolid skoraði þrjú mörk gegn einu í kjölfarið en Ciudad náði yf- irhöndinni á ný og var með þriggja marka forskot í leikhléi. Sá munur hélst út síðari hálfleik þar sem bæði lið skoruðu 18 mörk. Í hinum undanúrslitaleiknum leikur S.D. Teucro gegn Barce- lona sem lagði Ademar 30:26 í undanúrslitum í gær. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Ciudad Real mætir Portland í undanúrslitum Þar sem Haukar hafa í sínumherbúðum stórskyttuna Ram- une Pekarskyte og fleiri vel brúk- legar skyttur, urðu gestirnir úr Kapla- krika að koma að- eins út með vörnina. Þá losnaði um Önnu G. Halldórsdóttir á línunni og hún lét ekki sitt eftir liggja auk þess að Ramune var alltaf tilbúin þegar gleymdist að gæta hennar. Fyrir vikið höfðu Haukar undirtökin fyrstu mínúturnar og naumt for- skot. Það dugði hinsvegar skammt þegar gestirnir bættu vörnina og hófu að vanda sig við að halda aftur af Ramune, sem fékk ekki frið til að skjóta auk þess að skrúfað var fyrir frekar línusendingar á Önnu. Leik- urinn var því í járnum nokkrar mín- útur en þegar markvörður FH, Jolanta Slapikiene, fór að verja hrökk allt liðið í gang og eftir sex mörk FH á móti einu Hauka á 11 mínútum náði FH undirtökunum. Fram að 28. mínútu hafði Ramune skoraði 4 og Anna 3 af 8 mörkum Hauka. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks leit út fyrir að Haukastúlkur myndu hrista af sér slenið, þær skoruðu þrjú fyrstu mörkin en þá voru þær líka einum leikmanni fleiri. FH- stúlkur voru ekki tilbúnar til að gef- ast upp, fundu aftur taktinn úr fyrri hálfleik og snarbættu vörnina svo að Jolanta átti ekki í vandræðum með að skila sínu. Um miðjan síðari hálf- leik hrundi leikur Hauka og forskot- ið varð 11 mörk. Þá tók þjálfari Hauka leikhlé og í kjölfarið reyndi Ramune að brjóta Haukum leið inn í leikinn en allt kom fyrir ekki. Þegar 8 mínútur voru eftir virtist þjálfari Hauka játa sig sigraðan og hóf að leyfa fleiri leikmönnum að spreyta sig og það sama gerði þjálfari FH. Ágæt hugmynd að nota tækfærið. Bjóst ekki við svona léttum leik „Ég bjóst ekki við svona léttum leik,“ sagði Sigurður Gunnarsson þjálfari FH-stúlkna eftir leikinn. „Mér fannst Haukarnir langt frá sínu besta en við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og lögðum grunninn að þessum sigri þegar allt gekk upp og við náum sex marka forskoti. Að vísu hikstaði svolítið hjá okkur í seinni hálfleik. Við lögðum fyrst og fremst upp með að stöðva Ramune þó Haukar hafi fleiri góðar stelpur en þeim gekk þeim ekki vel í dag, til dæmis Ragnhildi Guðmundsdóttur og Tinnu Halldórsdóttur, sem hafa hingað til tekið af skarið. Eftir situr að við vorum að spila betur en Haukastúlkur og vorum einfaldlega betri. Við erum með ágætis lið þó við höfum spilað frekar illa að und- anförnu en að undanskildum fyrstu mínútunum spiluðum við betur,“ bætti þjálfarinn við og var ekki til í að fagna of mikið. „Þetta er bara hálfleikur og barátta um sigur í hverjum leik en við eigum heima- leikinn eftir.“ Jolanta átti stórleik í marki FH með 22 skot, þar af tíu á fyrstu 14 mínútum síðari hálfleiks sem hélt FH inni í leiknum. Þórdís Brynjólfsdóttir, Gunnur Sveinsdótt- ir, Björk Ægisdóttir, Guðrún Hólm- geirsdóttir og Dröfn Sæmundsdóttir áttu allar mjög góðan leik. Um Haukaliðið er fátt gott hægt að segja. Í byrjun virtust Anna og Ramune til alls líklegar en úr því varð ekkert. Tinna Halldórsdóttir tók stundum af skarið en aðrar höfðu sig minna í frammi. En stuðn- ingsfólk Hauka er ekki þekkt fyrir að yfirgefa sitt lið og því má búast við meiru frá liðinu í næsta leik lið- anna í Kaplakrika á sunnudaginn. FH-stúlkur kjöl- drógu Hauka KRAFTUR og einbeiting FH-stúlkna sló Hauka algerlega útaf laginu þegar liðin mættust í fyrsta eða fyrri leik í 8-liða úrslitum úrvals- deildar kvenna að Ásvöllum í gærkvöldi. Fyrstu mínútur hvors hálf- leiks var lítill neisti í Haukum en það tók nágranna þeirra frá Kapla- krika aðeins nokkrar mínútur að slökkva þann neista. Það lagði grunn að níu marka sanngjörnum sigri, 28:19, og skildi áhorfendur beggja liða, jafnvel nokkra leikmenn, eftir í djúpum þönkum um það hvað gerst hefði. Stefán Stefánsson skrifar Fyrstu mínúturnar einkenndust afmiklum hraða og baráttu, og vantaði lítið til að uppúr syði á köflum. Liðin voru jöfn á flest- um tölum í fyrri hálf- leik og aldrei varð munurinn meiri en tvö mörk – 12:12 í leikhléi. Sami hraði einkenndi byrjun síðari hálfleiks en um miðbik hans fór að bera á þreytumerkjum hjá gestunum. Valsstúlkur nýttu sér það vel, héldu sinni hrynjandi og skoruðu sjö mörk áður en Víkingar náðu að skora að nýju. Það bil var of breitt fyrir gestina að brúa og varð munurinn í lokin kominn í sjö mörk, 29:22, og geta Vík- ingsstúlkur nagað sig í handarbökin fyrir að missa leikinn frá sér svona á ögurstundu. Natasa Damljanovic spilaði mjög vel fyrir gestina, skoraði átta mörk í fyrri hálfleik – tólf mörk í allt – og bar liðið hálfpartinn á bakinu. Það kom á daginn að sú byrði var of þung fyrir hana eina að bera og datt sóknarleikurinn niður í samræmi við þreytumerki hennar. „Við misstum aðeins taktinn í sókn- inni og slúttuðum illa, hættum að spila eins og við lögðum upp með og þar með hættum við að skjóta á mark- ið. Þær nýttu sér það vel – hraðaupp- hlaup eru þeirra styrkleiki – og gerðu fljótt út um leikinn. Ég þarf að fara vel í þennan leik og ræða þetta með mínum leikmönnum. Við erum hvergi af baki dottnar,“ sagði Óskar Ár- mannsson, þjálfari Víkinga. Hjá Valsstúlkum voru Díana Guð- jónsdóttir og Hafrún Kristjánsdóttir með sjö mörk hvor og Berglind Hans- dóttir varði 18 skot í markinu. Guðríður Guðmundsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, var kát í leikslok og nokkuð sátt með leik liðs síns. „Við lögðum upp með að spila hratt og keyra á þær og og það gekk í síðari hálfleik, þá small einnig vörnin en mér fannst hún frekar götótt í fyrri hálfleik. Ég var annars ánægð með leikinn og nú er bara að einbeita sér að næsta leik og við stefnum að sjálf- sögðu á sigur þar,“ sagði Guðríður. Morgunblaðið/Golli Gerður Beta Jóhannsdóttir úr liði Vals náði ekki að koma knettinum í mark Víkings í gær enda stóðu Steinunn Þorsteinsdóttir og Anna Árnadóttir vaktina í vörninni af mikilli festu. Góður enda- sprettur FYRSTI leikur Vals og Víkings í átta liða úrslitum kvenna fór fram að Hlíðarenda í gærkvöldi. Hnífjafnt var fyrstu 45 mín- úturnar en þá skildust liðin að, heimasætur skoruðu sjö mörk í röð og gerðu út um leikinn í einni svipan. Sjö marka sigur Valsstúlkna, 29:22, gefur kannski ranga mynd af leiknum en gestirnir áttu slæmar loka- mínútur og eiga erfiðan leik fyrir höndum á laugardag þegar liðin mætast öðru sinni. Andri Karl skrifar Ólafur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.